Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 02.11.1961, Blaðsíða 17
ÍFimmtiidagur 2. nóv. 1961 1HORCVNBLAÐ1Ð 17 Tillaga til þingsályktunar um larðhoranir að Leirá ■ Borgarfirði meb hitaveitu Akraness tyrir augum Á ALÞINGI hefur verið úthlutað þing'sályktunartillögu um jarð- boranir að Leirá í Borgarfirði; fiutningsmenn tillögunnar eru Jjeir Jón Árnason og Ásgeir Bjarnason. Tillögur um borun að Leirá hafa tvisvar áður verið fluttar á Alþingi, en eigi hlotið afgreiðslu. Hitaveita fyrir Akranes Þingsályktúnartillagan er á þessa leið: Alþingi ályktar að fela ríkis- Stjórninni að láta fara fram bor- iun eftir heitu vatni að Leirá í Borgarfirði, svo fljótt sem auðið er, í þeim tilgangi, að orikulindir jþær, sem þar kunna að vera, verði hagnýttar til hitaveitu fyr- ir Akranes. 1 greinargerð er þess m. a. get- ið, að unnið hafi verið að borun- um á þessu. svæði seint á árinu '1959 og" fram í febrúar 1960. — Itennslið hafi þá verið orðið 7—8 sekl. af 80% heitu vatni og hafi það vatnsrennsli og hitastig hald izt síðan, sem var talinn mjög góður árangur miðað við þann Formaður utan- ríkismálanefndar Alþingis A FUNDI Sameinaðs þings í gær var skýrt frá því, að utanríkis- málanefnd hefði kosið sér for- mann, Gisla Jóns son, 1. þingmann Vestfjarða, en hann var einnig kjörinn formað- ur nefndarinnar siðastliðið ár. Fundarskrifari var kjörinn Emil Jónss. ráðherra. Bœjarsjúkrahús Vestmannaeyja njóti sömu fyrirgreiðslu og fjórðungs- sjúkrahús ÚTHLUTAÐ hefur verið á Al- þingi frumvarpi til laga þess efnis, að sjúkrahús Vestmanna- eyja fái sömu fyrirgreiðslu af hálfu ríkissjóðs um stofnkostnað og rekstrarstyrk og fjórðungs- sjúkrahúsum er ætlað með lög- um. Flutningsmenn frumvarpsins eru Björn Fr. Björnsson, Agúst Þorvaldsson og Karl Guðjónsson. 1 greinargerð segir, að Sjúkra- Ihús Vestmannaeyja sé nú orðið yfir 30 ára gamalt, og þótt það hafi á sínum tíma verið byggt af miklum myndarskap, sé það nú Italið úr sér gengið og ófullnægj- andi. Þá segir að Vestmannaeyj- ar hafi verið afskiptar vegna legu sinnar og afstöðu til ann- arra byggðarlaga og einangrun verið hlutskipti bæjarbúa. — Og jþrátt fyrir greiðari samgöngur sé ljóst, að bæjarfélagið verði í sjúkrahúsmálum að búa sem mest og bezt að sínu framvegis sem hingað til. — >á er þess og getið að um næstu áramót verði um 1 milljón króna af handlbæru fé í byggingarsjóði sjúlkrahúss í Vestmannaeyjum, sem sýni, að athafnir fylgi þeirri ályktun, sem samþykikt var í bæjarstjórn Vest- mannaeyja, að fela þingmönnum Suðurland’Skjördæmis að flytja frumvarp þess efnis, að sjúkra- húsið njóti sömu fyrirgreiðslu af hálfu rikissjóðs og fjórðungs- sjúkrahúsin. litla og ófullkomina bor, sem not- aður hafi verið. En með þeirri borun sé tryggt nægilegt vatn fyrir heimavistarbarnaskóia að Leirá, félagsheimili og byggingar í tengslum við skólann og þ% nokkur afgangur. Þá sé af sér- fræðingum talið, að grundvöllur fyrir hitaveitu fyrir Akranes sé fenginn með 55 sekl. vatns. —\ Rannsókn á jarðhitasvæðinu sé hins vegar mjög kostnaðarsöm, og meðan ekki sé sýnt, hvort til framkvæmda kemur, sé erfitt fyrir bæjarfélagið að standa eitt undir þeim kostnaði, sem af rann sókninni leiðir. Með samþykki þingsályktunartillögunnar sé hita veitumáli Akraness því veitt mikilsvert brautargengi. Njósnari út af ástamálum FYRIR NOKKRU kom fram ákæra gegn ungum Banda- ríkjam nni, Irvin C. Scar- beck, fyrrum sendiráðsritara við bandaríska sendiráðið í Varsjá — og var hann sakað- ur um að hafa veitt pólskum aðilum óleyfiiegar upplýsing- ar úr bai.darískum stjómar- skjölum. ★ SI. föstudag var Scarbeck fundinn sekur um þrjú af fjórum kæruatriðum. Dómur hefir ekki verið kveðinn upp, en mesta refsing fyrir hvert þeirra atriða, sem Scarbeck yar fundinn sekur um af kviðdóminum, er tíu ára fang elsi og 10.000 dollara sekt. Ekkí er þó gert ráð fyrir. að hann fái strangasta dóm, þar sem upplýsingar þær, sem hann veitti hinum kommúnist isku „agentum“ eru ekki taldar ýkja mikilvægar. istísku ,.agentum“, eru ekki Við yfirheyrslur skýrði Scarbeck svo frá, að hann Scarbeck í handjárnum, skömmu eftir að hann var tekinn fastur hefði fallizt á að útvega viss- ar upplýsingar, sem hann hefði talið >,meinlausar“ fyr- ir Bandaríkin, þegar sér hefði verið hótað fjúrkúgun vegna ástasambands síns við unga pólska stúlku, en Scarbeck er kvæntur. Einnig hafði ver ið hótað hefndaraðgerðum gegn ástmeynní ef hann neit- aði að veita umbeðnar upp- lýsingar. ★ Hinn 31. október áfrýjaði Scarbeck úrskurði kviðdóms- ins — á þeirri forsendu. að ó- samræmi væri í málsmeðferð. Hann hafði verið fundinn sek ur um að afhenda skjöl úr sendiráðinu í Varsjá — en hins vegar hefði kviðdómur- inn ekki lýst sök á hendur honum fyrir að taka skjölin úr safni sendiráðsins. —- í greinargerð lögfræðings Scar- becks segir að vegna þessa ósamræmis verði að gera þá kröfu, að málið verði tekið til meðferðar að nýju. — Þótt fallizt yrði á þessar röksemd ir, munu þær varla koma Scarbeck að miklu haldi, þar sem hann hefir efnislega ját- að það, sem var megininntak ákærunnar á hendur honum: að hann hafi afhent pólskum kommúnistum upplýsingar. sem hann átti að gæta sem trúnaðarmála í starfi sínu sem sendiráðsritari. Síldarl eifarskipum verdi fjölgað um eitt Á FUNDI Sameinaðs þings í gær I að fjölga síldarleitarskipum fyr- var til umræðu þingsályktunar- ir Norður- og Austuriandi um tillaga Jóns Skaftasonar og fleiri eitt. Ennfremur kjósi Sameinað þingmanna Framsóknarflokksins I þing fimm manna nefnd starf- Rikið veiti jarðhitaleit og fram- kvæmdum fjárstyrk A FUNDI Sameinaðs þings í gær var til umræðu þingsályktunar- tillaga Jóns Skaftasonar ogfleiri þingmanna Framsóknarflokks- Ins um. að ríkið veiti sveitar- félögum fjárhagslegan stuðning til jaröhitaleitar og jarðhita- framkvæmda. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Jón Skaftason (F), gat þess í upphafi ræðu sinnar, að þessi tillaga hefði verið flutt á Ingi Ingimundarson héraðsdómslögmaður málflutningur — lögfræðistörf Tjarnargötu 30 — Sími 24753. síðastl. þingi, en eigi hlotið af- greiðslu. Taldi hann ekki á- stæðu til að fjöl yrða um þá ráð stöfun, að veita sveitarfélögum fjárhagslegan stuðning til þess ara framkv. — Hitaveita skapaði mönnum auk- in þægindi og sparaði stórar fjárhæðir í erlendum gjaldeyri. Þá sagði hann, að nokkur bæj- arfélög hefðu ráðizt í miklar jarðhitaframkvæmdir og enn fleiri hefðu það í hyggju, en það strandaði á fjármagni. En ekki væri óeðlilegt, að ríkið með löggjöf ákveði leiðir til að bæta úr því, t. d. með því, að ríkið legði töluvert fjármagn í sjóð, sem síðan yrði lánað úr í þessu skyni, eða þá að ríkið taki bein an þátt í þessum kostnaði eins og við hafnarframkvæmdir. — Flutningsmaður lagði til, að um ræðunni yrði frestað og málinu vísað til allsherjarnefndar, sem var samþykkt. Segja upp samningum SJÓMANNAFÉLAGIÐ Jötunn í Vestmannaeyjum hélt fund sl. mánudag, og var samþykkt að segja upp kaup- og kjarasamning um frá kl. 12 á miðnætti 31. okt. Sams konar samþykkt var gerð á sunnudaginn í Vélstjóraféiagi Vestmannaeyja. andi skipstjóra til ráðuneytis um stjórn síldarleitarinnar. Fyrsti flutningsmaður tillög- unnar, Jón Skaftason (F), gat þess m.a.. að undanfarin ár hefði verið leitað síldar fyrir Norður- og Austurlandi úr lofti og sjó. Hefðu tvö síldarleitarskip, Ægir og Fanney, og tvær flugvélar tek ið þátt í leitinni. Ekki sé að efa, að síldarleitin hafi komið að miklu gagni, þótt hin síðari ár hafi síldarleit úr lofti ekki verið eins gagnleg og áður. þar eð síld in hefur lítið vaðið. Þá séu ekki aðstæður til að sjá úr flugvél, hvort torfurnar séu stórar og þykkar. Skipin hins vegar séu útbúin mjög góðum leitartækj- um, er geri leitina auðveldari, leggi hann því til, að fjölga leit arskipum um eitt. Þá sagði hann. að flestra manna áliti væri óhætt að leggja aðra síldarleitar- flugvélina niður, svo að með því yrðu þessar ráðstafanir ekki svo mikill kostnaðarauki og þing- menn þyrftu ekki af þeim sökum að horfa á það. leqsieinaK oq J plÖtUK ð RACNAR JONSSON hæstaréttarlögmaður Lögfræðistörf og eignaumsýsla Vonarstræti 4. VR-húsið. Sími 17752 Lögmenn: Jón Eiríksson, hdl. og Þórður F. Ólafsson, lögfr. Sími 16462. Skrifstofa: Austurstræti 9 — Æskulýðsráð Reykjavíkur TÍGULKLÚBBURINN bast, leðurvinna o. fl. í kvöld fimmtudag kl. 8 í félagsheimilinu Stórholti 1. Innritun nýrra félaga. STJÓRNIN.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.