Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 20. febr. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 15 VIÐ BJÓÐUM HINA NYJU FORD DIESEL VÉL TIL ALLSKONAR NOTA CYLINDRA VEL 86 B.H.Ö. — 2250 S.M, ER í HINU MIKLA AFLA- SKIPI M.B. HELGU. SAMKVÆMT nýútkomnu FAO World Fis'heries Statistic, urð-u Iheildarfiskveiðar í heiminum 1960 samtals 37,73 milljónir metric tonna. En það er hæsta aflamagn sem skráð hefir verið fram til þessa. Næstu ár á undan eru einnig næst í aflamagni 1959 með 35,6 millj. tonn og 1958 með 32,13 milljónir tonna. Síðasta árið fyrir heimsstyrjöldina eða 1938 var heildar fiskmagn í heimin- um 20,5 milljónir tonna. Fiskaflinn skiptist þannig eftir heimsálfum: árið 1960. í sviga tölur frá 1959: Millj. tonn. Afríka ............... 2,23 (2,1) N-Ameríka ............. 4,05 (4,27) S-Ameríka ........... 4,32 (2,91) Asía ............. 16,06 (15,38) Evrópa .............. 7,89 ( 8,06) Oceania ............. 0,13 (0,12) U.S.S.R.............. 3,05 (2,76) Eftir fisktegundum skiptist fisk aflinn í heiminum þannig: Millj. tonn. Síld-ættafiskur .... 10,22 (9,04) Þors'k-ættafiskur .. 4,80 (4,51) Vatna-fiskur ........ 4,37. (4,35) Skelfiskur lindýr ofl 3,81 (3,60) Muller o.fl. (Miðjarð- ar- og Afríkufiskur 3,66 (3,71) Túnf., markrill o.fl. 2,05 (1,94) Flatfiskur og lúða .. 1,20 (0,86) Lax-ættafiskur .... 0,59 (0,62) Hákarl, háfur o.fl. .. 0,41 (0,41) Ósundurliðað....... 6,62 (6,56) ERNTE /IUSDEM CicciH' Weltfisch (ang insgesamt b^mehr 3fs 1959 37,7 Mill Japan sem hefir ávallt síðan 1948 verið með mestan heildar- afla allra fiskveiðiþjóða, komst þó langt fram úr öllum fyrri afla- brögðum sínum 1960 með 6,2 milljón tonna heildarafla, sem er nærfellt 1/6 hluti aí heildarafla heims. Næst kemur Kína með 5,0 millj. tonn (1959), Bandaríkin 4,5 millj., Perú 3,5, Sövétríkin 3,0, Noregur 1,6 millj. tonn. V- Þýzkaland 0,65 millj. (ísland 0,5). Samkvæmt upplýsingum FAO varð aflinn i USA og Evrópu minni en árið áður, en hins vegar hætti í öðrum heimsálfum. 1 Milljónir fiskeggja, en afkoman vafasöm. í fróðlegu erindi í brezka út- varpinu fyrir skömmu ræddi dr. H. Fraser vísindamaður við Marine Laboratory í Aberdeen, um hina miklu viðkomu fiskanna á hverjum hrygningartíma og j hve lítið brot af því magni, slyppi lifandi gegnum alla erfið- leika lífsbaráttunnar sem biði þeirra. Viðkoma þorsksins er um ein milljón eggja hjá hverjum ein- staklingi, ýsunnar hálf milljón, flatfisksins fjórðungur úr milljón og síldarinnar um 50,000 hvers einstaklings og þetta endurtekur sig staðbundið ár eftir ár. Dr. Fraser lagði þá spurningu fyrir sjálfan sig, hverjar orsakir væru fyrir því, að á vissum tíma- bilum virtist skortur á ungviði í hafinu, og svaraði því jafnhliða. Hverju fiskeggi fylgir næring- arpoki, sem hið lifnandi fiskseiði verður að byggja fyrstu tilveru sína á meðan það er að fá á sig eðlilegt sköpulag. Þegar þessi birgðafæða er þrotin að öllu jöfnu eftir vikutíma, ferður fisk- seiðið að fara að bjarga sér sjálft eftir fæðu, sem raunverulega verður að vera alveg við munn þess, en það er -hinar margfallt minni lífverur plöntusvifið, sem er aðeins 1/100 til 1/50 úr stærð seiðisins. Seiði botnfiska lifa fyrsta lífs- skeið sitt í yfirborði sjávar eins og síldarseiðin, þar sem fæðan er fyrir hendi fyrirhafnarlaust. En þar verða þau einnig sjálf í þús- undatali öðrum fiskum að bráð, sem einnig eru í fæðuleit. Meðan seiðin lifa á plöntusvifinu eru þau einnig algjörlega háð straum um og veðurfari. Bf stormar ýfa upp öldubrot eða straumur ber þau þangað sem lífsskilyrði eru lakari, tortímast þau enn í þúsundatali. Jafnvel við góðar kringum- stæður af náttúrunnar hálfu, reyndist við tilrauna athuganir, að um tíundi hluti hrygningar- fræa glataðist á hverjum degi, þannig að eftir um mánaðartíma voru aðeins um 40 lifandi af hverju þúsundi. Og við slæmar aðstæður voru töpin margfallt meiri, þannig að áætla mætti að við svipaðar aðstæður í náttúr- unni kæmist sama og ekkert til lífs af viðkomandi árgangi. Endurnýjun fiskárganganna væri því mjög tilviljunarkennd frá náttúrunnar hendi, uppvöxt- ur frá einu ári gæti verið tvö- hundruðfaldur á við afkomu næsta árs á undan eða á hinn bóginn hundraðfallt lakari. Vís- indamönnum væri þetta löngu kunnugt og þekkt fyrirbæri, en engin ráð væru ennþá fundin til þess að bjarga fiskstofninum frá slíkum náttúrufyrirbærum. Nú er þó viðsvegar um heim farið að vinna skipulagsbundið að því, að gera tilraunir til þess að rækta fiskinn í hafinu og veita honum betri lífsskilyrði, svipað því sem nú á sér stað í stórfelldum stíl um vatnafis'ka. Rússar hafa t.d. síðastliðin ár náð verulegum árangri á þessu sviði, á Ítalíu hefir einnig verið unnið að sjófiskarækt með góðum ár- angri og Bretar og Bandaríkja- menn leggja nú vaxandi áherzlu á að sinna slíkum tilraunum. Þessi mynd var tekin í nýju kirkjunni á sunnudag. f ræðustólnum er Haraldur Guðjónsson, fulltrúi starfsins í Keflavík. Fíladelfíusöfnuðurinn flytur í ný húsakynni ÞEIR sem farið hafa um Suð-' urlandsbraut, undan farin tvö eða þrjú ár, en þeir eru margir, þvi að þetta er áðal umferðaræð Reykjavikur, hafa eklki getað annað en veitt athygli stórri kirkjubyggingu, er verið hefur að rísa á mörkum Suðurlandls- brautar og Laugavegar. Vegfar- andinn hefur séð þessa byggingu hækka hægt og þítandi, unz hún hefur nú fengið sitt fasta form í stíl, línum og litum. Og nú stendtur þessi veglega kirtkju- bygging fyrir augum vegfarand- ans, einis og skip sem lyftir sér á ölduna. Og hver vogar að neita því, að það sé rétt mynd af stríðandi og sigrandi kristin- dómi? Teikningu hússins gerði Þór Sandholt. Mikill gleðidugur.. Síðasliðinn sunnudag flutti svo Fíladelfiiusöfnuðurinn stanflsisemi sína frá Hverfisgötu 44 í hina nýju kirkjubyggingu. Að vísu er aðalsalur kirkjunnar eikki tilibú- inn enn, heldur minni salur, en sem er þó stærri, en sá samkmu salur, sem söfnuðurinn hafði á Hverfisgötu 44. Salur þessi er einkar vistlegur, þar sem línur og litaval fer með ágætum vel saman. Gat forstöðumaður þess einnig, að málarameistaranum, Sighvati Bjarnasyni, ættu þeir mikið að þahka um það, hve vel hefði tekizt um litaval á kirkjunni, bæði úti og inni. Þótt manni Virtist salur þessi rúma mikið, var hann troðfullur út í dyr. í rúmgóðri forstofu var kom ið fyrir aukasætuim, þar sem tugir manns sátu. Sarnt stóðu margir. Á yfirbragði allra mátti lesa sömu hugsun og tiltfinningu: „Hér er gott að vera“. Forstöðumaður minnir á 17. ágúst. Forstöðumaður, Áscmundui Ei- IJTSALA Næst síðasti dagur útsölunnar er í dag. Kaupið góðar og l’allegar vörur við ótrúlega lágu verði ATH.: Aðeins 1 dagur eftir. (Bdqjmfpm Laugavegi 26 — Sími 15-18-6 ríksson, las textá frá sálmi Da- víðs 127, 1: „Ef Drottinn byggir ekkí húsið, erfiða smiðirnir til ónýtis." Þetta orð, sagði for- stöðumaður, var lesið 17. ágúst 1957, er nokikrir bræðúr voru saman komnir í dumbungsveðri á þessari lóð, sem þessi kirkju- bygging stendur á, er við nú er- urn saman komnir í. Eftir að orð þetta var lesið þá, og allt var lagt í hendi Guðs, var fyrsta skóflustungan stungin að þessari byggingu. Síðan hefur margt breytzt sagði ræðumaður, en orð Guðs er það sama. Hann minnti einnig á það, að náinn sam- starfsmaður hefði dáið á þessu tímabili, Eric Eriiksson. Eftir hann stæði autt rúm, sem seint myndi skipað verða. For- stöðumaður þakkaði mörgum, er lagt höfðu fram lið sitx við þessa miiklu byggingu. Fyrir hjálp Guðs og sameiginlegt átalk margra manna og kvenna, hefði söfnuðurinn náð þessuim miikla áfanga, er allir viðstaddir gætu séð með eigin augum að væri hinn glæsilegasti. Gestir frá útstöðvum safnað- arins — Fíladelfíiusöfnuðurinn rekur starf á mörgum útstöðvum — tóku einnig til máls. Allir létu mikla gleði í ljós yfir því, að nú væri þessum áfanga náð, er þeir hefðu horft fram til, með mikilli eftirvæntin-gu. Að síðustu talaði sænskur trúboði, Tage Sjö- berg að nafni. Hann mun verða prédilkari hjá Filadeitfíusötfnuð- inum um sinn. Er hann þelkkitur maður meðal Hvítasunnumanna, enda farið víða um heim, sem kennimaður þeirra. (Frá Fíladelifíiusöfnuðinum). FORD-UMBOÐIÐ: Sveínn Egilsson H.f. Laugavegi 105 — Símar 22469—70 Fiskveiðar heims sjAvarútvegur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.