Morgunblaðið - 05.11.1961, Page 15
Sunnudagur 5. nðv. 1961
M OR'GVN BL ifílÐ
15
- Luthuli
Framh. af bls. 10.
þús. (ísl. kr.) sekt, og var hún
greidd af fyigismönnum hans i
Englandi,
BREYTT ASTAND I S.-AFRlKU
Astandið í S.-Afríku hefur
breytzt. Hætt er að þreyta dóm-
stóiana með „svikurum". Þeir eru
sviptir frelsi um óákveðinn tíma
Og fluttir til Röbben eyjunnar
undan Höfð&borg eða Modder 1
Benomi. Þeu „hverfa“ út á eyði-
mörkina í norðri. Mæður með
fjölda barna vita ekki,. hvar
eiginmenn þeirra eru niður komn
ir. Vorster, dómsmálaráðherra,
sem var i varðhaldi öll stríðsárin
fyrir nazisma, hefur bannað þel-
dökkum að draga fána S.-Afríku
að húni, því að svartar hendur
eiga ekki að saurga hann. Fóuche,
varnarmálaráðherra hefur viður-
ikennt opinberlega, að hinum
mikla vígbúnaði S.-Afríku, sé
beint geg.i óvinum innan landa-
mæra ríkisins.
Stjórnin neitar að læra af
reynslunni. I Sharpeville skaut
lögreglan á vopnaðan mannfjölda,
en þegar vopnanna var leitað,
fundust aðeins tvær marglitar
regnhlífar og hjólhestapumpa.
Síðar var lögreglustjórinn spurð-
ur, hvað hann hefði lært af fjölda
morðunum. Hann svaraði: „Ja,
nú fáum við ef til vill betri vopn“.
Þetta hefur rætzt. Nú eru skrið
drekar í svertingjahverfunum,
húsmæður eru þjálfaðar í skotfé-
lögum og allir hvítir menn í
landinu geta átt von á að vera
kallaðir í herinn til að skjóta á
hina þeldökku. Nú getur 18 ára
lögregluþjónn gengið að þeldökk-
um kennara, sem ég þekki, slegið
hann í andiitið og sparkað í syst-
Ur hans: nú eruð þið undir stjórn
Swfrts, en ekki Englandsdrottn-
ingar.
MANNtJDARLEYSI
Það sem gestinum þykir óhugn-
anlegast í S.-Afríku er að íbúarn-
ir líta á ógnarstjórnina sem sjálf
sagðan hlut. Þetta skrifaði mér
hvítur v'inur minn. „öll höfum
við séð har.djárnað fólk í löng-
um röðu'ii á götunum. Við nöfum
séð svartar hendur grípa um riml
a.na á pöilum fiutningavagnanna.
Við erum orðin ótrúlega tilfinn-
ingalaus gagnvart því. Við horf-
urn á, en engin breyting verður
í hjörtum Okkar eða huga.
Ekkert gerist. Biskup Zulu-
lands uppiýsir að siðvenja sé á
búgörðunum að láta börn eldri
en átta ára hefja vinnu úti á
ökrunum kl. 5 á morgnana hálft
árið. Þá fá þau leyfi til að stunda
skóla hinn heiming ársins. Þetta
segir hann, en enginn hefst neitt
að. Orð dómsmálaráðherrans eru
ágætt dæmi um almenningsálitið:
„Ef þjóðin líður undir lok, þá
verður svo að vera. Það verður
ekki vegna mistaka Okkar, held-
ur eru það örlög landsins".
A meðan lokka auglýsinga-
spjöld ferðaskrifstofajrha og dá-
satna hina sólríku S.-Afríku, þar
sem áhyggjulaust fólk baðar sig
við ströndina í Durban, en kyn-
þáttaaðskilnaður er í fullu gildi
marga kílómetra á haf út.
Þegar svona er ástatt, kemur
mér þolinmæði ,hinna þeldökku
einkennilegast fyrir sjónir. Þótt
undarlegt megi virðast, hefur hat-
ur þerira til Búanna ekki orðið
að hatri til alls hins hvíta kyn-
stofns, og í allri eymdinni og
volæðinu má eygja von um að
baráttan mum um síðir bera ár-
angur. Siðferðilegur styrkur
þeirra liggur í því, að þeir hafa
sýnt, að skriðdrekum og lögreglu
iiði er stefnt gegn vopnlaus-
um kröfugöngu þeirra. Svo magn-
aður er ótti hvíta mannsins. Og
á grundvelli óttans byggjr hann
framtíð sina Sá, sem neitar um
áratuga bil að láta undan kröfum
réttlætisins, hlýtur að lokum að
verða undir í baráttunni.
Þjóðarflokkur blökkumanna,
verður nú að starfa „neðan jarð-
ar“ og stærsta vandamál hans er
skipulagning starfseminnar.
Erfiðleikarnir eru augljósir, þar
sem blökkumenn verða að fá
leyfi yfirvaldanna til að vera við
útför föður síns, sem fer fram
í nágrannahverfinu. Styrkur Bú-
anna byggist á hinu nákvæma
eftirliti, sem þeir hafa með ferða-
frelsinu. Gegn Búunum berjast
aliir þeir, sem andvígir eru að-
skiinaði kynþáftanna. Meðal
þeirra eru hvítir menn, Indverjar
ag Afríkunegrar. Sjónarmiðin eru
margvísleg, en kjörorðið eitt; að
hnekkja yfirráðum hvíta manns-
ins.
„HEIMIJLSFANGIÐ ÖÞEKKT"
Eg fé'kk fyrir skömmu tækifæri
til að skrifa Albert Luthuli bréf,
en fékk það endursent með árit-
uninni: „Heimilisfangið óþekkt".
Það segir sína sögu. Fæstir hinna
hvítu vita, hver hann er, og stjórn
in vill ekki, að umheimurinn fái
neinar fregnir af honum. En tíu
milljónir þeldökkra í S.-Afríku
vita, hvert þeix eiga að snúa sér.
Hvar í flokki sem þeir standa líta
þeir á Lutixuli, sem leiðtoga sinn.
Hann er íyrirmynd hámenntaðra
sem ólæsra. Luthuli er tákn hins
bezta, sem komið hefur fram
meðal hinna ungu Afríku-þjóða,
og áhrifa hans gætir um gervalla
áifuna,
Veiting friðarverðlauna Nöbels
til handa Luthuli, sýnir hinum
þeldökku, svo að ekki verður um
villzt, að heimurinn fylgist með
baráttu þeirra og örvar þá til að
halda áfram á sömu braut, þó að
þessi vxðurkenning háfi ef til vi'.l
komið of semt og landið m"ni
xnnan skamms löga í óeirðum.
Enn er S.-Afríka umlokin
ósýnilegum múrvegg. Fæstir vita,
hvað gerist innan hans.
En á meðan Albert Luthuli er
S.-Afríka í augum blökkumann-
anna, meðan þeir þekkja heimilis
fang hans, getum við þrátt fyrir
allt borið veika von í brjósti.
Stúlka
óskast til afgreiðslustarfa til áramóta. — Upplýsing-
ar í verzl. Rauða Moskva, Aðalstræti 3.
barnaskór
eru þekktir fyrir
gæði bæði í Evrópu
og Ameríku.
fást aðeins í
Sagan um Tajo og fílsungann
EINU SINNI var lítill
xiegrastrákur, sem hét
Tajo. Þið haldið nú máske
að lítil negrabörn séu eitt
hvað öðruvísi en íslenzk
ir drengir og stúlkur? Að
vísu eru þau það í útliti,
en að öðru leyti eru þau
alveg eins og þið. Þegar
þau eru hrygg, gráta þau,
og þegar þau eru glöð,
hlæja þau svo hjartan-
lega, að þau verða að
fleygja sér niður og
sparka öllum öngum til
að ná andanum. Og þegar
þau óska sér einhvers, eru
þau allan daginn að hugsa
um það, alveg eins og
þið.
Tajo litli átti sér eina
ósk. Haxm hugsaði ekki
um annað allan daginn,
og á nóttunum dreymdi
hann um þetta eina, sem
hann langaði til að fá. Þið
haldið nú kannski, að það
hafi verið reiðhjól eða
hjólaskautar? Nei, slíka
hluti þekkti Tajo litli ekki
og hafði ekki hu.gmynd
um, að þeir væru til.
Tajo langaði til að eiga
fíl. Ekki stóran, fullvax-
inn fíl, heldur lítinn fíis-
unga, sem gæti verið bezti
vinur hans og borið hann
um skóginn, þegar hann
færi með föður sínutm að
safna kókoshnetum.
En þetta þorði Tajo
ekki að segja neinum.
Engin vissi um þessa ósk
hans, nema lítil negra-
stúlka, sem hét Hera.
4
LESBÓK BARNANNA
GRETTISSAG A
173. Nú leggjast þeir niður l
um kveldið. Og er kom að
miðri nótt, brauzt Grettir um
fast. Kveiktu þeir þá ljós. Og
er til var leyst sýndist fótur-
inn blásinn og kolblár. Þar
fylgdi mikill verkur, svo að
hann mátti hvergi kyrr þola
og eigi kom honum svefn á
auga.
Þá mælti Grettir: „Svo skul
um vér við búast sem krank-
I leiki þessi, sem eg hefi fengið,
mun eigi til einskis gera, því
að þetta eru gerningar, og
mun kerling ætla að hefna
steinhöggsins. Mun þetta eigi
eitt saman fara og skulum vér
vera varir um oss“.
174. Nú er frá því að segja,
að Grettir var svo sjúkur, að
hann mátti eigi á fætur
standa. Sat Illugi yfir honum,
en Glaumur skyldi halda
vörð. Hann hafði þá enn mörg
orð í móti og fór þó út úr
skálanum og allnauðugur. Og
er hann kom til stiganna,
mæltist hann við einn saman
og sagði nú, að hann skyldi
eigi upp draga stigann. Tók
hann nú að syfja mjög og
svaf allan daginn.
Þennan dag hafði Þorbjörn
öngull safnað liði og var á
leið tii eyjarinnar.
175. Þorbjörn kom nú itl
eyjarinnar og sáu þeir, að stig
inn var ekki upp dreginn.
Þá mælti Þorbjörn: „Brugð-
ið er nú lagi", segir hann, „úr
því sem vant er, að engir eru
menn á gangi, enda stendur
stiginn þeirra. Má vera, að
fleira beri til tíðinda í ferð
vorri“.
Síðan gengu þeir upp á eyna
og sáu, hvar maður lá skammt
frá uppgangi ag hraut fast.
Þorbjörn kenndi Glaum og
rak sverðshjöltun við eyra
honum og bað mannfýluna
vakna, — „og sannarlega er
sá eigi vel staddur, er líf sitt
á undir þínum trúnaði“.
176. Þá æpti Glaumur upp
sem hann mátti, er hann
kenndi mennina.
„Gerðu annaðhvort“, segir
„Öngull, „að þú segir oss frá
hýbýluro vðrum, ella drep eg
þig“.
Glaumur sagði Gretti sjúk-
an og að bana kominn, en 111-
ugi sæti yfir honum. Síðan
sagði hann allt, hversu til
hefði borið með skeinu Grett-
is. —
Öngull mælti: „Ilit er að
eiga þræl að einkavin".
Margir lögðu illt til hans
fyrir sína ódyggð og lömdu
hann nálega til óbóta og létu
5. árg.