Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 20
M OR aTTNTir 4Ð1Ð Sunnudagur 29. okt. 198'i 36 Dorothy Quentin: Þöglaev 27 Skáldsaga vinnu og hjuggu letilega illgresið milli reitaraðanna, sumir sungu við vinnuna, hægt og taktfast, en herðarnar gljáðu af svita í sól- skininu og vöðvarnir hertust, við hverja hreyfingu. Mér lízt vel á >að, endurtók Frankie með ákafa. Ja, það er gott eins og er, sam þykkti Bensi. Herra Greifinn hef ur komið hér upp ósýktum jurt- um, og landið er aftur hreint. Síðasta uppskeran var ekki sem verst, og kannske verður sú næsta góð. En nú, meðan á regn tímanum stendur, þarf að hreinsa mikið illgresi.. Bensi glotti til húsmóður sinnar, sem sat svo fallega á hestinum. En meira get um við ekki gert. Hreinsað ill- gresið og vonað það bezta. Já, hreinsað og vonað, annað gátu þau ekki gert, hugsaði hún. Hvíti sjúkrabíllinn spítalans var að sniglast löturhægt upp eftir bratta veginum handan ár- innar, veginum, sem lá til Pálma hallar. Frankie horfði á hann of- urlitla stund og velti því fyrir sér, hvort Aniré væri í honum ásamt sjúklingnum. Og hugur hennar leitaði ákaft til hallarinn ar handan árinnar, aðeins af því að hún vissi, að hann vann þar. Hún furðaði sig á, að hann skyldi enn ekki hafa sýnt henni sjúkra húsið, en kannske var það nú eins vel farið. Hún kynni að láta í Ijós of lifandi áhuga á starfi hans og gæti kannske kom ið upp um þessar heimskulegu fyrirætlanir sínar og drauma, og borið tilfinningar sínar of mjög á torg. Jæja, þakka þér nú fyrir, Bensi, sagði hún brosandi. Þú heldur svo áfram að hreinsa og ég að vona og biðja. Hann hló feimnislega að þess- ari fyndi hennar og tók ofan ræfilslega panamahattinn sinn, sem hann bar eins og einskonar embættisteikn, og síðan horfði hann á hana ríða eftir mjóu gras röndinni áleiðis til hússins. Eins og flestir aðrir innlendir, hafði Bens heyrt orðróminn um að herra greifinn ætlaði að ganga að eiga ungfrú Fauvaux, og hann klóraði sér í höfðinu og bölvaði þeirri óheppni, að ungfrú Laur- ier skyldi ekki hafa komið heim svolítið fyrr. J>ar var rétta konan handa greifanum — kona af hans eigin stétt. Kona með hlátur i augunum, brosandi munn og nógu lífleg til að gera mann ham ingjusaman og auk þess kona sem skildi og þekkti eyna og í- búa hennar, af því að hún var hér fædd og uppalin. Ungfrú Fauvaux var, að sögn hjúanna hjá greifanfrúnni gömlu, argasti vinnuþjarkur, köld og ráðrík, þrátt fyrir allan hógværðarsvip- inn. Skeytið frá Louise var næstum ennþá lengra og dýrara en hitt sem Frankie hafði sent. Lúkas, afgreiðslumaðurinn á stöðiimi, hringdi hana upp og bauð henni, með syngjandi rómi, að lesa það fyrir hana. Ég ætla að skreppa og sækja það, Lúkas, flýtti hún sér að segja. Þegar hún kom að afgreiðslu borðinu, varð hann fyrir von- brigðum, en hún braut það strax saman og stakk því 1 töskuna sína. Hann hafði viljað sjá fram an í hana, þegar hún læsi það. Þakka þér fyrir, Lúkas. Hún var virðuleg og með nokkrum aðfinnslusvip, er kynblendingur inn horfði á hana forvitnum aug um. Þetta átti að vera í umslagi. Það er trúnaðarmál, skilurðu. Auðvitað ungfrú. Lúkas brosti og yppti öxlum, ranghvotfdi ofur lítið augunum, svo að hann líktist í senn krakka og evrópskum stjórnmálaref. öll símskeyti eru stranglega trúnaðarmál. Hún las skeytið í tiltölulega góðu næði í bílnum og sat svo lengi með bréfmiðann í kjölt- unni. Þetta var ekki annað en hún hafði búizt við og orðalagið var alveg eins og vænta mátti af Louise. Það var eins og hún sæi heimskonuna, móður sína, ljóslif andi fyrir sér. Hún sat krafkyrr og bálreið og las skeytið upp aft ur og aftur. •,Auðvitað endursendi ég bréf- in hans André óopnuð, þú varst ekki nema þrettán ára og auk þess veik og óhamingjusöm skóla sálfræðingurinn ráðlagði mér að forða þig geðshræringu þykir þetta leitt með Chris Mayne en hélt að þér væri það fyrir beztu af því að þú virtist róleg og á- nægð í Bandaríkjunum Ég hat- aði eyjuna og vildi þér ekki nema allt það bezta Ted og börnin senda þér beztu kveðjur. Komdu fljótt heim! Louise“ Hún mundi eftir skólasálfræð- ingnum. Digur kelling með hom gleraugu, sem bablaði einhverja óskiljanlega vitleysu og hélt að hún þekkti gelgjuskeið stúlkna. Frankie mundi eftir þegar þessi kvenmaður kom til hennar í sjúkrahúsinu og lagði fyrir hana fjöldan allan af spurningum, sem hún svaraði út í hött. En hún þóttist alveg viss um, að hún hefði aldrei nefnt nafn Andrés við neinn í þessum andstyggilega skóla. En svo höfðu þær þrjár: Louise. skóiastýran og sálfræði kellingin bruggað h«nni þessi launráð. Sennilega hafði Ted hvergi næiri komið, hann lét móður hennar sjá um uppeldi dóttur sinnar. Móður hennar! Henni fannst eins og Louise gæti ekki verið móðir hennar — svo gjörsneydd var hún öllum skilningi á eigin framferði sínu. Og ef hún héldi, að hún ætlaði að koma til hennar aftur, mátti hún hugsa sig um betur. Koma heim, þó. þó! Orðin voru eins og beizkt eitur í munninum. Henni fannst hún engan eiga, sem hún gæti gert að trúnaðar- manni sínum í þessu leiðinda- máli engan, sem hefði þekkt þau André. þegar þau voru krakkar, og gæti skilið þetta. Hún sat í ljósgula bílnum, en regnið dundi kring um hana eins og rigndi stálvír, samkvæmt sam líkingu Bobs, og buldi ótrúlega hátt á bílþakinu. en varði hana jafnframt fyrir forvitnum augum þeiira, sem framhjá fóru. Eftir tvær mínútur var torgið orðið manntómt, og regnlækir runnu um það allt. Englatár yfir synd- um og heimsku mannsbarnanna hafði Claudette kallað svona rign ingu, þegar Frankie var lítil. Og í dag gat Frankie alveg fallizt á þessa nafngift. Jæja. Helena með einn vinning, hugsaði hún gremju lega um leið og hún braut saman skeytið og stakk því í handtösk SHlItvarpiö Sunnudagur 29. október. 8:30 Létt morgunlög. — 9:00 Fréttia*. — 9:10 Veðurfregnir. 9:20 Morgunh.ugleiðing um músík: — „Áhrif tónlistar á sögu og siði“ eftir Cyril Scott; II. (Árni Krist- jánsson). 9:35 Morguntónleikair: a) Pastorale í F-dúr eftir Bach (Helmut Walcha leikur á org el). b) ,,Rodrigo“, svíta eftir Hánd el (Hljómsveitin Philomusica í Lundúnum leikur; Anthony Lewis stjórnar). c) Boris Christoff synguir lög eft ir Tjaikovsky. d) Píanókonsert nr. 2 1 d-moll op. 40 eftir Mendelssohn (Pet er Katin og Sinfóníuhljóm- sveit Lundúna leika; Anthony Collins stjórnar). 11:00 Hátíðarguðsþjónusta I Siglufjarð arkirkju á aldarafmæli séra Bjarna Þorsteinssonar tónskálds fyrra sunnudag (Séra Sigurður Stefánsson vígslubiskup prédik- ar, séra Óskar J. Þorláksson og séra Ragnar Fjalar Lárusson þjóna fyrir altari. Organleikari: Dr. Páll ísólfsson). 12:15 Hádegisútvarp. 13:10 Erindi eftir Pierre Rousseau. — Saga framtíðarinnar, II: Homo sapiens í fortíð (Dr. Broddi Jóhannesson). 14:00 Miðdegistónleikar: Frá tónlistar hátíðum í Evrópu í ár. a) Frá Chartres í júlí: Sónata í F-dúr fyrir selló og píanó op. 99 eftir Brahms (Gaspar og Chieko Cassado leika). b) Frá Salzburg í ágúst: Nicolai Gedda syngur lög eftir Ric- hard Strauss, Duparc, Poulenc, Mjaskovsky og Khatsjaturjan. c) Frá Monaco í júní: Konsert fyrir flautu, hörpu og hljóm- sveit (K299) eftir Mozart (Jean-Pierre Rampal, Lily Laskine og hljómsveit Monte- Carlo óperunnar flytja. — Stjórnandi: Louis Fremaux). 15:30 Kaffitíminn: — (16:00 Veðurfr.). a) Magnús Pétursson og félagar hans leika. b) Leni og Franz Dellacher syngja austurrísk jóðllög. 16:15 Á bókamarkaðinum (Vilhj. I>. Gíslason útvarpsstjóri). . 17:30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson kennari): a) Sólveig Guðmundsdóttir les sögu: „Bernskuminning". b) Leikrit: „Gosi“ eftir Collodi og Disney; 1. þáttur. Krist- ján Jónsson býr til flutnings og stjórnar. 18:20 Veðurfregnir. 18:30 „I>ú komst í hlaðið“: Gömlu lög in sungin og leikin. 19:10 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir og íþróttaspjall. 20:00 Erindi: Hinn norski arfur ís- lands (Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra). 20:25 Tónleikar í útvarpssal: Sinfóníu hljómsveit íslands leikur sinfón íu nr. 2 1 D-dúr op. 36 eftir Beethoven. Stjórnandi: Jindrich Rohan. 21:00 Spurningakeppnl skólanemendaj I: Kvennaskólinn og Hagaskólinn keppa (Guðni Guðmundsson og Gestur Þergrímsson sjá um þátt- inn). 21:45 Lög úr „Rígólettó" ©ftir Verdl Mario del Monaco, Aldo Protti, Hilde Gíiden og Giulietta Simion ato syngja). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:05 Danslög — 23:30 Dagskrárlok. Mánudagur 30. október. 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk- ar J. Þorláksson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjórnar og Magnús Pétursson leikur undir. <— 8:15 Tónleikar. — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik- ar. — 9:10 VeðUrfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Búnaðarþáttur: Ólafur E. Stef- ánsson ráðunautur talar um naut gripasýningar á síðasta sumri. 13:35 „Við vinnuna“: Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar — 16:00 Veðurfr. 18:00 Rökkursögur: Hugrún skáldkona talar við börnin. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Um daginn og veginn (Andrés Kristjánsson ritstjóri). 20:25 Einsöngur: Elsa Sigfúss syngur, Við píanóið: Carl Billich. a) „Linden Lea“ eftir Vaughan Williams. b) „Jeg fandt et brev'* eftir Kjel Bonfils. c) „Du Lasse, Lasse lille'* eftlr Lillebror Söderlund. d) „Adieu mon coeur** eftlr Marguerite Monnot. e) „Regnen holdt op at regne** eftir Erik Kaare. f) „Parlez moi d’amour'* eftir Jean Lenior. » 20:45 Leikhúspistill: Sveinn Einarsson fil. kand. talar um borgarleik- hús og ræðir við Baldvin Hall- dórsson leikara. 21:10 „Drottinn Guð er vor sól og sköldur", kantata nr. 79 eftir Bach (Þjóðleikhúskórinn og hljóðfæraleikarar úr Sinfóníu- hljómsveit íslands leika. Sjóm- andi: Dr. Róbert Abraham Ottós- son). 21:30 Útvarpssagan: „Gyðjan og Ux- inn“ eftir Kristmann Guðmunds- son; XXII. (Höf. les). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23:00 Dagskrárlok. Þriðjudagur 31. október 8:00 Morgunútvarp (Bæn: Séra Ósk- ar J. t>orláksson. — 8:05 Morgun leikfimi: Valdimar Örnólfsson stjómar og Magnús Pétursson leikur undir. — 8:15 Tónleikar, — 8:30 Fréttir. — 8:35 Tónleik- ar. — 9:10 Veðurfregnir. — 9:20 Tónleikar). 12:00 Hádégisútvarp (Tónleikar. 12:25 Fréttir og tilkynningar), 13:00 „Við vinnuna"; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk, — Tónleikar — 16:00 Veðurf r, — Tónleikar — t7:00 Fréttir). 18:00 Tónlistartími barnanna: Jórunn Viðar kynnir víonalög með aðstoð Þuríðar PálsdóHir. 18:50 Tilkynningar. — 19:30 Fréttir. 20:00 Þjóðlög frá Júgóslavíu (Þarlendir listamenn syngja og leika). 20:15 Framhaldsleikrit: „Hulin augu'* eftir Philip Levene, í þýðingu t>órðar Harðarsonar; II. þáttur; Gryfjan — Leikstjóri Flosi Ól- afsson. Leikendur: Róbert Am- finnsson, Haraldur Björnsson, Helga Valtýsdóttir, Nína Sveins dóttir, Gísli Halldórsson, Ævar R. Kvaran o.fl. 20:55 Einsöngur: Aase Nordmo Löv- berg syngur lög úr óperum eftir Wagner. 21:15 Erindi: Á meðan líkaminn sef- ur (Grétar Fells rithöfundur)^ 21:40 Tónleikar: „Le Cid“, ballettmús- ík eftir Massenet (Sinfóníuhljóm sveit Lundúna; Robert Irving stjórnar). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Lög unga fólksins (Jakob Þ. Möller). 23:00 Dagskrárlok. mm KELVINATOR kæliskápsins -flversu ofí^jÍlífsleibr"’ aitlib jpér aMfaupa Wíslíáp «r * • - • það vq.t aS vanda val fians $ . Austursti — Á morgun slít ég trúlofuninni við Sigga, næsta dag segi ég að fullu skilið við Magga, þar næsta dag læt ég Bjössa sigla ainn sjó og daginn þar á eftir getum við opinbemð trúlofunina. >f X- X- GEISLI GEIMFARI •—Óó! Hvað .... — Þú gleymdir öðru, Maddi! Fimm hundruð ára gömul byssa getur sprungið! — Komum Ardala! okkur 1 burt heðan, — Geish! undan! Þau eru að komast

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.