Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 2
2 MORGUTSBLAÐ1Ð Þriðjudagur 20. febr. 1962 Ólafur Thors reifar máiið í Reykjaneskjördæmi Stoínað kjördæm'sráð Sjálfstæð isflokksins í Reykjaneskjördæmi Fyrsfa kjördæmisráð flokksins sam- kvæmt hinum nýju skipulagsreglum SUNNUDAGINN 18. febrúar s.l. var haldinn stofnfundur kjör- dæmisráðs Sj álfstæðisflokfcsins í Reykjaneskjöidaemi, fundurinn var haldinn í samkomuhúsi Garðahrepps. Fundinn sóttu 70 fulltrúar kjörnir af flobksfélög- um og fulltiúaráðum í kjördæm- inu. Óláfur Thors, forsætisráðherra setti fundinn og lýsti ánægju sinni yfir hve fundurinn væri fjölmennur Forsætisráðherra gat þess að Kjöræmisráð SjálJstæðis- flokksins í Reykjaneskjördæmi væri fyrst kjördæmisráðið sem stofnað væri samkvæmt þeirn skipulagsreglum, sem samþykkt- ar voru á landsfundi flokksins í haust. Fundarstjóri var kjörinn Stefán Jónsson, Hafnarfirði Og fundarritari Hans Christiansen, Garðahreppi. Matthías Á. Mathiesen. alþing- ismaður skýrði frá undirbúningi fundarins og ræddi um verkefni hans. Þá flutti Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins ýtarlegt er- indi um störf og skipulag Sjálf- stæðisflokksins og skýrði upp- kast að lögum fyrir kjördæmis- ráðið, sem lagt var fyrir fundinn. Tvær Jiefndir vom kösnar á fundinum, Jaganefnd og uppstill- ingarnefnd. Hlé var gert á fund- inum meðan nefndir störfuðu, og þágu fundaimenn rausnarleg- ar veitingar í boði Sjálfstæðis- félags Garðahrepps. Eftir fundarhlé voru tekin fyrir álit nefnda. Framsögumaður laga nefndar var Jósafat Arngríms- son, Njarðvík. Fundurinn sam- þykkti síðan lög fyrir kjördæmis- ráðið. Framsögumaður uppstillingar- nefndar var Sveinn S. Einarsson, Kópavogi. í stjórn voru kosnir: formað- ur, Einar Halldórsson, bóndi, Set bergi, Garðahr., Guðmundur Guð mundsson, Hafnarfirði, Kristján Guðlaugsson, Keflavík, Oddur Andrésson, Neðra-Hálsi, Kjós og Kristinn G. Wium, Kópavogi. í varastjórn voru kosnir; Jako- bína Mathiesen, Hafnarfirði, Sesselja Magnúsdóttir, Keflavík, Sigurgeir Sigurðsson, Seltjarnar nesi, Jón Kristjánsson, Vogum Og Sigurður Helgason, Kópavogi. Þá fór t'ram kosning fulltrúa Reykjaneskjördæmis í flokksráð Sjálfstæðisflakksinis. Kosnir voru: Stefán Jónsson, Hafnar- firði, Ólafur Bjamason, Brautar- holti, Kjalarnesi, Karvel Ög- mundsson, Njarðvík, Axel Jóns- son, Kópavogi, Alexander Magn- ússon, Keflavík. 5 efstu menn á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins í Reykjaneskjördæmi við síð- ustu kosningar til Alþingis eru sjálfkjörnir í flokksráð en eins og kunnugt er eru það þeir Ólafur Thors, forsætisráðherra, Matthías Á. Mathiesen. alþm. Hafnarfirði, Alfreð Gíslason, alþm. Keflavík, Sveinn S. Einarsson, Kópavogi og séra Bjarni Sigurðsson, Mos- felli, Mosfellssveit. Auk þessa eiga þeir Bjami Snæbjörnsson, Hafnarfirði, fyrrverandi mið- stjórnarmaður flolcksins og Páll V. Daníelsson, Hafnarfirði, sem sæti á skipulagsnefnd flokksins, einnig sæti í flokksráði. Að löknum kosningum í stjórn og flokksráð árnaði Ólafur Thors, forsætisráðherra nýkjörnum for- manni og stjórn heilla í starfi. Forsætisráðheira skýrði frá gangi nokkurra mála, sem ríkis- stjómin vinnur að. Þá ræddi for- sætisráðherra nokkur helztu hags munamál Reykjaneskjördæm- is. Síðan voru almennar umræður Og tóku pessir til máls: Jósafat Arngrimsson, Njarðvik, Sveinn Ólafsson, Garðahreppi, frú Jakobína Mathiesen. Hafn- arfirði, Jónas Magnússon, Star- dal, Kjalarnesi, Jón Guðmunds- son, Reykjum, Mosfellssveit, Stefán Jónsson. Hafnarfirði, Páll Ó. Pálsson, Sandgerði Og Páll V. Daníelsson, Hafnarfirði. Fundurinn sendi formanni Sjálfstæðisflokksins Bjarna Bene diktssyni, dómsmálaráðherra 'kveðjur og árnaðaróskir. Form. kjördæmaráðsins Einar Halldórssön, flutti að lokum hvatningarorð til fundarmanna Og hét á þá að vinna að eflingu flokksstarfseminnar í kjördæm- inu. Vantar talstöð ÞAÐ VAR vökunótt í miSrg um húsum í Vík í Mýrdal meðan björgun skipverjanna á Hafþóri stóð yfir. Engar fréttir bárust af björgunarleið angrinum frá því lagt var af stað og þar til leiðangurinn kom til Víkur að tólf timum liðnum . Engum getur dulizt nauð- syn þess að björgunarsveitin í Vík fái talstöð til umráða þar sem hún þarf oft að fara tilC starfa á fjarlæga staði yfir tor færur og vegleysur. Mundi það auðvelda allar fram- kvæmdir við björgunarstörf. Þess vegna er það skýlaus krafa okkar hér í Vík að hlut azt verði til um að hreyfanleg talstöð verði staðsett hér í Vík nú þegar. Jónas Gíslason. t 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0 0' 0 0 f í fundarlok hylltu fundar- menn Ólaf Thors, forsætisráð- herra og konu hans fni Ingi- björgu. Eins og fyrr segir var fundur- inn fjölmennur og kom skýrt fram að fundarmenn voru ákveðnir í að treysta hið nýja skipulag flokksins og efla starf- semi hans sem mest í kjördæm- inu. Báturinn að liðast í GÆR átti blaðið tal við Brand Stefánsson í Vík í Mýrdal, en hann stóð fyr- ir leiðangri, sem fór á strandstaðinn þar sem v.b. Hafþór liggur í fjörunni. Færðin austur var nú mun betri en á sunnudags nóttina og tók ferðin rúma 3 tíma. Komust bílarnir nú allt að Blautukvísl. — Svo virtist leiðangurs- mönnum sem báturinn liðast og sjór var í honum. Eitthvað mun hann brot- inn, því að sjávarfalla gætti í bátnum. Leiðangursmenn komust um borð í Hafþór á fjöru og gátu gengið þangað þurrum fótum. Allt er tal- ið óvíst um björgun báts- ins og fer það eftir veðri hvort hægt verður að ná honum út. Iialdist brim þarna eystra er talið von- væri eitthvað byrjaður að laust að bjarga bátnum. Fyrirlestur um ástandið I Berlín í háskólanum í dag HÉR Á lamdi eru staddir for- maður og varaformaður stúdenta ráðs Freie Universiitat í Berlíii. Þeir eru á leið til Bandariikjanna, þar sem þeir munu flytja fyrir lestra um Þýzikalandsmálið. — Annar þeirra félaga, Peter Mudra heldur fyrirlestur í dag í 1. kennslustofu háskólams á al- mennum stúdentafundi um á- standið í Berlín. Drengur fyrir bíl UM fjögur leytið í gær varð sex ára drengur, Einar Vilhelm Þórð arson, Langholtsvegi 13, fyrir vörubíl á Langholtsvegi móts við húsið nr. 32. Var bíllinn á leið norður Langholtsveginn en drengurinn hljóp austur yfir göt una. Varð hann fyrir hægra fram horni bílsims og kastaðisit í göt una. Rétt í því nam bílinn stað ar. Drengurinn var fluittur á slysavarðstofuna og kvartaði hann um eymsli í höfði. Lentu í tveimur eldsvoö- um á sama sólarhringnum KLUKKAN 1.30 aðfaranótt sunnudagsins vöknuðu tveir skipsmenn vélbátsins Hjálmars NK 3 við að eldur var laus í bátnum. Gerðist þetta í höfninni á Flateyri við Önundarf jörð. Náðu skipsmenn í slökkvilið stað arins sem tókst að ráða niður- lögum eldsins kiukkan fimm um nóttina. Vélbáturinn Hjálmar er 82 tonn á stærð, nýtt skip, skrásett í Neskaupstað en er í vetur leigt Fiskiðjunni á Flateyri. Umrædda nótt sváfu þeir um borð Tómas Hjaltason, stýrimað- ur, frá Eskifirði, og Sigurjón Gíslason háseti, frá Reyðarfirði. Klukkan hálf tvö vaknaði Sigur- jón við einhveni hávaða, sem hann hélt að væri sprenging eða högg. Varð hann þess þá var að mannaíbúðir skipsins aftur í voiu fullar af reyk. Vakti hann félaga siinn og gerðu þeir þegar ráð- stafanir til þess að ná í slökkvi- liðið, og tilkynna skipstjóra, Hringi Hjörleifssyni, frá Flateyri, hvernig komið værL Erfiðlega gekk að slökkva eld- inn, enda bryggjan einn svell- bunki eftir asahláku, sem gerði ofan á frosna jörð. Flytja varð slökkvidæluna út í skip í höfn- inni og var sjó dælt þaðam á eld- inn. Eldurinn kom upp í vélar- rúmi skipsins, en bæði tókst að verja olíugeymi þess og vélar, aðalvél og ljósavél. Miklar skemmdir urðu í vélarrúminu, bitar bninnu svo og klæðning. Einnig eyðilagðist allt rafkerfi skipsins. Mjög er rómuð framganga þeirra félaga, Tómasar og Sigur- jóns, svo og skipstjóra þeirra, Hrings. Aðalverkefni slökfeviliðs- manna var að verja olíugeymimn og tókst það. Þeir Tómas og Sigurjón urðu að yfirgefa skip sitt og fá sér verustað í landi. Fengu þeir inni í svonefndu Torfahúsi, sem er eign Fiskiðjunnar. en þar eru og skrifstofur fyrirtækisins. — í gærmorgun vaknaði Tómas stýri- maður við það að herbergi þeirra félaga var fullt af reyk. Brutust þeir út um glugga og urðu þá varir við að eldsupptök myndu vera í kyndiklefa í kjallara húss- ins. Tókst þeim að komast þang- að inn, og ráða niðurlögum elds- ins. Má fullvíst telja, að þeir hafi bjargað húsinu frá því að brenna til kaldra kola, því í því býr enginn maður. Fréttaritari blaðsins á Flateyri átti tal við þá félaga í gær, og sögðu þeir að þá fyrst hefði þeim brugðið að marki þegar þeir höfðu ekki Skákin Úrslit í 13. umferff: Friðrik Ólafsson tapaði fyrir Barcza, Geller vann Aaron, Bisquier vann Cueller, Fischer vann German. Jafntefli urðu hjá Uhlmann og Bolbochan, Portisch og Petrosjan, Benkö og Kortsnoj. — Aðrar Skákiir fóru í bið. Úrslit í 14. umferff: Fischer vann Cueller, Geller vann Portish, Gligoric vann Yanofski, Kortsnoj vann Aaron. Jafntefli urðu hjá Friðrik og Bisquier, Bolbochan og Teschner, Stein og Barcza, Filip og Benkö. Aðrar ská'kir fóru í bið. Eftir 14 umferðir er staðan þessi. Talan í svigum táknar taflfjöldann: Fischer 10 (12) Geller 9Vz (13) Uhlmann 9 (13) Kortsnoj 8% (13) Petrosjan 8 (12) Filip og Gligoric 714 (12) Benkö 7% (14) Bilik 7 (11) Friðirik og Portisoh 7 (14) frið fyrlr eldi og reyk eftir að þeir komu í land af hinu brenn- andi skipi. — Alsír Framh. af bls. 1 mál væri sízt til að vekja mönn- um vonir. Formaður utanríkisnefndar franska þingsins, Maurice Schu- mann kvaðst hinsvegar vona að samkomulagið gætd orðið grund- völlur að sætt hinn ýmsu stríð- andi afla í þessari deilu og væri það ekki síður mikilvægt en að binda endi á styrjöldina sjálfa. Forystumenn frönsku verkalýðs- félaganna hafa yfirleitt látið * ijós mikia ánægju. • Hryffjuverk í Alsir Enn ein bryðjuverkabylgjan gekk yfir Alsír í gær og dag þeg ar fregnin um samkomulagið barst. Á sunnudag voru drepnir 16 menn Og 26 særðix í hryðju- verkum beggja aðila. Á mánu- dagskvöldið var vitað. að ellefu manns höfðu látizt þá um daginn og fimm hermenn OAS stálu veru legu magrú af vopnum og skot- færum. í Oran rændu OAS-menn. 1200 frönskum einkennisbúning- um hermanna. Fjórir óbreyttir borgarar voru drepnir, þar sem þeir komu ak- andi í bifreið sinni úr Mailott- hersjúkrahúsinu í Algéirsborg. Skotið var á bifreiðina og kvikn- aði í henni Dreif þá að fleiri OAS menn er helltú benzíni á logann og æptu „Látum þá brenna“. í Oran voru fjórir drepnir og sprengd jórnbrautarlína utan við borgina. í sjálfu Frakklandi gerð ist það að 15 menn, sem voru í fangabúðunum Saint Maurice da ■ Laroise, fyrir utan Marseille, flýðu þaðan í nótt. Flestir voru OAS menn eða höfðu tekið þátt í hi’yðjuverkum þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.