Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 05.10.1961, Blaðsíða 24
Tengslin við NATO Sjá bls. 13. 225. tbl. — Fimmtudagur 5. október 1961 IÞRÓTTIR Sjá bls. 22 Bráöapest herjar á sauðfé Skagfirðinga SAUÐÁRKRÓKI, 4. október. — Óvenju mikið hefur borið á bráðapest í sauðfé í haust, eink- anlega í framhéraðinu. Hefur hún stungið sér niður á all mörgum bæjum, og hefur pestin gert einna mestan skaða á Holts múla í Staðarhreppi. ® Sauðfjárslátrun hefur staðið yfir hér á Sauðárkróki seinasta hálfa mánuðinn, búið að lóga Leituð að heitu votni í Húsavih TILRAUNABORUN' eftir heitu vatni í Húsavík hófst í gær. Leitað er að vatnsæðinni, sem hið stöðuga rennsli undan Húsavíkurhöfða kemur úr, en það vatn er aðeins virkjað til afnota fyrir sundlaugina. Fyrsta holan er boruð skammt utan við Draugadys, norðan Húsavíkurhöfða. Hitaveita fyr ir Húsavík hefur lengi verið á dagskrá, en skiptar skoðanir um, hvort bora eigi eftir vatn inu, sem menn telja að rennsl ið undan höfðanum komi frá, eða hvort leiða beri það frá Uxahver á Hveravöllum í Reykijahverfi, sem er um 18 km. frá Húsavík. Þar er gnægð af 90 stiga heitu vatni, en að áliti sérfræðinga er bærinn ekki enn talinn nógu stór til þess að standa straum af svo langri leiðslu, svo að ráðizt hefur verið í borun í kaup- staðnum sjálfUm. — Fréttaritari. Arangurs- laus tundur SÁTTASEMJARI ríkisins hélt íund á mánudagskvöld með að- ilum í kjaradeilumáll togara- manna, fulltrúum háseta, yfir- manna og útgerðarmanna. Fund urinn stóð til kl. hálfþrjú um nóttina, án þess að nokkur árangur næðist. Fundur hefur ekki verið boðaður aftur. u.þ.b. 35 þús. fjár á báðum slát- urhúsunum. Búizt er við, að sauðfjárslátrun ljúki ekki fyrr en í lok næstu viku, og að alls verði slátrað milli 40 og 50 þús. fjár. Dilkar eru óvenjulega rýrir ,og -tjáði mér kjötmats- maðurinn í dag, að á sumum heimilum munaði þetta allt að tveimur kilóum, hvað dilkar væru rýrari nú en í meðalári. Undanfarnar vikur hafa verið ógæftir hér á Sauðárkróki, og því sjór lítt stundaður af línu- bátum. Afli hefur einnig verið frekar rýr hjá smábátum. — jón. Varningur þrívegis af- greiddur án tollskoðunar EINS og skýrt var frá í blaðinu á þriðjudag, kærði tollgæzlu- stjóri, Unnsteinn Beck, yfir því til sakadómaraembættisins, að vörur hefðu verið afhentar án tollskoðunar úr vöruskemmum F.imskipafélags íslands í Reykja- vík. Rannsókn málsins er nú lok- ið, og verður það sent saksókn- ara ríkisins til umsagnar. Hér var um þrjár vörusendingar að ræða. Fyrsta sendingin kom í janúar sl. Var það vefnaðarvara, sem merkt var „píece goods“ (stykkja vara), alls 13 ballar. 8 þeirra voru afhentir heildverzlun hér í bæ, sem var eigandi varningsins, án Háskólarektor til viðtals VEGNA 50 ára afmælis háskól- ans verður rektor, prófessor Ár- mann Snævarr, á skrifstofu sinni í háskólanum kl. 2—3 í dag til viðtals við þá, sem kynnu að vilja fly^ja háskólanum afmælis óskir. (Frá Háskóla íslands) Ungiingar óskast til að bera blaðið til kaupenda víðsvegar um bæinn og í úthverfin Sendisveinar óskast í afgfreiðslu. Vinnutínii frá kl. 6 f.h. til kl. 12 á hádegi og frá kl. 9 f.h. til 6 e.h. (eða hálfan daginn) ffacgm&Utoib Sími 22480 vitundar tollskoðunarinnar, fyrir tilstilli skrifstofumanns hjá Eim- skipafél. íslands. Afgangur send- ingarinnar, 5 ballar, voru afhent- ir tollskoðaðir í ágúst. Ballana átta varð að afgreiða óskoðaða eftir framlögðum gögnum. Önnur sendingin kom í ágúst. Þar var um að ræða 12 kassa af nælonsokkum til verzlunar úti á landi. Fulltrúi hennar í Reykja- vík fékk leyfi hjá skrifstofu- manni hjá Eimskip (ekki hinum sama, er fyrr greinir frá) til að taka vöruna út úr vöruskemmu án tollskoðunar og án vitundar tollmanna, en hét því hins vegar að varningurinn færi um hendur tollskoðunar á þeim stað, sem hann átti að fara til. Sokkarnir fóru aldrei út á land, heldur til heildverzlunar þeirrar, sem fyrr hefur verið getið. Tollskráning varð að fara fram eftir framlögð- um gögnum, farmskírteini og vörureikningi (faktúru). ★ Gluggatjöld Þriðja sendingin var 9 ballar af dúkum í gluggatjöld til verzl- unarinnar úti á landi, sem áður hefur verið minnzt á. Vegna til- mæla sama skrifstofumanns og um getur í fyrsta tilvikinu vOru ballarnir afhentir fulltrúa hennar hér án vitundar tollskoðunar. Var því heitið að sendingin myndi fara í tollskoðun þar, sem verzl- unin er rekin. Farið var með þá í geymslu verzlunar hér í bæ og þar rifið utan af þeim. Þegar tollgæzlan komst að þessu og ætl- aði að kanna málið, var samdæg urs ekið með ballana burtu úr bænum, en rannsóknarlögreglan náði bílnum í Hvalfirði og sneri honum við. Eins og sagt er í upphafi, verð- ur saksóknara afhent málið til umsagnar. í 1. UMFERÐ í kvennaflokki á Evrópumeistaramótinu í bridge mætti íslenzka sveit/n þeirri ensku. Þar sem enska sveitin er talin ein sú sterk- asta, vakti það mikla athygli, þegar ísl. sveitin var yfir í hálfleik 29:14. Tvær þær beztu í ensku sveitinnl, R. Markus og D. Shanahan, höfðu ekki verið með í fyrri hálfleik, en þar sem útlitið var ekki gott, þá voru þær nú settar inn í seinni hálfleik. 1 fyrsta spilinu i síðari hálf leik mótmælti R. Markus sögn hjá Laufeyju og lagði fram kæru. Myndin hér að of an sýnir þegar R. Markus er að skýra mótmæli sín fyrir dómnefnd keppninnar. Tekið skal fram, að dómnefndin tók ekki mótmælin til greina og var það altalað, að þetta hefði aðeins verið gert til að reyna að koma ísl. dömunum úr jafn væri. — (Sjá bls. 10) Minningarathaínir Hötn og Reykjavík * M KLUKKAN hálfellefu í morgun hófst minningarathöfn í Dóm- kirkjunni um tvo skipverja á „Helga" frá Hornafirði, þá Bjarna Runólfsson og Trausta Valdimars son, en þeir voru báðir sóknar- börn séra Gunnars Árnasonar. Flutti hann minningarræðu um þá. Guðmundur Jónsson söng einsöng, dr. Páll ísólfsson lék á orgel, en dómkirkjukórinrl söng. Fáni Slysavarnafélags íslands var í kirkjunni. Klukkan tvö hófst minningar- athöfn í barnaskólahúsinu í Höfn í Hornafirði um skipverjana sjö, sem fórust. Þar var mikið fjöl- méhni saman komið. Sóknarprest urinn, séra Skarphéðinn Péturs Tal sigraði I Bled Friðrik i 14. sæti son í Bjarnanesi og prófasturinli, séra Sváfnir Sveinbjarnarson á Kálfafellsstað, héldu minningar. ræður. Kirkjukór Bjarnanes. kirkju söng undir stjórn Eyjólfa Stefánssonar og Ásgeir Gunnars- son söng einsöng. Söfnun er hafin til styrktar fjölskyldum hinna látnu. BLED, 4. okt. — Mikhail Tal bar sigur úr býtum á alþjóða- skákmótinu hér, eh Robert Fischer varð í öðru sæti. Úrslit 19. og síðustu umferð- ar urðu sem hér segir: Friðrik Ólafsson vann Portisch í 41 leik, Matanovic vann Germek í 28. leik, Parma vann Udovcic í 37. leik, Keres vann Donner í 23. leik, Tal vann Naidorf og Petrosjan vann Gligo- ric í 32. leik. Jafntefli varð hjá Geller og Pachmann eftir 20 leiki, Bertok og Bisquier ef tir 401 leiki, Fischer og Ivkov og Trifunovic og Darga eftir 16 leiki. Staðan er nú þessi: 1. Tal 14% v., 2. Fischer 13% v. — 3.—5. Gligoric, Keres og Petrosjan 12% v„ 6.—T. Geller og Trifunovic 10% v., 8. Parma 10 v., 9.—10. Bisquier og Matanovic 9% v., 11. Naidorf 9 v. — 12.—13. Darga og Donner 9 v., 14. Friðrík Ólafsson 814 ▼., 15.—16. Portisch og Ivkov 8 v. 17. Pachmann 7. vinningar, 18. Bertok 6% v„ 19. Germek 5% v„ 20. Udoveic 4 v. Fulltrúaráðs- fundur um stjórn- málaviðhorfið FYRSTI almennur fundur Full- trúaráðs Sjálfstæðisfélaganna 1 Reykjavík var haldinn í Sjálf- stæðishúsinu i gærkvöldi. Nær hvert sæti í salnum var skipað, er formaður fulltrúaráðs, Birgir Kjaran setti fundinn. Frummælendur voru Bjarnl Benediktsson, forsætisráðherra og Jóhann Hafstein, dómsmáhu ráðherra. Að ræðum þeirra loknum tókn eftirtaldir menn til máls: Egil) Hjörvar, Óttar Möller, Guðjón Hansson, Magnús Jóhannesson og Sveinn Helgason. Aj( lokum tók Bjarni Benediktsson til máls á ný. Togarasölur Botnvörpungurinn Askur seldi ) Grimsby (á þriðjtidag) 104 lestiE tæpar fyrir 6644 sterlingspund. Á1 föstudaginn selur Júní í Brefr*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.