Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóv. 1961 MORGVNBLAÐ1Ð 5 f SAMBANDI við Öskjugosið hefur verið minnzt á ýmsa jarðfræðinga, sem farið hafa á gosstöðvarnar til rannsókna. Sumir eru löngu þjóðkunnir menn, en meðal þeirra er einn ungur jarðefnafræðingur, sem kom heim frá námi í byrjun október. Er það Guðmundur Sigvaldason og langar okkur til að kynna hann fyrir les- endum. Við hittum Guðmund að máli í Atvinnudeild Háskól- ans, þar sem hann starfar nú og báðum hann um að segja okkur frá námi sínu og starfi. — Ég er Reykvíkingur, sagði Guðmundur, og tók stúdentspróf frá Menntaskól- anum hér. Að því loknu fór ég til náims í jarðefnafræði við háskólann í Göttingen. í»ar dvaldi ég í sex ár, og lauk doktorsprófi þaðan. Fjallaði ritgerð mín um myndbreyt- ingar á bergi við hveri. Að loknu prófi kom ég heim til íslands og dvaldi hér tæpt hálft ár við sýnishornasöfnun. Fór ég síðan aftur utan, því ég hafði fengið styrk frá vís- indaakademíu Bandaríkjanna til að vinna við jarðhitarann- sóknir þar í tvö ár. Var ég annað árið við deild bandarísku jarðfræðistofnun- arinnar í Washington, en hitt í Menlo Park. — Eru Bandaríkjamcnn farn ir að virkja jarðhita? — Já, þeir hafa byggt eitt jarðhitaorkuver í Geysir Valley, Kaliforníu, og er það 12.500 kw stöð, en gert er ráð fyrir að hún verði stækkuð í framtíðinni. — Við hvað starfaðir þú aðallega í Bandaríkjunum? — Starf mitt var í beinu framhaldi af náminu í Þýzka- landi. Og vann ég við rann- sóknir efnabreytinga í berg- grunni íslenzkra og banda- rískra jarðhitasvæða. — Gildir það sama um bæði löndin? — Það eru sömu aðferðirn- ar, sem notaðar eru við rann- sóknirnar, en bergtegundirnar eru ekki þær sömu. Auk þessa kynnti ég mér aðferðir við efnagreiningu sporefna, og hefur slíkt mikla þýðingu hér á landi í sambandi við rann- sóknir á jarðvegi, landbúnað- ar- og iðnaðarrannsóknir o. fl. — Var þessi dvöl í Banda- ríkjunum ekki lærdómsrík? — Jú, það var mjög fróð- legt og skemmtilegt að heim- sækja Bandaríkin og kynnast þarlendum starfsbræðrum og starfi þeirra. Má segja að dvölin hafi víkkað sjóndeild- arhringinn mikið. — Kom þér ekki skemmti- lega á óvart að Askja skyldi fara að gjósa, þegar þú varst nýkominn heim? — Jú. Það er heitasta ósk hvers þess, er fæst við jarð- vísindi að verða vitni að eld- gosi. Það er alltaf mikill við- burður að sjá þegar bergteg- undir myndast á þennan hátt. — Gerir þú ráð fyrir að starfa hér heima? — Já, ég mun gera það. Annað er ekki hægt þegar maður fær svona hlýjar mót- tökur. Guðmundur Sigvaldason. — Myndin var tekin við Öskju. Guðmundur Sigvaldason er fæddur í Reykjavík 1932, son- ur hjónanna Birgittu Guð- mundsdóttur og Sigvalda Jón- assonar. ÖskraSi voSin, beljaSi boðinn, blikaSi gnoðin, Kári söng, stýrið gelti, aldan elti, inn sér heliti’ á borðin löng. (Úr Grlmseyjarrímu eftir Árna Jónsson á Stóraiiamri), Þarna er staupið, settu sopann senn á tanna þinna. grunn. Tarna raupið! Réttan dropann renna fann ég inn í munn. (Eftir Ara Sæmundsen og Ól- af Briem á Grund). Fellibylja skellir skúr sköliótt fjöllin, þakin ísum. Ég er dauður æðum úr, ei get komið saman vísum. (Guðbr. Stephensen orti fyrri hl., en Sig. Breiðfj. seinni hl.). Loftleiðir h.f.; — Þorfinnur karls- efni er væntanlegur kl. 05:30 frá N.Y. Eimskipafélag íslands: Brúarfoss fer frá Hamborg í dag til Rvíkur. Detti- foss fór frá Dublin 27. okt. til New York. Fjallfoss kom til Lysekil 29. okt. Fer þaðan til Gravarna, Kaupmanna- iiafnar, Odynia og Rostock. GoSafoss fór frá Reykjavík 24. okt. til New York. Gullfoss fer frá Hafnarfirði 3. nóv. til Hamborgar og Kaupmanna- hafnar. Lagarfoss kom til Reykjavíkur 31. okt. frá Leningrad. Reykjafoss fór frá Antwerpen 31. okt. til Hull og Reykjavíkur. Selfoss fór frá New York 27. okt. til Reykjavíkur. Trölla- foss kom til New York 29. okt. frá Rotterdam. Tungufoss fer frá Akur- eyri 3. nóv. til Dalvíkur, Húsavíkur og Siglufjarðar. Hf. Jöklar: Langjökull er í Reykja- vík. Vatnajökull er á leið til Reykja- víkur. —- Fer til Ósló og Stavangurs kl. 07:00. Hafskip h.f. — Laxá er á leið til Ibiza. Skipadelld SÍS: Hvassafel! er á leið til Gdansk frá Harstad. Arnarfell losar é Austfjarðahöfnum. Jökulfell er í Rendsburg. Dísarfell átti að fara í gær frá Gautaborg áleiðis til Akureyrar. Litlafell kemur til Reykjavíkur 1 Ikvöld frá Akureyri. Helgafell lestar á Austfjarðahöfnum. Hamrafell er í Reykjavík. Kare lestar á Norðurlands- höfnum. Ekki komast ailir upp á krambúðar- loftið. Vindræg er væn krás. ' Fátt hafa ]>eir til krása, sem smjörið Hteikja. . Volar hún krepja ef kylur í nögl. Allir kríkar dafna. Krjúp þú undir, ef kannt ei yfir að Etökkva. Stattu keikur þá í kjöltuna kemur. Kyrrt skal á taka, þar kaun er undir. Oft geldur hurð griðkonu reiði. (íslenzkir málshættir). Ofta mælir muður (= munnur), og fylgir ikki eftir hugur. Muður er matvísur. Ógoymsla ger so manga tjóv. Niðarlaga (= neðarlega) skal óboð inn sitja. Söfnin Asgrimssafn, BergstaSastræti 74 er opið priðjud., fimmtud. og sunnudaga frá kl. 1.30—4 e.h. Þjóðminjasafnið er opið sunnud., þriðjud., fimmtud. og laugard. kl. 1.30— 4 e. h. Listasafn Einars Jónssonar opið sunnudaga og miðvikudaga frá kl. 1.30— 3,30. Tæknibókasafn IMSÍ, Iðnskólanum: Opið alla virka daga kl. 13 til 19. — Laugardaga kl. 13—15. Ameríska bókasafnið, Laugavegi 13, er opið kl. 9—12 og 13—18, lokað laug- ardaga og sunnudaga. Bókasafn Dagsbrúnar, Freyjugötu 27. Opið á föstudögum frá 8—10 f.h., laug- ardögum og sunnudögum kl. 4—7 e.h. Bókasafn Kópavogs: — Utlán þriðju daga og fimmtudaga í báðum skólun- um fyrir börn kl. 6—7:30 og fullorðna kl. 8:30—10. Bæjarbókasafn Reykjavíkur — Sími 12308 — Aðalsafnið Þingholts- stræti 29 A: tJtlán; 2—10 alla virka daga, nema laugardaga 2—7. Sunnu- daga 5—7. Lesstofa: 10—10 alla virka daga, nema laugardaga 10—7. Sunnu- daga 2—7. tJtibú Hólmgarðí 34: Opið 5—7 alla virka daga, nema laugardaga. Útibú Hofsvallagötu 16: Opið 5:30— 7:30 alla virka daga, nema laugardaga. Minjasafn Reykjavíkurbæjar, Skúla túni 2, opið dag'ega frá kl. 2—4 e.h. nema mánudaga. Læknar fjarveiandi Árni Björnsson um óákv. tíma. — (Stefán Bogason). Bjarni Bjarnason fjarv. til 5. nóv. (Alfreð Gíslason) Esra Pétursson um óákveðinn tíma (Halldór Arinbjarnar). Gísli Ólafsson frá 15. apríl 1 óákv. tíma. (Stefán Bogason). Kjartan R. Guðmundsson frá 21. sept. 1961 til 31. marz 1962. (Samlagssj. Ol- afur Jóhannsson. Taugasj. Gunnar Guðmundsson). Ólafur Geirsson fjarv. fram í miðj- an nóvember. Sigurður S. Magnússon um óákv. tíma (Tryggvi Þorsteinsson). Sveinn Pétursson til. 6. nóv. (Skúli Thoroddsen). Víkingur Arnórsson til marzloka 1962. (Olafur Jónsson). 1—2 herbergi og eldhús óskast til leigu. Uppl. í síma 23663. Smáíbúð — 1—2 herbergi og eldhús óskast sem fyrst. Er ein- hleypur og miðaldra. Tilb. sendist blaðinu. merkt: — „Rólegt — 7101“. Ungur hóndi óskar eftir ráðskonu. Má hafa börn. Uppl. í sima 35942. SKODAVERKSTÆÐH> Nýtt símanúmer: 38355. Góð kaup Westinghouse Laundromat sjálfvirk þvottavél í full- komnu lagi. Kr. 8.000,00. Uppl. 1 síma 11818. A T H U G I Ð að borið saman að útbreiðslu <r langtum ódýrara að auglýsa Morgunblaðinu, en ðörum hlöðum. — Sctumakona Óskum að ráða vana saumakonu. Upplýsingar í verzluninni KjólaverzlunJn ELSA Laugavegi 53 PRESSIIVGAR Stúlka vön fatapressu óskast nú þegar. Verksmiðjan Sparta Borgartúni 8 Hafnfirðingar Hafnfirðingar Kjarakaup Vefnaðarvöruskyndisala á kven-, unglinga og barnafatnaði. verður opnuð í Alþýðu- húsinu kl. 12 í dag. Eitthvað fyrir alla — Komið og skoðið. Mærfataverksmiðjan Lilla h.f. M.s. CULLFOSS fer frá Hafnarfirði föstudaginn 3. nóv. kl. 8 síðdegis til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar eru beðnir að koma til skips kl. 7. H.f. Eimskipafélag íslands Miðstöðvardælur nýkomnar Á. Jóhannsson & Smith h.f. Brautarholti 4 — Sími 24244 Danskar serviettur: Musselmalet Tranquebar Blá Blomst Rosenborg Frijsenborg Saksisk Blomst Máge Empire Hjertegræs Erantis Flora Danica CELLSTOFSERVIETTU Hvítar og Rauðar. FRÍIViERKJASALAIM Lækjargötu 6 A

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.