Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. okt. 1961 MORGUNBLAÐIÐ % Séra Jón Auðuns, dómprófastur: Barizt um trú A VALDATÍMUM Hitlers var ég einu sinni viðstaddur hátíðlega athöfn í Suður-Þýzkalandi. Full- trúar Hitlersæskunnar hvarvetna að, komu meo fána sína, til að láta vígja þá. Vígslan var sú, að ihinir nýju fánar voru látnir snerta „blóðfána Hitlers", ag síð- an var þeim dreift um landið sem helgum dómum. Skömmu síðar dvaldist ég um skeið sem gestur í einu allra feg- ursta klaustri Þýzkalands. Beur- on, við upptök Dónár. Þar sá ég helgiathöfn, sem í innsta grunni var'byggð á sömu trú og fána- vígslan. Hér var haldinn í heiðri gamall, kaþólskur erfðasiður, miklu eldri en kristin trú. Þótt markmið væri annað var trúarblær á hinni „nýþýzku" at- höfn. Til þess að fá þjónað sín- ÞETTA eru leirhveriririr, sem fyrst fiáfu til kynna að tíðinda inætti vænta frá Öskju. Tryggvi Helgason tók myndina s.l. föstudag. MYND bessa tók Biörn son. yfir gossvæðinu Björn flaug mjög nálægt eld strókunum og stigu bá reyk og gufumekkir hátt til him- ins sem fyrr. Að baki gíganna sér niður yfir hina miklu hraunbreiðu, sem runnið hefur úr gígunum. jörn Páls- " "V*******'**'™ -■>?<—"■■whiim im.mil innmmu juhiu . III I -wy álægt eld- immlMÍlr- ..... ...... Þessa fallegu mynd tók Páll Jónsson af Öskju áður en um brotin hófust þar. Myndin er tekin norðan við Öskjuvatn og sést Víti framarlega til hægri. Eldasvæðið er nú skammt fyrir norðan Víti og þaðan rennur hraunelfan norður að öskjuopj og þaðan austur yfir gamla Lraunið. um markmiðum vörpuðu nazist- ar fyrir borð kristinni trú. for- dæmdu hana og fyrirtitu. En sv* heimskir voru þeir ekki. að þeim sæist yfir það, að trú varð aS koma í stað trúar, ef hin nýja stefna ætti að lifa. Um það er ekki að ræða, að trúlaus getir þú lifað, heldur hitt: Hverju ætlar þú að trúa. Trú- laus er enginn, átrúnaður er margvíslegur. Mikilhæfustu fulltrúar komm- únismans segja, að guðstrúarlaus verði sannur kommúnisti að lifa. Vera má. En trúlausir eru þeir ekki. Þeir trúa og trúa fast. í Rússlandi eru valdhafar gerðir að hálfguðum og dýrkaðir skefja- laust. Á nokkurra ára fresti er hálfguðunum steypt af stóli, þeir eru ásakaðir um viðbjóðslegustu glæpi og síðan eru aðrir settir á valdastólínn í þeirra stað. Stalín- hreinsunin og aðrar slíkar ættu að hafa reynt meira á þanþol trúarinnar en annað flest á þess ari öld. Milljónirnar trúa samt og trúa fast. Það er ekki um trú eða trú- leysi að ræða, heldur hitt. hverju trúa skal. Samt segjast menn trúlausir og finna margt til foráttu hinni erfðabundnu túlkun á kristindóm inum. Þið eruð með hégiljur — segja menn — kraftaverk og aðrar fráleitar fullyrðingar og frum- stæðar hugmyndir um sköpun og endurlausn, synd og sáluhjálp. Nei, ég get ekki verið með. Aðrir segja: Eg get ekki átt samleið með kirkju, sem afneitar lögmáli fjarhrifanna (telepathie) en iðkar hana daglega í bænum sínum. Ég get ekki fylgt kirkju, sem afneitar birtingum framlið- inna manna en byggir samt til- veru sína á því, að meistari henn ar hafi sýnilega sannað tilveru sína eftir dauðann. Og enn segja aðrir: Þeirri kirkju get ég ekki fylgt, sem þrátt fyrir það. að trúarbragða- visindin hafa leitt í ljós undra- verða einingu að baki fjölbreytn- innar í trúarbragðaheiminum, þykist ein eiga sannleikann allan og einangrar sig í þröngum klef- um þekkingarleysis. Ég er orðinn trúlaus af því að hlusta á það fávíslega hjal. En um það er bara ékki að ræða, að þú getur verið trúlaus. En það er munur á því, hverju menn trúa, og hann mikill. Er betri fávísleg manndýrkun en trú á eilífan Guð? Er betra að binda trú við lífsskoðun mann- fyrirlitningar en meginkenningu Krists um eilíft gildi einstakl- ingssálarinnar fyrir Guði? Er betra að ánetjast hagkerfum, sem eru stimdarfyrirbæri og berjast með blóðsúthellingum og vítis- sprengjum, en bræðralagshugsjón Krists? Er betra að lifa lífinu sannfærður um það, að á barmi grafar sé lífi mannsins lokið, en að lifa í öruggri vissu um annað líf á eftir þessu og að ábyrgð fylgi hverjum manni skilyrðis- laust út yfir gröf og dauða? Til þeirra beini ég orðum. sem unna kristindómi, harma af hrein mn hvötum mistök kirkjunnar á liðnum öldum og snúa þessvegna við henni baki. Mistökin eru mörg, og þann dýrmæta fjársjóð, sem Kristur lét oss eftir, berum vér enn í brothættu keri. En veizt þú nokkra þá perlu, að ekki hafi fallið á hana skarn í meðförum mannanna? En ef þeir, sem vilja henni bezt, snúa við henni baki, verður afleiðingin sú. að vér fáum verri kirkju, því að trúin lifir, kirkjan lifir, og þrátt fyrir ávirðingar manna og mistök býr hún yfir æðstu verðmætun- um, sem á þessari jörð hafa fæðzt. Ljós hennar hefir stundum daprazt, en það var tendrað af ljósi hans, sem er ljós heimsins, og bjarmann af kyndli hans hefir kirkjan borið í 19 aldir. Það er barizt um trú. Trú berst gegn trú. Trúlaus getUr þú ekki verið en hverju setlar þú að trúa?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.