Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 8
8
MORGVNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 20. febr. 1962
Hitaplata, sem verið er að g-anffa frá. BorðarniT eru úr tin- og
blýblöndu og ]>að eru þeir, sem gefa frá sér hitann.
Rafgeislahitun hf.
kynnir framleiðslu
sína erlendis
Rannsöknin ýtariegri
en venjulegt er
A FUNDI neðri deildar Alþingis
í gær var frumvarpi rikisstjórn-
arinnar um lausaskuldir bænda
samþykkt við 2. umræðu og því
vísað til 3. umræðu. Þá var og
samþykkt frumavrp um framsal
sakamanna og sent forseta efri
deildar tii afgreiðslu. Þá gerði
Geir Gunnarssonar grein fyrir
þingsályktunartillögu um við-
skipti fjármálaráðuneytisins við
Axei Kristjánsson,
FARIÐ ÚX FYRIR HEIMILD
AIÞINGIS
Geir Gunnarsson (K) gerði
grein fyrir tillögunni, en hún
fjallar um, að neðri deild skipi
5 manna nefnd til að rannsaka
viðskipti fjármálaráðuneytisins
'og Axels Kristjánssonar, Hafnar-
firði, og hlutafélagsins Ásfjalls
í sambandi við ríkisábyrgð, sem
heimiluð var á fjárlögum 1959,
svo og útgerð Axels Kristjáns-
sonar í ábyrgð ríkissjóð á togar-
anum Brimnesi. Skuli nefndin
hafa rétt til að heimta skýrslur,
skriflegar og munnlegar, bæði af
embættismönnum og einstökum
aðilum.
Geir gat þess m. a., að þessi
tillaga hefði verið flutt einnig í
fyrra, en þá verið felld. For-
saga þessa máls væri, að á fjár-
lögum 1959 hefði Ásfjalli hf.
verið veitt ríkisábyrgð fyrir
4320000 kr. vegna kaupa á togar-
anum Keili frá Þýzkalandi. Þegar
fyrstu greiðslur vegna láns þessa
féllu í gjalddaga, varð ríkissjóð-
trr að annast þær, og lauk útgerð
togarans í janúar 1961, er honum
var lagt vegna gjaldþrots fyrir-
tækisins Ásfjalls hf. Útgjöld rík-
issjóðs vegna ríkisábyrgðarinnar
námu um 9 millj. kr., en ríkis-
sjóður yfirtók skipið og seldi
fyrir 2 millj. kr., svo að hreint
tap nam 7 millj. kr. Taldi þing-
imaðurinn, að með þessu hefði
fjármálaráðherra farið út fyrir
heimild þá, sem Alþingi hafði
veifct til ríkisábyrgðar, en hún
hefði numið 4320000 kr. Einnig
sé full ástæða til, að rannsakað
verði, á hvern hátt veðhæfni
skipsins hefur verið könnuð, áð-
ur en ríkisábyrgin var veitt.
Einnig hefði ríkisstjórnin tekið
togarann Brimnes í sína vörzlu
vegna vanskila Seyðisfjarðar-
NÚ eru bráðum 80 ár liðin síðan
Hilmar Finsen landshöfðingi gaf
út fyrirskipun um þjóðskjalasafn
i Reykjavík. Það var hinn 3.
apríl 1882. Og síðan hefir verið
viðað að þessu safni smátt og
smátt, svo það er nú orðið ein
af dýrmætustu eignum íslenzku
þjóðarinnar.
í formála að Skrá um skjala-
söfn klerkdómsins 1906 sagði dr.
Jón Þorkelsson: „Það skal klerka
stéttinni hér á íandi fcil heiðurs
sagt, að hún hefir í heild sinni
snúist vel í þetta mál og tekið
því skynsamlega. Og það .. er
áríðandi, að menn ekki gleymi
því, að hér er verið að reyna
að vernda eignarrétt í landinu og
varðveita um ókomna tíma
menjar og minning vorra eigin
manna og sjálfra vor —minnin
vorrar eigin þjóðar“.
En eitt hefir gleymzt. Hvers
vegna hefir prestum ekki verið
falið að senda til safnsins allar
kaupstaðar á ríkistryggðum lán-
um. Axel Kristjánssyni hefði ver
ið falin útgerð hans á ábyrgð
ríkissjóðs samkvæmt heimild Al-
þingis til 1. sept. 1959. Síðan
hefði Axel stjórnað rekstri skips-
ins nokkuð fram á árið 1960, þótt
heimild Alþingis hefði ekki náð
svo langt. Nálægt miðju ári 1960
hefði svo útgerð togarans stöðv-
azt vegna taprekstrar. Sýndistþví
full ástæða til, að samskipti ríkis
sjóðs og Axels Kristjánssonar
varðandi rekstur þessara skipa
og fjárhagslegar skuldbindingar
yrðu teknar til gaumgæfilegrar
athugunar og Alþingi fái glögga
skýrslu um málið.
I RANNSÓKN
Guðmundur í. Guðmundsson
utanríkisráðherra kvaðst hafa
rætt þessa tillögu ýtarlega á síð-
asta þingi, en þá hefði hún einn-
ig verið borin fram, og sæi því
ekki ástæðu til að endurtaka það,
Hér væri um tvö mál að ræða,
annars vegar ábyrgð ríkissjóðs
vegna kaupa á togaranum Keili
og hins vegar útgerð Axels
Kristjánssonar á Brimnesi. Kvað
hann Axel hafa snúið sér til rík-
isstjórnarinnacr snemma árs 1959,
þar sem hann hafði áhuga á að
kaupa togarann „Keili“ frá
Þýzkalandi, eftir að viðgerð
hefði farið fram á honum. Við af-
greiðslu fjárlaga 1959 hefði svo
verið veitt heimild til 80% ríkis-
ábyrgðar vegna kaupanna. Axel
hefði síðan sent ríkisstjórninni
kaupsamninginn ásamt ýtarleg-
um uppl. um ástand skipsins.
Hefði þessi ábyrgð síðan verið
afgreidd í ríkisstjórninni á sama
hátt og aðrar ábyrgðir. Útgerð
skipsins hefði verið svo óheppin,
að þá steðjuðu hinir miklu erfið-
leikar togairaútgerðarinnar að.
Við fyrstu vangreiðslur hefði svo
verið ákveðið að ganga að skip-
inu, sem þó væri ekki venjulega
gert svo fljótt. — Þá sagði ráð-
herrann, að sér væri tjáð, að
hlutafélagið „Ásfjall" hefði orðið
gjaldþrota og ef svo væri, mundi
sú rannsókn að sjálfsögðu fara
fram, sem ævinlega er, þegar
þannig stendur á.
Varðandi útgerð togarans Brim
ness væiri það að segja, að útgerð
bæjarsjóðs Seyðisfjarðar á togar-
líkræður sínar? Ef allar þær ræð-
ur hefðu borizt safninu um 80
ára skeið væi'i það mikið safn og
geymdi ómetanlegar upplýsingar
fyrir íslenzka mannfræði. Ég er
viss um að prestar „hefði snúist
vel í þetta mál“ og gert sjálfum
sér það til heiðurs að rækja vel
þá skyldu við safnið, að senda því
þessar ræður
Um þetta þarf ekki að fjöl-
yrða. í þessum ræðum eru upp-
lýsingar um æviferil og ævikjör
hinna frarrJiðnu ættir þeirra Og
af-sprengi. Hér væri fengin ómet-
anleg viðbót við kirkjubækurnar
úr hverju prestakalli.
Betra er seint en aldrei að hefj
ast handa um varðveizlu þessara
merkilegu heimilda. En til þess
þarf sennilega lagabreytingu. Ég
vona að einhver góður þing
maður taki að sér að koma henni
á.
Árni Óla.
anum Brimnesi hefði verið kom-
in í þrot. Bæjarsjóður hefði þá
snúið sér til ríkisstjórnarinnar,
og á. fjárlögum fyrir 1959 var
ríkisstjórninni heimilað að gera
skipið út til 1. sept. það ár. Síðan
hefði Axel Kristjánssyni veríð
falið að gera út skipið samkvæmt
tillögum bæjarstjórnar Seyðis-
fjarðar. Sagði ráðherrann, að á
þeim tíma, sem ríkissjóður hefði
gert Brimnes út, væri sér nær
að halda, að útgerðin hefði geng-
ið betur en dæmi voru áður til
um þann togara þar sem ríkis-
sjóður hefði hvað eftir annað
hlaupið undir bagga með útgerð
togarans áður. Hins vegar hefði
ekki verið um mikinn halla að
ræða þann tíma, sem ríkissjóður
gerði togarann út. Reikningar út-
gerðarinnar væru nú í enduir-
skoðun hjá endurskoðunardeild
fjármálaráðuneytisins. Sú endur-
skoðun hefur verið ýtarleg og
skilmerkilegri, en venja hefur
verið til, svo að ganga megi úr
skugga um, hvernig þessum mál-
rnn er varið. Loks mæltist ráð-
herra til þess við forseta, að
umræðum yrði frestað vegna
veikinda fjármálaráðherra er
hefði haft í hyggju að taka til
máls við umræðumar.
EFRI DEILD
Á fundi efri deildar í gær gerði
Friðjón Skarphéðinsson (Á)
grein fyrir breytingartillögum
allsherjarnefndar við frumvarp
, Frh. á bls. 23.
RAGNHEIÐUR Jónsdóttir var
fædd í Votmúla-Norðurkoti (nú
Lækjamóti) í Flóa hinn 23. sept-
emiber 1885. Foreldrar hennar
voru Jón Magnússon bóndi þar
og kona hans Ólöf Jónsdóttir.
Voru þau hjón ættuð austan und
■an Eyjafjöllum. Ragnheiður
missti föður sinn 1899, en móðir
hennar bjó áfram í Norðurkoti
til 1902. Brá hún þá búi og flutt-
ist að Selfossi, en Ragnheiður fór
í vinnumennsku að Geldingalæk
á Rangárvöllum ásamt Magnúsi
bróður sínum.
Aðeins seytján ára að aldri
kom hún að Litlu-Sandvík og ól
þar allan aldur sinn síðan; þjón-
aði á þeim fíma fimm ættliðum
á þessum sama bæ. Heiðursverð-
laun, sem Búnaðarfélag íslands
veitir vinnuhjúum, hlaut hún
tvívegis, 1929 og 1954. Hún and-
aðist 13. febrúar s.l. eftir stutta
legu.
Þótt Ragnheiður væri komin
hátt á áttræðisaldur, er hún lézt,
þjónaði hún heimilinu enn af
sömu trúmennskunai og dugn-
FYRIRTÆKEÐ Rafgeislahifcun
h.f. hefur ákveðið að hefja kynn
ingu á framleiðslu sinni erlend
is með útflutning fyrir augum.
Forstöðumenn fyrirtækisins
skýrðu fréttamönnum frá því
fyrir skömmu, að þeir hefðu gert
ráðstafanir til að kynna hita-
plötur þær og hitamottur, sem
þeir framleiða, bæði í Bandaríkj
unum og austan járntjalds.
Fyrirtækið Rafgeislahitun h.f.
var stofnað 1955 og fékk þá plöt
urnar frá fyrirtæki í Noregi, sem
hefur einkaleyfi á framleiðslunni
þar í landi. 1957 fór Ratfgeisla-
hitun h,f. að framleiða þessar
plötur og hefur gert það síðan.
aðinum og ávallt fyrr. Aldrei
féll henni verk úr hendi, allt
gerði hún jafn vel, og ávallt
þótti henni umsvifaminnst að
gera það, sem gera þurfti, sjálf.
Þurfti þá ekki meir um það að
hugsa. Sérstaklega átti þetta þó
við fjósið. Kýrnar voru hennar
beztu vinir. Hún hafði tekið á
móti þeim öllum, fóstrað þær
kálfa og annazt þær.
Eg var nokkur sumur kúasmali
í Sandvík. Var því mitt verk að
sjá um fjósið og halda því hreinu.
Man ég vel, hve Ragga gladdist,
ef þar var allt vel af hendi leyst.
Á hinu hafði hún ekki orð, held-
ur skóf sjálf betur úr básunum,
ef með þurfti. Aðgætti hún þá
um leið, hvort fjöl hefði losnað
eða farið aflaga. Stundum, ef ég
var í fjósinu, sýndi hún mér það,
og ég sótti hamar og nagla, því
að þetta var mitt verk. Gerðum
við svo við þetta í sameiningu
En oftar var þó hitt, að búið væri
að gera við hlutina, er ég kom að,
eða verið að því. Ekkert var
blessuðum kúnum of gott.
„Alla tíð var hún sólskinsblett
ur fyrir heimilið, bæði fyrir
menn og skepnur" hefur Lýður
í Sandvík um hana sagt. Og með
því er í raun og veru öll sagan
sögð. Eg veit, að það verður tóm-
legra að koma í Sandvík héðan
í frá, er þær vinkonurnar Sigríð-
ur, móðir Lýðs og Ragga eru
bóðar horfnar. Sandvík var mitt
annað heimili um margra ára
skeið og þaðan á ég margar hlýj-
ar minningar. En ég veit, að það
hefur glatt þessar gömlu konur
í ellinni, að þær voru ekki einu
sólskinsblettirnir, heldur er það
heimili allt baðað sólskini. Það
er nú svo, þar sem góðar konur
hafa ráðið og ráða húsum, að
þar er gott að vera, bæði fyrir
menn og skepnur.
Halldór BIöndaL
Fyrirtækið hefur sett uipp slfka
rafmagnshitun í nobkuð mörg
hús hér á landi bæði í bæjum
og sveitum. Er þessi hitun notuð
í íbúðarhúsum, verbsmiðjuim,
skólum O.fl. og sögðu forstöðu-
menn fyrirtækisins að þeir hefðu
sfen-t fyrirspurnir um reynslu hift
unarinnar til margra þeirra, sem
hafa hana í húsuim sinum og
hefðu allir lýst yfir ánægju
sinni með hana.
Rafgeislahitaplötunum er kom
ið fyrir í loftum herbergja fyrir
ofan venjulega klæðningu og f
sambandi við þær eru sjálfvirkir
rofar. Ef sólarljós hitar t.d. upp
hluta stórs herbergis, slöbknar
á hituninni af sjálfu sér í þeim
hluta, en í hinum hlutunum held
ur hitunin áfram. Temprun hit-
ans er mjög auðveld, því að um
leið og slobknar á einni plötu,
kólnar hún alveg.
Rafgeislahifcun h.f. mun sýna
framleiðslu sína á kaupstefnunni
í Leipzig, sem hefst í marz n.k.
og einnig hefur fyrirtækið sam
ið um langingu rafgeislahitunar
í þrjú hús í Bandaríkjunum. Er
þau verða komin í notkun verða
þau notuð í sambandi við kynn
ingu á framleiðslu Rafgeislahit-
unar h.f. vestra.
Það, sem olli bví að forstöðu
menn Rafgeislahifcunar h.f. á-
kváðu að hefja kynningu á starf
semi sinni eriendis, er, að mdkil
eftirspurn hefur verið erlendis
frá, eftir framleiðslu norska fyr
tækisins, sem framleiðir sams
konar hitunarkertfi, Rafgeislahifc
un h.f. getur flutt út framleiðslu
sín á sama verði og norska fyrir
tækið og er bjartsýnt á að þvi
rnuni takast að vinna mnkaði
fyrir hana.
Ekki sami
dansinn
FRTÍ Rigmor Hanson, danskenn-
ari, hefur beðið Mbl fyrir eftir-
farandi til birtingar:
„Að undanförnu hafa mér bor-
izt margar fyrirspumir um það
hvort dansinn Twist, sem ég
kenni í dansslcóla mínum sé sami
dansinn og sýndur hefur verið á
nokkrum miðnæturskemmtunum
í Háskólabíói að undanförnu.
Þess vegna vil ég taka það fram,
að þetta er ekki sami dansinn. Að
dönsurunum í Háskólabíói ólöst-
uðum, þá er það ekki samkvæm-
isdansinn Twist, sem þeir sýna
þar, heldur er það dansinn út-
búinn sérstaklega fyrir sýningu
og er hann ágætis skemmtiatriði
þannig.
Ég hef aftur á móti sýnt sam-
kvæmisdansinn Twist í Lido eins
og hann er almennt dansaður á
samkomum og kenndur I dans-
skólum".
Rigmor Hanson.
Merkum heimildum um
ísl. manníræði kastað
Ragnheiður Jónsdóttir