Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.10.1961, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 25. okt. 1961 MORGUNBlAÐIÐ 23 — Uggur um allan heim Framhald aí bls. 1. í.yrir Uralfjöll á leið yfir Asxu. Engu að síður hefur verið gripið til víðtækra varúðarráðstafana í Svíþjóð, og vinnur sérstök stjórn- arnefnd að áætlun uon hrvað gera skuli ef geislavirkni eykst veru- lega. Mun nefnd þessi gefa inn- anríkisráðherranuim skýrslu á fimmtudag. Einn af fulltrúuim bommúnista í bæjarstjórn Stoklkhólms, dr. John Takiman, hefur gert fyrir- spurn um það hvenær bæjar- stjórniin geti farið að gefa öllum börnum og unglingum katktöfl- ur til að vinna gegn hugsanleg- um áhrifum geislunar frá stór- sprengju Rússa. Byggir dr. Tak- man fyrirspum sína á yfirlýsingu bandaríska vísindamlannsins Lin- ús Paulings um að kallkinntaka geti dregið úr myindun strotium 90 í beinmergnum. I>ótt ekki sé hér um fullkomina vörn að ræða, gæti þetta þó orðið til góðs, seg- ir Takman. Stokikhólmslögreglan hefur nú vörð um sendiráð Sovétríkjanna iþar í borg til að fyrirbyggja á- rekstra. Nokkuð hefur borið á því að unglingar hafi safnast sam an fyrir utan sendiráðið til að mótmæla sprengingum Rússa, en allt farið friðsamlega fram. AÐGERÐIR í ÓSLÓ Tilkynnt vsir í Ósló í dag, að hraðað yrði smíði neðanjarðar- byrgja, sem taka munu um 20% íbúa mliðborgarinnar, eða um 20 jþús. manns. Nú þegar eru full- byggð 25 byrgi, sem grafin hafa verið inn í fjöll og taka 20.000 manns og 19 steinsteypt byrgi, sem taka 14.800 manns. Talið er að alls séu nú í Ösló 688 byrgi, sem taiki um 115.000 manns. Fjölgað hefur vérið mælinga- stöðvum til að mæla geislavirkni í Noregi. Er þetta gert til að efla aðvörunarkerfi sem komið hefur verið á um allt landið. 1 gær var tilkyinn-t í Osló að Halvard Lange utanríkisráðherra hefði þegið boð um að heim-sækja Sovétríkin á næstunni. Nú hafa landssamtök ungra hægrimanna sent ráðherranum áskorun um að aflýsa fyrirhugaðri opinberri heimsókn þangað. Segir í áskoruminni að ekiki sé rétt „að utanríkisráðherra vor þiggi boð ríkisstjórnar, sem norska þjóðin á sama tíma for- dæmir fyrir að stofna landi voru í voða með sprengjutilraunum sínum“. Landssamtökin telja einnig rétt að taka menningarmálasamning- inn við Sovétríkin til endurskoð- unar og atbuga hvort æskilegt sé að hann gildi áfram. STÓRSFRENGJAN EFTIR? Harold Watkinsson, varnar- málaráðherra Bretlands, ræddi í dag uim stórsprengju Rússa í neðri deild brezka þingsins. Sagði hann að eftir því sem næst yrði komizt hafi sprengjan verið um 30 megalestir, en það svaraði til 30 milljóna lesta af TNT sprengi efni. Ekki væri kunnugt um styrk leika hinnar sprengjunnar, sem Rússar sprengdu í gær neðan- sjávar fyrir sunnan Novaya Zem- lya, og nokkur bið yrði á því að vísindamenn Vesturlanda gætu sagt með vissu um samanlagða orku beggja sprenigjanna. Ef rétt er að stórsprengjan hafi verið 30 megalestir, sagði Watkinson, má áætla að Rússar eigi enn eftlr að sprengja 50 megalesta sprengjuna, sem Krús- jeff hefur boðað að sprengd verði fyrir næstu mápaðarmót. TILFINNINGALEYSI OG GRIMMD Búast má við að geislavirkni frá stórsprengjunni berist til Bretlands eftir um viku, en fer það nokkuð eitir því í hvaða hæð sprengjan vai sprengd. Geisla- virkrn fer nokkuð eftir þvi hvers konar sprengju hér var um að ræða og er eaki unnt að segja um þóð á þessu stigi hvað geisla- virkni verður mikil. Watkinson sagði hinsvegar að ríkisstjórnin hefði gert ráðstafanir til að út- vega ungbörnum mjólkurduft eða niðursoðna mjólk í stað nýmjólk ur, sem er mjög móttækileg fyr- ir geislavirkni. Ekki taldi Watkin son senmlegt að eldri börnum og fullorðnum stafaði mikil hætta af aivarlegri geislun. „Enginn kemst hjá því að fyllast skelfingu yfir því tilfinningaleysi og þeirri £rimmd, sem Rússar sýna með Tæki er nefnist „gammaspectrometer" hefur verið sent frá eðlisfræðistofnuninni í Lundi norður til Lapplands, þar sem m.a. á að nota það til að mæla geislavirknina sem fólk og hreindýr hafa orðið fyrir. Hér er verið að rannsaka einn Lappann. því að hefja að nýju eitrun and- rúmsloftsins". Þingslit fóru fram i Bretlandi í dag og var þá lesin ræða Breta- dröttningar. Þar segir drottningin að hún harmi mjög að Sovétríkin skuli hafa tekið upp tilraunir að riýju. Brezka ríkisstjórnin hefur unnið að því að samningaviðræð- um um almenna afvopnun verði haldiö áfram, segir í ræðunnL F.innig hefur stjórnin barizt fyr- ir því að bannaðar verði tilraunir með kjarnorkusprengjur og virkt eftirlit haft með því að bannið verði haldið. Þessvegna er það mjög ilia farið að stjórn Sovét- ríkjanna skuli hafa stigið fyrsta sporið og hafið tilraunirnar að nýjp, sagði drottning. TILGANGSLAUST AB DEILA Bertrand Russel lávarður, sem er einn helzti förvígismaður and stæðinga kjarnorkutilrauna í Bretlandi, gekk í dag á fund sendifulltrúa Sovétríkjanna í London. Afhenti Russel sendifull- trúanum mótmæli vegna tilrauna Rússa í gær. En sendifulltrúinn svaraði því til að þetta hafi verið dásamleg sprengja, sem væri alveg laus við geislavirkni. Russ- el yfirgaf sendiráðið eftir að hafa afhent mótmælin. Sagði lávarð- urinn á eftir að Rússarnir væru svo saklausir. „Aldrei í sögu mannkynsins hefur sézt annað eins sakleysi,“ sagði Russel. „Eg fór burt vegna þess að það var tilgangslaust að deila við þá“ HEFJA BANDARÍKIN TILRAUNIR? I fréttum frá Washington er sagt að ef til vill neyðist Banda- ríkin til þess að hefja að nýju tiiraunir með kjarnorkuspreng- ingar í gufuhvolfinu vegna risa- sprengju Rússa hjú Novaya Zeml- ya. Kom þetta fram í Öldungadeild Bandaríkjaþings í dag þegar leið togi demókrata Mike Mansfield, sagði að hann fengi ekki séð hvernig hjá þessu yrði komizt og þingmaðurinn Clinton Anderson, sem á sæti í kjarnorkunefnd Öld- ungadeildarinnarinnar tók í sama streng. Mansfield sagði að stjórn Sovét ríkjanna neyddi Bandaríkin til að hefja tilraunir að nýju. „Með tilliti til eigin öryggis erum við tilneyddir að gera það, sem við ekki óskum að gera, þ. e. að hefja að nýju tilraunir í gufu- hvolfinu.“ Anderson sagði að hann teldi að Bandaríkjastjórn mundi taka ákvörðun í þessu máli mjög fljótlega vegna þess hve örar tilraunir Sovétríkjanna eru. Aleit hann að Sövétríkin hefðu brátt lokið tilraunum sín- um. Eftir það mætti ætla að þau lýstu yfir vilja sínum um samn- ingaumræður um algjört bann við tilraunum með kjarnorku- sprengingar. Því fylgdi hinsveg- ar að mjög yrði lagt að Banda- ríkjunuim að hætta tilraunum. 1 frétt frá New York segir að Normann Thomas, leiðtogi jafn- aðarmanna hafi snúið sér til stjórnarerindreka Sovétríkjanna til að afhenda honum mótmæli vegna tilraunanna. Hefur Thom- as það eftir erindrekanum að sprengjan, sem sprengd var í gær hafi alls ekki verið 50 megalesta sprengjan fyrirhugaða, heldur verði sú sprengja sprengd n.k. mánudag. GEISLASKÝ Veðurstofa Bandaríkjanna tel- ur að geislavirkt ský frá stór- sprengju Rússa breiðist nú út yfir norðurhluta Sovétríkjanna. Skýið er talið vera 160—240 km. breitt og fara með um 130 km. hraða á klukkustund austureft- ir. Telur veðurstofan að með sama áframhaldi gæti fyrstu geislavirkninnar frá þessari sprengingu á fimmtudag eða föstudag í Bandaríkjunum. En aðaláhrifa geislavirtkninnar mun þó ekikí gæta fyrr en næsta vor, því þá fyrst má búast við að háloftarykið taki að falla til jarð- ar. JAPAN MÓTMÆLIR Japansstjórn hefur ákveðið að sencia stjórn Sovétrikjanna harð- orð motmæli vegna stórsprengj- unnar. Þar í landi gætir nú bæði ótta og gremju vegna þessara að- gerða, og voru umræður um mál- ið í þinginu í dag. Voru þá bæði stuðningsmenn stjórnarinnar og stjórnarandstæðingar sammála um að fordæma, að Rússar skuli hafa sprengt þessa stærstu kjarn orkusprengju veraldar. Bent er á það í fréttum frá Japan að íbúar þar i landi séu þeir einu, sem þekki ógnir kjarnorkunnar. Talið er að geislavirkni berist til Japan á íöstudag og hafa íbúar verið áminntir um að drekka ekki óhreinsað rigningarvatn. NEHRU Nehru forsætisráðherra Ind- lands sagði í Bombay í dag að Rússar hafi nú sprengt hryllilega sprengju. Þessi tilraun Sovétríkj anna muni ekki aðeins eitra and- rúmsloftið, heldur einnig hug manna um allan heim. Þessi sprengja er ekki góður fyrirboði friðar í heiminum, sagði Nehru. A alþjóðaþingi jafnaðarmanna í Róm sagði Hugh Gaitskell, leið- togi brezka Verkamannaflokks- ins að allar þjóðir fylltust við- bjóði yfir þessari sprengingu Rússa. Samþykkti þingið ályktun þar sem Sovétríkin eru vítt fyrir framkomu sína, sem svO mjög komi í bága við yfirlýsingar um einlægan friðarvilja og óskir um friðsamlega sambúð. Kaupmannahöfn, 2!f. ókt. Einkaskeyti frá Páli Jónssyni. FRÉTTIN um nýjustu kjarn- orkusprengingar Rússa kom í kvöld af stað óspektum fyr- ir utan sendiráð Sovétríkj- anna í Kaupmannahöfn. Fé- lagið „Baráttan gegn kjarn- orkuvopnum“ hvatti menn til að safnast saman fyrir utan sendiráðið og sitja þar á gangstéttinni í 24 klukku- stundir í mótmælaskyni. Nokkur mannfjöldi safnaðist þarna saman og nokkrir mann- anna klifruðu yfir girðingu og settust inn í garð sendiráðsins. Varð lögreglan að skerast í leik inn og fjarlægja mennina. — 28 voru handteknir, þeirra á meðal formaður félagsins, rithöfundur- inn Scharnberg. — Öllum var sleppt eftir stuttar yfirheyrslur, en þeir verða að greiða sektir fyrir að hafa farið ólögiega iim á land sendiráðsins. Lögreglan hefur bannað mót- mælaaðgerðir, sem hefjast áttu í kvöld. Forsætisráðherra Danmerkur er fjarverandi um þessar mund- ir, en Skytte, settur forsætisráð- Leiðrétting í FRÉTT af landsfundinum í blaðinu í gær, stóð, að í lok fundarins hafi Guðrún Guð- mundsdóttir tekið til máls, ásamt fleirum, en þar átti að standa Guðrún GuðlaugsdóUir. Meiri geislun hér upp ur mánaðar- mótum ÚTVARP® hafði það í gærkvöldi eftir próf. Þor- bimi Sigurgeirssyni að á- hrifanna af hinni miklu sprenginu Rússa mundi fara að gæta hér á landi upp úr næstu mánaðamót- um. Mundu geislamæling- ar hér á Iandi nú verða auknar, en búast mætti við að meiri geislun mundi nú mælast hér en nokk- urn tíma áður. herra, hefur fyrir hönd stjóm- arinnar mótmælt sprengingunum í gær. — Engin mænu- sóttartilfelli Framh. af 24 sett og veiktust ekiki, en hún tók veikina en hlaut etoki lömun. — Verða nokkrar sérstakar ráðstafanir gerðar vegna frétta af mænuveiiki í nágrannalöndun- um? — A mánudögum milli kl. 1 og 3 er bólusetning gegn mænusótt hér á Heilsuverndarstöðinni, aðal lega fyrir börn. Séu noklkrir full orðnir, sem eíkiki hafa fengið fulla bólusetningu, þá eru þeir vel- 'komnir á þessum tíma. Þetta er fastur tími og hefur ekki þótt á- stæða til að auka hann enn. Tal- að er um að bólusetja upp að 45 ára aldri. Þar fyrir ofan er gert ráð fyrir að fólk hafi tekið bakteríuna á svoikallaðan eðlileg- an hátt, einkum í fjölmenninu. — Nú berast þær fréttir að Bretar sóu hættir við Salk-bólu- efnið og farnir að nota Sabin. Hvað gerið þið hér? — í Salk bóluefni eru dauðar mænusóttarveirur, en Sabin bólu efninu lifandi veirur svo mjög veiktar að þær geti ekki valdið sjúkdóminium. Reynzla þeirra þjóða, sem reynt hafa Sabin bólu efni, virðist gefa góða raun og það er mikið auðveldara í notk- un, þar sem það er gefið í töflu- eða dropaformi. En meðan Al- þjóðaheilbrigðisstofnuin hefur ekki tekið afstöðu til Sabin bólu- efnisins, er Salk bóluefnið notað hér á landi sem fyrr. | — Mengast hafib .... Frh. af bls. 1 „Straumar í Norður-íshafi eni allbreytilegir og háðir vindátt hverju sinni. Aðalstraumurinn mun þó vera réttsælis. Stöðugir straumar liggja norður í hafið vestan megin Svalbarða, en suð ur úr íshafinu liggur straumur norðaustan Grænlands, þ.e.a.s. A-Grænlandsstraumurinn, eins og ég gat lun áður“, sagði Unn- steinn. „Yfirborðssjórinn frá Novaya Semlya og svæðinu þar í kring lendir því í A-Grænlands- strauminum og má því ætla, að hann flytji hingað áhrif frá kjarnorkusprengingunni, sem * þar var gerð. Hins vegar er ó- varlegt að ákvarða þann tíma, sem þessi flutningur tekur. Það er m.a. háð vindum, eins og ég sagði áður, og gerist ekki á svip stundu. Hins vegar getur straum hraði í A-Grænlandsstraumnum víða orðið allmikill, allt að 21— 32 km á sólarhring", sagði Unn- steinn Stefánsson að lokum. Þorskur kemur ekki að austan Mbl. átti ennfremur tal við þá fiskifræðingana Jón Jónsson og Jakob Jakobsson og innti þá eft- ir því hvort fiskigöngur af Norð- urslóðum kæmu frá því haf- svæði, sem hugsanlega hefðu orð- ið fyrir sterkum geislunaráhrif- um frá neðansjávar kjarnorku- sprengingu við Novaya Semlya. Jakob Jakobsson sagði, að sam- gangur milli þorsksins á Islands- miðum og þorsksins í Barents- hafi, vestur af Novaya Semlya, væri sama og enginn. Það kæmi að vísu fyrir, að þorskar þaðan veiddust hér, en slíkt væri sjald- gæft. Um síldina sagði Jakob Jakobs son, að þar væri samgangur við Barentshaf. Norska vetrarsíldin, sem m. a. er veidd hér á sumrin, er m. a. í Barentshafi fyrstu þrjú ár æviskeiðsins. En þá er eftir að vita hversu áhrif kjarnorku- sprenginga á þessum slóðum hef- ur á síldina — og hversu lang- varandi þau eru. — Þá sagði Jakob, að islandásíldin gengi all- iangt norður á bóginn, norður að Jan Mayen. Ingvar Hallgrímsson, sem legg- ur stund á rannsóknir á svifi í sjónum, sagði í viðtali við Mbl., að ekki væri að efa, að geisla- virk efni mundu hafa mjög skað- leg áhrif á lífið í sjónum. Þetta hefði þegar komið fram við rann sóknir, en þessum rannsóknum væri ekki að fullu lokið svo að ekki væri hægt að segja neitt um endanlegar niðurstöður. En auk þess sem eiturefni kjarnorku- sprengingar skaða lífið 1 sjónum, þá hafa þau líka skaðsamleg áhrif á þá fæðu, sem dregin er úr sjó, sem orðið hefur fyrir kjarnorku- áhrifum, sagði Ingvar. Mótmæli í Khöfn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.