Morgunblaðið - 14.02.1962, Page 23

Morgunblaðið - 14.02.1962, Page 23
Miðvikudagur 14. febr. 1962 MOECTJ N BL AÐIÐ 23 Hér sézt brezki togarinn Hawfinch stranðaður út af Granda í gærmorgun. Dráttarbáturinn Magni hefur komið taug um borð í togarann. Bátur frá Óðni er við síðu Magna. Sjá nánar á bls. 24. (Ljósm. Ingimundur Magnússon). - Togari sfrandar Framh. af bls. 24. ihvert skipanna gkyldi draga tog- arann á flot, en Óðinn komst ekki nógu nærri vegna útfiris. Urðiu lyktir þær að Magna tókst að koma taug um borð í Haw- finch og draga hann á flot um 10 leytið í gærmorgun. Þess skaá getið að samkvæmt S0 ára gömium samninigi við brezka togaraeigendur, munu varðskip hafa rétt til þess að diraga brezka togara á flot ef þau eru nærstödd og hafa varð- skipin jafnan mætt óbeðin, ef um stránd brezkra togara hefur verið að ræða. Er ekki óliklegt ®ð eitthvað muni koma fram um þetta mál í sjóprófum, sem verða sennilega í dag. Dæla reiðubúin á bryggjunni. Magni tók togarann á síðuna og kom honum að Ægisgarði. Var stór dœla reiðubúin á bryggj unni, ef vera kynni að leka setti eð togaranum, en þagar til kom reyndist hann lítt eða eíkkerit lek- ur og deelunnar því ekki þörf. í gær fór kafari niður að rannsaka skemmdir, ef einhverj- ar vænu, en svo dimmt var, að Jiann sá ekki neitt. Verður því að taka skipið í slipp til að rannsaka það, en það getur ekki orðið fyrr en eftir 2—3 daga. Áhöfnin bólusett. Er togarinn lagðisit að bryiggju fór Björn L. Jónsson læknir um þorð og bólusetti skipshötfnina gegn bólusótt. Höfðu sexmenn- jngarnir, sem fyrstir fóru í land verið bóiusettir strax um morg- lininn. Á þilfari togarans lógu þrír (úmmíbátar, sem togaramenn tiöfðu blásið upp, greinilega við öBu búnir. Fréttamenn Mbl. áttu tal við ekipstjórann, Arthur Nuttall, 39 ára frá Grimsby. Var að flauta. „Við áttum við radar og vél- Hrbilun að stríða,“ sagði hann. „Það braut ekki á skerinu svo við sáum það ekiki. Ég var að ilauta á lóðsinn og það næsta oem við vissum var að við vor- lim strandaðir. Mér brá mikið við þetta (it was a shöck to me) en ég hieM ekki að ég sé eini akipstjórinn, sem hefur strandað « þessuim stað.“ Vildi skipsjór- ánn lítt ræða strandið, en kvaðst m/undlu láta það verða sitt fyrsta verk að hringja í konu sína og börn í Englandi. Er tveir atf sexmenningunum, lem fyrstir fóru í land voru Bpurðir um áistæðuna ti'l þess, •varaði annar þeirra að þeir hefðu hreinlega verið hræddir, en hinn sagði að þeir hefðu far-< ið vegna þess að þeim hafi verið getfinn kostur á því. Hinsvegar sagði Nuittall skipstjóri um þetta: „Hvers vegna spyrjið þið þá ekki sjálfa? Þið skiulið ekki spyrja mig!“ (Don’t ask me). - BSRB Framh. af bls. 17. opinberum starfsmönnum, um kaup og kjör, og að gagngerðar breytingar verði framfkvæmdar á launaíkertfi ríkisins og bæjar- félaganna. Telja samitökin, að heildarendurskoðun á launakjör- um opiraberra starfsmanna þoli enga bið. Bandalag starfemanna ríkis og bæja hetfur gefið út sitt eigið málgagn síðan á árinu 1944, og er ætlunin að út komi síðar í þessum mánuði afmælisblað í til- etfni 20 ára aimælis samtakanna. Ar Stjórnir bandalagsins. í fyrstu stjórn Bandalags stanfe manna ríkis og bæja áftu sæti: Sigurður Thorlacius, skólastjóri, förmaður, Lárus Sigurbjörnsson, skjalavörður, varaformaðiur, Guð jón B. Baldvinsson, deildarstjóri, ritari, Þorvaldiur Árnason, skatt- stjóri, gjaldkeri, dr. Ásmundur Guðmundsson, biskup, Guðmund ur Pétursson, simritari og Sig- urður Guðmundisson, skólameist- ari. Varamenn: Ingimar Jóhann- esson, skólastjóri, Kristinn Ár- mannsson, refctor, Nikulás Frið- riksson, umsjónarmaður, Sveinn G. Björnsson, póstfulltrúi. Þessir menn hafa verið for- menn bandalagsins: Sigurður Thorlacius, skólaistjóri, Lárus Sigurbjörnsaoin, skjaSavörðlur, Guðjón B. Balvinsson, deildar- stjóri, Ólatfur Björnsson, prótfess- or, Sigurður Ingimundarson, al- þingismaður, Kristján Thorlac- ius, deildarstjóri, í núverandi stjdrn eiga sæti: Kristján Thorlacius, deildar- stjóri, formaður, Júlíus Björns- son, deildarstjóri, varatformaður, Magnús Eggertsson, lögreglu- varðstjóri, ritari, Guðjón B. Baldvinsson, deildarstjóri, gjald- keri, Andrés G. Þormar, aðaltfé- hirðir, Eyjólfur Jónson, lög- fræðingur, Gunnar Árnason, sóknarprestur, Sigurður Ingi- mundarsison, aliþm., Teitur Þor- leifsson, kennari. Varamenn: Einar Ólatfsson, verzlunarstjóri, Haraldur Steinþórsson, kennari, Jón Kárason, fulltrúi og Þor- steinn Óskarsson, símvirki. — Aukin a&stoð Framh. af 24 Fávitaháttur verður ekki lækn- aður, en þó má hjá ýmsum börn- um, sem talin eru vangefin, eyða vissum sjúkdómseinkennum, ef í tíma er tekið, þannig að börnin síðar meir verða ekki talin til vangefinna. Einnig má með kennslu og þjálfun gera börn, sem verr eru á vegi stödd, fær um að inna af hendi ýmis vanda- lítil störf og verða með því sjálf- bjarga í stað þess að vera þjóð- félaginu til byrði. Nýjar aðferðir í hjúkrun, umönnun og meðferð vangefinna hafa gert þeim lífið léttbærara og bjartara en það áður var. Síðustu tvo áratugina hefur markverð og mikil þróun átt sér stað í meðferð fávita. Menn hafa komið auga á, að mikið er hægt að gera fyrir þessa illa stöddu sjúklinga, sem ekki geta talað fyrir sínu máli, og mönnum er að verða Ijóst, að þjóðfélagið hefur víðast hvar vanrækt illa helgar skyldur sínar við þessa þegna sína. HÆKKUNIN SfZT OF MIKIL Erfitt er að gera sér grein fyrir tölu vangefinna hér á landi. í Vestur-Evrópu er taKð, að %% af íbúum landanna séu vangefn- ir, aðeins helmingur þeirra er þó talinn þurfa á stöðugri aðstoð af hálfu hins opinbera að halda. I Danmörku t. d. er þessi aðstoð veitt um 20000 vangefnum, eða tæplega %% af þjóðinni. Helm- ingi þessara sjúklinga er komið fyrir hjá fjölskyldum (í familie- pleje), en um 9000 (þ. e. um 2%c af þjóðinni) þurfa rúm á stofn- unum þar sem þeir geta dvalizt allan sólarhringinn. Rúmin eru til handa þessum sjúklingum, en stofnanirnar margar hverjar úr- eltar, og nú stendur fyrir dyrum endurnýjun þeirra, sem ætlað er að kosti 150 millj. danskar krón- ur, og sem Ijúka á fyrir árslok 1963, og ráðagerðir eru um að byggja fyrir aðra eins upphæð von bráðar. Gera verður ráð fyrir að hlut- fallið hér á landi sé mjög svipað og í Danmörku. Meiri eða minni aðstoð af hálfu hins opinbera þyrftu þá 850—900 manns, þar af verulegur hluti á hælum. Nú eru hælisvistarrúm fyrir 147 vist- menn, sem þó eru sum alveg ófullnægj andi. Geta má þess, að talið er, að stofnkostnaður hvers hælisrúms sé að meðaltali ca. 250 þús. kr. Hækkun sú, sem hér er lagt til, að lögtekin verði á tekjum styrkt arsjóðs vangefinna er því sízt um of mikil, ef koma á málum þess- um í viðunandi horf í fyrirsjáan- legri framtíð. IHenningarfélag í Kjós 70 ára BRÆÐRAF'ÉLAG Kjósarhrepps er 70 ára í dag, var stofnað að Reynivöllum 14. febrúar 1892. Þá höfðu áður verið haldnir 3 undir búningsfundir að félagsstoínun- inni í janúar. Félagið er jafnt fyrir „karla og kvinnur" eins og komizt er að orði í reglum félagsins en nafn þess er táknrænt sem sjá má af fyrstu málsgrein annarrar grein- ar félagsreglanna, þar segir með- al annars. Aðaltilgangur félagsins skal vera að efla bróðurhug og eindrægnisanda meðlima þess, að stunda nytsama fræðslu, sið- prýði og hverskonar menning eftir megni“ 1 fyrstu stjórn voru kosnir: Eggert Finnsson, form.; Andrés Ólafsson, ritari; Erlendur Jóns- son, gjaldkeri og séra Þorkell Bjarnason bókav. Þá þegar var lagður vísir að bókasafni og hef- ur það síðan verið þess höfðuð verkefni að "efla það og hafa það opið til útlána. Séra Halldór Jónsson varð bókavörður eftir að safnið var flutt í nýbyggðan barnaskóla, síðan hefur Njáll Guðmundsson skólastjóri verið bókavörður. Á meðan ekkert ungmenna- félag var starfandi í sveitinni hélt Bræðrafélagið uppi mál- fundastarfsemi, gaf út handskrif- að blað, sem hét „Vekjarinn“ gekkst fyrir skemmtisamkomu og hefur raunar alla tíð gert nokkuð að því og ætíð reynt að yanda vel til skemmtiatriða með fulltingi ýmsra góðra listamanna úr Reykjavík. Stjómarformenn í félaginu hafa verið: Eggert Finnsson, Andrés Ólafsson, Benedikt Ein- arsson, Þorkell Guðmundsson, Steinn Guðmundsson og núver- andi formaður er Oddur Andrés- son. Félagið minnist sjötugsafmæl- isins á laugardagskvöldið nk. og Eggert Finnsson eru allir velunnarar félagsins fyrr og síðar velkomnir þangað. Þess má loks geta að þrír af stofnendum félagsins em enn á lífi, þeir: Páll Jónsson, járnsmið- ur frá Skorhaga; Ögmundur Hannsson frá Hurðarbaki og Jónas Guðm., Akranesi. — Paris Frh. af bls. 1. friðar í Alsír. Fulltrúi samtoands franskra kennara sagði, að París arbúar væru sorg og harmi slegn ir yfir hörku stjórnarinnar og lögregluimar á fimmtudaginn og Eugene Henaff, sem talaði fyrir kommúniska verkalýðssamband- ið sagði, að Frakkar myndu berj- ast fyrir því, að þeir, sem bæru ábyrgð á blóðsúthellingum hlytu þá refsingu, sem þeim bæri. ~k Órólegt í Alsír Sem fyrr segir fór útförin fram með algerum friði og tign, en við háskólann í París kom til átaka milli nokkurra stúdenta og lögreglumanna, sem stóðu vörð við lagadeild háskólans. í La Rochelle í Vestur-Frakklandi kom einnig til óeirða og beitti lögreglan þar táragasi. Annað bar ekki til tíðinda. I Alsír var hinsvegar órólegt í dag einis og fyrr. — Evrópskir kaupmenn og veitinga menn gerðu verkfall í mótmæla- skyni af því að veitingamanni einum var rænt í Hussen-Dey á sunnudag. Gerðu það sex vopn- aðir menn og segja sjónarvott- ar, að þai hafi verið að verki bæði menn af evrópskum ættum og Asíumenn. Samkvæmt síð- ustu fregnum frá Algeirsborg er iþar á kreiki orðrómur um, að veitingamaðurinn hafi verið myrtur af andstæðingum OAS Sú fregn hefur hvergi fengist staðfest. Verkamenn á kjöt- og græn- metismarkaði borgarinnar gerðu einnig verkfall, af því að sprengju var varpað á markaðs- torgið. Tveir menn voru drepnir í Oran í morgun og 20 nienn á öðrum stöðum í landinu. f Sidi- Bel-Abbes í Vestur-Alsír sprungu fjórar plastsprengjur, sem ollu miklu tjóni á eignum Serkja. Ein stór sprengja sprakk við hús kunnrar konu í Oran, en hún er eld'heitur kommúnisti. Miklar skemmdir urðu af sprengingunni, og rétt á eftir var hafin vélbyssu skothríð á húsið. Særðist þá systir konunnar. Loks kom til óeirða í Belcouxt og beitti lög- regla þar táragasi gegn nokkrum Serkjum, sem vildiu hefna harmia sinna á nofckrum Evrópumönin- um, er höfðu sært fimm Serki lífaihættulega í skothríð fyrr í dag. Kario, 13 febrúar — AP. TILKYNNT var í Kario í dag, að stjórnin heföi ákveðið að sleppa úr haldi 23 mönnuim, sem handteknir voru, þegar Sýnlend- ingar slitu tengzlin við Eigypta- land í október sL Grein Honnesar Péturssonnr ÉG þykist í bili hafa gert nóg- samlega grein fyrir skoðun minni á því, hver muni vera höfundur að greininni í Norðlingi um jarðarför Jóns Sigurðssonar 1880. Út af grein Hannesar Pét- urssonar í Vísi í gær skal ég að- eins taka fram, að hver, sem nokkuð þekkir að ráði til bókmenntasögu, veit að til þess eru mýmörg dæmi að ungir gáfaðir menn hafa innan tvítugs skrifað stórum furðulegri og merkilegri hluti en umrædda j arðarf arargrein, að öll sjónarmið og allur fróð- leikur þeirrar greinar um Jón Sigurðsson hefur verið almennt umtalsefni í Reykjavik um það leyti sem greinin var skrifuð, að Hannes Hafstein hefur vel getað fengið það tölublað af Dagstele- grafen, sem minnzt er á, að láni frá einhverjum sem hafði geymt það, t. d. Birni M. Ólsen, — eða Benedikt Gröndal, sem var kenn- ari Hannesar í náttúrufræðum, og hann ef til vill hefur sagt frá því, að hann ætti að skrifa grein um jarðarförina fyrir Norðling, að mig vantar enn skýringu á því, hvers vegna Benedikt Grön- dal hefði átt að byrja grein um jarðarförina með því að svara bréfi frá ritstjóra Norðlings til Hannesar Hafstein, þar sem rit- stjórinn hafði beðið Hannes að beita áhrifum sínum til þess að fá jarðarförinni frestað. 13, febr. 1962 Kristján Albertsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.