Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 15
Sunnudagur 29. okt. 1961 MOUGVTiBLAÐlÐ 15 Sendið vinum yðar erlendis jóla- kveðju með bókinn ICELAI^ID Bókin er rituð á ensku, prýdd með um 30 smámyndum. Upplýsingar eru um allt það helzta, sem hver og einn þarf að vita um ísland. Verð aðeins 25.00. Heildsala sími 13358. MÁNUDAGINN 30. október á Aðalsteinn Eiríksson, fyrr- verandi skólastjóri, núver- andi eftirlitsmaður með fjár málum skóla, sextugsafmæli. Hann er tvímælalaust einn af merkustu skólamönnum landsins og hefur unnið mik- ið og merkilegt starf í fræðslumálum okkar og í þágu þjóðarinnar í heild. Aðalsteinn Eiríksson er fædd- ur 30. okt. 1901 í Krossavík í Þistilfirði. Foreldrar hans voru Páll Eiríkur Pálsson, bóndi þar, og kona hans, Kristín Jónsdótt- ir frá Steinkirkju í Fnjóskadal. Aðalsteinn ólst upp í föðurgarði. Námsferill hann hófst í alþýðu- skólanum að Eiðum, en þar stundaði hann nám árin 1919— 1921. Kennaraprófi frá Kennara- skólanum lauk hann árið 1924, en fór síðan til framhaldsnáms á Norðurlöndum, einkum í Nor- egi. Kynnti hann sér þar eink- um söngkennslu og sótti al- mennt kennaranámskeið á veg- um kennaraskólans í Niðarósi. Heimsótti harin síðar skóla í höfuðborgum Danmerkur, Nor- egs og Svíþjóðar og kynnti sér nýjungar er að gagni mættu 'koma heima á íslandi. Kennslustörf stundaði hann fyrst í Svalbarðsskólahéraði í Norður-Þingeyjarsýslu, en síðan um áratugaskeið við barnaskóla S Reykjavík. Árið 1934 var hann skipaður skólastjóri í Reykja- nesi við ísafjarðardjúp og gegndi því starfi næstu 10 árin, eða til ársins 1944. Þá gerðist ihann fulltrúi á skrifstofu fræðslumála og gegndi því í fjögur ár. Árin 1948—1949 var hann aftur skólastjóri Reykja- nesskólans. Síðan varð hann námsstjóri héraðs- og gagn- fræðaskóla og eftirlitsmaður með fjármálum skóla. Gegnir hann því starfi síðan árið 1949. Námsstjóri barnafræðslu á Vest- urlandi og í Húnavatnssýslu var hann einnig árin 1941—1942. Aðalsteinn Eiríksson hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörf- um, bæði fyrir stéttarbræður sína og þau byggðarlög, sem hann hefur dvalið í. Hann átti um skeið sæti í stjórn Sam- bands íslenzkra barnakennara, í hreppsnefnd Reykjarfjarðar- hrepps, Reykhólanefnd, nefnd til þess að athuga námsefni, námstíma og námsbækur í skól- um o. s. frv. Ég kynntist Aðalsteini Eiríks- syni fyrst er hann gerðist skóla stjóri í ættarhéraði mínu við Djúp. Það kom í hans hlut að koma þar á nýju skipulagi í fræðslumálum sveitahreppa sýsl- unnar. Sameiginlegur barna- skóli var settur á laggirnar í Reykjanesi og héraðsskóli stofn- aö;-u\ í Reykjanesi hafði um langt skeið verið haldið uppi sund- kennslu. En aðstaða til annars’ skólahalds var þar engin. Aðal- steinn Eiríksson hafði forystu um að byggja þar allt "upp frá grunni. Þótti sumum hann jafn- vel nokkuð harðskeyttur í því starfi. En hann náði strax góðri samvinnu við fólkið í héraðinu, varð ástsæll af æskunni, sem Skólann sótti og skapaði honum á skömmum tíma traust og vin- sældir. Reykjanes varð á örfá- um árum að héraðsmiðstöð og myndarlegri menningarmiðstöð. Þetta uppbyggingarstarf Aðal- steins Eiríkssonar í Reykjanesi hefur haft ómetanlegt gildi fyr- ir héraðið. Vegna féleysis og ónógs skilnings ráðamanna ut- an héraðs á starfi hins nýja héraðsskóla var þar ýmislegt gert af vanefnum. Heimavist skólans var t. d. byggð upp úr húsum gamallar hvalveiðistöðv- ar úti á Langeyri í Álftafirði. Var naumast við því að bú- ast að hún yrði til frambúðar. Er nú svo komið að þessi húsa- kynni héraðsskólans verður að endurnýja í samræmi við nýja tima og breyttar kröfur. Aðalstein Eiríksson er í senn hugsjónamaður og raunsær fram faramaður. Hann ber glöggt skyn á fjármál og rasar þar í ICELAKD OUTLINE Or THE MOST NECESSA8T INFORMATION FOB THE TOURIST PABLUM barnamjöl Aðeins það bezta er nógu gott fyrir börnin. P A B L U M fæst í matvöru- off lyf jabúðum. engu fyrir ráð fram. En hann er jafnframt djarfur fram- kvæmdamaður. Þess vegna hef- ur orðið ómetanlegt gagn að starfi hans sem eftirlitsmanns með fjármálum skóla, en til þess starfs réði Bjarni Bene- diktsson hann er hann gerðist fyrst menntamálaráðherra. Hef- ur bæði yfirstjórn menntamál- anna, fjárveitinganefnd og Al- þingi orðið stórmikill styrkur að þessu eftirlitsstarfi og bættu skipulagi í sambandi við það. Festa og hreinskiptni erumeg ineinkenni skapgerðar Aðal- steins Eiríkissonar. Þess vegna er gott að eiga við hann skipti. Hann kemur til dyranna eins og hann er klæddur. Undirhyggja og læpuskapur er eitur í bein- um hans. Aðalsteins Eiríkssonar og heim- ilis hans var mjög saknað við Djúp er hann fluttist þaðan. — Nutu hann og kona hans þar almennra vinsælda og virðingar. Páll sonur þeirra hefur nú um árabil verið skólastjóri Reykja- nesskólans og reynzt þar dug- mikill og farsæll stjórnandi. — Hefur hinn nýi verknámsskóli þar náð miklum vinsældum og er árlega sóttur af ungu fólki úr öllum landshlutum. Er von- andi að skólinn njóti sem. lengst starfskrafta Páls Aðalsteins- sonar og frú Guðrúnar konu hans. Aðalsteinn Eiríksson er kvænt ur Bjarnveigu Ingimundardótt- ur frá Patreksfirði, mikilhæfri og ágætri konu. Ber heimili þeirra jafnan svip manndóms hennar og myndarskapar. Eiga þau hjón fimm börn, Auði, Pál skólastjóra, Þór verkfræðing, Höllu og Helgu, sem öll eru vel gefið og myndarlegt fólk. Aðalsteinn er frábærlega sam vizkusamur og traustur embætt- ismaður. Hann gerir jafnan það eitt er hann telur vera rétt. Hann er hjálpsamur og skiln- ingsgóður og allur orðhengils- háttur honum fjarri skapi. — Ágæt greind hans og skörp hugsun auðvelda honum að greina aðalatriði frá aukaatrið- um og átta sig fljótt á málum, sem hann þarf að leysa eða koma undir álit hans. Þessum merka skólamanni og góða dreng munu berast marg- ar árnaðaróskir á þessum tíma- mótum ævi hans, frá vinum og venzlamönnum víðs vegar um land. Vestan frá Djúpi og Fjörðum munu honum einnig berast þakkarkveðjur úr héruð- um, þar sem hann vann merki- legt brautryðjendastarf í þágu æskunnar Og strjálbýlla en kjarn mikilla sveita. New York, 24. okt. 1961 Sigurður Bjarnason frá Vigur. KYNNI okkar Aðalsteins Eiríks sonar hófust fyrir rúmum áratug, er ég hóf störf í menntamálaráðu neytinu. Var ég þá nýkiominn frá prófborði í Háskólanum, en Að- alsteinn átti að baki sér merkan feril sem kennari oig skólastjóri, og hafði hann þó sérstaklega get- ið sér góðan orðstír fyrir forus’tu í skólamálum á Vestfjörðum. Þar hafði hann skapað hið ágætasta menntasetur. Héraðsskólann í Reykjanesi. Hafði hann þar hald ið svo á málum, að þeir sem til þekktu, töldu skólann til fyrir- myndar sökum stjórnsemi skóla- stjórans og þeirra menningarlegu uppeldishátta, er hann hafði þar innleitt. ' 1 samstarfi við Aðalstein varð mér brátt ljóst, að hann bjó yfir miklum stjórnsýsluhæfileikum. Þekking hans á skólamálum var traustari og þó einkum áreið anlegri en flestra annarra. Tillög ur hans eru jafnan sérlega skýr- ar og rökvísar og má segja að næsta fræðimannleg vandvirkni einkenni undirbúningsstörf hans undir hvert verk. Niðurstöður hans í málum byggjast síðan á glöggri yfirsýn og góðri dóm- greind og síðast en efcki sízt á því, sem mest er um vert, vel- vilja og réttsýni. Með okkur Aðalsteini tókst þeg ar hin ágætasta samvinna, sem aldrei ’hefur borið skugga á. Er mér mjög Ijúft að færa honurn þakkir fyrir þann góða stuðning, sem hann veitti mér oft við undir búning að lausn vandasamra mála. Átti Aðalsteinn höfuðþátt í samn ingi laga um fjárinál skóla, en þau lög voru sett á árinu 1955 að tilhlutan Bjarna Benediktssonar þáverandi menntamálaráðherra. Ráðherrann hafði fljótlega komið auga á hæfileika Aðalsteins, er samstarf þeirra hófst, og hagnýtti hann þá með því að fela honum að undirbúa löggjöf um fjármál s-kólakerfisins. — Þetta var árið 1954. — Þá voru liðin 7—8 ár frá því er fræðslu- lögin voru sett á Alþingi. Þjóðin haifði lagt hart að sér við að koma á fót margvíslegum skóla- stofnunum, bæði brana- og ung- lingaskólum og sérskólum, auk margra nýrra framhaldsskóla. Fjöldi stórra og dýrra bygginga var reistur í þágu fræðslukerfis- ins, skólahús og annað húsnæði, sem því eru tengt, svo sem íþrótta mannvirki o. fl. Miklu var áork- að í þessum efnum á skömmum tíma. Þótti sumum þó að a.m.k. stundum hefði mátt fara hóflegar í sakirnar og hefur það án efa við nokkur rök að styðjast. Hitt var ljóst, um þessar mund ir, að ekki mátti láta sitja við það eitt að gagnrýna og benda á, að eitthvað hefði mátt betur fara. Aðalatriðið var að hagnýta sem bezta þau skilyrði, sem búið var að skapa til framfara á sviði þessa þáttar þjóðmálanna og reyna að skapa traust fjármála- kerfi, er gæti orðið undirstaða þeirra. Fram að því er lögin um fjármál skóla voru sett á árinu 1955 má segja, að allt fjármála- eftirlit hafi verið £ mjög lausum Framh. á bls. 17. Cavallo frakkinn er nýjunff Cavallo frakkinn fæst aðeins hjá Blómasýning Blómlaukarnir komnið. Aðgangur ókeypis. — Opið kl. 10—10. mam Gróðrarstöðin við Miklatorg Símar 22-8-22 og 19-7-75. bbbbbbbbbbbbbfcbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbbb' WESLOCIÍ kúluhúnar o£ skánahöldur í fjölbreyttu úrvali. . .. . . Simi 55697 yggingavorur h.f. Laugaveg 178 Aðalsteinn Eiríksson námsstjóri sextugur cro’írtro’cro'O’crcrcrCT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.