Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 8
8 MORGVNBL 4ÐIÐ Miðvikudagur 25. okt. 1961 Kísilgúrverk- smiðja við Mývatn? Þingsályktunariillaga lögð fram á Alþingi F R A M er komin á Al- þingi tillaga um að hið bráð- asta verði gengið úr skugga Um, hvort ekki sé arðvæn- legt að setja á fót kísilgúr- verksmiðju við Mývatn. Er tillagan flutt af Magnúsi Jónssyni og öðrum þing- mönnum Norðurlandskjör- dæmis eystra. Þingmennirnir, sem tillöguna flytja eru þessir: Magnús Jónsson (S), Karl Kristjánsson (F), Bjart mar GuSmundsson (S), Friðjón Skarphéðinsson (A), Gisli Guð- mundsson (F), Jónas G. Rafnar (S), Björn Jónsson (K) og Ingv- ar Gíslason (F). Þingsályktunartillagan er orð- rótt á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á tíkisstjórnina að láta nú þegar gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að fá úr þvi skorið, hvort ekki sé arðvænlegt að koma upp verksmiðju til vinnslu kísilgúrs úr Mývatni, og kanna þá jafnframt, hverj- ar leiðir séu heppilegastar tii þess að tryggja f járhagsgrund- völl þeirrar verksmiðju“. Greinargerð mieð tillögunni hljóðar svo: „Um nokkurt skeið hefur ver- ið unnið að því á vegum raforku- málastjórnarinnar og rannsókna- ráös ríkisins að rannsaka, hvort ©kki geti verið arðvænlegt að vinna kísilgúr úr Mývatni. Jafn- fraimt hefur atvinnumálanefnd ríkisins haft það mál til meðferð- ar, og í fjárlögum hefur verið veitt fé til þessara rannsókna. Hafa bæði innlendir og erlendir sérfræðingar haft þessar rann- sóknir með höndum, og enda þótt veigamikil atriði séu enn ekki fullrannsökuð, benda rannsókn- imar ótvírætt í þá átt, að arð- vænlegt rouni vera að vinna kísil gúr í úrvalsflokki úr Mývatni. I sambandi við slíka efna- vinnslu er að sjálfsögðu eigi að- eins stofnfjáröflun og góð rekstr arafkoma á pappírnum, sem máli Skiptir, heldur ekki hvað sízt trygging markaða fyrir fram- leiðsluna. Erlendir aðilar, sem bæði hafa aðgang að fjánmagni og mörkuðum, hafa sýnt mikinn áhuga á málinu. Ekki skal á þessu stigi málsins um það deemt, hvort rétt sé að koma verksmiðj- unni upp í samvinnu við þá aðila, en málið er ótvírætt á því stigi, að brýn nauðsyn er að gera nú þegar þá lokakönnun á hráefn- Braut tvær fram- tennur í LOK dansleiks í Vetrargarð- inum sl. sunnudagsnótt, gerðist það, að maður, sem var á leið út úr húsinu, varð fyrir árás annars gests á dansleiknum, og braut sá tvær framteimur í munni hans. Maðurinn var á leið út í and- dyri hússins, raulaði lagstúf og átti sér einskis ills von, er hann varð fyrir árás ókunnugs manns. Greiddi sá honum svo slæm kjaftshögg, að tvær framtennur brotnuðu í munni hans. Sá, sem fyrir árásinni varð, gat bent lögreglunni á, hver hefði slegið, en auk þess vitnuðu tveir dyraverðir í Vetrargarðin- um, að tiltekinn sami maður, hefði slegið. En engu að síður neitaði ákærði, að vera valdur að kjaftshöggunum, sem höfðu svo slæmar afleiðingar fyrir söngvininn. inu, sem óhjákvæmileg er talin til þess að fullreyna gæði þess, en þær athuganir verða ekki gerð ar, nema ríkisstjórnin yeiti þeim stofnunum, er að málinu vinna, aðstoð til öflunar fjármagns með einhverjóm hætti. Sjálfsagt er einnig að kanna sem skjótast þær hugmyndir, sem fram hafa verið settar um aðild að bygg- ingu og rekstri kísilgúrvenk- smiðju". Hér sjást hruggtækin, sem tekin voru austur í Rangárvalla- sýslu um helgina, eins og skýrt var frá. í blaðinu á þriðjudag. — Sá, sem átti þau, þorði ekki að geyma þau heima hjá sér, heldur voru þau í vörzlu hjá nágrannabónda, sem hagnýtti þau líka handa sjálfum sér. (Ljósm.: Þórir Hersveinsson). Stjórnarfrumvarp um Þaggað niður í Voroshilov á flokksþinginu i Moskvu Moskvu, 23. okt. (AP-NTB) í DAG var fundum haldið áfram á 22. þingi kommún- istaflokks Sovétríkjanna í Moskvu. Var þar haldið á- fram árásum á ýmsa fyrr- verandi leiðtoga Sovétríkj- anna, og sérstaklega á Kli- menti Voroshilov, fyrrver- andi forseta. Voroshilov, sem er áttræður, reyndi hvað eft- ir annað að afsaka sig og grípa fram í fyrir ræðu- manni, en fundarstjóri bað hann að þegja. Síðastur ræðumanna í dag var Rodin Malinovsky mar- skálkur, varnarmálaráðherra Sovétríkjanna, sem lýsti því yfir að nú ættu Rússar nýtt vopn, sem gæti eyðilagt eld- flaugar á flugi. HEFUR VIÐURKENNT Það var Dmitri Polyansky for- sætisráðherra Rússneska Sovét- „lýðveldisins", sem í dag hélt að- allega uppi árásum á Voroshilov, og sakaði hann um að hafa átt þátt í hreinsununum í Sovétríkj- unum fyrir heimsstyrjöldina síð- ari. Polyansky sagði að Voroshil- ov hafi tekið afstöðu með and- stæðingum flokksins 1957 gegn Krúsjeff í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að aðild hans að hreinsununum kæmist upp. Vor- oshilov var varnarmálaráðherra 19.37 þegar Tukhatshevsky mar- skálkur og átta hershöfðingjar aðrir voru dæmdir til dauða og líflátnir. Á fyrsta fundí þingsins sl. þriðjudag sagði Krúsjeff forsætis ráðherra að Voroshilov hafi við- urkennt að hafa verið teymdur af djöflinum og stutt flokksand- stæðinga. en seinna viðurkennt mistök sín. STYÐUR CHOU EN-LAI Margir ræðumanna í dag héldu áfram árásum á stefnu kommún- ista í Albaníu. Einn ræðumanna, Sanzo Nosaka frá Japan, minnt- ist þó hvorki á stalinisma né Albaníu heldur lýsti hann fylgi sínu við Chou En-lai forsætis- ráðherra Kína, sem hefur gagn- rýnt Kiúsjeff fyxir að halda ekki leyndum ágreiningi Sovétríkj- anna og Albaníu. Formaður kommúnistaflokks Alsír var ákáft hylltur þegar hann flutti Krúsjeff kveðju frá flokknum. Krúsjeff tók kveðj- unni með því að hrópa: Lengi lifi alsírski kommúnistaflokkur- inn, lengi lifi alsírska frelsis- hreyfingin og niður með heims- valdastefmuna. NÝTT VOPN Síðastur ræðumanna í dag var Rodin Malinovsky marskálkur, varnarmálaráðherra Sovétríkj- anna. Sagði Malinovsky að Rúss- ar ættu nú nýtt vopn, sem gæti eyðilagt eldflaugar á flugi og að Rússar ættu 100 megatonna kjarnorkusprengju. Sagði ráð- herrann að róttækar breytingar hafi verið gerðar á her Sovét- ríkjanna, sem nú væri fær um að gjörsigra óvinina. Slys Belgrad, 23. okt. (NTB) 1 DAG ók almenningsvagn út af veginum í námd við bæinn Prije polje í Suður-Júgóslavíu og valt ofan í ána Lim. I bifreiðinni voru 54 farþegar auk bílstjóra og fórust 41 þeirra. Bifreiðastjórinn og 13 farþegar náðust upp úr f!jótinu og voru flestir þeirra | eitthvað meiddir og fluttir í! sjúkrahús. Björgunarlið vann í marga tíma að því að ná vagninum upp úr ánni og bjarga þeim, sem komust lífs af úr slysinu. Handrita- stofnun Islands komið fram á þingi ST J ÖRN ARFRUMV ARP það um Handritastofnun Xslands, sem boðað var á 50 ára af- mælishátíð Háskóla íslands 6. okt. sl. hefir verið lagt fram á Alþingi i gær. Er efni frum varpsins. eins og áður hefur verið lýst. á þá leið, að hér skuli komið á fót stofnun er vinni „að aukinni þekkingu á máli, bókmenntum og sögu íslenzku þjóðarinnar fyrr og síðar. Þetta geri stofnunin með öflun og varðveizlu gagna um þessi efni, rann- sóknum á heimildum um þau. útgáfu bandrita og fræðirita og með hverju öðru sem stutt getur að þessu markmiði“. Er tekið fram í frumvarpinu, að kjarni stofnunarinnar skuli vera sú deild, ,,sem ann- ast útgáfu hanidrita eða rita eftir handritum. svo og rann- sóknir á þeim.“ Þá eru m. a. í frumvarpinu ákvæði um starfslið stofnunarinnar, sem skipað skal 3 mönnum auk stýrkþega og aðstoðarfólks, og stjórn hennar. sem í skulu eiga sæti þrír prófessorar við Hás'kóla Islandis, kjömir af hásikólaráði til 4 ára í senn. svo og landsbókavörður, þjóðskjalavörður, þjóðminja- vörður og forstöðumaður stofnunarirmair. en gert er ráð fyrir að sá síðastnefndi sé jafnframt prófessor með tak- markaðri kennsluskyldu við heimspekideild háskólans. .— Nánar verður sagt frá frum- varpinu síðar. Héraðsfundur Húna- vatnsprófastsdœm.s HERAÐSFUNDUR Húnavatns- prófastsdæmis var haldinn sunnudaginn 8. október í Blöndu óskirkju. Hófst hann meS messu- gjörð kl. 2 e.h. Fyrir altari þjón- aði sr. Þorsteinn B. Gíslason prófastur í Steimnesi, en sr. Ro- bert Jack á Tjörn predikaði. Að lokinni messugjörð fór fram setning barna- og unglinga- skólans á Blönduósi. Flutti sr. Þorsteinn B. Gíslason ávarp og hugvekju til námsfólksins. Þá flutti ræðu Þorsteinn Matthías- son, skólastjóri á Blönduósi og setti skólann. Kirkjukór Blöndu- óskirkju söng, en organleikari var frú Sólveik Sövik. Að lokinni messugjörð setti prófastur héraðsfundinn. Mættir voru sjö safnaðarfulltrúar og fjórir prestar. Prófastur flutti yfirlitsræðu um kirkjulega at- burði í landinu og heima í hér- aði. Minntist hann látinna klerka, einkum sr. Friðriks Friðriksson- ar og þriggja leikmanna, er kom ið hafa mjög við sögu kirkju og kristnihalds, þeira Sigurðar Birk is söngmálastjóra, Gústavs A. Jónassonar ráðuneytisstjóra og Valdimars Snævars sálmaskálds. Minntust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum sínum. Þá bauð prófastur velkominn í hér- að sr. Jón Kr. Isfeld, sem er sett- ur prestur í Æsustaðaprestakalli. Er nú aðeins eitt prestakall laust í prófastdæminu, Breiðabólstað- ur í Vestur-Hópi. Kirkjubyggíngar Gat prdfastur þess að lokið heíði verið smíði Eíra-Núpskirkju og hún vígð 20. ágúst, en langt væri komið byggingu Höskulds- staðakirkju. Mikil viðgerð hefði farið fram á Víðidalstungukirkju, svo hún væri nú hið bezta hús. Fór hátíðarmessa þar fram 28. ágúst. Undirfellskirkja hefði fengið mikla viðgerð og verið leitt í hana rafmagn. Þá hefði verið sett nýtt þak úr eir á Þing- eyrarkirkju, til verndar þessum helgidómi Húnvetninga. Þá flutti prófastur ræðu um aðalmái fundarins, veitingu prestembætta og urðu um það miklar umræður. Einnig var rætt um hinn almenna kirkjusjóð og sóngmál héraðsins. Erindi flutti á fundinum sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, Höskulds- stöðum. En prófastur sleit fund- inum :neó ritningarlestri og bæn- argjörð. Fundamenn þágu messukaffi í boði sóknarnefndarinnar á Blönduósi og um kvöldið buðu piófastshjónin fundarmönnum til kvöldveroar að Hótel Blönduósi. Frumvarp til laga um jarðgöng á vegum ÚTBÝTT hefur verið á Alþingi i fyrir. að frá 1. jan. 1962 skuli 3 frv. til laga um jarðgöng á þjóð-j aurar af hverjum bensínlítna af vegum, er fjórir þingmenn úr j hluta ríkissjóðs af bensínskatti þrem flokkum bera fram. Er þar j renna í brúarsjóð. m. a. gert ráð fyrir. að 3 aurar! í greinargerð segir, að á síð- af' hverjum benzínlítra skuii asta Alþingi hafi alþingismenn- renna í brúarsjóð. I irnir Kjartan J. Jóhannsson og í frv. er gert ráð fyrir. að þar! Magnús Jónsson borið fram frv. sem svo hagi til, að torfæra eða1 um jarðgöng á þjóðvegum. Hafi hætta sé á þjóðvegi, sem ekki er síðan samgöngumálanefnd Efri auðveldara að ryðja úr vegi eða brúa á annan hátt, skuli að und- angenginni rannsókn og ná- kvæmri staðsetningu gera jarð- gong. Fé til framkvæmdanna fæst deildar fjallað um málið og mælt með því með þeim breytingum, sem fyrr segir, um tekjur brúar. sjóðs af bensínskatti. Efri deild samþ. síðan frv.. en það fékkst hins vegar ekki samþykkt i þannig. að séu jarðgöngin yíir Neðri deild. þar eð meirihluti 35 m að lengd, skuli kostnaður- samgöngumálanefndar vildi visa inn greiðist af því fé. sem í fjár- því til rí'kisstjórnarinnar. lögum er veitt til vegarins, ella Fruimvarpið er lagt fyrir Al- af þeim tekjum brúarsjóðs, sem þingi í þeirri mynd, sem sam- fást með skattlagningu bensíns. I göngumálanefnd Efri deildar og má eigi verja þeim tekjum á' gekk frá því. löng upptalning á svona saman- annan hátt. En í frv. er gertráð Fann veski AKRANESl 23. okt. — Svo bar við að Jón Guðnason, sjö ára drengur, sem heima á á Stekkjar holti 18, fann laust fyrir hádegi í dag rautt veski á beygjunni Kirkjubraut-Stillholt. Fór Nonni litli með veskið til grannkonu sinnar í næsta húsi. Reyndust vera tæpar 1000 krónur í því. Fór finnandinn ásamt tveimur ungum vinum sínum strax á lög- regluvarðstofuna og afhenti þar veskið. Brosin á anúlitum þeirra vitn- uðu um að hjá þessum ungu hetjum fylgir hugur máli — O. Reiðhjóli stolið - fannst illa útleikið SL. LAUGARDAG var stolið kvenreiðhjóli, sem hafði verið lagt fyrir framan húsið 42 við Tunguveg. Rannsóknarlögreglan fann svo reiðhjólið á leikvelli þarna skammt frá sl. sunmudag. Þjófurinn eða þjófarnir höfðu ekki látið sér nægja að stela slöngum og dekkjum af hjólinu, heldur höfðu þeir glennt bæði fram- og afturgaffalinn í sundur beyglað brettin að aftan og framan og yfirleitt leifcið hjóliS illa. Er þetta óvenjuiagt, þótt reiðhjólum sé oft stolið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.