Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.10.1961, Blaðsíða 1
24 siður wgmtbfaúbifo 18. árgangur 246. tbl. — Sunnudagur 29. október 1961 Frentsmiðja MorgunblaðshH <tm.Vf.<**ei^~ • '¦- ""!-•¦" . ««mT««n>-~» *•'- i'p,''w"'''*' íÍv; ?>#"* Þess niync! lók Arnþór Björnsson síðdegis á fftstudaginn af jaðri hraunflóðsins, sem komið hefur úr eldsprungunni í Öskju. Hæð hraunsins má marka af mönnunum á myndinni, en þeir eru Mývetningar, sem fyrstir komust landleiðina til Öskju á föstu- dag, svo sem sagt var frá hér í blaðinu í gær. — Sjá ennfremur myndir á bls, 3 og baksíðu. ¦ ¦ Oskjugosið í rénun en nýir gígar geta myndast Jarðfræðingar tóku niður í eldspúandi Frá blaðamanni Mbl., Elínu Pálmadóttur með leið- angri Sigurðar Þórarinssonar í Öskju. Reynihlíð í gærkvöldi: — 1 ALLA NÓTT hefi ég horft á eldsúlurnar úr 150 tuetra langri sprungu í Öskju. Gígarnir í sprungunni sendu hraunsletturnar á víxl í 200—300 metra hæð og slengdu þeim síðan niður á gjárbarmana, ýmist glóandi, eða kóln- andi og dökkum á lit. Fyrri hluta nætur horfðum við á þetta frá fjallsbrúninni austan megin eldstöðvanna, en er líða tók á nóttina, minnkuðu eldarnir þótt enn væru þeir stórkostlegir. myndir gígana UNDIR morgun vorum vlð feg- iir að setjast nidur á „Nýja ís- land", eins og dr. Sigurður Þór- arinsson kallaði nýja hraunið, en á það var komin svo mikil Bkorpa að hægt var að setjast niður og ylja sér á glóðiimi und- ir, en 10 stiga gaddur var þarna. Þessi stórkostlega sprunga er norðar en hverirnir voru, og Btefnir í vest-suðvestur til aust Buðausturs þvert á línu hveranna. Sprungan hefur orðið til í litlurn hól, en þessi öfluga „moksturs- vél" hefur nú hlaðið upp 70 m. háu fjalli umhverfis sig. TÓKU MYNDIR NIÐUR í GÍGINN Stgurður Þórarinsson oe Árni Stefánsson hlupu upp á barminn á sjálfum gígnum, kíktu ofan i hann. smelltu myndum, en höfðu sig siðan sem skjótast \ brott frá hraunslettunum. Xók Árni kvik mynd niður í gíginn. en Sigurð- ur litljósmyndir. Létu beir báð- ir mikið af hve stórfenglegt hað hafi verið að líta niður í eldhaf- ið, en ekki er fólki ráðlagt að Ieika betta eftir. 10 FERKÍLÓMETRA HRAUN Sigurður Þórarinsson áætlar að alls hafi runnið þarna hraun, sem er tíu ferkílómetrar að stærð, en að sjálfsögðu hefur engin mæling farið fram á því. Hraunið hefur runnið 600—700 metra í áttina að Víti og Öskju- vatni. Þykkt lag aZ vikri er allt út að Víti og þekur það. Þá er austurfjallið einnig þakið vikri. Hraunstrauimurinn liggiur út um öskjuop, sem er þrír kíló- metrar á breidd, og fyllir nýja hraunið það hlíða á milli. Þegar út úr opinu kemur skipt- ast hraunstraumarnir. Sá, sem við komium að í nótt, var um þrdr metrar á hæð og sextíu metrar á breidd. Rann hann einn meter áfram á hverjum 50 sekúndum. Nú er mest hreyfing á nyrzta armi hraunsins, en samfara því að gosið hefur minnkað, þá hef- ur dregið úr hraða hans, og renn ur armurinn nú einn meter á hverjuin 3—4 mínútum. STÖÐUGT MINNKANDI Sigurður Þórarinsson segir að gosið hafi farið stöðiugt minnk- andi frá því hann sá það fyrst, þó enn gjósi myndarlega. Erfitt sé að segja nokíkuð ákveðið un Framhald á bls. 23. Múður- sýki segir Krúsjeff Moskva, 29. október (AP) KRÚSJEFF forsætis- ráðherra Sovétríkjanna sagði í dag, að tilmæli, sem Sovét ríkjunum hafa borizt víðs- vegar að úr heiminum, um að hætta við að sprengja fimmtíu megalesta kjarnorku sprengju séu hrein móður- sýki. Krúsjeff lét þannig um- mælt í tilefni samþykktar Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um að skora á Rússa að hætta við að gera þessa tilraun. Vísaði for- sætisráðherrann samþykkt þingsins algerlega á bug svo og öðrum samþykktum og tilmælum sama efnis — sagði, að sú staðhæfing, að tilraunirnar væru siðlausar, væri hin furðulegasta rök- semd. Gaf Krúsjeff ljóslega í skyn að sprengja yrði sprengd á mánudag eða þriðjudag, eins og þegar hefði verið ákveðið. 0 i Alyktunin J afhent RÍKISSTJÓRNIN símaði i gær þingsályktun um mót- niæli gegn risasprengingu Sovétríkjanna, sem samþykkt var á Alþingi. til íslenzka sendiráðsins í Moskvu og fól senidiherranum að af- henda hana tafarlaust ríkis- stjórn Sovétríkjanna. London, 28. okt. (AP) SENGHOR, forseti Senegals, verið hefur í opinberri heimsókn í Bretlandi hélt í morgun til Par- ísar. Viðræður Senghors Og brezku stjórnarinnar síðustu daga hafa verið mjög vinsamlegar Og líklegar til að efla verulega áttu þjóðanna í framtíðinnL Slaknað á spennu síoustu daga í Berlín Berlín, 28. okt. (AP) SÍÐUSx'U daga hefur ríkt mikil spenna á mörkum borgarhlutanna í Austur- og Vestur-Berlín — en í morg- un virtist hafa nokkuð slakn- að á hemii, a. m. k. um hríð. Astæðan fyrir atburðum síð- ustu daga er sú, að austur- þýzk yfirvöld hafa hvað eft- ir annað stöðvað ferðir bandarískra óeinkennis- klæddra hermanna þótt þeir væru í bifreiðum, greinilega merktum bandaríska her- námsliðinu. Hafa Austur- Þjóðverjar krafizt að sýnd væru persónuskilríki. Bandaríska hernámsstjórn- in neitar með öllu að fall- ast á þessa kröfu Austur- Þjóðverja, enda sé hún brot á fjórveldasamningnum um Berlín. Til áherzlu hefur stjórnin sent óeinkennis- klædda hermenn inn í Aust- ur-Berlín í skjóli vopnaðra hermanna. • Viðbúnaður og vopnaskak A miðvikudag og fimmtudag stóðu hermenn Bandaríkjamanna og Austur-Þjóðverja gráir fyrir járnum við borgarmörkin, en að kyöldi fimmtudagsins héldu 30 rússneskir stríðsvagnar og jeppa Framh. á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.