Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 17
Miðvikudagur 25. okt. 1961 M on CT’ V n T. 4 Ð 1Ð 17 Nokkur orð um ósanngirni Rituð í tilefni af grein Friðjóns Guðmundssonar um veðurfréítir sem birtist í Morgunblaðinu 15. Þ. m. Ég þykist vita, að mér muni setlað flest það sem miður vin- gjamlega er sagt um veðunþjón- ustuna í framangreindri grein. Það getur þó verið mér hug- ihreysting, að slíkt kemur fyrir víðar en hérlendis. Fyrir nokkr- um árum var mér sagt að veður- stofustjóri í einu nágrannalandi okkar væri strmdum nefndur ,,lygameistarinn“. Þetta var gam ail maður. hafði lengi verið veð-1 urstofustjóri og að öllum lkind- um ekki samið sjálfur veðurspár árum saman. Sjálfsagt er það, á minni ábyrgð hvernig veðurfræðingar leysa störf sín af hendi og gildir einu, hvort um er að ræða hið vandasama og oft vanþakkláta starf að gera veðurspár eða önn- ur miikilvæg störf, sem unnin eru i á Veðurstofunni. Þar sem margir hafa mjög óljósa hugmynd um verkaskipt-j ingu á stofnuninni, þykir mér eft i ir atvikum rétt að skýra frá, ihvaða veðurfræðingar vinma að veðurspám. Eg nefni þó ekki hérj |þá veðurfræðingia, sem starfa á flugveðurstofunni á Keflavkur- j flugvelli, enda hygg ég, að ekki j sé 'hlustað mikið í Þingeyjarsýslu j á veðurspár, sem þeir semja og útvarpað er um loftskeytastöðina í Reykjavík kl. 4.30 um nóttina. Þá er fyrst frá því að segja, eð hinir gamalkunnu og ágætu veðurepámenn Jón Eyþórss'on og | Björn L. Jónsson hafa báðir starf að í veðurspádeildinni um margra ára skeið. Björn L. Jóns- eon hætti reyndar starfi á Veð- urstofunini fyrir rúml. 2 árum, evo ekki má kenna honum um þær veðurspár og veðurlýsingar. sem farið hafa í taugarnar á sum um Þingeyingum þetta óþurrka- eumar, sem nú er liðið. Hins veg- ar stanfar Jón Eyþórsson enn í deildirani, er auk þess deildar- stjóri og hefir þannig mikla ébyrgð á störfum deildarinnar. Um ágæti þeesara veðurfræð- inga tel ég óþarft að fjölyrða, Friðjón Guðmundsson hefir þeg- ar gert það í grein sinni. Eða álítur hann, að þeir hafi gerzt áhugalitlir. e.t.v. vegna þess, að Iþeir lesa ekki sjálfir veðurspár síinar? Eg held það sé erfitt að fá nokkurn mann til að trúa því. Auk framangreindra veður- fræðinga hafa^þeir Jónas Ja'kobs- son og Páll 'Bergþórsson stairfað í deildinni um langt skeið. Páll Bergþórsson er þjóðkiuninur fyrir útvarpserindi sín og ritstörf, auk Iþess hefir hann hin ágætustu meðmæli frá heimskunnum erlondum veðurfræðingum. sem hann hefir stundað nám hjá. — Bréf frá New York Frh. af bls. 8. jafnaðargeði ef við tökum á þessu alvarlega vandamáli með kæruleysi, eða ef við gefumst upp við að beita valdi þessarar 6tofnunar til þess að eyða hin- um ægilega skugga hins geisla- virka helryks, sem nú ógnar öllu mannkyni, sagði Paul Trembley, fulltrúi Kanada í sér- 6töku pólitísku nefndinni. Tillaga 25-veldanna hefur nú verið samþykkt með 75 sam- hljóða atkvæðum. Mikið hefur þegar verið rætt um kjarnorkumálin á þessu þingi. En meira á þó eftir að eegja um þau. Til þessa hafa umræðurnar að mestu verið um formsatriði, þó margt hafi inn í þær blandast. Orð eru til alls fyrst. Það þýðir því ekki að sakast um langar og oft og tíðum inni- fcaldsrýrar umræður á þingum. Mestu máli skiptir að einhver árangur náist með þeim. Stund- um næst hann, stundum ekki. Pví miður eru horfur ekki bjart *r og vænlegar til samkomu- Sags um kjarnorkumálin að þessu sinni, á hinu mikla þjóð- anna þingi. S. Bj. Þeir, sem lesa tímaritið ,,Veðrið” ættu að vita, að Jónas Jakobsson er einnig áhugasamur veðurfræð ingur. og ég þori að fuilyröa, að varla taki nokkur annar veður- fræðingur á Veðurstofunni hon- um fram sem veðurspámaður. Ekki ætti það að spilla áhuga hans á að veita Þingeyingum góða þjónustu, að hann er sjálfur ættaður úr Þingeyjarsýslu og á þar skyldulið. Þetta eru nú mennimir, sem senda frá sér ,mjög ófullkominar og algerlegia ófullnægjandi" veð- urfréttir. Eitt atriði ber að taka tillit til þegar bornar eru saman veður- lýsingarnar á tímabilinu fyrir heimsstyrjöldina og nú: Þá voru veðurfregnir oft svo mjög af skornum skammti, að það kom iðulega fyrir, að lítið sem ekkert var vitað um lægðimar, fyrr en áhrifa þeirra tók að gæta hér á landi. Þetta mam ég glöggt. enda vann ég þá stundum sjálf við veðurspárnar. Einnig bera veð- urkortin frá því tmabili þess glöggt vitni, en þau eru geymd á Vaöuirstofunni. Nú aru veður- fregnirnar stórum fleiri og full- komnari eins og Friðjón Guð- mundsson tekur réttilega fram, svo að nú er umnt að lýsa því með sæmilegri nákvæmni, hvar lægðir og hæðir eru staðsettar nema þegar veðurfregnir berast ekki hingað vegna slæmra hlust- unarskilyrða. Af því, sem ég hef tekið fram hér á undan, vil ég álykta, að óhugsanlegt sé. að veðurlýsing- arnar hafi verið nákvæmari fyrir um það bil 30 árum en þær eru nú, jafnvel þótt veðurfræðing-1 arnir hafi gert sitt allra bezta í þeim efnum, sem ég efast ekki um. En það er nú svo, að mörgum finnst. að flest hafi verið betra og fuílkomnara í gamla daga en á líðandi stund (,,den gang da jeg var pige, da var der piger til“). | Friðjón Guðmumdsson nefnir hina stórbættu veðurþjónustu. | fjölgun veðurathugunarstöðva og stóraukið starfslið Veðurstofunn ar. Hins vegar getur hann ekki með einu orði hins nýja starfs, sem gerði þessa þróun óumflýj- anlega, flugveðurþjónustunnar, sem hann hlýtur þó að vita. að Veðurstofan hefir með höndum, iþótt hann sjálfsagt geri sér ekki grein fyrir, hve stórkostlegt verk efni hér er um að ræða. Vegna þess starfs vairð Veðurstofan ekki einungis að fjölga starfsmönnum, í spádeildinni, heldur einnig að flytja hana út á Reykja- víkurflugvöll, svo að flugmenn gætu haft sem greiðastan aðgang að veðurfræðingunum. Einnig má geta þess, að síðustu sex ánn hefir verið spáð fyrir Grænlands mið, og er það ekki lítið verk- efni, eins og nærri má geta. Lái mér hver sem vill, þótt ég krefj- ist þess ekki, að veðurfræðingarn ir lesi einnig sjálfir veðurspár og veðurlýsingar. Þulir Ríkisútvarps ins og aðstoðarmenn Veður- urstofunnar geta leyst það starf af hendi, þegar glöggt handrit liggur fyrir. hins vegar geta að- eins veðurfræðingar veitt flug- mönnum mauðsynlega veðurþjón ustu. Til samanburðar á vimmuskil- yrðum yeðurfræðingamina á Reykjavíkurflugvelli og starfs- bræðra þeirra í Noregi eru eftir- farandi upplýsingar: Noregur er um það bil þrisvar sinnum stærri en ísland að flat- armáli og veðurfar nokkuð svip- að. Þar eru þrjár veðurstofur, sem sjá um almenmar veðurspár, ein í Osló fyrir Austur-Noreg, önnur í Bergen fyrir Vestur- Noreg og sú þriðja í Tromsö fyr- ir Norður-Noreg. ísland og Vest- ur-Noregur mega teljast nokkuð sambærileg hvað veðurfar og þörf fyrir veðurþjónustu snertir. í Vestur-Noregi er stór fliug- veðurstofa á Solaflugvelli við Stavanger. sambæcrileg vjð ís- lenzku fl'Ugveðurstofuna, sem kostuð er af erlendum aðilum og starfar á Keflavíkurflugvelli. 1 Bergen er stór veðurstofa (44 fastráðnir starfsmenn árið 1958), sem sér um almennar veðurspár Frá bílasýningunni (Ljósm. KM) Bílasýning hjá Sambandinu VÉLADEILD Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, hélt bílasýningu á lóð sinni við Sölv- hólsgötu á sunnudaginn var. Á sýningunni voru tíu Opel bifreiðir af árgerð 1962 og tvær Bedford 7.5 tonna vörubifreiðir. í sambandi við sýninguna var sýnd tuttugu mínútna kvikmynd frá Opel verksmiðjunum, alls sjö sinnum og var sýningarsal- urinn fullur hverju sinni og oft varð að vísa frá. Munu rúm- lega 1000 manns hafa séð kvik- myndasýninguna. Ætlunin er að senda þessa kvikmynd umhverfis landið til sýninga og tengja við hana kvikmynd sem tekin var af sýn- ingunni, þannig að sem flestum landsmanna gefist kostur að sjá hana. Því miður er útilokað að senda sýningu jafnstóra þessari út á landsbyggðina. Rétt fyrir síðustu helgi fékk umboðið 44 Opelbíla til landsins og eru þeir allir seldir. Mjög margar pantanir bárust á sýn- ingunni og eru helztu vand- kvæði starfsmanna Bíladeildar- innar að fá nægilega marga bíla nógu fljótt til að uppfylla óskir viðskiptavinanna. Til gamans má geta þess að í landinu eru nú á níunda hundr- að Opel-bílar og væri þeim rað- að hverjum við annan myndi sú lest ná frá Reykjavík til Þing- valla. Starfsmenn Véladeildar SÍS telja mikilvægt að slíkar sýn- ingar séu haldnar öðru hvoru, svo fólki gefist kostur á að kynna sér nýjungar sem fram koma. Áður en þjónusta við bifreiða eigendur getur orðið á borð við það sem hún er erlendis, verða yfirvöldin að afnema ýmis höft sem beinlínis gerir bifreiðaum- boðum ókleift að veita hana. fyrir landið og fiskimiðin. Á Fles landflugvelli nálægt Bergen er minni veðurstofa, sem hefir með höndum flugveðurþjónustu fyrir þann flugvöll. Starfsmamnafjöldi þar var árið 1958 mákvæmlega sá sami og í veðurspádeildinni á Reykjavíkurflugvelli. fjórir veð urfræðingar og sjö aðstoðar- menn. Mér er því miður ekki kumnugt um flugumferð á Fles- land, en millilandaflug mun þó vera lítið og minna en á Reykja- víkurflugvelli. Hvað sem því líð- ur þá held ég,1 að það séu sízt ýkjur, þótt staðhæft sé, að veður fræðingar á Reykjavíkurflugvelli vinni um það bli tvöfalt verk miðað við störf veðurfræðinga í Bergen og Flesland. Mætti af því skilja, hve erfitt og eriLsamt starf þeirra er. Nú er það svo. að Is- land er fámennt land, og hver einstaklingur verður að leggja mikið á sig, ef vel á að fara. En gjarna mættu íslendingar virða afköst veðurfræðinga sinna, og ég held að flestir geri það. Til j eru þó þeir menn. sem launa! þeim erfitt starf með því að: segja, að það ,,virðist vera ólífrænt og áhugalaust og þeir hvorki nákvæmir né varkárir“. Ekki verður hér fjallað sér- staklega um alla þá „ágalla“. sem Friðjón Guðmundsson telur vera á veðurlýsingum. Fátt eitt skal þó drepið á: \ Fnðjón segir, að veðurfræðing ar: „láta lesa sömu veðurfrétt-, irnar venjulega tvisvar eða oft- ar“. Nýjar veðurspár eru yfirleitt ■ samdar og gefnar út á sex klukku stunda fresti. En Ríkisútvarpið hefir óskað eftir að fá spárnar til að lesa með fréttum símum. og hefir Veðurstofan að sjálfsögðuj fúslega fallizt á það. Þær veður- spár eru ekki endurskoðaðar, nema sérstakar ástæður séu fyr-1 ir hendi. Veðurstofan og Ríkis-1 útvarpið álíta að hlustendium út- varpsins sé grelði gerður með þesisari þjónustu. Við sjáum nú,| að greiðasemin er meiri en við héldum: tækifæri gefast til að! finna að, en eins og alkunnugt er hafa sumir menn nautn af því. Það kernur fyrir eimstaka sinn- um, að tvö eða jafnvel þrjú veð urkort, sem gerð eru með sex klukkustunda millibili eru svo lík, að ástæðulaust þykir að breyta veðurlýsingu. Gefur að skilja, að þegar veðrið breytist svo lítið megi líka stundum framlengja gildandi spá. Þegar svo er, símar Veðurstofan til Ríkisútvarpsins og tilkynnix það. Mér er kumnugt um. að stundum . hefir gleymzt að breyta orðalagi spánna, þannig að svo hefir virzt, að spáð hafi Verið fyrir liðmn dag. Það er leiðinlegt. að slíkt skuli kocna fyrir, en ég álít það alls ekki óafsakanlegt. Ég hef ekki talið ástæðu til að áminna veðurfræðinga fyrir það. því það er skiljanlegt, að manni, sem hef ir í mörgu að snúast geti orðið slíkt á. Þetta keraur ekki að sök, og er hlutur, sem viti bornir menn og sæmilega sanngjarnir virða á betri veg. Friðjón Guðmundsson birtir í grein sinni allmargar veðurlýs- ingar. sem hann hefir eftir Veð- urstofunni. Hann segir, að þar sé „fullrar sanngimi gætt gagn- vart Veðurstofunni". Ef nokkurrar sanngirni á að gæta, þá hlýtur maður að krefj- ast þees, að það sem eftir imanni er hermt, sé nákvæmlega rétt haft eftir. Skyldi það nú vera svo með „lægðalýsingar" Frið- jóns Guðmun'dssonar? Friðjón tekur fyrst fyrir „nær- tækt dæmi: 20. ágúst í sumar kl. 1225 er sögð alldjúp lægð fyrir SA land á hreyfingu A. Sam- kvæmt því hefði átt að vera hér ákveðin NA-átt, en í stað þess er aiio.eiS.ur SA vindur og þurrk- ur“. Þ. 20. ágúst kl. 10.10 er eftir- farandi veöurlýsing og veðurspá fyrir Norðurland skráð hjá Veð- urstofunni, og munu þessar frétt iir að vanda hafa verið lesnar upp óbreyttar með fréttum Ríkis útvarpsins kl. 12.25: Djúp lægðarmiðja skammt suður af Vestmiannaeyjum á hreyfingu A-eftir. Veðurhorfur fyrir Norðurland: Austan gola.' Léttskýjað. Sést á þessu. að óhætt hefðij verið að treysta spánni í þetta j sinn. Ég tel annars óþarft að orð- ' lengja frekar um þetta tilvik. | Friðjón Guðmundsson birtir ennfremuir 21 „lægðalýsingu“ frá tímabilinu 22. ágúst til 2. sept.,! og segir, að það sé „algerlega tekið af handahófi". Við saman- burð milli þessaira lýsinga og þeirra, sem skráðar voru á Veður stofunni, áður en þeim var út- varpað, kemur í ljós, að varla finnst nokkur lýsing, sem er orð rétt eins og Veðurstofan gaf hana út Sumar eru að vísu svo líkar, að innihaldið má teljast óbreytt, þótt orðalagið sé ekki alveg eins, og mun ég láta það gott heita, með fullri sanngirni gagnvart Friðjóni Guðmundissyni. Um rúm lega helming veðurlýsinganna má hins vegar segja, að þær eruj það mikið öðruvísi en í skrá I Veðurstofunnar. að ekki er hægt að una því. Þótt lýsingarnar séu sjaldan beinlínis rangar. eiga þær það sammerkt, að diregið eir úr þeirri nákvæmni, sem Veð- urstofan hefir viðhaft í sinni veð urlýsingu. Skulu hér tilgreind. nokkur dæmi: 23. ágúst kl. 8. Veðurstofan: Djúp lægð fyr ir vestan land á hægri hreyf- ingu N. Friðjón: Lægð fyrir vestan land á hreyfingu N. 27. ágúst kl. 22. Veðurstofan: Djúp lægð austur af Langanesi á hægri hreyfingu norður eftir. Önnur lægð er yfir austainverðu ís- landi. Friðjón: Lægð út af Langa- nesi og önnur yfir Austur- landi. 28. ágúst kl. 8. Veðurstofan: Mínnkandi lægð yfir íslandi og hafinu NA undan, en vaxandi lægð um 1500 km S í hafi á hreyf- ingu NNA. Friðjón: Lægð yfir íslandi og hafinu NA undan. Lægð 1500 km S í hafi á hreyfingu NNA. 28. áffúst kl. 16.30. Veðurstofan: Um 1000 km fyrir sunnan land er djúp lægð á hreyfingu NNA. Friðjón: Lægð 1200 km S í hafi, hreyfist NNA. Það er engu líkara en Friðjón telji það skipta litlu máli fyrir veðurspár sínar. hvort lægðir séu djúpar eða grunnar, vaxandi eða mínnkiandi, hægfara eða á hraðri ferð. — Þó heimtar harnn upp- lýsingar um flest þessara atriða. En því þá ekki að nota það sem fyrir hendi er, áður en um meira er beðið? Athugum nú sérstaklega veð- urlýsinguna 27. ágúst kl. 22 með hliðsjón af staðhæfingu Friðjóns: „Það verður að teljast algerlega ófullnægjandi upplýsingar, ei það er ekki tekið skýrt fram hvar á Grænlandshafi og hvar út af Vestfjörðum lægðirnar séu“ — Væntanlega gildir það sama um Langanes og um Vestfirði. Og kemur nú í ljós, að Friðjón hefir það til að breyta sjáifur nákvæmri áttalýsingu Veðurstoí unnar í hið óákveðnara „út af“. sem hann vill ekki, að Veðursbof an noti. Þessi maður ásakar svo Veður- stofuna fyrir ónákvæmni. 23. október 1961. Teresía Guðmundsson,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.