Morgunblaðið - 05.10.1961, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 05.10.1961, Qupperneq 23
Fimmtudagur 5. olct. 1961 MORGUNBLAÐIÐ 23 — VIÐ stöndum nú and- spænis þeirri staðreynd, að það eru ekki lengur að- eins skæruliðaárásir, sem við þurfum að verjast — heldur er nú um að ræða raunverulega styrjöld, sem rekin er gegn Suður-Viet- nam af óvini, er ræðst gegn okkur með fullskip- uðiun hersveitum, vel vopnum búnum. Og óvin- ur okkar hefir það að markmiði að skipa málum í Suðaustur-Asíu í sam- ræmi við óskir hins al- þjóðlega kommúnisma. * „Kolbrabbi kommúnism- ans“ i SuS- austur-Asíu. S-Vietnam í hættu Á þessa leið mælti forsetí Suður-Vietnam, Ngo Dinh Diem, sl. mánudag, er hann hélt ræðu í þjóðþinginu. — Talsmaður utanríkisráðuneyt- is Bandaríkjanna lét svo um mælt, að ríkisstjórnin væri sammála Diem forseta um að ástandið í S.-Vietnam væri alvarlegt og hinar mjög a u k n u hernaðaraðgerðir kommúnista að undanförnu fp fælu ekki einungis í sér mikla hættu fyrir þetta eina land, heldur og næstu nágranna þess — og raunar öll þau lönd í Suðaustur-Asíu, sem ekki lúta koinmúnistum. MIKILVÆGT „VÍGI“ Það hefir löngum 'verið heldur ófriðsamt í Suður- Vietnam. Allt síðan það var formlega stofnað sem sjálf- stætt ríki árið 1954, sam- kvæmt Genfarsamkomulag- inu um lönd Indókína, er áð- ur laut Frakklandi, hafa skæruliðasveitir kommúnista haft sig meira og minna í frammi í landinu, svo að stjómin hefir sífellt mátt vera á verði gegn þeim. í ár hafa kommúnistarnir hins vegar færzt mjög í aukana, svo að menn eru nú famir að óttast, að S.-Vietnam verði nýtt Laos — eða jafnvel eitt- hvað enn alvarlegra. — Það eru að vonum ekki eingöngu skæruliðar úr flokki heima- manna, sem berjast gegn stjórninni — heldur er það hinn kommúníski „kol- krabbi" Rauða-Kína og Norð ur-Vietnams, sem teygir fálm ara sína suður á bóginn — ekki aðeins til Laos og S.- Vietnams, heldur og til flestra nágrannalandanna, Kam- bodja, Thailands, Burma og allt suður til Malaja (sjá kortið). Ef hinn vestur-sinnaði for- seti S.-Vietnams, Ngo Dinh Diem, og stjórn hans biðu ó- sigur fjrrir kommúnistum (sem stöðugt fá vopn og vist- ir frá N.-Vietnam, og e.t.v. einnig frá Pathet Lao-mönn- um í Laos, sem fá sífellt heimsóknir rússneskra birgða flugvéla til aðalstöðva sinna á „Krukkusléttunni“ svo- nefndu), þá virðast fremur litlar líkur til að hin fyrr- nefndu lönd fengju haldið sjálfstæði sínu til lengdar. — Þetta hefir Bandaríkjastjórn lengi verið Ijóst, og þess vegna hefir hún ekki aðeins veitt stjórn Diems mikinn fjárhagslegan stuðning, held- ur hefir hún og að staðgldri marga hernaðarlega ráðgjafa og sérfræðinga í skæruhern- sjálfstæðs ríkis innan Viet- nam, með stuðningi japönsku herstjórnarinnar. Frakkar við urkenndu tilvist þessa „al- þýðulýðveldis“ sem frjóls rík is innan Indókína-sambands- ins — en árið 1946 brauzt út hin langvinna styrjöld milli „Viet-minh“ og Frakka, sem lauk ekki fyrr en 1954, með ósigri Frakka við Dien Bien Phu. Á Genfarráðstefnunni um við almenna atkvæðagreiðslu til þriggja ára í senn. Þingið er óskipt í deildir. — Fram- bjóðendur til þings verða að vera vietnamskir borgarar, a. m. k. 25 ára að aldri — en , kösningarétt hafa allir borgar- ar landsins, sem náð hafa 18 ára aldri. * HARÐURI HORN AÐ TAKA Flokkur Diems forseta (Þjóð lega byltingarhreyfingin) er langstærsti flokkur þingsins, hefir um tvo þriðju allra þing- sæta — og er aðstaða forset- ans gagnvart stjórnarandstöð- urmi því mjög sterk. Diem for seti er af sumum talinn harð- ur stjórnandi og einræðis- hneigður nokkur. — Það er ekki lengra síðan en í nóvem- ber í fyrra, að gerð var tilraun til að steypa honum af stóli með vöpnaðri uppreisn. Hún rann þó skjótt út í sandinn. Nokkrum árum áður hafði og verið gerð byltingartilraun gegn Diem — og varð hann þá frægur af ummælum sín- um: — Ég mun ekki yfir- gefa forsetahöllina — öðru vísi en í líkkistu! Hvað sem um Diem forseta má annars segja, hafa vestur- veldin trú á því, að honum sé vel treystandi til að standa fast gegn ágengni kommúnista — Og því hafa Bandaríkin veitt honum margvíslega að- stoð, eins og fyrr getur. — í þingræðu þeirri, sem getið var hér í upphafi, greindi Diem frá því, að sérstök bandarísk nefnd hefði gert tillögur til stjórnarinnar í Washington um nauðsyn aukinnar aðstoð- ar við Suðúr-Vietnam, bæði hernaðarlega og til uppbygg- ingar efnahag landsins. — Kvað hann nefndina hafa haft til athugunar ráðstafanir, sem — Útvarpið Framh. af bls. 17. ganga til nóða með hlýjar og helgar hugleiðingar. Fasta útvarpsins er 9 vikur, eftir er af árinu 43 vikur, sem útvarpið lætur ekki í té helgi athöfn að kvöldi til. Er það að bera í bakkafullan lækinn að óska þess af útvarpsráði, að það brúi þetta bil þannig, að hafa bænastund á kvöldin allt árið, með svipuðum hætti og er á morgnana? Eg á góðan vin, sem er lang- dvölum á Nýfundnalandsmiðum, hann segir mér, að á hverju kvöldi á tímanum milli kl. 22 —23 sé lesin bæn, sungin sálm- ur og andleg lög, tvö eða þrjú, Ýmist einsöngur eða blandaður. Hann segir, að þessi tund sé há- tíðleg og innileg, að allir sjó- mennirnir á skipinu hlusti á þessa athöfn hljóðlega. Vinur minn segir, að þessi kvöldbæn sé send frá útvarpsstöð á St. John’s á Nýfundnalandi. Hann segir ennfremur, að þessa dag- skrárliðs sé ekki sérstaklega getið í dagskránni, að hann komi óvænt inn á milli dags- laga og annara skemmtiatriða, eins og áríðandi boðskapur, að hætta glaum þá hæst stendur, eftir erfiði og önn dagsins. Vin- ur minn segir, að þetta standi yfir um 10 mínútur, rúma eina stund í viku. Eg hygg, að eg mæli fyrir munn nokkuð margra, að fara þess á leit við útvarpsráð, að hugleiða hvort ekki væri tök á að bæta við svona þætti á kvöldin. Eg er viss um, að það mundi hlýjá mörgum, sefa ang- ur og hugurinn mildast, einkum þeirra, er ekki hafa tök á að lesa gott undir svefninn, eða hafa tamið sér að gera það. Þrótt fyrir allt, er eitt nauð- synlegt, að gera mennina betri. Til þess er aðeins ein leið, sú, að boða kristindóminn og fá mennina til að feta í fótspor Krists. Útvarpið á meðal ann- ars að gegna því háleita hlut- verkL Júlíus Ólafsson. Ngo Dinh Diem, forseti Suður-Vietnams, — harður stjórnandi, en líka ódeigur andstæðingur komrhúnásm- ans. aði í landinu, til styx-ktar 170 þúsund manna her stjórnar- innar. — Kommúnistum stend ur engu minni stuggur af þessum bandaríska bakhjalli Diems forseta en sjálfu her- liði hans. Kemur það berlega fram í ummælum fanga eins, sem nýlega var tekinn úr flokki skæruliða. Hann sagði hreinskilnislega: — Einn ó- breyttur bandarískur aðstoð- armaður er jafnmikils virði og tveir vietnamskir majór- ar. Og ein bandarískur majór jafngildir tveim vietnömsk- um herhöfðingjum. AÐDRAGANDI SKIPTINGARINNAR Vietnam (þá óskipt) komst undir yfirráð Frakka undir lok 19. aldar, og 1893 sam- einaðist það Laos og Kam- bodja í Franska Indókína, sem svo nefndist (síðar Indó- kína-sambandið). — Á styrj- aldarárunum var landið her- numið af Japönum — og við lok stríðsins lýsti hin komm- úníska frelsishreyfing „Viet- minh“ (undir forustu Ho Chi- minh ,sem nú er forseti Norð ur-Vietnam) yfir stofnun Indókína, sem haldin var sama ár, var ákveðin skipt- ing þessa svæðis í Laos, Kam bodja og Vietnams — en jafn framt varð samkomulag um að skipta hinu, síðastnefnda til bráðabirgða um 17. brgr. Síðan hefir landið verið skipt í Suður- og Norður-Vietnam — enda þótt ætlunin væri, að svæðin sameinuðust árið 1956 og þá færu fram frjáls- ar kosningar í öllu landinu. — Eins og fyrr segir, hafa kommúnistar mestallan þenn an tíma rekið meiri og minni skæruhernað í Suður-Viet- nam — og virðast nú vera að láta til skarar skríða fyr- ir alvöru. ★ STJÓRN OG ÞING Þegar Vietnam var skipt, árið 1954, var það keisararíki — en við þjóðaratkvæða- ! greiðslu, sem fram fór 1955, var samþykkt að -stofna lýð- veldi, og lét keisarinn, Bao Dai, þá af völdum. Núgildandi stjórnarskrá „Lýðveldisins Vietnam”, eins og ríkið heitir réttu nafni, var sett árið 1956. Samkvæmt henni skal forseti kjörinn með almennri atkvæða greiðslu — og er kjörtímabil hans fimm ár. Forsetinn hefir framkvæmdavaldið að mestu í sínum höndum — er jafn- framt forsætisráðherra -•— og er stjórnskipunin að því leyti ekki ólík og í Bandaríkjunum og fleiri Ameríkuríkjum. — í stjórnarskránni eru ákvæði, sem fela raunverulega í sér bann við hvers konar starf- semi kommúnista í landinu. Fulltrúar á þjóðþing lands- ins (123 talsins) eru kjörnir 1 væru liklegar til þess ’ að „tryggja öryggi landsins á einu og hálfu ári“ — og væru til- lögur hennar nú til athugunar á æðstu stöðum bæði í Saigon og Washington. — ★ — Til hvaða ráðstafana, sem gripið verður, má a. m. k. ætla, að Bandaríkjastjórn leggi mjög ríka áherzlu á að varna því, að kommúnistar komi fram áformum sínum í Suður- Vietnam. Laos hefir áreiðan- lega orðið býsna lærdómsrikt. Gelgrso HELGflSON?-,, AN.._ sóðhrvog 20 j"< bRArNIT leqsteinar oq J plÖ-tUK tj W HKIPAUTGCRP RIKISINS Ms. HERÐUBREIÐ austur um land í hringferð hinn 7. þ. m. — Tekið á móti flutningi í dag til Hornafjarðar, Djúpa- vogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvar- fjarðar, Mjóafjarðar, Borgar- fjarðar, Vopnafjarðar, Bakka- fjarðar, Þórshafnar og Kópa- skers. — Farseðlar seldir á fimmtudag. Iðnabarhúsnæði 30—40 fermetrar óskast fyrir léttan, hreinlegan iðnað. Góð- ur bílskúr kæmi til greina. Uppl. í síma 36833. Samkomui K.F.U.K. — Vindáshlíð Telpur o.g stúlkur munið fund- inn kl. 6 í kvöld. Kvikmynd og fleira. Mætið allar og munið skálasjóð. Stjórnin. Fíladelfía Biblíulestur nr. 5. Vakningarsamkoma kl. 8.30. Ingvar Kvarnström og frú tala. Allir velkomnir — Fíladelfíu- söfnuðurinn hefur útvarpsguðs- þjónustu kl. 1.30 nk. sunnudag. Hjálpræðisherinn Fimmtudaginn kl. 8.30: — almenn samkoma. Allir vel- komnir. Zíon, Óðinsgötu 6A. Almenn samkoma í kvöld kL 20.30. Allir velkomnir. Heimatrúboð leikmanna. ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI í ENSKU KIRKJTJHVOLl — SÍMI 12966.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.