Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 1
24 siður Versta veður aldarinnar 500 manns fórust — Nær 100 þús. heimilisiausir Eignatjón nem- ur tugmiliorð- um króna 0 EINS og frá hefur ver- ið skýrt hefur síðustu daga geisað aftakaveður á Norð- ursjó og þó einkum á Þýzka- landsströndinni. Fylgdi Veðr- inu gífurlegt flóð allt frá Hollandi að Jótlandsströnd ■— en Hamborg og umhverfi hennar urðu einna harðast úti. — • Þetta óveður er hið mesta, sem orðið hefur í Ev- rópu á 20. öldinni. Öruggt er, að hátt á þriðja hundrað manna hefur farizt og um tvö hundruð er ekki vitað, en óttazt að þeir hafi týnt lífi. Nærri hundrað þús. manns hafa misst heimili sín. Eigna- tjón nemur tugum milljarða króna. — I Þýzkalandi hafa nær 40 þúsund manns unnið að björgunarstörfum. Allt lið lögreglu, slökkviliðs og Rauða krossins var að starfi. Hundruð sjálfboðaliða og brezkir og bandarískir her- menn tóku einnig þátt í björg unarstarfinu. 0 Víða annars staðar í Þýzkalandi hafa orðið skriðu föll sem valdið hafa miklu tjóni, brýr hefur tekið af ám og vegir eyðilagzt. Símasam- bandslaust var um helgina á stórum svæðum. • 4—500 mannslíf ? í Bremen er vitað að nokkrir létuzt, áreiðanlegar tölur eru ekki fyrir hendi. En það var Hamborg, sem verst varð úti í þessum hamförum. Vatnsborðið í höfninni hækkaði um fjóra metra og vatn flæddi inn í íbúð- ar- og iðnaðarhverfi í nágrenni hafnarinnar — og allt inn í kjall ara í miðri borginni. Þúsundir fbúa björguðu sér upp á húsþök og sátu þar marg- ir fáklaeddir tímum saman í etormi og regni og biðu björgun- ermanna, sem sigldu um göturn- ar í gúmmíbátum. Víða dróst björgun fólksins úr hömlu sökum Iþess, að bátar voru ekki nægilega margir til taks. Af opinberri hálfu var í kvöld tilkynnt, að 227 lík hefðu fund- izt í Norður-tÞýzkafandi svo vitað væri með vissu — þar af 208 í Hamborg. Að minnsta kosti 200 var enn saknað og er óttazt, að þegar öll kurl koma til grafar, hafi veðrið kostað 4—500 menn lífið. • Þúsundir manna einangraðar Flest líkin fundust í bæjar- hlutunum Wilihelmsburg og Har- Frh. á bls. 23. Fullvíst talið að samkomulag hafi náðst í Alsírdeilunni París og Túnis, 19. fébrúar — (AP — NTB) — 0 Þ A Ð er talið fullvíst, að samkomulag hafi náðst um Alsírdeiluna milli frönsku stjórnarinnar og útlaga- stjórnar Serkja — en fulltrúar þeirra hafa undanfarið setið á rökstólum einhvers staðar skammt frá landamær- um Sviss og Frakklands. 0 Nefndarmenn munu flestir eða allir farnir heim til þess að gefa yfirboðurum sínum skýrslu. Er þess talið skammt að bíða, að opinberlega verði tilkynnt um sam- komulagið, sem á að binda endi á styrjöldina í Alsír, tryggja landinu sjálfstæði og verða grundvöllur samstarfs Frakka og Serkja í framtíðinni. 0 Viðbrögð við þessum fregnum hafa hvarvetna verið hin beztu, menn gleðjast yfirleitt yfir því, að þetta lang- vinna deilumál komist í höfn, hversu örugg, sem hún svo kann að reynast. Standa nú vonir til þess að unnt verði að uppræta OAS hreyfinguna eða knýja hana til upp- gjafar og koma á algerum friði í landinu. • Gefa stjórnum sínum skýrslu Hvorugur aðila hefur látið nokkuð uppiskátt um samtkomu- lagið. Oddviti frönsku nefndar- innar, Alsírmálaráðherrann, Louis Joxe, lagði skýrslu sína fyrir de Gaulle í Elysée-höll í dag og nefnd Serkja átti fund með útlagastjórninni í Túnis í kvöld. í París var almennt talið, að opinberlega yrði skýrt frá sam- koimulaginu áður en vikan er lið- in og þykir enginn vafi, að það verði samþykkt af stjórnum beggja aðila. Síðan mun koma til kasta franska þingsins að fjalla um samkomulagið. Það olli mönnum í Túnis nokk- urri furðu, að nefnd Serkja vildi ekki gera mikið úr fregnum um samkomalag. Belkacem Krim, oddviti nefndarinnar vildi ekkert um það segja, en utanríkisráð- herra FLN-stjórnarinnar Saad Dalhab sagði að viðræðunum væri lokið — þær yrðu e. t. v. teknar upp aftur við hentugt tækifæri. Þrátt fyrir þetta er sú skoðun ríkjandi, að samkomulag ið hafi náðst í öllum aðalatrið- um, enda hefði serkneska sendi- nefndin verið með afbrigðum glöð í bragði við komuna til Tún- is. Þessi aðalatriði munu fyrst og íremst vera hvernig unnið verði að fullu sjálfstæði Alsír; hvernig tryggð verði réttindi evrópskra manna í lándinu; hvernig háttað skuli samvinnu Frakka og sjálf- stæðs Alsírs; hvernig nýttar skuli auðlindirnar í Sahara og loks herbækistöðvar Frakka í Sa- hara Og Alsír. Hið svokaliaða þjóðarráð serk neskra uppreisnarmanna kemur saman í Tripoli í Lybíu eftir nokkra daga og ræðir málið. • Síðasta orð Frakka? Talið er víst að þegar saan- komulagið verður undirritað verði uppreisnarleiðtoginn Ben Bella látihu laus úr fangelsi og ef til vill fleiri Serkir, sem staðið hafa framarlega í sjálfstæðisbar- áttunni. Háttsettur starfsmaður frönsku stjórnarinnar sagði við frétta- mann Reuters í kvöld, að þetta samkomulag'suppkast, sem nú yrði lagt fynr, yrði áreiðanlega síðasta orð Frakka í þessu máli. Nú eru liðin sjö ár og 110 dag- ar síðan uppreisnin hófst í Alsír, 1. nóvember 1954. Gerðar höfðu verið þrjár mis heppnaðar tilraunir til þess að koma á friði, áður en de Gaulle komst til valda 1958. Þá lýsti de Gaulle því yfir, að taka mundi a-llt að fjórum árum að vinna að lausn Alsirdeilunnar. Menn velta því nú mjög fyrir sér, hvað OAS foringjarnir muni taka til bragðs, en margir helztu forystumenn hreyfingarinnar hafa hlotið lífláts- eða þunga íangelsisdórna „in absentia“. Við- búnaður er af hálfu frönsku stjórnarinnar til þess að berja niður sérhverja uppreisnartil- raun, sem uann að verða gerð. • Víðast vel tekið , Eins og fyrr segir, er fregnum þessum yfirleitt afar vel tekið, nema í röðum þeirra manna, sem vilja enn að Alsír verði áfram franskt land, Og neita að sætta sig við annað. Eru þeir flestir tengdir undir merki OAS. Nokkur skoðanamismunur kem ur fram hjá frönskum stjórnmála mönnum. Paul Reynaud, fyrrver- andi forsætisráðherra sagði að samkomulagið gæti skapað við- unandi grundvöll fyrir samstarfi Frakka og Norður-Afríkuþjóða. George Bidault, fyrrverandi for- sætisráðherra. sem síðustu árin hefur verið eindreginn andstæð- ingur stefnu de Gaulle í Alsír- málinu, kvaðst helzt ekkert vilja segja fyrr en samkomulagið hefði verið kunngert — en það, sem dagblöðin hefðu sagt um þetta Frh. á bls. 2 Brnno Wulter lntinn HINN heimsfrægi hljómsveitar- stjóri Bruno Walter andaðist í Beverley Hills í Kaliforníu að morgni sl. laugardags, 85 ára að aldri. Hans verður nánar getið síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.