Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 17
Sunnudagur 29. okt. 1961 Moncmvnr. 4Ð1Ð 17 — Aðalsteinn Framh. af bls. 15 sborðum, enda Þótt um væri að ræða einn fjárfrekasta útgjalda- lið rí'kis og sveitarfélaga. En eins og menn vita hefur hundruðum milljóna verið varið árlega til skólamála. Með lögum um fjármál skóla var fyrst og fremst stefnt að meiri festu í fjárhgaslegri fram- kvaemd fræðslulaganna. Að sjálf- eögðu var um lagasmíð þess aðal lega byggt á þeirri reynslu, sem fengizt hafði frá því er sam- ræmda fræðslulöggjöfin var sett á árinu 1946. Hér er ekki unnt að rekja efni þessarar merku lög gjafar, en segja má að einkum Ihafi verið þýðingarmikið að í lög þessi voru sett skýr ákvæði lum byggingarframkvæmdir í [þágu skólakerfisins og ennfrem ur voru sett ákvæði, sem ætlað var að sporna við óeðlilegri skuldasöfnun ríkissjóðs vegna framkvæmdanna. Eigi mun á nokkurn hátt of- mælt né hallað á aðra lagasetn- ingu, þótt fullyrt sé, að ekki hafi önnur lög verið sett á síðari ár- um, sem jafnmikið hafa stuðlað að sparnaði í opinberum rekstri og þessi lög um fjármál skóla. Það er líka rétt að hafa { huga að ein forsenda þess, að unnt sé að halda uppi sæmilegri fjármála stjórn almennt í landinu er sú, að hún grundvallist á föstum reglum og lögum, — sé í föstum ekorðum. En þó gætu þessi lög verið gjörsamlega dauður bókstafur og þá eiginlega verri en enginn, ef framkvæmd þeirra væri í hönd- um duglausra og óviturra manna. Allt veltur á því, hver á heldur. Ríkisvaldið hefur borið gæfu til þess að fela Aðalsteini E'ríks- syni þetta mikilvæga trúnaðar- starf. Hann hefur haft á hendi y.firumsjón þessara mála á veg- um fræðslumálastjórnarinnar og veitt forstöðu fjármála- og eigna eftirliti skóla frá því er lögin voru sett. Ekki er mér nein launung á þeirri persónulegu skoðun minni. sem þeir er bezt þekkja til eru mér áreiðanlega sammála um, að Aðalsteinn hefur með þessum störfum sínum stuðlað að sparn aði, sem nemur milljónum. Já- íkvæðum störfum sem þessum er ■jafnan lítt haldið á loft, enda gengur sýndarmennska og yfir- borðsháttur í sparnaðarmálum betur í augu og er líkiegri til skyndivinsælda. í starfi sínu hefur Aðalsteinn þurft að hafa mjög nána sam- vinnu við fjárveitinganefnd Al- þingis vegna undirbúnings fjár- laga. Einnig hefur hann daglegt samstarf við hina ýmsu bæjar- stjóra, oddvita, og skólanefndir. Reynir bæði á festu og lipurð í þeim skiptum, en hvort tveggja íhefur Aðalsteinr. til brunns að þera í ríkum mæli. Fjármálaeftirlit og endurskoð- un eru störf sem jafnan eru unnin í kyrrþey os? erfitt er að meta til fjár, hvaða þátt þau eiga í sparnaði og sköpun raun- verulegra verðmæta í þjóðarbú- inu. Víst er um það, eð af rétt er á haldið, veita slík störf varn oð gegn óheilbrigðri þenslu og eyðslu á opinberu fé. Ljóst er, að áhrif fjárniálalegr- ar endurskoðunar eru fyrst og fremst óbein og eru aðallega fólg in í aðhaldi og fyrirbyggmg á sóun verðmæta. Töluleg endur- skoðun reynir einkum á ná- kvæmni og þolinmæði, en krítisk endurskoðun á dómgreind og skarpskyggni. Raunhæft f jármála eftirlit verður tvímælalaust að byggjast a þessu tvennu. Það er ekki nóg að leggja saman dálka og staðreyna tölur. Sá sem starfinu stýrir, vsrður að vita og skilja, hvað á bak við tölurnar felst — þær athafnir eða athafna leysi, sem af þeim má ráða. Enn er ótalinn einn mikilvæg- asti þáttUj. fjármálaeftirlits, — eins og yfirleitt alls eftirlit-s með etjórnsýslu — en það er leiðbein ingarstarfsemi um reikningshald og embættisfærslu, Rangt væri að gera sér ekki grein fyrir þeirri stðareynd, sem menn sjá raunar sífellt nýjar sannanir fyrir, nefni lega því a ðmargt það sém miður fer í fjármálum stofnana og ein- etaklinga, á rót sína að rekja til skorts á leiðbeiningum og að- þaldi. Má oft að verulegu leyti skrifa slíkt á reikning þeirra að- ila, sem bregðast eftirlits — eða leiðbeiningoskyldu sinni. Þennan þáitt starfs síns hefur Aðalsteinn rækt af sömu kost- gæfni og alúð sem annað. Eru þeir orðnir margir, sem hann hefur leiðbeint um þessi efni og aðstoðað. ! Námsstjórastörfi - hafa að sjálf sögðu einnig verið snar þáttur í starfsferli Aðalsteins Eiríksson ar. Þau hefur hann innt af hönd um af röggsemi og viturleik. Hef ur hann og jafnan verið sjálfsagð : ur forystumaður námstjóranna um þau mál, er varða þá sam- eiginlega, svo og um félagsleg málefni þeirra. Aðalsteini er Ijóst, að endur-| skoðun fræðslulaganna er engan veginn lokið. þótt tekizt hafi að koma fram þeim þýðingarmiklu nýmælum, sem felast í löggjöf-, inni um fjármál skólakerfisins. I Endurskoðun hinna eiginlegu | fræðslumála í þrengri skilningi. I þ.e. námsefnis og kennsluhátta,! bíður enn að verulegu leyti úr-1 lausnar. Aðalsteinn hefur á það bent, að einkum væri nauðsyn-] legt að auka á fjölbreytni hins i almenna skóla. H fur hann þá fyrst og fremst í huga að auka verknámið í skólunum. Hér er ekki ætlunin að rekja þessi mál ítarlega, en sýnilegt er, að skoð- un Aðalsteins hefur í þessu efni við fyllstu rök að styðjast og er víst að hraða þarf setningu reglna innan ramma fræðslulöggjafar- innar, sem tryggja aukna fræðslu í tæknilegum efnum m. a. á sviði framleiðslu og atvinnuhátta landsmanna. Það verður óviðunnandi til lengdra, að sjálft skólakerfið skuli á köflmn vera með þeim hætti, að það sem slíkt hindri æskuna í því að leggja út í til- tekið nám, svo sem t.d. tækni- nám. Þjóðfélagið og atvinnuveg irnir byggjast í stöðugt vaxandi mæli einmitt ' margháttuðu sér- námi og tækniþekkingu. Enginn getur efast um bað, að fram- leiðsluaukning í atvinnulífinu, | gæði framleiðslunnar og þá um leið bætt afkoma þjóðarinnar. er, ekki síst undir því komin, að þjóðarbúið hafi jafnan á að skipa nógu mörgum vel þjálfuðum og menntuðum mönnum. í kjölfar bættra efnahagslegrar afkomu fylgir svo betri aðstaða til aukinnar menningrastarfsemi á öllum sviðum. Þótt Aðalsteinn Eiriksson sé vissulega mikilhæfur embættis- maður, er ótalinn sá kostur hans sem okkur vinum hans er dýr- mætastur, en það er drenglund hans. Aðalsteinn er mildur maður og mannúðlegur. En hann er líka stórlyndur að upplagi og þolir ekki órétt. Getur hann þá ýtt fast frá sér, ef hann mætir slíku. Jafnan er hann þó reiðubúinn til þess að miðla málum og bera klæði á vopnin, er þess gerist þörf. Aðalsteinn er oftast glaður og reifur og er gott að hitta hann, því að hann er margfróður um ýmis almenn málefni, svo og um bókmenntir Islendinga og þjóð- legan fróðleik. Aðalsteinn er kvæntur Bjarn- veigu Sigríði Ingimundardóttur, hinni ágætustu konu, og eiga þau fimm uppkomin börn. Vinir þeirra senda þeim beztu kveðjur og þakkir og árna þeim öllum gæfuríkrar framtíðar. Ásgeir Fétursson. * Aðalsteinn Eiríksson, náms- stjóri og fjármálaeftirlitsmaður skóla, er sextugur í dag. Hann er Þjóðkunnur maður fyrir löngu. Aðalsteinn er fæddur að Krossa vík í Þistilfirði og voru foreldr- ar hans Eiríkur Pálsson, bóndi þar og kona hans, Kristín Jóns- dóttir. Eigi kann eg að rekja ætt Að- alsteins vinar míns norður þar, en miklir og sterkir munu þeir stornár vera, því hann ber öll einkenni stórbrotinna forfeðra í skaphöfn sinni. Hann er höfðingi í þess orðs beztu merkingu og gæddur Þrotlausum dugnaði, ríkri skipulagsgáfu og heiðarleik sem aldrei bregst. Kvæntur er Aðalsteinn Bjarn- veigu Ingimundardóttur frá1 Patreksfirði, hinni ágætustu konu, er jafnan hefir búið manni sínum fagurt og aðlaðandi heimili, eiga þau fimm börn, tvo sonu, þá Pál, núverandi skóla- ] stjóra Reykjanesskólans og námsj stjóra og Þór verkfræðing í| Reykjavík, og þrjá • dætur. Auði, gift Asgeiri Valdimarssyni verk- fræðingi, Höllu húsfreyju í Mos- fellssveit og Helgu Maríu, ógift í föðurhúsum. Það verður þegar ljóst af hin- um margvíslegu opinberu störf- um er Aðalsteini hafa verið falin allt frá tvítugsaldri, hversu mik- ils trausts og álits hann hefir notið í sívaxandi mæli frá æðstu. yfirmönnum kennslumála hverju sinni, enda sagði einn skrum- iausasti maður er setið hefir á ráðherrastóli, á fjölmennum fundi hér vestra nýlega, að hanu hefði fengið því meiri mætur á Aðalsteini, sem hann hefði haft meiri samvinnu við hann, vegna dugnaðar hans og heiðarleika í embættisfærslu, er þetta miikils- verður vitnisburður og er þó hyergi ofmælt. Aðalsteinn i;.uk prófi frá Eiða- skóla 1921 og kennaraprófi í Reykjavík 1924, en auk þess hefir hann farið námsferðir til Englands og Norðurlanda. Tvítugur að aldri. 1921— 1922, verður hann kennari í Þistilfirði, í Reykjavík frá 1923— 1934, í stjórn sambands íslenzkra barnakennara frá 1931—1934 og í skólaráði íslands. sama tíma. Á árunum 1931 eða ’32, mun Aðalsteinn hafa fengið þá hug- mynd að stofna skóla, er starf- ræktur yrði sem tilraunaskóli fyrir bætt., skipulagi fræðslu og félagsstarfa í dreýf-býli landsins og mun núverandi forseta ís- lands, er þá var fjármálaráð- herra, hafa litist svo vel á þá hugmynd, að hann bauð Aðal- steini fé til tilraunarinnar og stofnaði hann þá Reykjanesskól- an og var skólastjóri hans frá 1934 til 1944. en Páll sonur hans hefir verið bar skólastjóri frá 1952 til þessa dags. Reykjanesskólanum. sem nú er orðinn að ^ðrum þræði verk- námsskóli ásamt gagnfræðadeild, stjórnaði Aðalsteinn af miklum dugnaði og festu og var stjórn hans öll og agi í skólanum til hreinnar fyrirmyndar. Á fyrsta starfsári skólans var notast við einfalda bókfærslu, en þegar á öðru starfsári hans að mig minnir, lét skólastjórinn breyta því í tvöfalda bókfærslu, en þá mun það óvíða, eða ef til vill hvergi hafa tíðkast í héraðs- skólum iandsins. 1 Reykjanesi lét hann þá og byggja myndarlega öryggiu auk allra þeirra bygg- inga sem þar eru nú og ræktaði tún á nesinu við mjög erfið skil- yrði og mun staðurinn allur langt fram um ókomin ár, bera dugn- aði hans og framsýni vitni, löngu eftir að Aðalsteinn er allur. Nú hin síðari ár, gegnir Að- alsteinn tvöföldu embætti, hann er námsstjóri og fjármálaeftir- litsmaður flestra skóla á landinu, ■annarra en Háskóla, menntaskóla og sérskóla. Er fjármálaeftirlitið sérstaklega umfangsmi'kið og tímafrekt ábyrgðarstarf og ekki heiglum hent. Fyrstu kynni mín af Aðalsteini urðu með stofnun Reykjanes- skólans. Það var oft fjölmennt og gestkvæmt á skólastjóra heimilinu í Reykjanesi, svo, að stundum líktist fremur vinsælu hóteli en einkaíbúð. Þangað leit- uðu margir með vandamál sín ýmisleg, en Aðalsteinn var jafn- j an viljugur og útrúlega skjótur ! að leysa hvers manns vanda. Hann er skapríkur alvörumaður, ] en þó opinn fyrir broslegum hlutum eða skoplegum og hrók- ur er hann alls fagnaðar í vina- hópi, ágætlega ritfær og snjall ræðumaður. Að vallarsýn líkist hann meira fertugum manni en sextugum. — Það er ekki vandalaust verk að stjórna heimili stórbrotins brautryðjanda og höfðingja að fornum sið í risnu allri, en þann vanda leysti frá Bjarnveig af höndum með prýði á sinn hljóð- láta hátt, svo öllum leið þar vel. Eg þakka þeim hjónum fyrir margar og ógleymanlegar stundir ánægju og glaðværðar frá Reykja nessárum þeirra og síðar, þar var gott að dvelja. Eg óska Aðalsteini vini mínum til hamingju á þessum tímamót- um, að hann ásamt konu sinni, megi enn um mörg ár halda full- j um starfskröftum og vera jafnan störfum hlaðinn, á þann hátt held eg að honum mundi líða I bezt. Eg er ekki viss um að kyrr- I setur og hóglífi hæfi honum. ! En íslenzku þjóðinni vil eg í leiðinni óska þess, að henni megi j í framtíðinni auðnast að fram- leiða marga slíka afburðamenn, ! svo að hún „eigi menn að missa, meiri og betri en aðrar þjóðir“. —. Sigurður á Laugabóli. Skrifstofuhúsgögn SKJALASKÁPAR teak og Mahony SKRIFBORÐ Teak, Mahony og eik. RIIVÉLABORÐ teak og eik. SKÚLASON & JÓNSSON SF. Laugavegi 62, sími 36503. REYKJAVÍK KAUPMAN NAHÖFN ________FLJUGIÐ MEÐ HINUM NÝJU HRAÐFLEYGU FLUG- VÉLUM LOFTLEIÐA DC-6B ÞÆGILEGAR HRAÐFERÐIR HEIMAN OG HEIM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.