Morgunblaðið - 14.02.1962, Síða 12
12
MORGUNBLAÐiÐ
Miðvikudagur 14. febr. 1962
ÆumiiíttMaliil*
Otgefandi: H.f. Arvakur. Reykjavík.
Frarakvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: ú.ðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
1 lausasölu kr. 3.00 eintakið.
HÓFLEGIR FÉLAGA-
SKATTAR HAGS-
MUNIR ALMENNINGS
’tTið umræðurnar um skatta-
^ lagabreytinguna flutti
Gunnar Thoroddsen, fjár-
málaráðherra, ítarlega ræðu,
þar sem hann rakti þróun
skattamála og efni hins nýja
frumvarps. Ráðherrann vakti
athygli á því, að ástand það,
sem hér hefði ríkt í skatta-
og útsvarsmálum um langt
skeið, hefði verið háskalegt
fyrir velmegun og lífskjör
þjóðarinnar. Það hefði hindr-
að eðlilega endurnýjun og
aukningu í atvinnulífinu, en
jafnframt dregið úr dugnaði
og vinnusemi einstaklinga.
Þar að auki hefðu skattsvik
verið almennari hér á landi
en í nágrannalöndum. Fjár-
málaráðherra vék einnig að
því, að það væri ekki fyrst
og fremst hinum efnaðri í
hag, að skynsamleg skatt-
lagning væri á atvinnurekstr
inum, heldur væri það brýnt
hagsmunamál alls almenn-
ings. Um þetta sagði hann:
„Endurbæturnar eru vegna
almennings, en ekki auð-
manna. Þeir skattar, sem at-
vinnureksturinn hefur orðið
■við að búa, eru að dómi
allra hlutlausra og sérfróðra
manna með þeim hætti, að
þeir lama atvinnufyrirtæki,
draga úr eðlilegri endurnýj-
un og aukningu véla, tækja
og húsa, minnka afköstin og
draga þannig úr þjóðartekj-
unum. Þess vegna kemur
minna til skipta á milli lands
ins bama. Þess vegna kem-
ur minna í hlut. Velmegun
almennings byggist á blóm-
legu atvinnulífi. Umbætur í
skattamálum atvinnulífsins
eru hagsmunamál og kjara-
mál fyrir allan almenning.
Hóflegir skattar atvinnulífs-
ins eru því hagsmunamál
fólksins.“
Að sjálfsögðu er þetta meg
inefni málsins. Almenn vel-
megun getur ekki ríkt, þar
sem eðlilegur rekstur at-
vinnutækjanna er hindraður,
hvort heldur er með hóflaus-
um skattaálögum eða öðrum
brigðum þvingunum ogbein-
um ríkisafskiptum. Á því
leikur ekki minnsti vafi, að
hin óheilbrigða skattalöggjöf,
sem hér hefur ríkt, hefur
stórum skert lífskjör almenn
ings og hindrað þær fram-
farir, sem ella hefðu orðið.
Þess vegna fagnar allur al-
menningur hinum nýju
skattalögum. Kommúnistar
berjast að sjálfsögðu gegn
þeim, en það er auðvitað að-
eins staðfesting á því, að rétt
er stefnt.
ÁBYRGUR
VERKALÝÐUR
¥ kosningum þeim, sem að
*■ undanförnu hafa farið
fram í verkalýðsfélögunum,
hefur greinilega komið í ljós,
að kommúnistar tapa þar
verulegu fylgi, en lýðræðis-
sinnar vinna á. Við kosn-
ingarnar í Múrarafélagi
Reykjavíkur nú um helgina
jókst munurinn milli komm-
núnista og lýðræðissinna úr
27 atkvæðum í 40 atkvæði, en
oft hefur munurinn milli
listanna verið sáralítill.
Ef til vill segja menn að
ekki séu mikil straumhvörf,
þótt kommúnistar tapi 8 at-
kvæðum en lýðræðissinnar
vinni 5. En þegar þess er
gætt, að hér er um lítið fé-
lag að ræða, þá er þetta þó
örugg bending um það, hvert
stefnir. 10% atkvæðatap
kommúnista er ekki svo lít-
ið á einu ári.
Þessi úrslit og önnur í
verkalýðsfélögunum sýna, að
verkalýðurinn vill ábyrga,
stefnu. Hann gerir sér grein
fyrir nauðsyn þess að reisa
við efnahag landsins. Hann
er því ekki andvígur við-
reisnarstefnunni. Sérstaklega
er ánægjulegt að múrarar
skuli styðja hana, því að svo
lítið hafa stjórnarandstæð-
ingar ekki rætt um samdrátt
í byggingariðnaði og boðað
atvinnuleysi iðnaðarmanna.
Sem betur fer er engu slíku
til að dreifa, enda munu
byggingar nú mjög aukast,
þegar jafnvægi er komið á
og sparifjáraukning vex.
Önnur skýring á sigrum
lýðræðissinna er sú, að verka
lýðurinn vill fara leið raim-
hæfra kjarabóta. Hann ger-
ir sér grein fyrir því, að
verkfallastefnan hefur ekki
fært honum kjarabætur, og
hann gerir sér líka grein fyr-
ir því, að takmarkaður hug-
ur fylgir máli, þegar komm-
únistar þykjast vilja fara
kjarabótaleiðina. Þegar til-
laga þeirra í þá átt hefur
verið samþykkt af öllum
þingmönnum, þá fellur niður
öll barátta fyrir henni, en
þess í stað eru sýndartillög-
ur sendar til ríkisstjórnarinn
ar, eins og hún geti með einu
pennastriki bætt kjör alls al-
mennings.
UTAN UR HEIMI
Kenneth Kaunda
„ÞAÐ líða fimmtíu eða jafnvel
hundrað ár áður en þelr svörtu
eru færir um að stjórna þessu
landi. Já, vissulega er Kenneth
Kaunda viðkunnanlegur maður
— en hvað er hann? Hugsið
um það að hann hefur aðeins
kennaramenntun". Og hvíti lög-
fræðingurinn brosti hæðnislega.
Síðan lýsti hann því hvað nýi
stjórnmálaflokkurinn, sem berst
fyrir áframhaldandi veldi hvíta
mannsins, hefur á prjónunum.
Hann talaði um „niggers“, um
frumstæða blökkumenn og um
hið óttalega, sem aldrei, aldrei
má verða, þ.e.a.s. „óhreinkun"
hvíta stofnsins með niðurrifi
múrsins milli kynþáttanna.
ÓHJÁKVÆMILEGT
A öðrum degi og í annarri
skrifstofu sagði róleg rödd:
„I>að er óhjákvæmilegt að
Kenneth Kaunda mun ná völd-
um í Norður-Rhodesíu; það vita
þeir hvítu uppi í koparbeltinu
Annars er athyglisvert, að
hvorki Tíminn né Þjóðvilj-
inn birtu úrslit kosninganna
í Múrarafélaginu. Er það í
samræmi við blaðamennsku
þá, sem á þeim blöðum er
stunduð.
LÖG GEGN
EINOKUN
Alþýðublaðið skýrir frá því
í gær, að á flokksstjórn-
arfundi Alþýðuflokksins hafi
verið samþykkt að flokkur-
inn beitti sér fyrir setningu
löggjafar til að fyrirbyggja
einokun og tryggja eftirlit
með fyrirtækjasamsteypum.
Þetta hefur um langt skeið
verið stefnumál Sjálfstæðis-
flokksins, og má því gera
ráð fyrir, að stjórnarflokk-
arnir sameinist nú um að
hrinda þessari löggjöf í
framkvæmd.
Alþýðublaðið skýrir einnig
frá því, að flokksstjómar-
fundurinn hafi samþykkt, að
flokkurinn beitti sér fyrir
setningu löggjafar um sölu-
samtök á afurðum þjóðarinn-
ar eins og Sölumiðstöð hrað-
frystihúsanna. Vel má vera
að unnt verði að semja
heppilega löggjöf í þessu
efni, þótt líklegra sé, að
betra væri að taka til
endurskoðunar almenna lög-
gjöf um atvinnufyrirtæki,
þar á meðal hlutafélaga og
samvinnufélagalög.
Hins er svo líka að gæta,
að við samningu löggjafar til
að fyrirbyggja einokun, hlýt
ur að verða höfð hliðsjón af
aðstöðu nefndra sölusamtaka
og sú löggjöf hlýtur að snerta
þau meira eða minna.
Aðalatriðið er, að fagnaber
þessum samþykktum Alþýðu
flokksins, því þær benda til
þess, að flokkurinn hafi að
þessu leyti heilbrigðar skoð-
anir á nauðsyn þess að
tryggja frjálsa samkeppni og
heilbrigða viðskiptastarfsemi.
fyrir norðan, þótt þeir haldi
dauðahaldi í vonina um krafta-
verk, sem hindri að þeir afrísku
fái meirihlutaaðstöðu. Kaunda
er skynsamur maður, sem ég
ber virðingu fyrir og sem hefur
með höndum afar erfitt verk-
efni“. — Þetta sagði Sir John
Kenneth Kaunda
Moffat, leiðtogi frjálslyndra í
Norðúr-Rhodesíu. Og hann álít-
ur skoðanir lögfræðingsins og
flokksfélaga hans hreina vit-
leysu. Þeir hvítu eigi ekki ann-
ars úrkosta en að hafa samvinnu
við Kaunda og stjórnmálaflokk
hans, UNIP.
Utan Norður-Rhodesíu, eða
öllu heldur utan Afríku, er
Kaunda enn tiltölulega lítt
þekktur. Land hans er ekki
stórt, en það er auðugt. Það er
eitt auðugasta landsvæði Afríku,
þar sem 60.000 hvítir menn
berjast örvæntingarfullri bar-
áttu til að halda yfirráðum
yfir námum koparbeltisins og
yfir tveimur og hálfri milljón
Afríkumanna. Kenneth Kaunda
er enn ekki jafn almennt þekkt
ur og Nkrumah, Touré og Keny
atta, en sá sem hittir hann og
kynnist honum verður fyrir
miklum áhrifum og sannfærist
um hæfileika hans.
Kaunda hefur úr vöndu að
ráða. Hann verður að sann-
færa brezku ríkisstjórnina um
að hún verði fljótlega, mjög
fljótlega að færa Norður-Rhó-
desíu nýja stjórnarskrá, sem
tryggi afrískum mönnum meiri-
hluta á þingi — áður en hann
missir stjóm á flokki sínum og
við taka æsingamennirnir, sem
telja að útilokað sé að ná þessu
marki án valdbeitinga.
Gegn honum standa ekki
aðallega hvítu stjómmálamenn-
irnir í Norður-Rhodesíu, held-
ur öllu fremur námufyrirtækin
og leiðtogar hvítra í Suður-
Rhodesíu með forsætisráðherra
sambandsríkjanna, Sir Roy
Wellensky, í broddi fylkingar.
AUGUN BROSA
Þegar Kaunda talar um and-
stæðing sinn, Sir Roy, er það
ekki með neinni heift. Hann
talar rólega og augim brosa.
Hann þarf ekki að rekja ástæð-
urnar fyrir andstöðu forsætis-
ráðherrans. Þær eru of augljós-
ar. Ef þeir hvítu missa völdin
í Norður-Rhodesíu rofna senni-
lega tengslin við Suður-Rho-
desíu. Og þá hafa hvítu stjórn-
endurnir ekki lengur möguleika
á að beina hluta auðæfanna frá
námunum í norðri til Suður-
Rhodesíu.
Það, sem ef til vill er mest
áberandi við Kaunda er það að
hann talar án biturleika. Þótt
hann hafi oft verið fangelsaður
og setið eitt ár í útlegð hefur
það ekki skilið eftir nein sjáan-
leg ör. Hann fæddist í Laupula-
héraði nyrzt í landinu. Þar var
faðir hans trúboði og móðir
hans kennslukona. Hann ólst
upp í skozkri trúboðsstöð, en
hélt síðan til Lusaka til kenn-
aranáms. Hann var um tvítugt,
er hann hóf kennslu, en hætti
henni fljótlega. Nokkurn tíma
var hann í ferðum um Tangany-
ika og Suður-Rhodesíu, en fór
svo aftur norður, til koparbelt-
isins. Svo tók hann að snúa sér
að stjórnmálum. Hann var fyrst
fangelsaður árið 1955, fyrir að
hafa með höndum „hættulegar'*
bókmenntir, m.a. rit Gandhis.
Eftir að honum var sleppt úr
haldi, smá jukust áhrif hans i
stjórnmálum og hann sagði skil-
ið við stjórnmálaflokk þann,
sem hann hafði barizt fyrir I
mörg ár. Stofnaði hann svo nýj-
an flokk Zambia National Con-
gress, en sá flokkur var bann-
aður 1959. Þá var Kaunda vísað
í útlegð. Að henni lokinni tók
Kaunda við forustu United
National Independence Party,
sem í dag er fjölmennasta þjóð-
ernishreyfing Norður-Rhodesíu.
★
Árið 1960 lögðu Bretar fram
tillögu um stjórnarskrárbreyt-
ingu, sem virtist gefa mögu-
leika á afrískum meirihluta á
löggjafarþingi Norður-Rhodesíu.
En sl. sumar dró brezka stjórn-
in tilboð sitt til baka vegna
harðra andmæla frá Sir Roy
Welensky og hvítum leiðtogum
í Rhodesíu. Breyttu Bretar til-
boðinu og skelltu hurðinni í
andlit Kaunda og fylgismanna
hans.
Trosky ekki
endurreistur
SOVÉZKA tímaritið „Sögu-
vandamál“ lætur að því liggja
í síðasta hefti sem nýlega
kom út, að Sovétstjómin hafi
ekki í hyggju að veita Leon
Trotsky uppreisn æru. Segir
tímaritið að hugmyndafræði
Trotskys hafi verið f jandsam-
leg sovézka kommúnista-
flokknum og ekki geti komið
til mála, að henná verði veitt
söguleg uppreisn.
Þetta tímarit „Söguvanda-
mál“ er málgagn vísindaaka-
demíunnar sovézku. Þar segir
einnig að nú eigi sagnfræðing
ar greiðari aðgang aff ýmsum
skýrslum og skjölum en á tíma
Stalíns. Margvísleg skjöl séu
til frá tímabilinu 1930—1950,
sem þurfi gagngerrar rann-
sóknar við.