Morgunblaðið - 04.02.1962, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 04.02.1962, Qupperneq 10
10 MORGVNBLAÐtÐ Sunnudagur 4. febr. 1962 Kristján AlberIsson: Hannes Hafstein eöa Gröndal? í BÓK minni um Hannes Haf- stein er hann talinn höfundur að grein um jarðarför Jóns Sig- urðssonar, sem birtist í Akur- eyrarblaðinu Norðlingi 15. júní 1880. 1 Tímanum síðastliðinn sunnudag er á það bent, að grein þessi sé tekin upp í Rit- safn Benedikts Gröndals, talin vera eftir hann. Þegar Gröndal isótti um styrk til ritstarfa til alþingis 1885 fylgdi umsókninni skrá yfir ritgerðir hans, og þar er þessi grein nefnd. Eg hafði ekki munað eftir þessari grein í Ritsafni Gröndals. Tíminn seg- ir að Ásmundur Jónsson frá Skútsstöðum hafi bent blaðinu á að greinin væri eignuð Grön- dal, og hafi honum „fundist kynlegt, ef 19 ára unglingur rit- aði svo og segði t.d.: „Vér sem þekktum Jón Sigurðsson“. Mér er ekki ljóst hvers vegna hér er tekin „til dæmis“ setning sem hvergi stendur í jarðarfarar- greinni, né heldur er þar nein önnur yfirlýsing um að höfund- ur hennar hafi þekkt Jón Sig- urðsson. Eins og segir í bók minni er enn til bréfið þar sem Skapti Jósepsson ritstjóri Norðlings bið ur Hannes Hafstein, þá átján Og hálfs árs gamlan skólapilt, en mjög bráðþroska, að senda sér grein um jarðarförina. Bréf- ið hljóðar svo: „Akureyri 21. apríl 1880 Kæri vin! Ekki man eg, hvort eg hefi þakkað þér fyrir bréfið í vetur, en hafi eg eigi gjört það, þá hefi eg víst ætlað að gjöra það. í>ú sérð nú Áskorun okkar Norðlendinga í okkar eigin blaði Norðl. og vildum við biðja skólann að styðja hana. Hver mun sælast til að bola erfingj- ana (sic) frá jarðarförinni, en in casu eru íslendingar erfingj- arnir. Landshöfðingi á ekki með að fara á móti tillögum vorum, fyrst að hann birti eigi annan tíma nógi snemma. Góði vin, kondu þessari hugsun að hjá Matthíasi [Jochumssyni, sem þá var ritstjóri Þjóðólfsj og „ísu“ [Isafold], en strax. En fari jarðarförin fram áður en póstur fer þá góði! sendu mér „Referat“ af henni með honum; ekki síðar, nema seinna fari fram greptranin. Kær kveðja frá konu og börn- um. Gleðilegt sumar. Þinn vin Skapti Jósepsson". Hvers vegna skyldi Hannes Hafstein ekki hafa orðið við ósk vinar síns ritstjórans? Hvers vegna skyldi unga skáldið, sem um þessar mundir er að yrkja Skarphéðinn í brennunni, telja sér ofvaxið að koma saman blaðagrein? Þó er það rétt, að ekki sé höfundarsönnun í því þótt ritstjórinn hafi skrifað Hannesi Hafstein og beðið hann að lýsa útförinni. Og þó myndi hver æfisöguritari telja það höf- undarsönnun meðan ekki annað sannaðist — og ef ekki væri neitt í greininni, sem Hannes Hafstein gæti ekki hafa skrifað. Þegar eg fór að athuga jarð- arfarar-greinina í Norðlingi, virtist mér strax augljóst, að önnur málsgrein hennar, því sem næst upphaf hennar, væri beint svar við tilmælum Skapta í bréfinu til Hannesar, þar sem hann biður um að reynt sé að fá landshöfðingja til að fresta útförinni, svo að fólk utan af landi geti verið viðstatt: „Lands höfðinginn áleit ófært að fresta jarðarförinni og bíða, þangað til fólk gæti komið úr hinum fjarlægari héröðum landsins, enda er og hæpið að bíða eftir því, þar sem menn eru annað- hvort að tínast svona smám saman, og koma kanske alls ekki, eins og nú varð raunin á með ísfirðinga, sem. höfðu látið þá fregn berast, að þeir ætluðu að koma á stóru hafskipi um leið og von væri á póstskipinu [með lík Jóns Sigurðssonar og konu hans], en ekkert hafskip kom að vestan, og enginn ís- firðingur.“ (Af einhverri hand- vömm er svigi utan um þessa málsgrein í Ritsafni Gröndals. Þessi svigi er ekki í NorSlingi — en handrit af greininni hins- vegar ekki til). Norðlingur seg- ir greinina aðsenda, kveðst ýmsu í henni ósammála, meðal Hannes Hafsteins annars því, að ekki hefði verið gerlegt að fresta útförinni. En á einum stað í jarðarfar- ar-greininni virðist mér beinlínis tekið fram, að hún sé eftir ung- an mann. Þar segir að biskup- inn hafi í ræðu sinni í kirkj- unni „minnst á, hversu laginn Jón Sigurðsson hefði verið að laða til sín hina ungu — sami söngurinn og vér höfum heyrt um það, að Jón Sigurðsson „for- færði“ oss [auðkennt hér] — en vér þurfum vist ekki að prédika hér um það, hvað ung- um mönnum lízt bezt á (eða leizt bezt á, því nú eru hinir ungu menn orðnir svo fullorðn- islegir og ráðsettir) í þessu efni, það vitúm við allir.“ Greinar- höfundi finnst jafnaldrar sínir margir hverjir ráðsettir fyrir aldur fram, ekki eins „ungir í anda“ og æskumenn muni hafa verið á blómaskeiði Jóns Sig- urðssonar. Greinin kemur víða við, og segir margt af Jóni Sigurðssyni — en ekkert sem Hannes Haf- stein hafi ekki geta vitað. Hann er öll sín skólaár á heimili mágs síns dr. Jónasar Jónas- sens, einu fremsta menntaheim- ili bæjarins, og heyrir þar margt um Jón Sigurðsson — meðal annars af vörum manna sem honum voru nákunnugir, Tryggva Gunnarssonar, Björns M. Olsens o.fl. Auðvitað er Jón Sigurðsson á þessum árum eitt helzta umtalsefni í Reykjavík, og einmitt sérstaklega í sam- bandi við dauða hans og útför. Ekki er að efa að hinn ungi Hannes Hafstein hafi hlustað með mestu athygli á tal þeirra sem allt vissu gerst um æfi og baráttu forsetans. Hann hefur margsinnis heyrt allt sem talað var um fjárhagsörðugleika Jóns Sigurðssonar, að hann hafi von- ast eftir að landar sínir byðu sér á Þjóðhátíðina 1874 — og allt það annað, sem gert er að umtalsefni í jarðarfarar-grein- inni. En hvað þá með höfundarein- kenni á gieininni? Það má vel telja sumt í henni ekki ó-grön- dalskt. Það er altitt að ungir gáf- aðir höfundar skrifa um og inn- an tvítugs líkt og einn eða fleiri eldri höfundar, sem þeir dást að. Hvaða greinahöfundum gátu ung skáld á þessum tímum dáðst að, og hverja stælt, sjálf- rátt og ósjálfrátt — nema Grön- dal og Matthías? Jarðarfarar- greinin er full af hnútum, meðal annars til landshöfðingja. Árið cftir yrkir Hannes Hafstein kvæði með „pillu“ til hans, sem móðir hans sér um að komist ekki á prent. Hannes Hafstein var alls ekki á yngri árum ævinlega sá orðvari og óáreitni maður, sem hann síðar varð. Hann gat ein- mitt verið talsvert illdeilinn, mjög fjarri því að vera tepru- legur eða hlífinn, eins og kom fram í fyrirlestri hans um ís- lenzkan skáldskap 1888, sem var svo ódæll og ögrandi, allt að því gröndalskur — að Gröndal rauk upp, lét ekki bjóða sér slíkt; svaraði með enn lengri fyrir lestri — og enn gröndalskari. Þó er ekkert vísara en að leiða mætti að því msrgvísleg rök, með lærdómi og skarpleik, að draga megi í efa að Hannes Hafstein sé höfundur jarðarfarar-greinar- innar — alveg eins og skrifaðar hafa verið ótal bækur til þess að „sanna“, að Shakespeare hafi ekki skrifað leikritin, sem hon- um eru eignuð. Og þó heldur Shakespeare velli, hvað sem á ■dynur. 2 En þá er hitt — er hugsanlegt, að það sé til komið af vangá, eða í einhverskonar leiðslu eða gleymsku, að Gröndal taldi jarð- arfarar-greinina fram í ritskrá sinni? Vitanlega er það hugsan- legt — og einfaldlega vegna þess, hvað vitað er af svipuöu tagi um önnur skáld, strangheiðarleg. Þess munu vera ekki fá dæmi, að höfundai hafi með undarlegu móti, öðrum lítt skiljanlegu, ruglast í því. hvað væri eftir þá sjálfa og hvað eftir aðra. Eitt sinn þegar Leo Tolstój var að gera úr garði nýtt smásögu- bindi tæmdi hann skrifborð sitt af öllu besslegu sem hann átti í fórum sínum. Bókin kom út í franskri þýðingu. Þá fær Tolstoj bréf frá frönskum höfundi, sem segir að ein sagan sé eftir sig, og sendir því til sönnunar smásögu- safn eftir sjálfan sig. Og nú rifj- ast upp f”rir Tolstoj, að hann hafði einu smni á ferðalagi drep- ið kvöldstund á hóteli með að þýða þessa sögu — en gleymt að skrifa nafn höfundar, og að sag- an væri þýdd. Þegar hann svo hafði lesið hana í handriti sínu, Og síðan prófarkir, hafði ekki hvarflað að honum eitt augna- blik, að hún væri eftir annan en hann sjáifan. Eins getur komið fyrir að skáld iesi eða heyri eitthvað eftir sjálf an sig og muni ekki til þess að vera höfundur að því. Guðmund- ur Kamban sagði mér eftirfar- andi sögu. Hann hafði framsagna- kvöld í Reykjavík sumarið 1915, flutti fram sögur og ljóð. Eitt af því sem hann fór með var kvæði Uhlands Ákvæðaskáldið, í þýð- ingu Matthíasar Jochumssonar. Skömmu síðar kom þjóðskáldið til Reykjavikur, og þeir Kamban hittast í síðdegisboði hjá Guð- mundi Finnbogasyni, sem segir við Kamban- „Láttu nú Matthi- as heyra hvernig þú ferð með Ákvæðaskáldið.“ Kamban flytur kvæðið. Matthias hlustar hug- fanginn, segir svo: „Steingrímur þýddi aðdáanlega, þegar honum tókst bezt upp.“ — „En þýðing- in er eftir þig!“ segir Guðmund- ur Finnbogason. Matthías varð glaður sem barn: „Hvað segirðu — er hún eftir mig!“ Hann var þá enn hinn ernasti, og hverjum manni minnugri, eins Og allir vita sem hann þekktu á þessum árum. Fyrri hehnir.gurinn af kvæði Matthíasar um Jón Arason er þýðing á kvæði norska skáldsins Kristófers Jansons, sem hann leggur biskupnum í munn fyrir aftökuna, í sjónleik um hann. Manni getur ekki dottið önnur skýring líklegri í hug, en að Matthías hafi stungið hálfnaðri þýðingunni niður í skrifborð sitt og svo gleymt henni — en haldið nana frumorta, þegar hún kom aftur fyrir augu hans, kannske mánuðum, kannske árum síðar; þá bætir hann við nokkrum er- indum, sem hann finnur að vant- ar. Hvað getur okkur ekki alla misminnt, ekki sízt ef atvikin rugla okkur? Hugsum okkur að Gröndal hafi geymt allar sínar prentuðu blaðagreinar á ákveðn- um stað, í skrifborðsskúffu eða JBea Gröndal bókaskápshillu — og jarðarfarar- greinin lent þar af vangá. Hugs- um okkur ennfremur að Gröndal hafi samið ritskrá sína í flýti, eða Orðið utan við sig, meðan hann var að semja hana — eins og altalað er að komi fyrir einmitt hálærða nienn, með ýmsum furðulegum afleiðingum — þyrfti eiginlega meira til, til þess að svona skekkja kæmist inn í rit- skrána? Engin ástæða er til að ætla, að Gröndal hafi lesið þessar gömlu blaðagreinar aftur, þegar hann samdi ritskrána. Ef hann hefði gert það, þá hefði hann strax séð, að jarðarfarargreinin í Norðlingi gat ekki verið e£t- ir hann. 3. Því í þeirri grein er talið sorg- legt tímanna tákn, að alþingi láti riú landshöfðingjann Hilmar Finsen einráðan um flesta hluti — en „aldrei mundi þetta hafa verið gert. ef Jón Sigurðsson hefði lifað og getað talað.“ í þeirri grein er talið að stjórnin hafi alltaf haft rangt fyrir sér, Jón Sigurðsson alltaf rétt fyrir sér — hann hafi verið sá „grjót- garður“ sem ójafnaðaröldur stjórnarinnar hafi skollið á og ekki getað brotið í fjörutíu ár. Þetta voru ekki skoðanir Bene- dikts Gröndals. Þessar skoðanir eru alltof fjarri hugsun hans um stjórnmál, til þess að komið geti tii mála að hann sé höfundur greinarinnar um jarðarför Jóns Sigurðssonar. Um það bil sem barátta Jóns nálgast endalok sín, gerir Grön- dal grein fyrir skoðunum sínum í alllangri ritgerð, Frelsi — menntan — framför (Gefn 1871). Þar segir: „Það er í rauninni lítill frami að standa uppi á al- þingi og þemba ístruna og belgja gúlana á móti þessum fáu „mönn- um stjórnarinnar". . . sem eru álitnir óvinir fósturjarðar sinn- ar og hæddir og níddir . . . Það vill annars svo skrítilega til, að þessir . menn eru langlærðastir og gáfaðastir á öllu þinginu — og það er samt ekki svo skríti- legt, því einmitt þeir eru frjáls- lyndari en hinir, sem ekki eru sjálfum sér ráðandi, heldur gaula á þjóðargrallarann eftir nótum „þjóðhöfðingjanna". Það héfur alltaf hingað til farið svo, að gáfuðustu mennirnir hafa fylgt þeim skoðunum, sem mest var frelsið i. Það sýnir einmitt að stjórnarinnar skoðanii eru rétt- ar, hversu örðugt sem þær eiga með að komast fram, því það er lítill vandi að bera menn of- urliði með gargi og kalli. en sem er öldungis ekki „rödd þjóðar- innar“, heldur spangól, sem bú- ið er að venja í menn. Þar er ekkert að tala um sjálfshugsun né vilja, heldur gildir þar ein- ungis setningin úr orðum hins trúaða: ,,Vér hugsum ekki, vér hlýðum“,“ Hverjum? Hvaðan koma þær ójafnaðaröldur, sem brjóta nið- ur sjálfshugsun og vilja þing- manna? Gröndal skrifar: „Allt þingið eða hinn þjóðkjörni hluti þess er í eindregnum þrældómi. Þetta vita allir. . . Vér köllum það þrældóm, og höfum fullan rétt til að kalla það þrældóm, þegar forsetinn [Jón Sigurðsson] einn ræður meiningum alls hins þjóðkjörna þinghlutans . . .enda hafa þingmennirnir verið í svo mikilli hugsunaránauð. að for- setinn þarf ekki annað en gefa bendingu með brúnunum ...., hann þarf ekki annað en standa upp, þegar hann vill halda tveggja eða þriggja klukku- stunda dómadags-ræðu og tromma niður allt það, sem öðru vísi er 'hugsað en hann einn vill, og það ekki með ástæðum, held- ur með eintómu valdi og kappi. ..Eins og Loðvík fjórtándi sagði: „Ríkið. það er ég“, eins getur forsetinn sagt: „Þingið, það er ég“. Um Hilmar Finsen, sem þá var konungsfulltrúi. segir Gröndal, að ræður hans á þingi beri „eins og gull af eiri“, þó að þingið vilji ekki gefa þeim neinn gaum. „En samt er það víst, að eins og slíkur konungsfulltrúi aldrei fyrri hefur setið á aliþingi, eins mun og aldrei annar eins setj- ast í það sæti síðan. Vér höfum orðið hissa á ræðum hans, því jafnvel þó ætterni hans sé ís- lenzkt, þá vita allir að þeir sem fæðast af íslenzkum föður og danskri móður hér í Danmörku, þeir verða danskir, því þeir læra móðurmálið, og vér þekkjum ekkert dæmi, þar sem ættar- dreyrinn hefur endurnýjazt — ekki einungis svo hart og fljótt, heldur einnig svo öfluglega og vel, eins og hér er tilfellið, því þetta er í fyrsta sinn síðan al- þing var stofnað, að vér getum með sanni sagt, að á konungs- fulltrúasætinu hafi setið maður með íslenzkum hug . . . Ræður hans bera af öllu öðru í Þing- tíðindum. En það gilti einu, það kom allt saman fyrir ekki, þing- ið sat við sinn keip og tók engri sannfæringu ,sem ekki var von, eftir því ófrelsi, sem það var í.“ Síðan kveðst Gröndal muni sýna, „'hversu skökk og ástæðu- laus“ sú skoðun sé, að stjórnin hafi ,,sýnt okkur mikinn ójöfn- uð“, og segir meðal annars að Danir hafi kannast við það „drengilega og vel, að vér hefð- um sanngirniskröfu til þess að landi voru yrði hjálpað til við- viðreisnar eftir svc mörg áföll og hrakföll, sem það hefur orð- ið fyrir — sem, vér tökum það ern upp aftur, Dönum raunar er minnst að kenna; en þeir, sem vilja hafa þjóð vora fyrir sopp, þeir gera það með því að hafa Dani fyrir syndaþrjóta og kenna þeim um, allt okkar ólag, lík- lega um jarðeldana og drepsótt- irnar, sem mestur mannfellirinn hefur orðið af hjá okkur; og það eru einmitt þessar lygasögur, sem vér viljum reyna að frelsa íslendinga frá; oss tekur ekki svo sárt til Dana að það líði yf- ir oss þeirra vegna, en það, sem er lygi, það er lygi, og það er engin fullnæging nema í sann- leikanum." Gröndal er harðánægður með þau réttindi sem stjórnin vill unna íslandi: „Vér álítum, að vort fullkornið frelsi liggi í þeim orðum, að ísland bafi sín sér-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.