Morgunblaðið - 13.10.1961, Page 6

Morgunblaðið - 13.10.1961, Page 6
6 MORGVHBLAÐIÐ FSstudagur 13. okt. 1961 Strompleikurinn eftir Halldór Kiljan Laxness Leikstjóri: Gunnar Eyjólfsson ÞAÐ þykir jafnan miklum tíð- indum sæta, er nýtt íslenzkt leikrit er í uppsiglingu og þá ekki sízt þegar höfundurinn er víðfrægur og mikilhæfur rit- höfundur eins og Halldór Kiljan Laxness. Öll leikrit hans hafa vakið mikið umtal manna á meðal og eftirvæntingu, er til þeirra hefur fréttst, en ekkert þeirra þó í -xíkari mæli en „Strompleikurinn“, sem frum- sýndur var í Þjóðleikhúsinu í fyrrakvöld. Það hafði kvisast að í leikriti þessu deildi höfundur- inn með bitru og vægðarlausu háði á snobbið, blekkingarnar og svindlið, ekki aðeins meðál einstaklinga heldur einnig í þjóðlífinu sjálfu. Mönnumfannst slík ádeila vissulega tímabær og hugðu gott til verksins. Mik- ið var um leikinn skrafað og skrifað. Meðal annars flutti eitt dagblaðanna æsifregn um efni hans, ómerkilega, að vísu, en frámunalega illkvitnislega, enda varð blaðið að kyngja fregninni þegar daginn eftir. Og þjóðleik- hússtjóri kallaði blaðamenn á sinn fund og fór mörgum lofs- yrðum -um ágæti þessa verks höfundarins. — Þannig var aug- lýsingavélin í fullum gangi. Og svo rann upp hin mikla stund frumsýningarinnar. Fólkið streymdi í leikhúsið jafnt og þétt og á skömmum tíma var hvert sæti skipað í áhorfenda- salnum, frá gólfi og upp úr. — Allir biðu þess í þögulli eftirvæntingu að tjaldið yrði dregið frá. Og svo hófst leik- urinn. Við áhorfendum blasti íbúð þeirra mæðgnanna, frú Ólfer, faktorsekkju að norðan og dóttur hennar, Ljónu, — söngstjörnunnar, sem aldrei syngur, í gömlum herbragga og er íbúðin búin fáum og léleg- um húsgögnum úr þrotabúi fakt orsins. En mest ber þar á eld- stæði og háreistum stromp og hefur frúin af brýnni ástæðu lagt blátt bann við að kveikt yrði upp í arninum. Annar þátt- ur gerist þremur árum seinna. Fyrri hlutinn í vöruskemmu Fiskhauss og Kó, hinn síðari á flugstöð. Þriðji þáttur viku seinna í híbýlum mæðgnanna. Konur þessar eru sárfátækar og lifa að mestu á örorkubót- um tveggja fatlaðra vesalinga, sem þær hafa tekið að sér og allt þeirra líf, einkum móður- innar, snýst um það að halda á loft ættgöfgi sinni og gera Ljónu, sem er bæði raddlaus og laglaus, að óperustjömu. Nýtur Ljóna til þessa fulltingis forstjóra útflutningsfyrirtækis- ins Fiskhauss og kó, en ná- ungi þessi lifir hátt á styrkj- um og uppbótum frá ríkinu eins og aðrir starfsbræður hans. Er grunntónn leiksins að þessu leyti svipaður og í „Silfurtungl- inu“ og að nokkru Brekkukots- annál. Hafi eftirvænting leikhúsgesta verið mikil, er leikurinn hófst, þá voru vonbrigðin ekki minni í leikslok. En hvers vegna? Á- stæðan er einfaldlega sú að hér gat að líta leikrit eftir viður- kenndan og mikilhæfan höfund, sem virðist hafa kastað til þess höndum. Honum hefur farið eins og einni af persónum leiksins, Kúnstner Hansen, sem bjó til hljóðpípu úr tréfæti sínum, sem á voru þau missmíði, að þegar átti að leika á hana þjóðsöng Breta, kom útúr henni „Kátir voru karlar." — Leikrit um þetta efni hefði getað orðið gott og áhrifamikið verk ef höfund- • Svar til lögreglu- þjónsins Stúlkan, sem kötturinn réð- ist á í Kópavogi, hefur beðið Velvakanda fyrir svar við bréfi lögregluþjónsins hér í dálkunum. Hún segir: Þó að ég sé löngu orðin leið á þessu kattarþrasi, sé ég mér ekki annað fært en svara grein þeirri, er lögregluþjónn no. 2 fékk birta í Velvakanda sl. þriðjudag. í grein þessari sak- ar hann mig um ónákvæmni og missögn af símtali okkar supnudaginn 1. október sl. Þar sem ég hefi nú lesið yfir frásögnina og ekki fundið neina missögn, sé ég ekki ástæðu til þess að ræða það frekar. En hvað ónákvæmni snertir, skal ég vel viðurkenna að því miður (fyrir lesendur) varð að fella niður nokkuð af samtali okkar, þar sem ekki var rúm fyrir lengri frásögn í dáikum Velvakanda. Frá mínum bæjardyrum mætti lög regluþjónn no. 2 vera því feg- inn. * Sokkarnir ekkert atriði Að ég hafi óskað eftir því að lögreglan gerði „eitthvað" í þessu, er nokkuð fjarri sann- leikanum. Hið eina sem ég fór fram á við lagaverði í Kópa- vogi, var að þeir létu drepa kö'tt á stundinni, þar sem ég teldi hann hættulegan börn- um. í frásögn minni af kattarbar daganum, lýsi ég hvernig ég hefði verið útleikin eftir við- ureignina. Að lokum fórust mér orð á þessa leið: „Það Jóni Sigurbjörnsson tálgar fót sinn. urinn hefði unnið það af þeirri alúð og virðingu fyrir starfinu, sem meðal annars þarf til þess að semja gott skáldverk. — Því miður hefur á það brostið, enda sagði höfundurinn einhvern tíma í blaðaviðtali að hann hefði samið leikinn á mjög skömm- um tíma. Höfundurin nefnir leikinn gam anleik. Með því er þó ekki nema hálf sögð sagan, því leik- úrinn er í raun og veru gam- anleikur og harmleikur og reynd ar allt þar á milli, svo laus er hann í reipunum hvað stíl snertir. Fyrsti þáttur er gaman- leikur með dálítið reifarakenndu ívafi. Fyrri hluti annars þáttur er hreinn farsi, leiðinlegur og illa settur á svið. Og í þriðja þætti skýtur revían upp koll- inum, eins og revíur gerðust hér áður, með stað- og tímabundna ádeilu á ýmsa þjóðfélagskvilla, væri réttast að láta eiganda kattarins borga sokkana". Ég bað aldrei lögregluþjón no. 2 eða nokkurn annan að liðsinna mér í þeim efnum. Eftir árangurslaust þras um að fá köttinn drepinn, bauð hann mér að koma á lögreglu stöðina og gefa skýrslu um atburðinn, til þess að geta feng ið sokkana greidda. Sagðist ég ætla að athuga málið og mundi þá koma ef mér sýnd- ist svo. Annars væri ég jafn rík eða fátæk fyrir einum sokk um, svo ég mundi varla nenna að fara í málarekstur út af svo smávægilegu. Ég mundi alla vega tala við eiganda kattar- ins áður. þá tekur við reifari með þriggja ára reyktu líki, sem strompur- inn hefur geymt og sjálfsmorði_ í þokkabót. Og loks endar þátt- urinn á táknrænni „speki“, sem höfundurinn leggur í munn ís- lendingi frá fjarlægum strönd- um, fulltrúa fyrir Bræðralag Andans í Japan. Leikstjórinn, Gunnar Eyjólfs- son, hefur vissulega verið í miklum vanda staddur við stjórn og sviðsetningu þessa leiks, eink um að því er snertir að gefa leiknum samræmdan heildar- svip, enda hefur hann ekki get- að leyst þá þraut. Leikararnir flestir voru einnig mjög miður sín og ekki fyllilega með á nót- unum, sem von var. Fara þó þarna með hlutverk margir ágætir leikarar. Leikur Þóru Friðriksdóttur, er leikur Ljóriu, aðalhlutverk leiksins, var all- góður, Guðbjörg Þorbjarnardótt ir er fór með hlutverk frú Ól- fer lék einnig vel. Róbert Am- finnsson, er leikur útflytjandann fór einnig vel með það hlutverk, en hefur þó oft notið sín betur. Rúrik Haraldsson gerði og sínu hlutverki góð skil, en beztur var að mínu viti, Jón Sigurbjöms- son í hlutverki Kúnstner Han« sens. Var leikur hans mjög sann færandi og persónan heilsteypt í túlkun hans. Gunnar Bjarnason hefur gert leiktjöldin og teiknað búning- ana. Hefur hann leyst hvort tveggja vel af hendi. Það er að sjálfsögðu erfitt að hafna leikriti eftir okkar víðfræga nóbelsverðlaunaskáld, Verður það að teljast þjóðleik- hússtjóra til málsbóta. Sigurður Grímsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.