Morgunblaðið - 05.11.1961, Side 17
Sunnudagur 5. nðv. 1961
MORCVNBL AÐIÐ
17
Leikfélag Reykjavikur:
Kviksandur
Höfundur: Michael Vincenfe Gazzo
Leikstjóri: Helgi Skúlason
Þýðari: Asgeir Hjartarson
LEIKFELAG Reykjavíkur frum-
sýndi á fimmtudagskvöld við
■mjög góðar undirtéktir áhorf-
enda bandaríska leikritið „Kvik-
sand“, sem á frummálinu heitir
„A Hatful of Rain“. Leikurinn
íjullar um það vandamál sam-
rtímans, sem um skeið hefur ver-
ið einna vmsælast viðfangsefni
ifoandarískra leikskálda, bæði
þeirra sem skrifa fyrir leikhús
og Kvikmyndir, þ. e. a. s. eitur-
lyfjanautn. Vandamálið er að vísu
eevagamalt í Austurlöndum og
jafnvel sums staðar í Evrópu, en
Ihefur fengið heldur óhrjálega
mynd í Bandaríkjunum, því
þar haía eiturlyf orðið
vinsæl v'erzlunarvara hinna
alræmdu glæpamanna eða
gangstera, sem hafa; veik-
iynai fóraarlambanna að féþúfu,
oft með hinum fruntalegasta
hætti.
Eiturlyfjaneyzla er að sjálf-
sögðu naskyid ofdrykkju og öðr-
um þeim veilum, sem leggja vilja-
þrek manna undir sig og gera þá
að algeruni þrælum nautnarinn-
ar. En þessi sérstáka veila er
djúptækari og fljótvirkari en
flestar „frænkur“ hennar og því
ibetur fallin tii dramatískrar með-
ferðar, þó ofdrykkju hafi raunar
líka verið gerð góð skil í verkum
eins og t. d. „Glötuð helgi".
„Kviksandur" er heilsteypt Og
með köflum sérdeilislega áhrifa-
sterk svipmynd úr lífi fjölskyldu,
sem fengið hefur vágest eiturlyfj-
anna inn fyrir sínar dyr. Ungur
maður hefur ient í miklum hrakn
ingum í stríðinu, verið lagður
inn á sjúkrahús, vanið sig á eit-
urlyf, unnið bug á veikleika sín-
um, en síðan fallið fyrir honum
aftur. í heila sjö mánuði hefur
íhonum tekjzt að leyna ótrúlega
langlynda eiginkonu sína þessu
foöli, en bróðir hans, sem býr hjá
þeim hjónum, hefur verið honum
hjálparhella um útvegun fjár og
íhjúkrun, þegar köstin komu á
hann. Nú er faðir þeirra hins
vegar kominn í heimsókn sunn-
an frá Florída og má ekkert
frétta. En þrátt fýrir hugvitsam-
leg undanbxögð ber állt að ein-
um ósi: aíhjúpun og uppgjör er
óh j ák væmiiegt.
Leikriuð, sem er frumsmíð höf-
undarins og var fyrst sýnt í New
York árið 1955, er ákaflega vel
foyggt og á margan hátt snjallt.
Það er hórkuspennandi frá upp-
hafi til loka, hvergi veruleg lægð
í því.
i>að væri synd að segja að
sjálft vandamál verksins sé ris-
mikið. Það er nánast smámunir í
samanburði viö tröllaukin vanda-
mál nútímans, en eigi að síður
snertir það áhorfandann af því
örlög fólksms á leiksviðinu verða
honum nakomin. Vandamál eitur-
lyfjanna er í rauninni ekki annað
en rammi um mikilsverðan mann
legan sannleik, sem fram kemur
í verkinu, eóa öllu heldur tilefni
*il að kynna okkur líf og kjör
óþekktrar fjölskyldu■ í stórborg.
tVandamálið er hreyfiafl leiksins
Og óneitanlega orsök þeirrar
spennu, sem heldur athygli áhorf
enda vakandi, en styrkur verks-
ins er fólginn í þeim margþættu
sannindum sem það flytur um
ínanneskjuna, um mennskar og
ómennskar tilfinningar, um hinar
flóknu hvatir sem stjórna athæfi
okkar og öriögum. Kemur þetta
kannski bezt fram í samskiptum
foræðranna við föður sinn annars
vegar og sumbandi þeirra við
Ceiiu hins vegar.
Hið sérkennilega vandamál
feðia og sona virðist vera ofar-
iega á baugi i bandarísku þjóð-
lífi, ef nokkuð má marka af
vesturheimskum leikskáldum,
samanber t. d „Allir synir mín-
*r“ „Söiumaður deyr“ eftir
Arthur Miller og „Köttur á heitu
, folikkþaki“ eftir Tennessee Will-
iams. Það er sennilega dálítið
framandi Isiendingum, og má þó
vel vera að það sé miklu almenn-
ara og djúpstæðara en fram kem
wr í bókmenntum okkar. Það
kynni að vera eitt þeirra „feimn-
ismála" sem við áræðum ekki
enn að fjalla um opinberlega.
Hvað sem um það er, þ^ verður
samband þeirra bræðra, Jonna
og Póló, við föður sinn á leik-
sviðinu í Iðnó áhorfandanum
hugstætt og áleitið. Kemur það
ekki sízt til aí því, að höfundin-
um er einkar lagið að flétta
bernskuminningar bræðranna inn
í atburðarás augnaþliksins og
gefa þannig því sem fram fer á
sviðinu nýja vídd. Minningar
feðganna og sömuleiðis endur-
minningar hjónanna um liðna
hamingjudaga eiga kannski
stærstan þátt í því að hefja verk-
ið upp í veldi skáldskapar.
Bygging leiksins minnir á tón-
smíð, kontrapúnkt. Stefin eru
leikin hvert gegn öðru, ofsafeng-
in stef gegn hæglátum og angur-
værum steijum. Stormar og still-
ur skiptast á allan leikinn, en
að baki honum hljóma stöðugt
dimmir bassatónar ógæfunnar,
stundum sterkari, stundum veik-
ari.
Helgi Skúlason hefur sett leik-
ritið á svið og tekizt mjög vel.
Sýningin ei samfelld og tilþrifa-
mikil, val lelkenda yfirleitt gott,
og iistræn tök á flestum hlutum.
Þó fannst mér kinnhesturinn
alveg misheppnaður, hann varð
næstum grínaktugur. Og ekki fell
ur það fullkomlega inn í þessa
háraunsæju sýningu að láta Celiu
koma fram á sviðsbrúnina og eiga
eins konar eintal við áhorfendur,
þó hún sé óneitanlega hjartnæm
og fagureyg þar sem hún star-
ir út í myrkrið.
Brynjólfur Jóhannesson, Gísli Halldórsson og Steindór Hjörleifsson í hlutverkum sínum.
Og víkjum þá að einstökum
leikendum.
Steindór Hjörleifsson leikur
Jonna Pope. eiturlyfjaþrælinn, af
merkilegri innlifun og miklum
krafti, einkanlega í „köstunum“
og geðshrænngaratriðum. Hef ég
ekki í annan tíma séð hann skila
hlutverki betur, enda datt víst
sumum í hug, að hann hlyti að
hafa haft náin kynni að mann-
gerðinni sem hann túlkar! Túlkun
hans á kvíðanum og óróleikanum
í upphafi leiksins var hófsamleg
Og sannfærandi, og eftir því sem
öldurnar risu þegar frá leið magn
aðist leikur hans.
Helga Bachmann leikur Celiu,
eiginkonu Jonna, og túlkar veí
hljóða þiáningu hennar og lang-
Jundargeð. Leikur hennar er
mjög blæbrigðarikur, þó hún leiki
aldrei á háu nóturnar. Geðbrigð-
in eru eðlileg, þó þau séu víða
snögg og róttæk. Hún sýnir ljós-
lega hinar bældu ástríður, von-
brigðin og hið viðkyæma hjarta
þungaðrar konu, en kannski
Steindór Hjörleifsson og Helga Bachmann
hjónanna.
hlutverkum
Leiktjöldin, sem eru eins í öll-
um þáttum, eiga ekki hvað
minnstan þátt í að gefa sýning-
unni hinn rétta blæ. Þau hefur
gert Steinþór Sigurðsson list-
málari af mikilli hugkvæmni og
smekkvísi. Ibúð þeirra hjóna er
mjög hagiega fyrir komið á hinu
þrönga sviði, og brunastiginn á-
gætur, svo jtmgt sem hann nær,
en mér virðist þeir leikhúsgest-
ir, sem slysast á að sitja framar-
hga vinstra megin í salnum,
beittir talsverðum órétti, því
þeim er fyrirmunað að sjá álit-
legan pait af leiksviðinu fyrir
þessum ágæva brunastiga. Borg-
arljósin á baksviðinu milli atriða
eru snjöii og auka mjög á rétta
stemmngu, og það var vel til-
fundið hjá leikstjóranum að nota
ekki fortjaidið.
Pope eldra, föður þeirra bræðra,
af mikil’i rögg og skapar eftir-
minnilega persónu. Frá hendi
höfundaiins er hún mjög einhliða,
gamall og væminn sérgæðingur,
sem er starblindur á staðreyndir
lífsins Og sér allt í hillingum. En
Brynjólfur gerir hann í rauninni
mennskari er. efni standa til, og
er það vel af sér vikið.
Helgi Skúlason leikur Mömmu,
f oring j a eiturlyf j aprangar anna.
Gervið er gott, en Helgi verður
ekki nægilega skuggalegur. Það
vantar ákveðna hörku í far hans,
sem sannfæri áhorfendur um
vald hans yíir félögúm sínum.
Birgir BrynjólfssOn og Erling-
ur Gíslason leika kumpána hans
og fara þúkkalega með hlutverk
in. Birgic leikur raunar eina af
þessum alkunnu glæpamannatýp-
um amerískra kvikmynda, sem
eru runnar frá Richard Widmark:
drafandi hálfviti, sem er í senn
óþokki og ragmenni. Erlingur
leikur væminn vöðvamann, sem
grætur yíir dauðum hundi sín-
um, en vílar ekki fyrir sér að
lemja menn til óbóta. Hann nær
ekki að draga fram nema aðra
Innidyraskrár
hlið þessarar persónu. Það vantar
fantinn.
Bryndís Pétursdóttir leikur
ráðvillt gleðikvendi og er hálf-
utangátta í hlutverkinu. Richard
Sigurbaldasor* leikur ónafn-
greindan mann sem kemur fram
einu sinni.
Asgeir Hjartarson hefur þýtt
leikritið á þjált mál, en kannski
stundum ýfrið hástemmt.
Sigurður A. Magnússon
í úrvali
Jfea&unaenf
Félagslíf
Sunddeild Ármanns
Aðalfundur deildarinnar er 1
dag kl. 13.30 I félagsheimilinu
við Sigtún. Fjölmennið.
Stjórnin.
Ingi Ingimundarson
héraðsdómslögmaður
málflutningur — lögfræðistörf
Tjarnargötu 30 — Sími 24753.
Til sölu
skortir eitthvað á skaphita, þegar
mestu atökin eiga sér stað.
Gísli Hallaórsson fer með erfitt
hlutverk og gerir því sérlega góð
skil, ekki sizt í upphafi leiksins,
þegar haiu. kemur drukkinn
beun, og undir lokin þegar storm
arnir eru siriðastir. Póló er mjog
flókin persóna, fullur af kynleg-
um sálflækjum, einkanlega í sam-
bandi við föður sinn; verndari
bróður síns, fórnarlamb föður
sins og vonbiöill Celiu — hann er
„góða sáiin í verkinu, og allir
hafa hann að skóþurrku. Gísli
skapar úr hiutverkinu mjög sann-
færandi persónu og forðast að
gera hana væmna eða einhliða,
eins og kannski hefði verið auð-
veldast.
Brynjólfui Jóharinesson leikur
Vélbáturinn „ÖRN“ V. E. 321 er til sörlu. Báturinn
er 12 smálestir að stærð með 35 hestafla June-Munk-
tell vél. Báturinn var endurbyggður 1940, stýrishús
Þriggja ára. Bátnum fylgir línu og dragnótaspil
danskt. Atlas dýptarmælir, nýlsgur og fullkominn
R. F. D. gúmbjörgunarbátur. Önnur fylgigögn í góðu
lagi. — Söluverð er 300.000,00 krónur.
Nánari upplýsingar gefur skipstjóri og eigandi
bátsins.
Sigurjón Jónsson,
Sími 604 Vestmannaeyjum.
Verzíunar- og
iðnfyrirtœki athugið
Hafið þér kynnt yður verð á hinum nýja FORD
ANGLIA 250—350 kg. sendibíl. — Verð frá kr.
98.000,00, sem bæði er sniðinn fyrir yður sem sendi-
bíll og með litlum tilkostnaði má breyta í fólksbíl.
Kaupmenn í Reykjavík, hringið og við munum koma
með bílinn og sýna yður. Sendum myndir og verð-
lista um allt land.
FORD-umboðið
KR. KRISTJANSSON H.F.
Suðurlandsbraut 2 — Sími 3-53-00