Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 2. nóv. 1961
MORCVTSBJ AÐIÐ
23
Hagstofan reikni út
tjón af verkföllum
'Á FUNDI Sameinaðs binps í|
gær urðu talsverðar umræður. er
tiingsályktunartinaffa Jóns Þor-
steinssonar um að Hagstofa ís-
lands reikni út árlega tjón af
völdum vinnustöðvana, var tekin
fyrir. Er hinn venjulegi fundar-
tími rami út, var umræðum enn
ekki lokið, og var beim bví frest
að til næsta fundar.
Vinnustöðvun
veldur margfháttar tjóni
Flutningsmaður tillögunnar,
Jón Þorsteinsson (A), taldi, að
vinnustöðvanir hlytu ávallt að
eiga sér stað í lýðræðisþjóðfé-
lagi, en þær hefðu margháttað
tjón' í för með sér bæði gagnvart
þeim, sem séu beinir aðilar að
henni og þjóðinni í heild. Það
hljóti því að vera æskilegt, að
baráttan fyrir bættum lífskjör-
■ um verði sem
mest háð án
vinnustöðvana,
þess vegna þurfi
að meta tjónið,
svo að þjóðin
geti gert sér
grein fyrir því
og metið það til
frádráttar þeim
ávinningi eða
kjarabótum, sem
af þeim hlýzt.
Mundi þá koma í ljós, að í sum-
um tilfellum eru hagsmunirnir,
sem fórnað er, jafnmiklir eða
meiri en þeir, sem um er deilt.
Þá ssgði hann, að í tillögunni fæl
ist, að reiknaðir yrðu aðeins
tveir þættir tjónsins, þ.e. vinnu-
stundatap og launamissir laun-
þega annars vegar og framleiðslu
skerðing útflutningsatvinnuveg-
anna hins vegar. Þá gat hann
þess, að hann gerði ráð fyrir í
tillögunni, að Hagstofunni yrði
falið að reikna út eða áætla tjón
af völdum vinnustöðvana árið
1961 af þeim sökum, að það væri
eitt mesta verkfallsár í sögu
þjóðarinnar og enn væru ekki
öll kurl komin til grafar, þar
sem t’nn væru tveir mánuðir
til áramóta. Helztu ráðin, sem til
greina kæmu í því skyni að koma
í veg fyrir vinnustöðvanir, taldi
Ihann, að væru öflug rannsóknar
og upplýsingarstarfsemi um efna
hags- og kjaramál. stóraukin
sáttastörf í vinnudeilum, hlut-
deild verkafóiks í arðj atvinnu-
fyrirtækja og breytt skipulag
verkalýðssamtakanna.
Einnig burfti að reikna
út kjarabæturnar
Næst tók til máls Alfreð Gísla
son (K). Taldi hann, að tilgang-
ur flutningsmanns með því að
láta Hagstofuna einungis reikna
út tjón það, er af vinnustöðvun-
um hlýzt, væri sá, að fá atvinnu-
rekendum í hendur áróðursvopn
til að hræða
verkamenn frá
því að beita verk
fallsréttinum. En
ef ávinningur sá
og kjarabætur,
sem nást með
verkföllum, yrðu
einnig reiknaðar
mundi það slæva
áróðursvopnið.
Þá sagði hann,
að ávinningur í
verkföllum væri tvenns konar,
sá, sem meta mætti til fjár, og
Ihins vegar sá, sem ómetanlegur
væri til fjár og hefði fremur
stéttarlegt gildi, eins og t. d. í
verkfalli 1913, er verkamenn
knúðu danskan verktaka til að
fara eftir gildandi samningum.
Þá hefði ávinningurinn enginn
verið í krónutölu, hins vegar
Ihefðu verkalýðssamtökin sannað,
«ð þau yrðu ekki auðveldlega
forotin á bak aftur. Þá taldi ræðu
maður, að verkíallsrétturinn
hefði reynzt verkamönnum ómet
anlegur í baráttu þeirra fyrir
Bingo í Lido
Sjóstangaveiðifélag Reyicjavík-
Ur endurtekur 1 kvöld bingó-
kvöldið í Lídó undir stjórn Bald
urs Georgs. Húsfyllir var á
fyrsta bingó-kvöldi félagsins í
haust, en aðgangur var ókeypis.
| bættum lífskjörum og aukinni
menningu.
Kjarabætur þegar reiknaðar út
Jón Þorsteinsson (A) tók aftur
til máls og sagði, að Alfreð virt-
ist helzt finna þingsályktunartil-
lögunni það til foráttu, að ekki
væri reiknaður út ávinningur
verkfallanna. Þar væri því til að
svara, að það væri þegar gert
með framfærsluvísitölunni og
visitölu kaupmáttarins. Þá sagði
hann, að sér virtist A. ekki hafa
áhuga á því að spara vinnustétt-
unum fórnir verkfallanna, og ná
þó sómu kjarabótum.
Þörf á upplýsingum
Næstur tók til máls Einar Ol-
geirsson (K). Taldi hann, að
verkalýðsfélögin hefðu sýnt
ákaflega mikla ábyrgðartilfinn-
ingu í kjarabaráttu sinni og ekki
efnt til verkfalla fyrr en sýnt
væri, að aðrar leiðir væru ekki
færar. Það væru aðrir, sem sekir
væru í þessu efni, og flutnings-
manni væri nær að orða tillögu
sína svo, hvers vegna ríkisstjórn-
in og atvinnurekendur hefðu svik
izt um að nota tímann, sem verka
lýðsfélagin gáfu til þess að koma
í veg fyrir verkföllin í vor.
Það væri því
ekki um það að
ræða, að verk-
fallsvopninu
hefði verið mis-
beitt. Þá sagði
hann, að verkföll
hefðu yfirleitt
verið árangurs-
rík á Islandi,
verkamenn væru
deigir við að
leggja út í verk-
föll og gerðu það ekki, fyrr en góð
samstaða væri um þau. — Þá
sagði hann, að út af fyrir sig
væri rétt að þörf væri á hald-
góðurn upplýsingum um kaup- og
kjaramál, hvort atvinnurekendur
græði eða græði ekki, hvar
gróðramyndunin sé í þjóðfélag-
inu og hve mikil hún sé o. s. frv.
ísland sé í þessu efni lakar statt,
en flest önnur lönd, Og þegar þau
séu rædd, mæti fullyrðing full-
yrðingu, og erfitt að henda reiður
á hlutunum.
Eykur hagsýni I atvinnurekstri
Þá tók til máls Eðvarð Sigurðs-
son (K). Sagði hann, að tilgang-
urinn með þessari þingsályktunar
tillögu væri aug-
ljós. Hann væri
sá sami og lýsti
sér i málflutn-
ingi stjórnarblað
anna, þegar verk
föll væru. Þá
sagði hann, að
kaupgjaldsverk-
fallsbaráttan
v æ r i eitthvert
mesta framvindu
afl þjóðfélagsins.
Hun bæði kenndi atvinnurekend-
um að nýta vinnuaflið betur og
auka á tæknina eftir föngum.
Oréttanleg vinnubrögð
Jón Þorsteinsson (A) kvaddi
sér hljóðs og sagði, að þingmenn
kommúnista væru með alls konar
vangaveltur um að reikna út hitt
og þetta annað, en í frumvarpinu
fælist. Það væri út af fyrir sig
í lagi, það væri bara ekki til
umræðu. En ef út í það væri
farið, mætti t. d. reikna út hve
mikið tjón hlauzt af því, að verka
lýðsfélögin gengu ekki að tillög-
um sáttasemjara í kjaradeilun-
um í vor. Ennfremur sagði hann
rangt, að verkalýðsfélögin hefðu
gert allt, sem í þeirra valdi stæði
til að afstýra verkföllunum.
Dagsbrún hefði ekki fengið vinnu
deiluna í hendur sáttasemjara
fyrr en viku fyrir verkfall, og
vaeru það óréttlætanleg vinnu-
brógð hjá stærsta verkalýðsfélagi
landsins.
Tæknilegir annmarkar
Þá tók til máls Ólafur Björns-
son (S). Sagðist hann í sjálfu sér
hlynntur þingsályktunartillög-
unni,.þótt sér væri ljóst, að ýms-
ir tæknilegir annmarkar væru á
því, að hægt væri á útreikningum
Hagstofunnar að byggja. Þá sagð-
ist hann út af fyrir sig sammála
þingmönnum Alþýðubandalags-
ins, að taka einnig tillit til þess
ávinningá, er af verkföllum hlyt-
ist. En fyrir hverja? Fyrir þjóð-
i.VöTT.lTiTr.Tm.
HÍIWA
iíAtlEM
PíU5.tPÍ*CSÍi«
/’Tóidt /
'/////.
Örin sýnir leið helskýsins frá Novaya Zemlya.
Helskýið sigiir um-
hverfis hnöttinn
BANDARtSKIR veðurfræðingar
og visindamenn sögðu í gær, að
hið geislavirka helský frá so-
vézku vítissprengjunni, sem
berst yfir norðurhvel jarðar,
væri þá að svífa austur yfir
Kamtsjakaskaga, sem rekst suður
úr austurhorni Síberiu. Búizt er
við, að skýið berist yfir Aljútan-
eyjar í dag og komizt yfir Alaska
síðari hluta dagsins. Vindstaðan
er þannág nú, að mestar líkur
eru til þess að skýið fari síðan
yfir Kanada með 80 mílna hraða
á klukkustund og stefni eins og
sýnt er á meðfylgjandi korti.
Þetta ský myndaðist þegar við
sprenginguna, og niður úr því
sáidrast geislavirkt strontium 90.
Talið er, að Rússar hafi misreikn-
að sig við sprenginguna, veður-
skilyrði hafi verið óvenjuleg á
sprengistaðnum, og að sprengjan
hafi sprungið nær jörðu en fyrir-
hugað hafði verið. Hefur því orð-
ið geysilegt úrfall geislavirkra
efna á vissum stöðum í Sovétrík;
unum, einkum í bæn.um Ust-
Usa, sem stendur við mót fljót-
anna Usa og Pechora í Síberíu.
Geislavirku efnin, sem borizt hafa
upp í háloftin, verða svo mörg ár
að falla til jarðar um allan hnött-
inn, og er talið, að ísland verði þá
verst úti allra landa.
arheildina, taldi hann, að þau
gæfu mjög lítið í aðra hönd. —
Vinnustöðvun drægi úr þjóðar-
framleiðslunni og þótt meira
væri unnið fyrir og eftir hana,
væri það lítið til að vega á móti
tjóninu frá sjónarmiði þjóðar-
heildarinnar.
Sér væri hins vegar Ijóst, að
þingmenn Alþýðubandalagsins
hefðu átt við ávinning launastétt
anna, en þegar þess væri gætt, að
yfirgnæfandi meirihluti þjóðar-
teknanna væru launatekjur, sé
Ijóst að sá ávinningur sé tak-
markaður.
Þá kvaðst hann Einari Olgeirs-
synj sammála um, að upplýsingar
um efnahagslegar staðreyndir
væru mjög ófullkomnar, og þvi
ekki um grundvöll að ræða til að
ræða svona mál í málefnalegum
umræðum. Þá benti ræðumaður
á, að fyrir 1930 hefðu þjóðfélags-
aðstæður verið aðrar og því
hefðu kaupgjaldshækkanir þá
aukið hlut launþega í þjóðar-
tekjunum. Atvinnurekendurnir
urðu að bera kauphækkanirnar
sjáfir og gátu ekki hækkað vöru-
verð vegna samkeppni annars
staðar frá. — Þá
hefði og ekki ver
ið um auka-lán-
veitingar að
ræða frá lánveit-
endum e i n s og
nú, vegna hækk-
a ð s kaupgjalds.
Meðan ástandið
hafi verið þann-
ig, h e f ð i o g
hækkað k a u p -
gjald verið at-
vinnurekendum hvatning til að
innleiða fullkomnari tækni. En
nú væri ekki sömu sögu að segja.
— Kauphækkanimar undanfarið
hefðu ekki leitt til endurskipting-
ar þjóðarteknanna heldur rýrnun
ar krónunnar. Þá dró hann mjög
í efa þau ummæli Einars Ólgeirs
sonar, að hefðu verkföllin ekki
komið til á undanförnum árum,
væri kaupmáttur launa lægri.
Of langur vinnudagur
Þá tófc Einar Oigeirsson (K)
aftur til máls. í upphafi ræðu
sinnar kom hann nokkuð inn á,
að nú sem stæði væri vinnudag-
ur yfirleitt of langur á íslandi,
sem ylli því að fólk hnigi niður
fyrir aldur fram. Væri hér um
mikið þjóðfélagslegt vandamál að
ræða, sem ekfci væri auðvelt að
ráða bót á, m.a. vegna þess hve
vertíðarbundnir við íslendingar
séum. Rifjaði hann svo upp, hvað
áunnizt hefði í kjarabaráttunni
frá stríðslokum og hafði ekki lok-
ið máli sínu, er fundi var frestað
vegna þess, að hinn venjulegi
fundartími deildarinnar var út-
runninn.
Brldge
EFTIR fjórðu umferð hjá Bridge-
félagi kvenna er staðan þannig:
1) Kristjana — Halla 768
2) Petrína — Sigríður 753
3) Rósa — Sigríður 750
4) Elín — Rósa 734
5) Sigurbjörg — Rannveig 721
6) Guðrún E. — Guðrún H. 721
7) Asgerður — Laufey 711
8) Unnur — Sigríður 705
9) Asta M. — Ingibjörg 701
10) Margr. A. — Guðrún Sv. 701
11) Dagbjört — Lilja 701
12) Guðrún Bj. — Kristín 700
NÝLOKIÐ er einmenningskeppni
í bridge á vegum Athhagafélags
Kjósverja. Efstir urðu þessir:
1. Ólafur Ingvarsson 245 st.
2. Böðvar Guðmundsson 238 —
3. Jón Lárusson 226 —
4. Gunnar Finnbogason 226 —
5. Héðinn Elintínsson 217 —
6. Steinar Ólafsson 212 —
7. Reynir Gunnarsson 207 —
8. Magnús Ólafsson 204 —
9. Guðný Guðjónsdóttir 204 —
10. Sigurb. Elintínsson 203 —
Tvímenningskeppni hefst nfc.
miðvikudag, 8. nóv., kl. 8 í Breið-
firðingabúð, uppi. Þátttakendur
eru beðnir að láta skrá sig sem
fyrst. —
— Alsir
Framhald af bls. 1.
hafi mótmælagöngurnar verið tO
tölulega fámennar.
Víða varð franski herinn að
hefja skothríð á hópa Serkja,
og féllu 40 Serkjir á þann hátt.
Tíu létu lífið og margir særðust
þegar Piper Cub flugvél franska
hersins hrapaði á hóp Serkja í
borginni St. Arnaud í austur-
hluta Alsír. Tveir menn voru í
vélinni og sluppu ómeiddir.
Heldur dró úr átökunum þeg-
ar leið á daginn.
— Atsfaba
Framhald af bls. 1.
limum samborgara sinna til
að geta þjónað „hugsjón“
heimskommúnismans.
Einar veit ekkert!
Morgunblaðið hefur þess
vegna spurzt fyrir um það
hjá formanni Sameiningar-
flokks alþýðu — Sósíalista-
flokksins, Einari Olgeirssyni,
hvort fulltrúum flokksins á
þinginu í Moskvu hafi verið
falið að koma á framfæri
mótmælum gegn vítisspreng-
ingum Sovétríkjanna. Ekki
kvað Einar svo vera. Ekk-
ert samband hefði verið haft
við þá Eggert Þorbjarnarson
og Guðmund Vigfússon, frá
því að þeir fóru til Moskvu.
Þá var Einar spurður, hvort
Brynjólfur Bjarnason og
Magnús Kjartansson, sem
fóru saman til útlanda sl.
laugardag, hefðu haldið á
flokksþing kommúnista í
Moskvu. Einar tók því víðs
fjarri, þeir hefðu ekkert
haldið austur á bóginn.
Meira hafði hann ekki um
málið að segja.
Þannig hafa enn ekki feng-
izt svör við hinum háværu
spurningum íslenzku þjóðar-
innar, en kommúnistar geta
ekki lengi komizt hjá að tala
— þögnin er þegar tekin aö
tala fyrir þá.
— Iþróttir
Framhald af bls 22.
Hull — Rhyl
Mansfield — Grimsby
Morecambe — South Shielda
Northampton — MillwaU
Notts County — Yeovil
Oldham — Shildon
Peterborough — Colchester
Reading — Newport
Rochdale — Halifax
Shrewsbury — Banbury
Southend — Watford
Southport — Northwich
Stockport — Accrington
Swindon — Kettering
Torquay — Harwich
Tranmere — Gateshead
Walthamstow — Romford
West Auckland — Barnsley
Weymouth — Barnet
Workington — Worksop Town
Wrexham — Barrow
Wrcombe — Ashford
— Flokksþingið
Framhald af bls. 13.
stefnuna, nauðsyn á alls kyns
hömlum og loks vopnabúnað —
kjarnorkuvopn annars vegar og
„venjuleg" vopn hins vegar.
Enn er síður en svo ljóst, hvort
Krúsjeff hefur unnið endanlegan
sigur heima fyrir, hvort hann noti
þingið til að halda upp á þennan
sigur og noti tækifærið til þess
að sannfæra menn um Ofurefli
Moskvu gagnvart Peking, Moskva
sé hugsjónamiðstöð kommúnista-
heimsins — eða hvort hann á enn
í vök að verjast á heimavígstöðv-
um.
Sumar ræðurnar, einkum ræða
Furtsevu, þar sem hún grátbæn-
ir þingheim um að skilja þá erfið
leika, sem Krúsjeff hefur sigrazt
á hin síðuustu árin ræða sem
þannig er orðuð, að lesa má milli
línanna, að enn eigi menn við
svipaða erfiðleika að etja; og hin
umburðarlynda, innfjálga og næst
um afsakandl útlegging Mikojans
á stefnu Krúsjeffs, bendir til þess,
að enn geti hann ekki talizt
traustur í sínum sessi sem mesti
valdamaður Sovétríkjanna.