Morgunblaðið - 26.11.1961, Side 3

Morgunblaðið - 26.11.1961, Side 3
Sunnudagur 26. nóv. 1961 HIOPCUNBLAÐIÐ 3 EINN af bílaikóngum bæjarins lét svo ummælt í blaðaviðtali í fyrra, að holuverkstæðin — sem hann kallaði svo — væru eins konar afætur á stéttinni — bílaviðgerðastéttinni. Eitt- hvað á þá leið fórust þeim vísa manni orð. Sem dæmi um óreiðuna hjá þessum verk- stæðum. sagði hann, að eig- endur þeirra gengju með bók- faaldið í rassvasanum. En þeir í Bílasprautun Garð ars Sigmundssonar, Skipholti 25, vilja ekki viðurkenna þetta. — Við höfum ekki lengur bókhaldið í rassvasanum, seg- ir Garðar, það er ^rðið úrelt. Við höfum það núna í brjóst- vasanum. Svo þú sérð að það hefur færst nær heilanum frá því í fyrra. Það eru fjórir bílar inni á verkstæðinu þessa stundina — fleiri bíla rúmar venkstæðið ekki — og þarna eru þrír menn að vinnu: Garðar, eig- andi verkstæðisins. blöndun- armeistari og aðalsprautari, Mansi, altmuligmand, og Baldvin, sem einkum skrapar bílana og býr þá undir spraut- un. — Inni er megn málning- arstýbba, svo svíður í lungun -— þetta hlýtur að vera krafaba meinsvaldur, flýgur í hugann. — Það er svo vond loftræst ing hérna, segir Garðar afsak- andi, þegar hann heyrir hósta- kjöltrið. — Fáið þið ekki brings- palaskottu í þessu lofti? -— Hver fjandinn er það? — Jónas Hallgrímsson talar hana í bréfum sínum. — Það hlýtur að vera ein- hver skáldsjúkdómur. — Verðið þið þá ekki varir við nein áhrif af málningar- loftinu? — Jú. áhrif eru rétta orðið, segir Baldvin, — Það er viðurkennt að mál arar séu drykkfeldari en aðrir, segir Garðar, nema kannski skáld. — Það er eins og málning- arloftið ýti undir brennivíns- löngunina, segir Baldvin. — Já, það eru einhver efni í henni, sem hafa þessi áhrif, segir Mansi. — Er þetta ekki bara afsök- un? — Nei. við drekkum ekki svo mikið, að við þurfum af- sökun, segir Garðar. það er miklu frekar afsökun að drekka. — Verðið þið líka heimspek ingar af málningarloftinu? — Nei, en við verðum mann þekkjarar — eins og rakarar. — Það getur til dæmis verið gaman að geta sér til um, hvaða lit kúnninn muni velja á bílinn sinn, segir Baldvin. s Sr. Jón Auðuns -.pröfastur Gamalt vín og nýtt ivXWÍliiiXil.siiíX'é>X:X' Garffar, blöndunarmeistari. „EKKI láta menn nýtt vín á gamla belgi, því að þá springa belgirnir og vínið fer niður'*. Þessum líknarorðum mælti Jesús, er hann var að reyna að gera áheyrendum skiljanlegt, hve erfitt væri oft að samríma hið gamla hinu nýja. Föstum fótum stóð hann sjálf- ur í sígildum trúararfi feðra sinna. En jafnhliða svo djarfur og frjáls, að fyrir það var hann krossfestur." A upplausnartímum, þegar mörgu hinu gamla er vægðar- laust varpað á glæ og verðmæti feðra og mæðra mörg eru höfð að engu, er tíðum spurt: Verður hið gamla varðveitt við hlið hins nýja? Þola gamlir belgir hið nýja vín? Hvað er um kristna kirkju? Er hann þess virði, sá gamli arfur, sem hún geymir, að hann sé varðveittur ? Hver er þessi arfur? Hefir .ekki samhengið í kristinni menningu glatazt, þegar hvað eftir annað hefir verið höggvið á þann þráð? Hafa ekki trúarviðhorfin tekið svo miklum breytingum, að naumast verði lengur með réttu talað um gamlan arf? Þrátt fyrir aiðbót eftir siðbót ■ ■ 011 vinna skemmtileg — Það er hægt að sjá það af manngerðinni, hvaða kúnni velur baðkarslit á bílinn sinn, segir Garðar. — Veljið þið aldrei fyrir þá? — Nei, það borgar sig ekki — ef þeir skyldu verða óánægðir á eftir. — Stundum koma þeir með konuna sína iheð sér og láta hana velja litinn, segir Baldvin. — Þá afgreiðir Garðar allt- af, segir Mansi. — Er ekki verra að eiga við þær? — Þær eru smekiklegri í litavali, segir Baldvin. — Það þarf að taka niður hverja málningarkrús úr hill- unum fyrir þær og blanda alla mögulega liti saman, segir Garðar, eins og í skóbúðun- um. — Kannski hafa þeir, sem koma með konurnar með sér, vonda samvizku, segir Mansi. — Já, sumir gefa þeim blóm, þegar þeir hafa vonda samvizku, eða svo segir Villi Ská. — Er verkstæðið alltaf fullt hjá ykkur? — Fullt af konum? segir Mansi. — Nei, svo mikið aðdráttar- afl hefur Garðar varla. — Það er alltaf nóg að gera, segir Garðar. ( — Gera hvað ? — Sprauta. — Hvað afgreiðið þið marga bíla á mánuði ? — Tollstjóri getur svarað því, segir Garðar, hann veit það miklu betur en við. — Hvað kostar að láta sprauta bíl? — Það er misjafnt, eftir því hvað hann er stór og hve mik- ið þarf að vinna hann undir málningu, segir Mansi. — Það kostar svona frá þrem þúsundum upp í átta, segir Garðar. — Unnið í tímavinnu ? — Við höfum yfirleitt þann hátt á að taka verkið fyrir ákveðið verð, segir Garðar, Mamjl, altmuligniand, og Baldvin skrapari. það samsvarar nokkurn veg- inn tímavinnukaupi í dag- vinnu — hvort sem við vinn- um verkið yfir helgi — á dag- inn eða kvöldin. — Þetta eru betri kjör held ur en stóru verkstæðin bjóða, segir Baldvin, og svo vinna engir lærlingar hjá ofekur. — Kúnninn verður ánægð- ari með þetta, segir Garðar, þá þarf hann ekki að óttast að bætt sé á verkið tímum, sem ekki hafa verið unnir við bíl- inn. — Finnst ykkur gaman að þessu starfi? ■— Það er öll vinna skemmti leg, segir Garðar, ef hún geng- ur vel og hægt er að bera nóg úr býtum við hana . — Eru ungir menn, sem fára út í bílaviðgerðir og bíla- sprautun yfirleitt með bíla- dellu ? — Nei, ekikert frekar. — Það er sennilega þjen- ustan, sem fær þá til að fara út í þetta, segir Baldvin. Lengur var ekki hægt að haldast við, vegna málningar- stybbunnar Sjaldan hefur úti loftið bragðazt jafnvel . . . áttu ekki fyrir einni, spyr ljósmyndarinn allt í einu. en bringspalaskottan hljóp niður í nafla á förunautinum. innan kristinnar kii-kju, marg- föld siðaskipti og margskipta kristni í kirkjur og flokka, er byggt á einu og sama bjargi enn. Ekki svo, að um aukaatriði eigi ný, kristin kynslóð að vera bund- in viðhorfum hinnar eldri, held- ur þannig, að sem hugsandi menn berum vér það bezta úr gömlum arfi inn í nýja framtíð, bvo að hið bezta úr þeim gamla arfi fái spunnið oss ný og betri örlög. Vér lúterskir nútímamenn lít- um um öxl og skoðum með full- um skilningi og fullu þakklæti arfinn frá hinni kaþólsku fortið. En sú staðreynd blasir við oss, að eftir 80—90 ára rómv. kaþ. trúboð á Islandi hafa aðeins sár- fáir menn gengið í kaþólska söfn- uðinn í Reykjavík, sem að mestu er skipaður erlendu fólki. Viðhorf hafa breytzt og trú- arskilningur en enn byggir kirkja islands sitt hús á sama bjargi og Isleifur byggði fyrst og Gissur Einarsson fimm öldum síðar; Og svo er um kristnina alla, ’að þrátt fyrir margbreytileg viðhorf rennur straumur hinnar einu hgilögu, kristilegu arfleifðar óslitinn um allar aldir, óslitinn vegna þess, að þótt húsin séu mörg af manna höndum gjör, hef ir á sama bjarginu verið byggt. En siðaskipti, skoðanamunur og ágreiningur um kenningu er sjálf sagt fyrirbæri. Bjargið, sem byggt er á, gnæfir svo hátt. að af tindi þess er víðsýni til margra átta. Fyrir allmörgum árum var ég staddur í Drangey. Frá ævintýra legri fegurð Uppgönguvíkurinn- ar lögðum vér upp og klifum skriður og kletta. Viðsýnið óx og óx, unz hámarki náði á klettin- um við bæli Grettis. Hvílík út- sýn var þaðan yfir víðáttur hafs- ins í norður og landsýn 1 suður, imað drifhvítan háj’öklaheim í baksýn breiðra byggða Skaga- fjarðar. Ferðafólkið stóð allt á sama klettinum, en horfði ekki allt til sömu áttar. Sumir heilluð ust mest af «ð horfa yfir viðáttur hafsins í norður, en aðrir af hinni töfrandi landsýn í suðri. En á sama klettinum stóð fólkið allt. Eitthvað svipað er oss kristn- um mönnum farið. Af klettinum, sem vér stöndum allir á, er svo , víðsýnt, að til margra átta- má faorfa. Af því skapast sá skoðana munur innan kristninnar, sem er miklu eðlilegri en mörgum þyk- ir, sem yfir honum fátast. Nýir siðir hijóta að koma með nýrri kynslóð, ný verkefni og við horf að skapast. En þá verður mörgum erfitt að finna leið til að samríma hið nýja hinu gamla þannig, að vínið nýja sprengi ekki hina gömlu belgi. En til þess að vér verðum ekki xótlaus sem 'reikult þang á hafi umbreyting- anna, verður festa að haldast í faendur við frelsið. Vér lifum á gömlum arfi. Af hinu bezta úr þeim arfi eru fædd dýrustu menningarverðmætin, sem vér njótum í dag. Þau eru grundvöllur hinnar kristilegu siðmenningar. A sama bjargi, sem liðnar kynslóðir byggðu á, byggjum ver enn, — sem frjálsir menn, en bundnir samt, bundnir hinu sígilda, hinu bezta. -> Enska knattspyrnan *;■ 19. UMFERÐ ensku deildarkeppninnar fór fram í gær og urðu úrslit þessi: I Skotlandi fóru m.a. fram þessir leikir: Dundee U. — Rangers 23 1. deild: Hibernian — Dundee Aston Villa — Manchester City .... 2:1 St. Johnstone - - St. Blackburn — Fulham 0:2 Blackpool — Sheífield W 1:3 Staðan er nú bessi Cardiff — Ipswich 0:3 1. deild (efstu og neðstu liðin) Chelsea — W.B.A 4:1 Burnley . 18 12 2 4 55:36 26 Manchester U. — Burnley 1:4 Ipswich 19 10 3 6 47:35 23 N. Forest — Bolton 0:1 Everton . 19 10 2 7 36:24 22 Sheffield U. — Birmingham ... 3:1 West Ham 19 9 4. 6 43:39 22 Tottenham — Leicester .. West Ham — Everton .... 3:1 Wolverhampton — Arsenal 2:3 Manchester U. 18 € 4 8 27:38 16 Birmingham .. 19 6 4 9 30:43 16 2. deild: Chelsea 19 5 5 9 36:39 15 Brighton — Preston 0:0 Blaokburn 18 5 5 8 20:29 15 Bristol Rovers — Middlesbrough 0:2 Bury — Plymouth 1:1 i. deiid (eístu og neðstu liðin) Charlton — Huddersfield 0:2 Liverpool 19 14 3 2 51:15 31 Leeds — Walsall 4:1 Leyton Orient 19 9 5 5 36:21 23 Liverpool — Swansea-. 5:0 Rotherham 18 9 5 4 39:34 23 Norwioh — Derby ... 3:2 Rotherham — Southampton 4:2 Preston 20 4 6 10 20:30 14 Stoke — Newcastle 3:1 Bristol Rovers 19 6 1 12 28:40 13 Sunderland — Luton 2:2 Charlton 18 3 3 12 21:41 9

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.