Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 8
s 1UORGTJISBL4ÐIÐ Sunnudagur 29. okt. 1961 N V J U N G með A R S-encí/ngi/ (Renna ekki til í hnútum) HEILDSÖLUBIRGÐIR: . JOHNSDN & KAABER % DAGURINN í dag er helgaður áfengisvörnum um land allt. í dag -sameinast hugir þeirra naanna, sem vilja leggja því máli lið; að vinna gegn misnotkun á- fengis og útrýma því böli sem því er samfara. Ef ummæli hr. Thorolf Smith f útvarpinu sl. mánudag um á- fengisbölið hér á landi væri í nokkru samræmi við raunveru- leikann, þá væri oss ekki mikill vandi á höndum. Hann fullyrti að hér væri áfengisneyzlan ekk- ert þjóðarböl, því óhrekjandi skýrslur sýndu að ekki einasta færi vínneyzla hraðminkandi hér á landi, heldur værum vér varla hálfdrættingar í þessum efnum á borð við bræðraþjcðir vorar á Norðurlöndum. En skýrsl ur þær, sem hann vísaði í segja því miður ekki allan sannleik- ann. Magn það sem drukkið er á hvert mannsbarn í landinu, og samanburður á því við önnur lönd, er engin mælikvarði á það hvort sú neyzla veldur þjóðar- böli, né heldur að hve miklu böli hún veldur. Hitt er eini mælikvarðinn: hve mikill hundr- aðshluti af þeim serh víns neyta, líður við það tjón á sálu sinni og líkama, svo og hve mikið tjón og volæði þeir skapa öðrum tnönnum með misnotkun áfengis. Um þetta eru engar skýrslur skráðar á blöð. En þær eru rist- ar sem óafmáanlegar rúnir í sál- ix barnanna, sem læra það, að örlög þeirra verði önnur beinlín- is vegna aðgerða foreldranna, Sem þannig haga sér, og í hjörtu kvennanna, sem horfa á heimilin brotna niður fyrir þær sakir einar, að makinn veldur því ekki að hrista af sér þá fjötra, sem vínið þannig færir hann í. I>ær rúnir eru og ristar í sálu og sinni foreldra og annarra vandamanna, sem horfa á glæst- ar vonir uni góðan árangur af þrotlausu striti fyrir velferð niðja sinna, bresti beinlínis fyrir það, að nautnin varð viljanum yfirsterkari, vald eyðileggingar- innar sterkara en vald viljans. Þegar á þetta er litið, er ljóst, að misnotkun áfengis, er ekki ein- asta þjóðarböl, heldur er líka lang mesta bölið, sem þjóðin á nú við að glíma, og sem óhjá- kvæmilega hlýtur að lama þrek hennar andlega og líkamlega meira en hollt er, ef ekki er hafin sterk sókn gegn þessum voða. Þetta sjónarmið viðurkennir Alþingi, er það samþykkir á- fengislöggjöfina 1954. Og það er hvorki Thorolf Smith né Ríkis- útvarpinu til sæmdar, að ætla sér að koma því inn í meðvitund þjóðarinnar að hér sé allt í lagi á þessu sviði, og að vér séum hér fyrirmynd annarra Norður- landa þjóðanna. Þykir mér rétt í þessu sambandi, að geta þess, að þegar Norðurlandaráð hélt hér fund sinn í fyrsta sinn á sl. ári, vakti það mikla undrun mæt ustu manna, sem fundinn sátu, hversu taumlaust æskan neytti áfengis á hinum opinberu stöð- um. Slíkt væri óþekkt fyrir- brigði á hinum Norðurlöndunum. Ef vel ætti að fara yrðu íslenzkir stjórnmálamenn að vera vel á verði í þessu máli og byrgja brunninn áður en barnið dytti ofan L 1. gr. gildandi áfengislaga læt- ur ekki mikið yfir sér. Hún nær yfir tæpar tvær línur, en segir þó allt, sem segja þarf. Var þetta eina greinin í hinum mikla laga- bálki, er veruleg átök urðu um, bæði í milliþinganefndinni, sem undirbjó frumvarpið, og síðar á Alþingi. Meiri hluti milliþinga nefndarinnar vildi orða greinina þannig: „Tilgangur þessara laga er sá að stuðla að hóflegri með- ferð áfengis og vinna gegn mis- notkun þess“. Með þessu orðalagi vildi hann undirstrika þann meg- intigang laganna að skapa hér „drykkjumenningu", svo sem tekizt hefði Ljá mörgum öðrum þjóðum. Hann taldi að frumskil- yrði til þess að svo mætti verða, værí afnám hinna margvíslegu hamla, sem þá voru á sölu áfeng- is í landinu. Hér þyrfti að taka upp allt í senn: frjálsari sölu áfengis, meiri og strangari kröf- ur til neytenda og seljenda í allri meðferð áfengis, meiri fræðslu um þá hættu, sem þjóðinni er búin af misnotkun áfengis og strangara eftirlit með settum reglum um öll þessi atriði. Minni hluti nefndarinnar vildi hins vegar orða greinina þannig: „Tilgangur laga þessara er sá að stuðla að því, að meðferð áfengis verði með þeim hætti, að neyzla þess verði takmörkuð sem mest má verða og komið verði í veg fyrir dryklkjuskap og hinar hættu legu afleiðingar hans“. Fyrir honum vakti fyrst og fremst að draga úr neyzlunni eftir fremsta megni og milda þannig voðann, sem vínneyzlan leiddj yfir þjóð- ina. Honum var ljóst, að ef slíkt væri framkvæmanlegt, myndi það draga verulega úr hagnaði ríkissjóðs af áfengissölu. Hann treysti því ekki að meira frelsi í sölu myndi draga úr neyzlu eða minnka voðann, en það taldi hann meira virði en stundarhagn að ríkissjóðs. Af þessu er ljóst, að í milli- þinganefndinni ríkti djúpur á- greiningur um tilgang laganna, en á því valt allt um aðrar grein- ar og um framkvæmd þeirra, hvernig 1. gr. yrði ákveðin. Á Alþingi varð að lokum sam- komulag um, að 1. grein laganna skyldi orða sem hér segir: „Tilgangur laga þessara er sá að vinna gegn misnotkun áfengis í landinu og útrýma því böli, sem henni er samfara.“ Með þessu viðurkennir Alþingi, að misnotkun áfengis sé fyrir hendi í landinu þegar lögin eru sett, og að gegn þeirri misnotkun beri að vinna. En Alþingi viður- kennir þá einnig, „að misnotkun áfengis valdi böli og að því beri að útrýma“. Lögin segja hins vegar ekkert til um það, hve mikil brögð eru að misnotkun áfengis í landinu, eða hve miklu böli hún veldur, en sé tekið mark á þeim umræðum sem urðu um málið á þingi, og þeim gögn- um, sem fram voru þar lögð, er ljóst að hér er um mikið tjón að ræða af völdum áfengisnautn- ar, og mikill vandi á höndum, hvernig með skuli fara. í höfuðatriðum setja lögin á- kveðin fyrirmæli sem fram- kvæmdarvaldinu ber að sjá um að ekki séu sniðgengin, án þess að komið sé ábyrgð fram á hend- ur þeim, sem það gera. Skyldi reynslan leiða í ljós, að þörf væri frekari ákvæða til þess að ná tilgangi laganna, ber fram- kvæmdarvaldinu að afla sér slíkra ákvæða með kröfu um breytingar á löggjöfinni. Það má öllum vera ijóst, að megin ástæðurnar fyrir brotum á þessari löggjöf eru tvær. Önn- ur er mannlegur veikleiki þess sem neytir áfengis þannig, að fýsnin verður bæði vilja manns- ins og viti yfirsterkari. Um þau brot verður að fara móðurhönd- um. Reynslan sýnir að því meir sem þeir, sem þannig ganga í berhögg við lögin, mæla af bróð- urhug, mannkærleika og skilning á mannlegu eðli, og því betur sem mönnum skilst að hér er um sjúkdóm að ræða, sem lækna þarf með sérstakri umönnun, því örar fækkaz þessum brotum. Hér eiga ekki við neinar refsingar, hvorki lögreglu, kjallaravist né önnur miðaldarefsing. Hin or- sökin er fégræðgi seljandans, og hún er engu minna vandamál, og þeim brotum má enga linkind sina. Þjóðin hefur nú búið við gild- andi áfengislöggjöf í rúmlega sjö ár. Og vér spyrjum í dag: Hver er árangurinn? Hafa þær vonir rætzt, sem þeir ólu í brjósti er trúðu á sölufrelsi áfengis, sam fara nýjum reglum um meðferð þess, að hér kæmist á samskonar drykkjumenning og tíðkast á meðal annarra menningarþjóða, og að útrýmt yrði því böli, sem samfara er misnotkun áfengis? Ef þeir menn finnast, sem eru þeirrar skoðunar að hér hafi orð ið breyting á til bótar, þá vildi ég benda þeim á, að leggja leið sína um kjallara lögreglunnar að næturlagi, að kynna sér fram- ferðj á hinum ýmsu klúbbum og öðrum veitingastöðum í þessum bæ, sem risu upp í skjóli áfengis- laganna, að lesa skýrslu barna- verndarráðs og barnaverndar- nefnda og skoði þeir kvikmynd- ir, sem þær hafa tekið of raun- verulegum atburðum, og sem er þó ekki nema örlítil brot af öllu því sem á sér stað í þessum mál- um, að ganga um rústir þeirra heimila, sem brotnað hafa niður, beinlínis fyrir misnotkun áfengis á þessum árum, og að kynna sér sögu þeirra vesalinga, sem harð- ast hafa orðið úti. í baráttunni við áfengisbölið. Ég efa ekki, að eftir að þeir hafa kynnt sér öll þessi atriði, skipa þeir sér í fylk- ingu okkar, sem erum þess- full- vissir, að allar vonir, sem bundn- ar voru við löggjöfina um batn- andi ástand í áfengismálum þjóðarinnar hafi brugðizt, og að hér sé um vaxandi vandamál að ræða, sem enga bið þolir að fá bætt úr. Þegar þessar staðreyndir eru fyrir hendi, er rétt að spyrja: Hvaða orsakir liggja til þess, að svo hrapalega hefur til tekizt, og hvaða leiðir skai nú fara, til þess að bægja voðanum frá? Skal ég hér reyna að gera þessu máli nokkur skil, ef það mætti verða til þess að eitthvað mætti þokast áfram til umbóta. í 9., 10. og 11. gr. reglugerðar 118 frá 9. sept. 1954, sem sett var um sölu og veitingar áfengis, er svo fyrirmælt: a) „Óheimilt er að leyfa þeim, •sem eru greinilega undir áhrifum áfengis aðgang að veitingastað" (sjá 9. gr.). b) „Veitingamönnum sem hafa með höndum veitingar áfengis, er skylt að gæta þess að veiting- ar og umgengni sé með menn- ingarbrag" (Sjá 10. gr.). c) „Ber þeim (þ. e. eftirlits- mönnum) að fylgjast mjög ná- kvæmlega með því að ekki sé veitt vín yngri mönnum en 21 árs eða ölvuðum mönnum“ (Sjá 11. gr.). Vitað er að öll þessi ákvæði eru þverbrotin. Er það megin ástæðan fyrir því, að ekki hefur verið unnt að draga úr mis- notkun áfengis. Verður hér að lýsa þungri sök ekki einasta á hendur þeim seljendum sem hér eiga hlut að máli, heldur og engu síður á hendur þeim, sem falið er eftirlit með því, að lögin séu haldin, en um þetta eru skýr ákvæði bæði í lögum og reglu- gerðum. Frelsið um sölu áfengis sem lögleitt var 1954, er veitt í fullu trausti þess að þessi á- kvæði verði vir,t, og ef ekki, að þá verði viðkomandi lögbrjótar sviptir leyfxmum. Það verður því að gera þá kröfu til lögreglu- stjóranna og dómsvaldsins, að fullt eftirlit sé þegar tekið upp með framkvæmd laganna, og fyrirmælum þeirra á þessu sviði. Stranglega hlýtt að viðlagðri veitingaleyfa sviptingu. Með því að kippa þessu í lag mun fljótt koma í ljóis, að hér verður á undraverð breyting til batnaðar. I áfengislögunum og í þeim reglugerðum sem settar eru um framkvæmd þeirra, er skýr.t tek- ið fram, að veitt skuli fræðsla í öllum skólum er opinbers styrks njóta, um áhrif áfengis- nautnar á einstaklinga þjóð- félagsins og samfélagið í heild. Skal eigi verja minni tíma til þeirrar fræðslu í hverjum skóla en sem svarar því, að hver nem- andi fái tveggja kennslustunda fræðslu á mánuði á kennslutím- anum. Ber fræðsldmálastjóra, námsstjórum, áfengisvarnarráði og nefndum að sjá um, að þessu ákvæði sé framfylgt. Er sorglegt til þess að vita að hér er um mikla vanrækslu að ræða. Á fræðslumálastjóri hér þunga sök. Verður að krefjast þess að nú þegar verði annar betri háttur upp tekinn í öllum skólum landsins svo sem lögin mæla fyrir um. Þeir alþingismenn, sem and- vígir voru frjálsari sölu áfengis og frjálsari meðferð þess, er lög- in voru sett gengu til samkomu- lags um setningu þeirra, með því skilyrði, að þessi ákvæði yrðu sett inn og þeim stranglega fram fylgt. Verði þessu því ekki þeg- ar kippt í lag er verið að knýja þá menn til þess að hefja bar- áttu fyrir afnámi á því frelsi sem veitt var með setningu laganna. Bindindissamtök stéttarfélaga, sem stofnuð hafa verið að undan förnu gegn áfengisbölinu eru gleðilegur vottur um vaxandi skilning á þeim voða, sem hér vofir yfir. Er þess mikil þörf að slík samtök kæmust á sem víðast og yrðu sem fjölmennust. En mest væri þó um vert, ef takast mætti.að fá allar konur landsins í slík samtök. Það er gamalt mál- tæki að sé maðurinn eyðslusam- ur heimilið hálft, en sé konan eyðslusöm brennur það allt. Það sama gildir um misnotkun áfeng- is. Misnoti maðurinn áfengi glatast heimilishamingjan hálf en misnoti konan það glatast hamingjan öll. Þá fyr&t er varn- arveggurinn allur rofinn, og við- spyrnan horfin til fulls. Vér heyrum daglega um slys og árekstra sem stafa af ölæðL Bílar rekast á, brotna og velta um og farþegar slasast, merjast, beinbrotna og rotas.t, en flest af þessu má bæta á einn eða annan hátt. En það eru önnur sár sem vínið veldur og aldrei verða grædd, því að við þeim finnast engin smyrsl. Þau hrópa fyrst og fremst á alla þá sem byggja vilja varnarvegg gegn þeirri flóð öldu sorgar og þjáninga, sem rís af misnotkun áfengis og fellur með ofurþunga eyðileggingarinn- ar yfir þjóðina, ef ekkert er aðgert. Skipum okkur ungir og gamlir í þá fylkingu í dag og alla daga. Reykjavík 29. okt. 1961. Gísli Jónsson. STJÖRNUBÍÓ sýnir um þessar mundir ensk-ameríska kvik- mynd er nefnist „Hvernig drepa skal rikan frænda“ (How to murder a rich unrcle). Myndin lýsir á gamansaman hátt tilraunum skulduga barónsins til að kála ríka frændanum og klófesta þannig arfinn. Með aðalhlutverkin fara Charles Coburn, Nigel Patrick og Wendy Hiller. og ófengisvarnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.