Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 6
6 MORC11TS HL AÐ1Ð Sunnudagur 29. okt. 1961 Eg vildi sigla segir Sigurður Gunnlaugsson, segla- saumari, níræður EINN úr hópi öldunga í Vestur- bænum, Sigurður Gunnlaugsson, seglasaumari, verður níræður í dag. Hann er fæddur að Miklaholtshelli í Flóa, en flutt- ist á unga aldri með foreldrum sínum til Reykjavíkur. Þau sett- ust að við Nauthólsvík, en 13 áira fluttist Sigurður að Mýr- arhúsum á Seltjarnarnesi og var þar í mörg ár. Strax, þegar Sig- urður komst til manns, fór hann á sjóinn og var lengi á kútterum, en stofnaði 1923 Seglagerðina Ægi við Ægisgarð með Guðmundi Einarssyni. Síðan vann Sigurð- ur að seglagerð þar til fyrir fjór- um árum, að hann varð að láta af störfum vegna lasleika. Þrátt fyr- ir það ber Sigurður sig vel og var hinn hrattasti, _ þegar fréttamað- ur Mbl. heimsótti hann í gær að Bárugötu 30 A, þar sem hann hefur búið um margra ára skeið. — Já, ég hef alltaf búið í Vest- urbænum og hvergi viljað frek- ar vera, sagði Sigurður. Um skeið átti ég heima við Nýlendugötu, en þetta hús byggðum við Pétur Mpack, skipstjóri, árið 1925 og hér hef ég verið síðan. — En það er margt breytt í Vesturbænum, 'sérstaklega þó það að flestaliir mínir gömlu og góðu vinir eru horfnir úr þessum heimi. Eg læt mér því nægja að ylja mér við gamlar endurminn- ingar, því mér líkaði lífið á sjón- um vel. Eg var á skútunum, en hætti, þegar togararnir komu, því mér leiddist þeir. Eg vildi sigla, þanin segl fönguðu hug minn og það var alltaf einhver spenning- ur í manni uppi í reiðanum. — Og þá var nú fiskiríið eitt- hvað annað en það er í dag. Eitt sinn, á Njáli, var aflinn svo góð- ur, að við urðum að kasta trosinu fyrir borð til þess að geta saltað. Já, við hlóðum oft duglega, en sem betur fer hlekktist mér aldrei neitt á. — Annars var ég áhorfandi að slysum og einu sinni skall hurð nærri hælum, þegar ég var á ferð undan Reykjanesi. Þá var hann hvass, ég var bundinn við stýrið — og bjargaði skipinu með naum- indum. Til sjós var ég alltaf ber- dreyminn og fékk hugboð um það, sem framundan var. En í landi dreymdi mig aldrei. Svona var það. — En svo komu togararnir og ég fór i iand. Eg kunni ekki við þessa vélamenningu og hélt mig að seglunum enda þótt ég væri hættur á sjónum. — Eitt sinn fór ég til Noregs með skip fyrir Thor Jensen. Þar fór skipið til viðgerðar og ég beið, en notaði tímann til þess að læra seglasaum — og upp frá því saumaði ég segl. — Þau voru oft stór, seglin í þá daga. Það fóru stundum 5—600 metrar í þau. Eitt sinn, í fyrra stríðinu, saumuðum við segl á fjórar danskar skönnortur, sem hingað voru dregnar til hafnar. Þær höfðu orðið fyrir skotum og þurfti að endurnýja rá og reiða á þeim öllum. — Þetta var mikið verk, því allt var þá saumað í höndum. Fimm menn áttu fullt í fangi með að bera þyngstu seglin niður á bryggjuna — en það var gaman að koma þeim fyrir í möstrunum. Það líkaði okkur. — Það var alltaf nóg að gera, ég er nú hræddur um það. Þó að skúturn- ar væru seldar, þá voru enn regl- ur um að minni fiskiskipin skyldu hafa segl til vara, því vélarnar geta brugðizt. — Eg vann við seglasaum þar til fyrir tæpum fjórum árum. Síðan hef ég verið mikið inni við, en skrepp stundum niður á verk- stæði þó ekki sé nema til þess að kanna fornar slóðir og heilsa upp á mennina þar. Eg er nú ekki nema níræður. Sigurður dvelst í dag á heimili dóttur sinnar og tengdasonar við Sigtún. Skók Hastings: Eftirtaldir menn hafa þekkzt boð um að tefla á Hastingsmót- inu. Dr. Botvinnik, S. Flohr, Gligöric, Aaron, Rebatsch, Wade og Littlewood, en Fischer, Penros og Barden hafa ekki tekið ákvörð un um þátttöku. Zavenaar: Hollendingar ráðgera alþjóða- mót í Zavenaar. Meðal þeirra er taka þátt eru. Matanovic, O Kelly, Guinmard og Stálberg. Hvítt: H. Donner Svart: M. Tal Kóngsindversk-vöm. 1. d4 2. c4 3. g3 4. Bg2 5. Rf3 6. 0-0 7. Rc3 8. c4 9. h3 10. dxe5 Rf6 g6 Bg7 0-0 d6 Rbd7 e5 c6 Db6 Högg í vatnið. Eðlilegast og sjálfsagt það bezta er hér 10. Hel. T. d. 10. - exd4. 11. Rxd4. Rg4. 12. Ra2, Rge5. 13. b3 og hvítur held- ur spennu í stöðunni, og veikleik inn á d6 er áframhaldandi þránd ur í götu svarts. Aðrar leiðir fyrir hvít eru m. a. 10. d5, cxdð. 11. cxd5 Rc5 12. Rel, Bd7. Bot- vinnink — Tal 1960 með frjálsu tafli fyrir svart. Eða 10. Hbl, exd4. 11 Rxd4, Rxc4, 12. Rxe4, Bxd4. 13. b4! Re5. 14. c5, dxc5. 15. bxc5. Reshewsky - Lombardy New York 1958. 10. — 11. a3? dxe5 Sjálfsagt var 11. b3!, sem gerir Bcl kleift að fara til e3 eða a3. Athugið hve óraunhæfir drottn- ingarleikir hvíts eru. 11. — Dc5! 12. De2 De7 13. Be3 Rc5 14. Dc2 Hefði hvítur leikið 11. b3! þá þyrfti hann ekki að eyða svona mörgum leikjum í drottninguna. Ef hvítur leikur 14. Rd2 komi 14. Re6. 14. — Rh5 15. b4 Það er ósköp barnalegt að reka svart til þess að gera bezta leik- inn. Eðlilegra var 15. Hadl. 15. — Re6 16. Hadl f5 Ef við skyggnumst örlítið í stöð una þá tökum við fljótlega eftir því að svartur ógnar með f5—f4 Og hvítur hefur engin tök á þvi að valda f4 reitinn nægilega. Hvítur finnur sig í varnarstöðu, og svartur hefur tekið frum- kvæðið. Það sem skeð hefur í 16 fyrstu leikjunum, er að hvítur hefur teflt án hernaðaráætlunar, en svartur hefur gert það gagn- stæða. Að leggja rétta hernaðar- áætlun krefst skilnings á þeirri söðu sem kemur upp þegar lið- skipun er lokið. 17. exf5 gxf5 18. Re2 f4 (?) Tal gerir sig sekan um óvand- virkni. Mun betra var 18. — Bd7 —e8—g6, því hvítur getur ekki bætt aðstöðu sína. T. d. 19. Rh4, f4! 20. Rf5, Hxf5. 21. Dxf5, Rd4. 22. Dxh5, Be8 og vinnur. 19. Bcl Rg5 20. Rxg5 Dxg5 21. g4 Rf6 22. Rc3 Be6 23. De2? Bezt var 23. Re4, Rx>e4. 24. Dxe4, h5. 25. f3, Had8. Að vísu er hvíta staðan erfið, en ekki vonlaus. 23. — Had8 24. Hfel Hxdl 25. Hxdl h5 26. f3 hxg4 27. hxg4 Rxg4! • Skákin verður ekki ævistarf mitt Friðrik Olafsson, skák- meistari, er nýkominn heim úr langri og erfiðri utanför. Fyrst tefldi hann á svæðamót- inu í Tékkóslóvakíu og varð efstur. Síðan fór hann til Júgóslavíu og tók þátt í minn ingarmóti um Alekhine, en virtist þá ekki jafnupplagður. Það er sjaldgæft, að Friðrik keppi án þess að skipa ein- hver efstu sætin — og skák- unnendur fóru að hugleiða, hvort eitthvað hefði amað að honum í Júgóslavíu. Velvak- andi heimsótti Friðrik og bar fram þá spurningu. • Kom á síðustu stundu svo urðu ýmis leiðindi — og úrsiitin urðu þau, að ákveðið var að keppa aftur. Eg beit það fast í mig, að halda fyrsta sætinu — og það tókst“. „Það er ýmislegt persónu- legt, sem hér kemur til greina, sagði Friðrik, og mér dettur ekki í hug að fara að- afsaka mig a neinn hátt.“ Meira vildi hann ekki segja, en þegar við fórum að rabba saman skýrðist málið. „Fg lagði mig allan fram um að vinna svæðismótið. Eg var búinn að vinna það áður, en „Viku síðar átti mótið í Júgóslavíu að hefjast. Eg var búinn að þiggja boðið þang- að áður en ákveðið var að' endurtaka svæðamótið, en í rauninni var allt of stutt í milli þessara tveggja móta. Eg segi ekki þar með, að ég hefði ekki þegið júgóslavneska boð ið ef endurtekna svæðamótið hefði verið ákveðið fyrr. Mað- ur er alltaf hálfhræddur við að móðga þá, ef boðum er ekki tekið — og hætta er líka á að þeir hætti að bjóða manni, ef öll stærri boð væru ekki þegin“. • Ók inn í mótsalinn „En mótið í Júgóslávíu var „sterkara", hins vegar óvið- komandi heimsmeistaramót- inu svo að ég kveið því minna að verða aftarlega. Eftir móts- ]ok í Tékkóslóvakíu fór ég flugleiðis til Kaupmannahafn- ar og ók þaðan í bifreið suður á bóginn. Eg var einn og ferða lagið var þreytandi, því ég misreiknaði mig, hélt að leiðin væri fljótfarnari. Undir lokin varð ég að aka nótt og dag, ef svo mætti segja. Mótið hafði verið sett, þegar ég kom loks til Bled og í rauninni má segja, að ég hafi ekið inn í mótssalinn.“ „Eg var síður en svo í essinu mínu eftir ferðalagið — og of- an á bættist, að gamalt kviðslit tók sig upp Og angraði það mig. 1 fyrstu skákunum lenti ég á sterkustu mönnunum og var því lengur að ná mér eftir S V ART: ABCDEFGH^ ABCBEFGH H V í T T : 28. Hd6 Auðvitað ekki. 28. fxg4?, Bxg4 ög 29. Df2, Bxdl. 30. Rxdl, e4 og vinnur. 28. — De7 29. Hxe6 Dxe6 30. fxg4 e4! 31. Rxe4 Eða 31. Dxe4, Df6! (31. — Dg4? 32. Re2). 32. Rdl, f3. 33. Bhl, (Ef 33. Bfl,Dd6!) 33. — Dal. 34. Dc2, (34. De6, Hf7). 34. — De5 og vinnur, ýmist með f2f, eða ein földum hótunum á léttu mennina. 31. — Bd4t 32. Kfl Ef 32. Kh2, Dh6f. 33. Bh3, f3! Ef nú 34. Bxh6, fxe2. 35. Bd2, Hfl! eða 34. Dfl, Dh7! og vinnur. 32. . f3 33. Bxf3 Dxg4 34. Rf6f Hxf6 35. De8t Kli7 36. De7t Dg7 37. Dxg7f Kxg7 38. Ke2 b6 Og framhaldið er aðeins tækni- legs eðlis 39. Bd2, c5. 40. bxc5, bxc5. 41. a4, Hb6. 42. Bd5, Kf6. 43. Kd3, Ke5, 44. Bel, Hb3f. 45. Ke4. 48. Bg6t Kd4. 49. Bf7, Ke4. 4 8. Bg6t Ka4. 49. Bf7, Ha2t. 50. Kb3, Hb2t. 51. Ka3, Kd3. 52. Bg3, Hb4. 53. Bd6, Bd4. 54. Bd5, Kc2. 55. Bc4t, Kc3. 56. Bd5, Hb3t gefið. I. R. Jóh. ferðalagið en ella. Hins veg- ar*lét ég ekki hugfallast þó ég yrði ekki í hópi þeirra efstu og finnst mér því lítil ástæða fyrir aðra að gera sér áhyggj- • Meiri reynzla „Eg hef ekki snert á skák síðan mótinu lauk. Hef fengið hálfgert ofnæmi í bili, ætla að hvíla mig fyrir millisvæða- mótið, sem verður í janúar. Það mót ræður úrslitum um þátttöku í kandidatamótinu, en þangað hef ég hug á að komast. Eg var á síðasta kandi datamóti og vil gjarnan vera þar öðru sinni. Eg hef öðlazt meiri reynzlu en ég hafði þá Og hvað það snertir ætti ég að vera betur undirbúinn.“ „Ef þetta tekst samt sem áður ekki, þá held ég, að ég eigi ekkert meira við heims- meistarakeppnina að sinni og fari að taka þessu með meiri ró.“ • Á ekki við mitt upplag „Eg hef hvort sem er aldrei ætlað mér að gera skákina að ævistarfi mínu. En þetta hef- ur einhvern veginn atvikazt þannig, að ég hef haldið áfram hingað til. — Mér finnst, að þetta sífellda flakk, sem fylgir skákinni, hafi ekki átt vel við mig. Og þetta er þeim mun erfiðara þar sem ég bý úti í miðju Atlantshafi." „Því er ekki að neita, að gaman er að ferðast og skoða heiminn meðan maður er ung- ur. En stöðug ferðalög koma róti á mann, mér finnst þau ekki eiga við mitt upplag. Held, að það gæti verið ágætt að snúa sér meira að ein- hverjum öðrum viðfangsefn- um. Skákin er oft skemmtileg, en ég gerði mér grein fyrir því strax i upphafi, að hún ein veitir mínu lífi ekki þá fyll- ingu, sem við hljótum öll að leita að. Sumir fá ást á skák, geta haft hana bæði sem at- vinnu og tómstundastarf, grafa sig i skák. Fyrir mér er skák- in lóngu orðin vinna, oft mjög erfið — og að öllu leyti felli ég mig ekki við þá atvinnu sem ævistarf".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.