Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. febr. 1962
Jarðræktarframlag greitt
á kornakra eins og túnrækt
Samtal við Jónas Pétursson alþingismann
VAXANDI áhuga verður nú
vart víðs vegar um land á korn
rækt. Sérstaklega hafa einstakir
bændur hér á Suðurlandi og
Austurlandi náð góðum árangri
í kornræktartilraunum sínum.
Morgunblaðið sneri sér nýlega
til Jónasar Péturssonar, alþingis
manns á Skriðuklaustri og spurði
hann frétta af þessum málum.
Komst hann m. a. að orði á
þessa leið:
Nýjar vélar
— Kornyrkjan hefur fengið
nýjan byr síðustu árin. Veldur
því m. a. það, að nú er hér völ
á vel nothæfum sláttuþreskivél-
um til uppskerunnar. Öllum er
kunnugt brautryðjendastarf
Klemensar á Sámsstöðum, sem
hefur unnið að kornrækt og
tilraunum á því sviði í nærfellt
40 ár. Kornrækt þeirra Egils-
staðafeðga hefur og vakið at-
hygli enda hefur hún gengið
mjög vel. Þeir eru atorkumenn,
duglegir og hagsýnir við allt
sem þeir fást við í búskap sín-
um. Má og vera að á miðhluta
og efri hluta Fljótsdalshéraðs
eéu kornræktarskilyrði einhver
þau beztu hér á landi. Loks er
svo þess að geta, að árgæzka
var mjög mikil árin 1959 og
1960, en þá voru þeir á Egils-
stöðum að auka mjög byggrækt-
ina.
100 hektarar lands
— Hefur mikið land verið
brotið undir kornrækt á Aust-
fjörðum?
— Kornrækt á svæði Búnað-
arsambands Austurlands, var sl.
sumar stunduð á rúmlega 100
hekturum lands. Korn var upp-
skorið af því landi öllu og var
mest af því sæmilega þroskað
og sumt vel. Aðeins á fjórum
eða fimm stöðum var komið
lélega þroskað. Þetta verður að
teljast furðu góð útkoma, þar
sem sl. sumar var óhagstætt,
fremur kalt, sólarlítið og úr-
komusamt, einkum síðari hlut-
inn. Kornskurðurinn var því
erfiðleikum háður. Við hann
voru notaðar tvær sláttuþreski-
vélar. Kornið var þurrkað í
kornþurrkara í stórri skemmu
og stóðu Kaupfélag Héraðsbúa
og Búnaðarsamband Austur-
lands að þeirri framkvæmd. —
Vatnsmagn var nokkuð mikið í
bygginu, bæði vegna votviðr-
anna og af þroskaástæðum og
þurrkunin því alldýr.
Opinber stuðningur
— Hefur hið opinbera stutt
kornræktina með svipuðum
hætti og aðra þætti landbún-
aðarins?
— Raddir eru nú uppi um
það, segir Jónas Pétursson, að
hinu opinbera beri að veita
ræktim í þágu kornyrkjunnar
stuðning á einhvem hátt, og
það er vissulega skynsamlegt að
styðja hverja nýja framleiðslu-
grein, sem til hagsbóta horfir,
og þá ekki hvað sízt í landbún-
aðinum. En það er mála sann-
ast að flestir jarðræktarmenn
bkkar, sem í forsvari hafa ver-
ið, hafa haft litla trú á kom-
yrkju hér á landi. Um það vitn-
ar t. d. sú staðreynd, að skv.
eldri jarðræktarlögum var heim
ilt að greiða jarðræktárframlag
á akurlönd. En árið 1955 var
þessu breytt og aðeins veitt
framlag vegna túnræktar. Með
breytingu þeirri, er gerð var á
lögunum á Alþingi árið 1960 að
fyrirlagi núverandi landbúnaðar
ráðherra, var hins vegar aftur
heimilað að greiða jarðræktar-
framlag á kornakra eins og tún,
auðvitað þó eins og fyrr aðeins
í eitt skipti á sama land.
Sumum virðist þetta ef til vill
ekki mikið atriði, en þó felst í
þessu nokkur stuðningur. —
Jarðvinnslan er einn stærsti lið-
ur ræktunarinnar í mörgum til-
fellum, það er frumvinnsla
landsins. Kornræktarbændur
eiga nú kost á þessu framlagi
strax, þótt þeir dragi 2—3 ár að
gera landið að túni, en rækti í
þess stað bygg.
Ræktunin mikilvægust
— Hvaða úrræði telur þú nær
Jónas Pétursson
tækust til eflingar kornrækt-
inni?
— Þar geta ýmsar leiðir kom-
ið til greina. Sumir telja heppi-
legast að veita styrk á vélar,
sem nauðsynlegar eru til korn-
skurðarins. Mér virðist sú leið
a.m.k. vafasöm. Sl. sumar fóru
t. d. sterkir aðilar á stað með
myndarlega komrækt á nokkr-
um stöðum á Suðurlandi. Þeir
öfluðu sér mikilla og vandaðra
véla. Stuðningur við vélakaup
gæti ýtt óeðlilega undir að
þeirra væri aflað og ekki væri
víst að þeirra yrðu þá varanleg
not.
Stuðningur við ræktunina
sjálfa, þ.e.a.s. jarðræktina, kem-
ur hins vegar að notum, hver
sem framtíð kornyrkjimnar verð
ur í framtíðinni, því að auðvelt
er að breyta akurlöndunum í
tún, og auðvitað er túnið, gras-
ræktin, undirstaða búskaparins í
okkar landi, segir Jónas Péturs-
son, alþingismaður, að lokum.
Kristján Albertsson:
Benedikt Sveins-
son og Gröndal
ÞAÐ er sjálfsagt mínu orðalagi
einu um að kenna, að í síð-
asta Reykjavíkurbréfi Morgun-
blaðsins kemur sá misskilningur
fram, að eg hafi viljað gera
lítið úr baráttu Benedikts Sveins
sonar sýslumanns, með því að
telja að þrautseig barátta Bene-
dikts Gröndals gegn Ameríku-
ferðum hafi verið viturlegasta
stjómmálaátak þeirra ára. Ekk-
ert er fjarri mér en að vilja
varpa rýrð á starf og forustu,
allan drengskap og skörungs-
skap Benedikts Sveinssonar, né
draga í efa að barátta hans hafi
flýtt fyrir því að ísland fékk
innlenda stjórn 1901. í þessu
sambandi má og minna á, að
bert er að Hannes Hafstein, sem
stóð á öndverðum meið við Bene
dikt Sveinsson 1888, hefur síð-
an komizt á aðra skoðun á
stefnu hans. Það kemur fram í
kvæðinu, sem Hannes yrkir um
Benedikt látinn, og eins í bréfi
til Finns Jónssonar 1901 (á bls.
274 í æfisögu Hannesar Haf-
steins).
Hins vegar virðist mér að á
engu hefði íslandi riðið meir á
Lítilsháttar
síldveiði
AKRANESI, 17. febr. — Storm-
bræla er á síldarmiðunum við
Vestmannaeyjar. Víðir II fékk
þar í nótt 150 tunnur síldar fyrir
austan Portland. Og Helga 150
tunnur austur undir Portlandi.
Fimm síldarbátar eru á leið hing
að heim frá Vestmannaeyjum.
Höfrungur II og Heimaskagi eru
tveir eftir á veiðum þar eystra.
Tveir línubátar eru á sjó héðan
í dag. Fleiri reru í gær, en sneru
aftur. — Oddur.
síðustu áratugum 19. aldar, en
að reynt hefði verið með öllu
móti að stöðva þá miklu blóð-
töku sem þjóðin varð fyrir, þeg-
ar hún missti tíu þúsund manns
til Ameríku á þeim árum þeg-
ar mannfjöldi landsins var að
þokast, hægt og seinlega, upp
úr sjötíu þúsundum. Eg á bágt
með að fyrirgefa forystumönn-
um þeirra tíma, að þeir höfðust
engir neitt að, til þess að reyna
að hindra eða takmarka þessa
óheillaþróun; hún virðist hafa
legið þeim í léttu rúmi — öll-
um nema Benedikt Gröndal,
sem ekki þreyttist að reyna að
innræta þjóðinni tryggð við
land sitt, og vara við gylling-
um og ginningum Ameríku-ag-
enta — sem honum virtist að
vildu „gjöreyða landið af fólki“,
og myndu að minnsta kosti
hnekkja allri framför ef ekki
tækist að stemma stigu fyrir
áhrif þeirra.
Það er átakanlegt að hugsa til
þess, hve Gröndal stóð einn i
þessu máli. Hann skrifar 1890:
„Þegar ég ritaði á móti útflutn-
ingunum hérna um árið, sællar
minningar, þá ritaði ég í hag
allra manna hér á landi, þó ég
fengi ekkert þakklæti fyrir, ekki
eitt vinalegt orð frá nokkrum
manni .... Á fólkinu eru allar
framfarir byggðar, allt vort líf
og öll vor tilvera. Allar ak-
brautarritgerðir, allar gufuskipa
ritgerðir, allar sjómennskurit-
gerðir eru tómur þvættingur og
alveg tilgangslausar, ef fólkinu
fækkar um leið, — því hverju á
þá að fara fram?“
Það er þessi trúfasta barátta
hins einmana skálds, sem eg hef
viljað lofa — og telja vitur-
legri og þjóðhollari en allt ann-
að, en að algerlega ólastaðri
þeirri baráttu fyrir auknu stjórn
frelsi, sem samtímis var háð.
„Lofa þú svo einn,
að þú lastir ekki
annan
Undir þessari fyrirsögn
skrifar Jónas Pétursson, al-
þingismaður, eftirfarandi:
f hógværri og athyglisverðri
grein í Mbl. í gær, 15. febr.,
sem heitir gúmmíbátarnir og
öryggi sjómanna stendur þessi
setning: „ . , . og alvarlegt
umhugsunarefni fyrir þjóð,
sem. byggir alla afkomu sína
á siglingum og sjómennsku“
(Lbr. hér.)
Það er þvi miður of algengt
að sjá svipuð ummæli, sem
hljóta að vera sett fram um-
hugsunarlaust, eða umhugsun-
arlítið. Sízt vil ég draga úr
gildi sjómennsku og sjávar-
afla fyrir oss ísl., en svona um
mæli mega ekki standa athuga
semdalaust. Þessi þjóð hefur
lifað á landbúnaði að miklu
leyti í meira en þúsund ár og
enn er hans hlutur drjúgur í
lífsbjörg þ jóðarinnar. Svona
ummæli ýta landbúnaðinum
kuggann í vitund fólksins,
óafvitandi, og má þó sízt vega
í þann knérunn. Gjaldið keis-
aranum það, sem keisarans
er og guði það, sem guðs er.
Gleymum ekki gildi landbún-
aðarins, ekki matvælafram-
leiðslu hans, ekki menningar-
og uppeldisgildi.
• Gefið upp númer
á dyrasímunum
Kona í háhýsi skrif-
ar Velvakanda, og ber fram
þá spurningu hvort hægt sé
að láta leigubíla koma að stór.
hýsum á hvaða tíma nætur
sem er og þeyta horn sín 5—6
sinnum eða meir og vekja
þannig e.t.v. 70 fjölskyldur,
þótt sækja þurfi eina eða tvær
síðbúnar manneskjur.
Finnst hennd að það ætti að
vera sjálfsögð regla að gefa
upp númer á dyrasíma um leið
og beðið er um bíl að nætur-
lagi, svo að bílstjórarnir geti
gert þannig vart við sig, þegar
þeir koma. — Því mundi
líka fylgja aukið öryggi
fyrir þá svo að þeir þurfi
ekki að bíða langtímum sam-
an án þess að nokkur
komi út í bílinn til þeirra og
verða svo kannski að fara án
þess að fá greiðslu, eins og
konan í háhýsinu kveðst
hafa orðið áhorfandi að. í lok
bréfsins segir hún: — Ef þetta
yrði að reglu væri hægt að
hringja dyrasímanum hjá við-
komandi fólki, ef lengi dregst
að það komi, þar sem ytri for-
stofudyr stórhýsanna eru
ávallt opnar.
♦ Hjónabandið
Hér hringdi kona og kvaðst
hafa með áhuga lesið skynsam
legt svar Söru Helgason við
spurningu í sunnudagsdálkin-
um. En hana langaði til að vita
hvaða eiginleika Danirnir,
sem svöruðu spurningum Gall i
ups, töldu helzt að hjón þyrftu
að hafa til að hjónaband yrði
farsælt.
Það eru þá fyrst eiginkon-
urnar. 31% þeirra lögðu mesta
áherzlu á að eiginmaðurinn
væri tryggur og traustur. 16%
lögðu mesta áherzlu á að hann
væri skilningsríkur og þolin-
móður, aðeins 8% lögðu á það
áherzlu að hann þyrfti að sjá
vel fyrir heimilinu. Að eigin-
maðurinn þyrfti að vera góð.
irr elstohugi, nefndu aðeins 1 %
af konunum. Ýmislegt fleira
kom til.
Hvað karlmennina snerti,
þá sögðu 17% að eiginkonan
þyrfti að vera trnust og trygg,
13% að hún ætti umfram allt
að vera skilningsrík og þolin-
jmóð, 12% lögðu áherzlu á að
hún þyrfti að vera góð hús-
móðir, 10% að hún væri góð
í umgengni, hjálpsöm og um-
burðarlynd. Sömuleiðis töldu
aðeins 1% karlmannanna að
eiginkonan þyrfti að vera góð
ástkona.