Morgunblaðið - 20.02.1962, Side 17

Morgunblaðið - 20.02.1962, Side 17
Þriðjudagur 20. febr. 1962 MORGUNBLAÐIÐ 17. Unnur Andrea Jónsdóttir „Heyr þú barnshugans bæn: Ó, ég bið þig um líf.“ SKÁLDIÐ Stefán frá Hvítadal orti ýmislegt um haust og vetr- arkvíða, er á ævina leið, en aldrei voru þó söngvar hans um sólina og vorið, æskuna og igleðina, innilegri en þá. Bak við 'brimgarð harms og tára ljómaði eólskinsveröld hans í æ skærara ljósi. Þó að hann væri sjúkur ©g sár, kvað hann um hinn dýrlega dag ©g hið draumfagra kveld hamingjunnar, svo að feigðin hörfaði frá rekkjustokknum, og veröld hans öll og vitund var glædd þeim guðs loga, er sér- hvern heim gerir að sælustað. Þeir tímar komu, er sólskins- löndin hans hættu að eiga sér staði og stundir á þessari jörð. I>au fluttust yfir í heiðríkjuna fyrir handan. I einu kvæði sínu gerir hann upp ævireikninginn, eftir að hann er tekinn að þrá lausnina héðan, og biður enn um meira líf, eins og Goethe bað um meira ljós í dauðanum. Þrá mannanna eftir lífinu og ljósinu uær út yfir þennan heim. Þessi unga kona, sem í dag er kvödd með tárum af ástvinum sínum, bað einnig um líf, eins og aðrir lifendur. Hún þráði að lifa nokkru lengur í þessum heimi vegna eiginmannsins og barnanna sinna, sem ung og smá þurftu hjálpar hennar við. Er nokkuð örðugra fyrir göfuga konu en hverfa frá börnum sín- um, sem ekki eru komin á legg? Nýlokið var að byggja heim- Jlið fagurt og aðlaðandi, þar sem framtíðin sýndist geta bros- að við þeim. Þá kom kallið. Heilsan brast. Mörg ár barðist hún hugrökk við dauðann. Loks er hún sá, hvern endi sú bar- átta hlaut að hafa, sætti hún sig við hann með undra mik- illi sálarró og með bros á vör- um. Þannig geymist minningin um hana í hugum ástvinanna. Æskuárin voru umleikin björt um geislum ástar og umhyggju föður og móður og margra ætt- ingja. Þá kynntist ég henni sem fögru og blíðlyndu barni, sem allir hlutu að elska. Svo fóru erfið ár í hönd. Föðurinn missti hún aviplega af slysförum, er hún var um fermingaraldur. — Móðirin átti fullt í fangi með að kljúfa lífsbaráttuna. Einka- bróðirinn hvarf af landi brott og settist að erlendis. Fyrir þetta var hún meira einmana an ella. Næstu árin var hún að námi bæði hér á landi og erlendis. Einn vetur var hún í Húsmæðra skólanum á Laugalandi. Þar kynntist ég henni aftur. Hún var enn Ijúflynd og ástúðleg í umgengni, en stundum hljóð og innibyrgð eins og einmana börn verða, sem þrá meiri sól og yl. Aftur brosti hamingjan við henni, er hún giftist duglegum og efnilegum manni fyrir fimm- tán árum. Þau höfðu kynnzt í New York, og þar stofnuðu þau heimili og bjuggu um fjögurra éra skeið. Skuggi féll þó brátt á veginn. Hún fékk snert af berklum og lá um hríð á sjúkra húsi, en náði þó aftur sæmi- legri heilsu. Eftir það komu tiokkur góð og hamingjusöm ár, unz brydda tók á sjúkleika þeim, er að lokum varð henni að bana. Unnur Andrea Jónsdóttir, eða Stella eins og hún var venju- lega kölluð, var fædd í Reykja- vík 1. maí 1925. Hún var dóttir Jóns Erlendssonar frá Sturlu- reykjum, sem lengi var verk- stjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, ágætur maður og list- fengur og konu hans Guðlaug- ar Björnsdóttur, er um margra ára skeið bjó að Álfabrekku við Suðurlandsbraut. Hún giftist 5. júlí 1947 Guðmundi Einarssyni verkfræðingi, sem stundað hafði nám í New York og vann þá við ýmsar stórbyggingar vestra, til dæmis aðalbyggingu Samein- uðu þjóðanna. Árið 1951 flutt- ust þau til Islands og bjuggu um hríð í Njarðvík og á Kefla- víkurflugvelli, þar sem Guð- mundur er yfirverkfræðingur hjá Sameinuðum verktökum, en síðustu árin, eftir að heilsu hennar tók að hnigna, áttu þau heimili í Reykjavík. Átti hún þá lengst af, er hún ekki var í sjúkrahúsi, athvarf á heimili móður sinnar, sem gerði allt, sem í hennar valdi stóð til að léttg henni hina síðustu bar- áttu, og tók að sér umsjá barn- anna fimm, sem enn eru á ung- um aldri. Hún andaðist i Landsspítalan- um 7. febrúar sl. Útförin fór fram í kyrrþey eftir ósk henn- ar sjálfrar og í samræmi við hlédræga skapgerð hennar. En ef einhver vildi minnast henn- ar, bað hún um, að Krabba- meinsfélag íslands yrði látið njóta þess. Stella var framúrskarandi hús móðir, og léku henni öll verk í höndum. Hún var gædd næmri fegurðartilfinningu eins og hún átti ætt til, ástúðleg og um- hyggjusöm móðir barna sinna. Hjá þeim dvaldi hugurinn löng- um í hinu langvinna sjúkdóms- stríði. Oft fékk hún að skreppa heim dauðveik af sjúkrahúsinu fáa daga í senn til að sjá þau og hlynna að þeim. Seinasta von hennar og bæn var sú að fá að lifa það, að sjá elzta son sinn fermdan. En svo langur frestur gafst ekki, þó að einskis væri látið ófrestað til að leita henni heilsubótar. Stundin var komin. Lífsstarfinu í þessum heimi er lokið. Sjálf efaðist hún ekki um, að til væri önnur veröld, sem fullkomnar allt, sem hér er í molum. Sú trú gaf henni aðdá- anlegt sálarþrek og öryggi. „Að deyja er að hverfa út í sólskin- ið“, hefur mikið skáld sagt. Megi [, nú Guð hugga ástvini hennar; en gefa henni nýja sólskinsver- öld bak við skuggann og ráð- gátuna. Blessuð sé hennar minn- ing. Benjamín Kristjánsson. ávallt fyrirliggjandi I. Brynjólfsson & Kvaran Myndin sýnir ELAC LAZ-40. Sjálfritari og skiftikassi sambyggt í stjórnpúlt. ELAC Sjálfritarar og ELAC Fisksjár fyrir stærri og smærri skip eru næm tæki, sem ekki þurfa hvíta línu til þess að hægt sé að greina fisk. INIýja ELAC síldarskásjáin LAZ-40 Langdrægi 24000 metr. eða um 1300 faðma í góðu sjávarskyggni. Sjálfvirk leit 130 gráður á borð, alls 260 gr. Efnng hand- stýrð, alls 300 gráður. — Hátalari og heyrn- artól á veikar lóðningar. — Stefna botns- skjaldar sýnd með vísi á hringskífu. Stillan- leg geislabreidd., Aukabotnsskjöldur fyrir botnlóðningar og bolfiskleit. Færsla útfarans er allt að einn metri Leitargeislinn er því vel laus við kjöl og í þéttum sjó. Útfaraskaftið er úr sjóþolnu efni 120 mm. í þvermál. Allar hreyfingar út- farans eru rafknúnar. Útvegsmenn og skipstjórar! Leitið tilboða hjá oss, þegar þér hafið í hyggju að kaupa fiskileitartæki í bát yðar. Tilboð kosta ekki nema spurningu! STURLAUGUR JONSSON & CO Vesturgötu 16 — Sími 14680. SCANIAtO/VABIS L 75 Söluumboð ÁRNI ÁRNASON Hamarsstíg 20, Akureyri Símar 1960 og 1291 Góð bifreið þolir nákvæma athugun. Kynnið yður nákvæmlega uppbyggingu, efnisval og e-n-d-i-n-g-u SCANIA-VABIS bifreiða, áður en þér festið kaup annarsstaðar. Vörubifreiðar fyrir 6,5—15 tonn á grind Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. SCANIA sparar allt riema aflið L 55 Aðalumboð ÍSARN H.F. Klapparstíg 27. Sími 17270. Sími 17270

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.