Morgunblaðið - 23.01.1962, Qupperneq 1
24 síður
49 árgangur
18. tbl. — Þriðjudagur 23. janúar 1962
Prentsmiðja M^rgunblaðsins
Bólan vekur ugg —
tleilt um bólusetningu
— Samtal við Hendrik Sv. BjÖrnsson
sendiherra
ÞKGAR Mbl. hringdi Hendrik
Sv. Björnsson, sendiherra ís-
lands í Kondon upp í gærdag, var
símasambandiö eins gott og á
milli húsa hér i Reykjavík.
— Við hyggjum gott til hins
nýja sæsímatalsambands, sagði
sendiherrann. Áður höfum við
stundum orðið að bíða dögum og
jafnvei vikum saman eftir síma-
sambandi við Reykjavík.
Kngin bólusetningarskylda
— Hvað er að segja um bólu-
faraldurinn í Bretlandi?
— Að sjálfsögðu verður vart
Hendrik Sv. Björnsson
nokkurs uggs meðal almennings
hér út af honum. Á tæpum mán-
uði hafa sex menn látizt af völd-
um bólunnar Og um 20 manns
hafa tekið veikina, eða eru grun-
aðir.
Hér er engin bólusetningar-
skylda og skoðanir mjög skiptar
um það mál Sumir heimta taf-
arlausa bólusetningu en aðrir
vilja ekki heyra á það minnzt.
Margir hafa þó látið bólusetja
sig.
— Hvernig horfir um aðild
Breta að markaðsbandalaginu
— Það er erfitt að segja fyrir-
fram um það. Vitað var í önd-
verðu, að samningaviðræður um
málið mundu verða langar. Er
ekki búizt við að þeim ljúki á
næstunni, eða að aðild Breta
geti legið fyrir fyrr en í lok
þessa árs, ef á annað borð semst
um aðild þeirra.
Póstmaður sást á hlaupum!
— Hvað er helzt að gerast í
borginni um þessar mundir?
— Hér er í bili stórviðburða-
laust. En brezka þingið kemur
saman að loknu jólaleyfi eftir
nokkra daga. Útsölur eru í
helztu verzlunarhverfum og
stórkostleg umferð er á götunum.
Miklar tafir hafa orðið á póst-
Framhald á bls. 2.
Ingólfur Jónsson símamálaráðherra talar við ungfrú Pike, aðstoðarsímamálaráðherra Bret-
lands og opnar hið nýja sæsimatalsamband frá fslandi til Skotlands. Til hægri við ráðherrann
er Gunnlaugur Briem póst- og símamálastjóri en til vinstri Bend Suenson framkvæmdastjóri
Mikla norræna ritsímafélagsins. — Mbl. ÓI. K. Magnússon.
Nýja talsimasambandið
Boðberi velgengni og f ramfara
Urant að tala héðan án hiðar allara sólarhringinn
Frá opnunarathöfninni i gær
— GÓÐAN dag, herra símamálaráðherra. Það er mjög
ánægjulegt að fá tækifæri til þess að tala við yður. Ég
vona að þér heyrið vel til mín.
Símamálaráðherra íslands svarar:
— Góðan dag, ungfrú Pike. Mér er einnig mikil ánægja
að fá tækifæri til þess að skiptast á orðum við yður. Ég
heyri yður mjög vel, þakka yður fyrir.
Með þessum orðaskiptum Ingólfs Jónssonar, póst- og
símamálaráðherra, og ungfrú Pike, aðstoðarpóst- og síma-
málaráðherra Bretlands, var hið nýja sæsímatalsamband
milli íslands og Skotlands um Færeyjar tekið í notkun
síðdegis í gær.
Klukkan 14,35 hringdi bjalla á borði uppi í Þjóðleikhús-
kjallara, þar sem símamálaráðherra og póst- og símamála-
stjóri höfðu boð inni fyrir nokkra gesti í tilefni af opnun
hins nýja talsambands. Fór fyrsta samtalið fram milli að-
stoðarsímamálaráðherra Breta og póst- og símamálaráðherra
íslands, eins og fyrr segir. Ráðherrarnir töluðust við í 4
mínútur og lögðu áherzlu á þá miklu umbót, sem yrði
með hinu nýja talsambandi í samskiptunum milli Islands
og Bretlandseyja.
Að loknu samtali ráðherranna
talaði fulltrúi ensku flugmála-
stjórnarinnar við flugumferðar-
stöðvarnar í Prestwick, Shann-
on, Reykjavík og Gander. Voru
heyrnartæki við sæti allra gesta
og fylgdust þeir með því sem
fram fór í talsímanum við opn-
unarathöfnina.
Flugsamgöngur við Færeyjar?
Þá talaði Gunnlaugur Briem,
póst- og símamálastjóri, við Ped
ersen, póst- og símamájastjóra
Dana, og síðan við Sir Ronald
German, forstjóra brezka sím-
ans. Ennfremur talaði Ingólfur
Jónsson, pöst- og símamálaráð-
herra, við P. Mohr Dam, lög-
mann Færeyja. Létu þeir í ljós
mikla ánægju yfir bættu sam-
bandi milli hinna tveggja frænd
þjóða, og Ingólfur Jónsson minnt
ist jafnframt á, að æskilegt væri
að íslenzkar flugvélar, sem jafn-
Agreiningur í Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna
Báðum sölustjórunum í Banda-
rílijunum sagt upp
NÚ UM áramótin voru mikl-
Ir fundir haldnir í stjórn
Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna, þar sem ræddur var
ágreiningur um rekstur fyr-
irtækisins Coldwater Seefood
Corporation f Ameríku, sem
annast sölu þar á vegum SH.
Aðdragandi þessa máls
mun vera sá, að sölustjórar
Coldwater í Ameríku, þeir
Árni Ólafsson og Pálmi Ing-
varsson, höfðu um miðjan
desember ritað stjórn Sölu-
miðstöðvarinnar og óskað eft
ir viðræðum við hana um
störf Coldwater og ágrein-
ing sinn við framkvæmda-
stjórann, Jón Gunnarsson.
Munu þeir í skýrslu til stjórn
arinnar hafa átalið margt í
rekstri fyrirtækisins, einkum
í rekstri verksmiðjunnar í
Naticoke, og talið að í óefni
stefndi, ef ekki yrðu gerðar
veigamiklar breytingar.
Viðræður sölustjóranna við
stjórn SH fóru fram hér dag
ana 2. og 3. janúar, en
skömmu síðar fóru þeir aft-
ur til starfa síns vestanhafs.
En þegar þeir Árni og Pálmi
komu til New York, lágu fyr-
ir þeim uppsagnabréf frá
framkvæmdastjóra Coldwat-
er. Létu þeir strax af störf-
um.
Skýrsla sölustjóranna mun
vera allveigamikil og hefur
hún verið til athugunar og
umræðna hjá stjórn SH. —
Verður að gera ráð fyrir, að
Sölumiðstöðin skýri opinber-
lega frá máli þessu, áður en
langt um líður.
an flygju yfir Færeyjar á leið
sinni til Norðurlanda, gætu haft
viðkomu í Færeyjum. Fagnaði
Dam lögmaður þeirri hugmynd.
Ennfremur talaði forstjóri
Framh. á bls. 10
Molotov
ekki til
Vínar
HAFT er eftir áreiðanleg-
um heimildum í Moskvu,
að Molotov sé ekki ætl-
að að fara aftur til Vín-
arborgar og taka við em-
'bætti sínu sem formaður
rússnesku nefndarinnar
hjá Alþjóðakjarnorkumála
nefndinni í Vín. Hafi ann-
ar maður verið skipaður
hans stað og heiti sá Alex
androv.
:
Þá hefur það vakið athygli
í Moskvu, að ekki hefur verið
minnst einu orði á dvalar
stað Krúsjeffs síðustu tíu dag
_ ana. Síðast kom hann fram
^ opinberlega 12. janúar sl. og
* flutti þá ræðu í Minsk um
ástandið í landbúnaðinum.
Venja er að blöðin geti þess,
þegar hann kemur eða fer frá
Moskvu, en ekki hefur þess
verið getið að hann væri
þangað kominn.
Aðspurður í dag kvaðst tals
maður utanríkisráðuneytisins
ekkert vita hvenær Krúsjeff
Framhald á bls. 2.