Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 3
Þriðjudagut 20. febr. 1962
mok r.Tryni aðið
3
* 0 * * 0 0 * m 01 0 0 0 0 0 0 0
IVÍK í MÝRDAL, 19. febr.
Á SUNNUDAGSKVÖLD
hitti ég Pálma Sigurðsson,
eiganda og formann vél-
bátsins Hafþórs, sem
strandaði á laugardags-
kvöld, á heimili frænda
hans, Valdimars Tómasson
ar hér í Vík. Lagði ég
fyrir hann nokkrar spprn-
ingar, sem hann leysti
greiðlega úr.
— Hvenær fóruð þið í róð-
ur?
— Það var á föstudagskvöld
um kl. 7. Við keyrðum í átta
og hálfan tíma og lögðum
línuna vestarlega á Síðu-
grunni. Gekk vel að draga lín-
una. Vorum við búnir um kl.
hálf fimm og fengum dágóðan
afla, um 11 lestir. Þá var suð-
austan kaldi og alls ekki mik-
ill sjór. Ég fór niður og lagði
Á mynd.inn eru sitjandi ívar Nikulásson vélstjóri (t.v.) og
Guðlaugur Sveinsson háseti. AS baki þeirra eru Færeying-
arnir Peter Dahlberg og Jegvan Joensen.
reyna að segja þér, hve fegnir
við vorum, er við komumst í
bílana og seinna upp í skýlið.
— Vai Hafþór stór bátur?
— Hann var 39 tonna eikar-
bátur, smíðaður í Danmörku
1947, ágætur bátur. .Ég átti
hann í tvö ár.
Hvað hyggst þú fyrir ?
Það er óvíst. Ég reyni að
fara strax á átrandstaðinn til
að skoða bátinn. Ég held hann
geti ekki verið mikið brotinn.
Ef unnt reynist, mun athugað
um björgun bátsins.
— Hvað heldur þú, að hafi
valdið strandinu?
— Um það get ég ekki sagt,
því að ég var sofandi niðri. En
ég finn enga skýringu á því
aðra en þá, að járnið í fjör-
unni hafi valdið skekkju á
áttavitanum, enda sagði bátur,
sem sigldi á eftir okkur, að
við hefðum allt í einú farið
að beygja úr leið og stefna að
landi.
— Sáuð þið bátana, sem
biðu fyrir utan ?
— Nei, við sáum þá aldrei,
enda var dimmt yfir og slæmt
skyggni. Við sáum heldur
aldrei til leitarman'nanna, sem
Ef til vill bjargaöi þaö lífi okkar að
við komumst ekki í gúmbátinn
mig, því að spáð var versn-
andi veðri og ég ætlaði að
taka seinni vaktina, þegar
komið væri vestur fyrir Vík.
— Hvenær heldur þú, að
báturinn hafi strandað?
— Það mun hafa verið
nærri hálf átta. Ég hrökk þá
upp úr svefni og þaut upp á
nærklæðunum. Ætlaði ég inn
í stýrishús, en þegar ég kom
aftur á móts við lúgu, reið
brotsjóx yfir bátinn og kastaði
mér til. Hafnaði ég þá á lúgu-
kappanum. Ég komst ekki í
stýrishúsið, en f ór upp á stýris
húsþakið til að gera gúmmí-
bátinn kláran. Kallaði ég til
strákanna, að hafa bjgrgbelt-
in tilbúin. Ég bjóst helzt við
því, að við yrðum að yfirgefa
bátinn þegar í stað, því að bát-
urinn stóð yzt í brimgarðin-
um. Snerist hann þar þrjá
hringi, áður en hann festist.
Pálmi Sigurðsson, sklpstjórL
Þegar ég hafði blásið upp bát-
inn og við ætluðum að fara út
í hann, reif brimið hann af
okkur. Sáum við síðan á eftir
honum austur eftir í brim-
garðinn. Ég var þá að hugsa
um það, að ekki hefði verið
gott að vera í honum. Senni-
lega hefur það bjargað lífi
okkar, að við komumst ekki í
hann.
— Hvað var þá hægt að
gera?
— Ég reyndi að keyra bát-
inn inn fyrir brimgarðinn nær
landi, því að engin von var
til þess að ná honum út aftur.
Sennilega vorum við 10—15
mínútur í brimgarðinum. Það
var hræðilegur tími.
■— Hvernig stóð á sjávarföll
um?
—- Illa, þvi að háfjara var
um hálfum öðrum tíma
seinna. Var því báturinn lengi
að komast inn fyrir rifið.
Hann rak líka alltaf í austur,
því að kominn var suðvestan
stormur og mikill straumur.
Ég mundi gizka á, að okkur
hefði rekið eina 4—5 kíló-
metra austur eftir að báturinn
strandaði.
— Gaztu notað talstöðina?
— Já, ég náði sambandi við
tvo báta sem höfðu verið með
okkur á Síðugrunni. Það voru
Andvari og Gammurinn, báð-
ir frá Vestmannaeyjum. Þeir
ætluðu að reyna að leiðbeina
okkur og miða bátinn. Það
tókst um ellefuleytið. En veð-
ur fór órt versnandi og þeir
gátu ekkert frekar að gert.
Þegar vitað var, að björgun-
arleiðangur væri á leiðinni,
lögðu þeir af stað heim á leið,
enda hafði Gammurinn þá að-
eins tekið niðri og hættulegt
var orðið fyrir þá að dveljast
þarna lengur. Gaf framan á
bátana í andófinu. Þá var
þýðingarlaust fyrir mig að
vera lengur við talsstöðina,
enda vissum við þá, að hjálp
væri á leiðinni og ekkert ann-
að fyrir okkur að gera en bíða
um borð í bátnum.
— Leið ykkur ekki illa ?
— Jú, við vorum allir gegn-
drepa. Við héldum okkur mest
frammi í lúkar, en þó varð
alltaf einhver að vera á vérði
uppi til að fylgjast með björg
unarsveitinni. Við höfðum
þrjú blys, sem við ætluðum
að skjóta, þegar við sæjum
hana koma. Um stundarfjórð-
ungi yfir tvö sáum við fyrst
til sveitarinnar, þar sem hún
kom gangandi með ljós með
sér. Skutum við þá blysunum,
en það var mjög erfitt. Urðum
við að kveikja á þeim niðri í
lúkar og hlaupa með þau upp.
Okkur létti mikið, er við sá-
um til mannanna.
Þegar björgunarsveitin kom
á vettvang var strax hafizt
handa úm björgun og tókst
hún vel í alla staði. Báturinn
hefur verið ca 75—80 metra
frá landi. Sveitin sýndi mikið
hugrekki og dugnað við björg-
unina. Það mun hafa tekið
okkur um tuttugu mínútur að
komast í land. en á þeim tima
mun bátinn hafa rekið a.m, k.
100 meti-a.
— Var gangan ekki erfið?
— Jú, hún var langerfiðasti
kafli björgunarinnar. Við vor-
um allir gegndrepa og Blauta-
kvísl reyndist oklcur erfið.
Mátti hún heita nærri ófær.
Einnig þar sýndi björgunar-
sveitin mikinn dugnað og
þrek. En ég ætla ekki að
fóru frá Álffcaveri.
— Er eitthvað, sem þú vilt
segja að lokum?
— Já, mig langar til að
biðja þig um að flytja alveg
sérstakar þakkir frá og okkur
öllum til björgunarsveitarinn-
ar og allra þeirra, sem þátt
tóku í að hjálpa okur. Ég á
engin orð til að lýsa þakklæti
mínu fyrir þetta ötula og fórn
fúsa starf. Ég er alveg sann-
færður um, að við hefðum
ekki haft nokkra von með að
komast af án aðstoðar þeirra.
Og þegar við sáum ófærðina
frá Vík á strandstaðinn, þá er
okkur óskiljanlegt, hve fljótt
sveitinni tókst að komast á
vettvang.
— Og að lokum vil ég segja,
að það er eindregin ósk mín,
að talsfcöð verði komið fyrir í
Vík, svo að hægt verði að
grípa til hennar, ef svipuð slys
ber að höndum. Það er ómet-
anlegt að geta haft samband
við björgunarsveitir í talstöð.
Það var hræðilegur biðtíminn
um nóttina, bæði fyrir okkur
um borð í bátnum, og hina,
sem biðu frétta af okkur. Tal-
stöðin flýtti fyrir björgun. Það
má ekki dragast, að slík tal-
stöð fáist. En ég endurtek
þakklæti mitt til allra, sem að
björguninni stóðu. Þeir unnu
mikið þrekvirki.
Áhöfn Hafþórs var þessi:
Pálmi Sigurðsson, forrnað-
ur, Vestmannaeyjum. ívar
Nikulásson, vélstjóri, Reykja-
vík. Guðlaugur Sveinsson,
háseti, Eeykjavík. Peter Dall-
berg, háseti, Færeyjum. Jeg-
van Joensen, háseti, Færeyj-
um.
— Jónas.
00*0000000 00 00 0-.0 0000 0000 000-00 0 00000 00000 00^00 0 00000000000 0000 000 0.0-0 0 0
STAKStÉÍMR
Mútur eða ekkf mútur
Alþýðublaðið birtir s.l. sunnu-
dag forystugrein, þar sem kvart-
að er undan því að Morgunblað-
ið hafi haldið því fram að vinstri
stjórnin hafi látið múta sér til
þess að semja um áframhaldandi
dvöl varnarliðsins á íslandi.
Það er ómaksins vert að at-
huga lauslega staðreyndirnar í
þessu máli. Alþjóð man, að allir
hinir svokölluðu vinstri flokkar
samþykktu vorið 1956 tillögu um
það á Alþingi, ao varnarliðið
skyldi látið fara úr landi. Að
Ioknum kosningum. var vinstri
stjórnin síðan mynduð.
En hvað gerðist svo haustið
1956? Vinstri stjórnin fékk stór-
lán úr sérstökum sjóði, sem
Bandaríkjaforseti hefur til um-
ráða, og samhliða var samið um
áframhaldandi dvöl varnarliðs-
ins hér á landi um ótiltekinn
tíma.
Það er auðvitað hægt að gefa
þessu ýms nöfn, en það sætir
vissulega engri furðu, þótt mörg-
um verði á að nefna mútur í
þessu sambandi. Allir flokkar
vinstri stjórnarinnar höfðu heit-
ið því há.tíðlega, og gert það að
stóru núm.eri fyrir kosningarnar
vorið 1956 að reka ætti varnar-
liðið burtu. En um Ieið og vinstri
stjórnin er sezt að völdum, sem-
ur hún um stórlán við Banda-
ríkjastjórn og stingur um leið
undir stól öllum kröfum um
brottför varnarliðsins.
Stjórn sem brást öllum
Margt hefur verið sagt og
skrifað um vinstri stjórnina.
Ekkert er heldur eðlilegra. Hún
lofaði straumhvörfum og stefnu-
breytingu í íslenzkum stjórn-
málum. Fyrst og frem.st Iofaði
hún að stjórna landinu með hags-
muni „almúgans“ fyrir augum.
En niðurstaðan varð sú, að stefBn
hennar bitnaði á engum harka-
legar en einmitt öllum almenn-
ingi. Undir forystu hennar magn
aðist verðbólgan, kaupmáttur
launanna þvarr og gengi krón-
unnar féll. Eina úrræðið, sem
vinstri stjórnin og flokkar henn-
ar gátu komið sér saman um,
var að leggja stöðugt á nýja
skatta, tolla og aðrar álögur á
fólkið. Að lokum. var svo kom-
ið á miðju kjör-
timabili, að al-
gert hrun blasti
við. Þjóðin var
að ganga fram
af „hengiflug-
inu“, eins og
sjálfir leiðtogar
vinstri stjórnar-
innar orðuðu
það. Þá neyddist
Hermann Jónasson til þess að
segja af sér.
Hver vill slíka stjórn?
Þrá.tt fyrir þessa reynslu af
vinstri stjórninni sálugu, er það
nú eina von Framsóknarflokks-
ins að honum takist einhvern
tíma á næstunni að mynda nýja
vinstri stjórn með kommúnist-
um. Til þess að berjast að því
takmarki, hafa kommúnistar og
Fram.sóknarmenn nú myndað sitt
niðurrifsbandalag. Það bandalag
gerir allt sem í þess valdi stend-
ur til þess að torvelda fram-
kvæmd nauðsynlegra viðreisn-
arráðstafana. En kosningarnar í
verkalýðsfélögunum undanfar-
ið sýna, að fylgi þessa bandalags
fer þverrandi. Kommúnistar eru
allsstaðar að tapa, enda þótt
Framsókn gamla reyni eftir
megni að hjálpa þeim.