Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 2. nóv. 1961 MORCVNBLAÐlh 11 Frá Alþingi. nn deiit um söiu skatt á innflutning Stjórnarandstæðingar segjast vilja fella hann niður — en benda ekki á neinar aðrar tekjuleiðir fyrir rikissjób STJÓRNARFRUMVARP um bráðabirgðabreyting og fram lenging nokkurra laga var til 2. umræðu í Ed. í fyrra- dag. Spunnust við það tæki- færi enn nokkrar umræður um 8% söluskatt af inn- fluttum vörum, sem er einn þeirra þátta viðreisnarráð- stafannanna — sem stjórnar- andstæðingar hafa jafnan mælt harðlega gegn. Af hálfu ríkisstjórnarinnar hef- ur hins vegar verið lýst eft- ir skoðunum þessara and- stæðinga skattsins á því, hvaða leið þeir telji heppi- legri til að afla ríkissjóði þeirra tekna, sem skatturinn gefur honum. Tregt hefur verið um svör. A fundinum í gær tók Ölafur Björnsson (S) fyrstur til máls, en hann var framsögumaður meirihluta fjárhagsnefndar, sem ihaft hafði málið til athugunar, síðan 1. umræðu lauk. OB kvað meirihlutann leggja til, að frum- varpið yrði samþykkt óbreytt. Gæti hann ekki fallizt á andstöðu stjórnarandstæðinga við þau ákvæði frumvarpsins um fram- lengingu viðbótarsöluskattinum. Eðlilegt væri að taka hann upp í þetta frumvarp, og yrði ekki tekið undir það sjónar mið, að með því væri verið að festa skattinn sér staklega í sessi, þar sem lögin mundu framveg- is eins Og Hingað til verða tekin til meðferðar og eftir atvikum framlengd ár frá ári — og gæfust þá jafnan auð- veld tækifæri til að fella ákvæðið um söluskattinn niður, ef fært þætti af öðrum ástæðum. Vissu- lega væri æskilegt að afnema skattinn og aðflutningsgjöld yfir- leitt eins fljótt og aðstæður ■leyfðu. Nú gæti ríkissjóður hins vegar ekki misst hann, án þess að eitthvað kæmi í staðinn. f>að væri heldur óábyrg afstaða, að leggja til niðurfellingu skattsins — en benda hvorki á leiðir til sparnaðar í ríkisrekstrinum né nýja tekjustofna. Slík væri þó einmitt framkoma stjórnarand- stæðinga og væri því tæpast hægt að taka þá alvarlega. Karl Kristjánsson (F) annar minnihlutamanna, sagði ákvæðin um framlengingu söluskattsins vera „eitt af óhreinu börnunum, sem ríkisstjórnin vildi fela og væri að reyna að lauma í gegnum þingið, með því að taka það upp í þetta frum- varp, er annars fjallaði um fram lengingu, s e m um árabil hafa gengið greiðlega í gegnum hvert þ i n g. Skattur þessi væri þung- ' <#**«m**&*f&. bær og a ðeins verið ætlaður til bráðabirgða. Með því að fram- iengja hann sýndi ríkisstjórnin, að hún væri „sprungin á limm- inu“. Bjöm Jónsson (K), hinn minni hlutamaðurinn, sagði andstöðu sína og sinna flokksbræðra við skattinn að sjálfsögðu mótast af því, að þeir væru almennt mót- fallnir slíkum óbeinum sköttum. Þar að auki væru þeir svo á móti skattinum vegna þess, hvernig hann hefði .orðið til, þ. e. honum hefði verið „smyglað inn í lög“ og ekki átt að vera í gildi nema skamma hríð. Það mætti þó segja, að þessi söluskattur af innflutt- um vörum væri ekki alveg eins gallaður og sölu- skatturinn í smá sölu. BJ gagn- rýndi stefnu rík- isstjórnarinnar í skattamálum yfirleitt, eins og hún hefði birzt í viðreisnarað- gerðunum, o g kvað breyting- arnar stefna að því að flytja gjaldskylduna yfir á hina tekju- minni í þjóðfélaginu. Þá vék hann m. a. nokkuð að eftirliti með fram tölum og lýsti yfir þeirri skoðun, að árangursríkara mundi vera að láta athuganir á þeim taka til færri framtala en þá aftur margra undangenginna ára, ef tilefni gæf ust til. Sigurvin Einarsson, sem næstur talaði, tók undir gagnrýni ann- arra stjórnarandstæðinga á sölu- skattinum og kvað ríkisstjórnina hafa „gert hátekjumenn stikkfrí" í skattamálum, með breytingum sínum. Þá vék SE að yfirlýstum áformum ríkisstjórnarinnar um að sameina aðflutningsgjöldin og lækka þau. Kvaðst hann ekki skilja, hvernig hægt væri að lækka þau með slíkri sameiningu. I sambandi við þau tilmæli, að andstæðingar skattsins bentu á aðra tekjuöflunarleið, sem þeir kysu fremur en söluskattinn, sagði SE, að engin nauðsyn væri að gera því máli skil fyrr en fjárlög yrðu afgreidd. Að svo komnu tók fjármálaráð- herra, Gunnar Thoroddsen, til máls og svaraði þeim ádeilum, sem fram höfðu komið. Hann rifj aði enn upp þær þrjár ástæður, sem verið hefðu t i 1 álagningar skatssins: 1) Ekki hefði þótt æskilegt að hafa söluskatt í smásölu hærri en 3%, en það ekki nægt til tekjuöflunar. 2) Ýmislegt hefði verið. undanskil- ið skattálagn- ingu, þ.ám. öll mannvirkjagerð, allar framkvæmdir í landinu. 3) Söluskattinn hefði ekki ver- ið unnt að innheimta nema 3 ársfjórðunga 1960. Þó að ein forsenda af þessum 3, þ. e. sú siðasta, væri ekki lengur fyrir hendi, væri ekki umyrðalaust hægt að fella skattinn niður. Það væri líka eins og margsinnis hefði verið bent á, — alger upp- spuni, að loforð hefði verið gefið um það, að skatturinn yrði afnum inn eftir árið. Þvert á móti hefði margsinnis verið tekið fram, að um slíkt yrði ekkert hægt að segja, fyrr en við afgreiðslu fjár- laga. Þá kvaðst fjármálaráðherra vijja minna stjórnarandstæðinga á það, að innflutningssöluskattur væri ekkert nýtt fyrirbrigði, sem núverandi ríkisstjórn hefði fund- íð upp. Slíkur 7% skattur hefði t. d. verið í gildi allan stjórnar- tíma vinstri-stjórnarinnar. Þá hefðu gagnrýnendur söluskatts- ins nú ekki aðeins staðið að því að viðhalda innflutningssölu- skatti — heldur einnig lagt á stórfelld ný aðflutningsgjöld. Að- flutningsgjöldin væru nú orðin alltof há. Ekki skipti þau máli hvað þau hétu. Aðalatriðið væri að lækka þau í heild. Með fyrirhugaðri sameiningu gjaldanna mundi sparast mikil vinna og óþarfa tími, sem nú þyrfti til útreiknings á hinum margflóknu gjöldum. A þann hátt mundi sameiningin ein strax verða til þess, að unnt yrði að iækka gjöldin nokkuð. Með hóg- værari aðflutningsgjöldum Og strangari tollskoðun mundi einnig draga úr smygli, sem keyrt hefði um þverbrak eftir „jólagjöf" vinstri stjórnarinnar, og enn væri álitið talvert. Þar mundi meira koma til skila í ríkissjóð af tolltekjum. — G Th. kvað það lýsa litlu trausti Og trú á alþing- ismönnum, að láta sér detta í hug, að einhver von væri til þess, að frumvarp um 188 millj. kr. tekjustofn ríkisssjóðs færi algjör- lega fram hjá þingmönnum. Ekkert væri heldur á móti því, að taka ákvæðin um söluskattinn með í þetta frumvarp um fram- lengingu laga. Það væru mun hagkvæmari vinnubrögð að láta þannig nægja 6 umræður á þingi — í stað tólf ella. Þá drap ráð- herrann á tregðu stjórnarandstæð inga við að láta uppi skoðanir sínar á því, hvernig mæta ætti útgjöldunum, ef tekjur ríkisins af söluskattinum yrðu felldar niður. SE hefði orðað það, að tillagna um það mætti e. t. v. vænta þegar liði að jólum; sér fyndist þó eðli- legra að gerð væri grein fyrir þeim, áður en ákvörðun um niður Guðiaugur Einarsson /nálflutijngsskrifstofa Freyjugötu 37 — Símj 19740. EGGERT CLAESSEN og GÚSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmen . Þórshamri. — Sími 11171. <5?mt 3V333 ÁvALCI m VEI4V: ðfA-RDyrJF- VclsWÓj’lu'' ^varvabí Ittf DvaHarbílatr T'lutnln.gauíiJt'Ar bllNGfiVINXUVÉLA^ * sím\345ð3 feliingu væri tekin. M. a. væri íróðlegt að heyra, hvernig stjórn- arandstæðingar ætluðu sveit^rfé- iögunum að bæta sér upp missi síns hluta af söluskattinum, sem væri 37,6 millj. kr. Vildu þeir láta hækka útsvörin á ný? BJ hefði talað um, að hann og „sínir sam- herjar“ vildu hækka beina skatta, þ. á. m. tekjuskatt. 1 því sam- bandi væri athyglisvert að hafa í huga, að söluskattar væru livergi í slíkum hávegum sem í Sovétríkjunum, þar sem tekju- skattar hefðu ekki einu sinni hald ist á hátekjum; óvíða væri launa- mismunur þó meiri en austur þar, — þar sem gæðingarnir, þeir sem nú væru í náðinni, hefðu margt- falt betri kjör en öll alþýða. BJ virtist tæpur á línunni í skatta- málunum og væri slæmt, ef hann fengi nú bágt fyrir. Jón Þorsteinsson vakti sérstaka athygli á þeirri framikomu stjórn arandstæðinga, að fást ekki til að benda ákveðið á neinar aðrar tekjuöflunar- leiðir. Þó að nú væri lofað af SE, að það fengist kannski upplýst fyrir jól, væri ekki hægt að taka það mjög hátíðlega. Erfitt væri að rökræða málið, þegar ekk ert lægi fyrir um það, hvað stjórnarandstæðingar vildu. Þá sagði JÞ það mikla gæfiu fyrir BJ að hafa flutt ræðu sína hér á landi en ekki í Moskvu, því að þá hefði hann átt yfir höfði sér að verða stimplaður flokksfjandi — með þeim afleiðingum, sem því fylgdu. Sigurvin Einarsson leitaðist við Samkomur K.F.U.K. Norrænar stúlkur — Fundur verður föstudagskvöld 3. þ. m. kL 8.30 í húsi K.F.U.M. og K.. Amtmannsstíg 2B. Takið handa- vinnu með. K.F.U.M. A-D fundur í kvöld kl. 8.30. Fjórir meðlimir deildarinnar hafa framsögu um efnið: „Hvern ig eiga A-D fundir að vera?“ Gunnar Sigurjónsson hefir hug- leiðingu í fundarlok. Samkomuhúsið Zíon, Óðinsg. 6A Samkoma í kvöld kl. 20.30. — Ræðuefni: .,Faðir vor“ 4 bæn. Verið velkomin. Heimatrúboð leikmanna. Fíladelfía Almenn vitnisburður. Sam- koma kl. 8.30. Margir taka til máls. Allir velkomnir. Hjálpræðisherinn Fimmtudaginn kl. 8.30. Al- menn samkoma. Stjórnandi kaft. Höjland og frú. Allir velkomnir. Félagslíl Aðalfui.dur skíðad. Ármanns verður haldinn föstud. 3. þ.m. að Grundarstíg 2 (skrifst. Í.S.Í.) kl. 8.30 e. h. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin. Knattspyrnufélagið Fram Knattspymud., 5. fl. A, B og C. Munið myndatökuna í kvöld (fimmtudag) kl. 8 e. h. í félags- heimilinu fyrir a, b og c lið. Eftir myndatökuna verður kaffi. Mætið vel og stundvíslega. Nefndin. IÐIMAÐARPLASS óskast nú þegar ca. 50 ferm. á Hitaveitusvæði. Upplýsingar í síma 12225 eftir kl. 7 á kvöldin. að bera blak af vinstri stjórninnl að því er innflutningssóluskatt- inn snerti og kvað öllu máli skipta, hve hár hann væri. Þá gerði hann lítið úr þeim sparn- aði, sem fást mundi við sam- einingu aðflutn- ingsgj aldanna. Sömuleiðis af ráðstöfunum vegna smygls, sem hann furð- aði sig mjög á að nefndar hefðu verið tölur um. „Hver heldur skrá yfir þetta?“ spurði SE. Þá sagði ræðumaður nú um tekjustofn fyrir ríkissjóð í stað söluskattsins, að þeir, sem skapað hefðu þörfina ættu sjálfir ' að ráða bót á henni. Undir þessi síðustu ummæli tók Björn Jónsson líka í síðari ræðu sinni og kvaðst telja það koma úr hörðustu átt. þegar þeir stjórn arandstæðingar væru krafðis svars um það, hvaða leiðir væru heppilegri en söluskatturinn. Ann ars kvaðst hann telja, að beinir skattar af tekjum hefðu lætkikað of mikið. Síðasti ræðumaður var Ólafur Björnsson. Hann vék nokkuð að ábyrgðarleysi stj órnarandsæð- inga í málinu og kvað það ekki gefa tilefni til að farið yrði að orðum þeirra. Einnig minnti ræðu maður á það, að kommúnistar hefðu á sínum tíma verið þeirr- ar skoðunar, að afnema bæri teikjuskatt af eftirvinnu, af þvi að fólk fengist ekki til að vinna hana, ef tekjuskattarnir væru of háir. Frv. var síðan vísað til 3. umr. * ■ *-jf ODYRT Hettu-kápurnar eru komnar aftur í stærðun- um 36 — 38 — 40 og 42. Bláar og mosagrænar. — Verð aðeins kr. 790,- BERIÐ SAMAN VERÐIN VERZLUNIN HMHMMIUtl lllllllMIUUUtlMI aup !|lllllllllllllllllllllllllll__ __ rilMIIIMIIIIMIIIIIIMMMli»fHWTniHMIMMI|*l ......................lllllltlliUUUM*"^ IIIMtMIIMMMI IMlMIIMMIMI* MMMMMIMII' MMMMMMil“ Miklatorgi (við hliðina á ísborg) Skyndihappdrætti Sjálfstæðis- flokksins gefur yður kost á að eignast — eftir aðeins 14 daga — spánýjan TAUNUS Station bíl. TRYGGIÐ YÐUR MIÐA I TIMA Bifreið fyrir aðeins 100 krónur Cféte oi&tf y&aA eípK ★ Dregið verður 15. nóvember.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.