Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 20. febr. 1962 MORGVNBLAÐIÐ 23 L—~~ ..... .... , ..■íiit'.t.v. Helmingurlnn af björgunarstöðinni viff Lönstrup hvarf í hafiff. Þakiff af verksmiffju einni i Gladsaxe flaug 15Q m gegnum loftiff og hafnaffi í dyravarðaríbúff. Islendingar í Hamborg búa utan við fldðasvæðið HÉR ERU 70 ferfcm undir vatni og safcnað er 150 mainna. Margir sitja enn fastir í hús uim sínum á flóðasvæðinu og maðitr verðuar mifcið var við þyrlurnar 70, sem hingað hafa verið sendar til hjálpar og allt af eru á ferðinni til að bjarga fólki á þurrt land. Þannig fóruist Árna Siemsen, aðalræð ismanni í Hamborg, orð í sím tali við Mbl. í gær. Fárviðri gefck yfir aðfara- nótt laugardagisinis og var Árni bominin heim til sín í Lúbeok áður en það sfcall á. Hann sagði að veðrið hefði verið óskaplegt, a.m.k. 13 vindstig. Flóðið, sam ruddist á land, er sunnan Sax-elfur og út með ströndinni, en er nú að bjrrja að sjatna. Árni hefur að vanda farið til vinnu sinnar í Hamiborg með járnbr auitarlest siðuisitu dagana. Sú lest er heldur leng ur í ferðum en venjiuiega, þvi hún þarf að fara krók vegna flóðanna. Miklar tafir eru á lestunum suður eftir. Árni kvaðst ekki hafa komið á flóðaisvæðið, aðeins séð inn á það, og í miðlborginni gangi allt sinn vanagang. Lobs sagði Árni að 40—50 íslendingar séu búsettir í Hamborg, en ekki vissi hann af neinum, sem byggi á flóða svæðimu. íslendingarnir byg’gju allir í öðrum borgar hlutum. Drukku sitt vatn Visoountflugvél Flugfélagls íslandis var í áætlunarflugi til Hamborgar á laugardag, kom þangað á laugardagsfcvöld og fór aftur á sunnudagsmorgun. í gær leitaði Mbl. frétta hjá Ingólfi Guðmundssyni, véla- manni, sem var einn af áihöfn vélarinnar. Hann sagði, að flugmennimir hefðu séð flóða svæðið tilsýndar úr flugvél- inni. Það hefði virzt geysi- víðáttumikið. Húsin hefðu staðið þar á víð og dreif upp úr vatnimu og 20—30 þyrlur verið á ferðinni að bjarga fóiki úr þeim, þegar þeir sáu til. Sem dæmi um það hve flóð ið er mikið, sagði Ingólfur að Frísnesku eyjarnar á Norð ursjó hefðu alveg verið und ir sjó að sjá. Var enn talsvert hvasst er Flugfélagsvélin kom. Flugmennirnir fóru inn í borgina á hótei sitt Europ- aische Horf, þar urðu þeir strax og þeir komu inn í and dyrið varir við það vandræða ástand sem ríkir í borginni. Svo lítið er um gas og raf- magn, að sparlega er með farið og logaði aðeins Mtil týra í þessu stóra anddyri. Um bannið við að drekka vatn nema sjóða það, þar eð drykkjarvatn og frárennslis skolp hafði eitthvað blandast saman í leiðsMinum, vissu flugmennirnir ekfci fyrr en Ingólfur las það í blaði, er hann var kominn upp í rúm. En þá höfðu allir auðvitað burstað í sér tennurnar c-g drukíkið glas af vatni. — Bkfci varð neinium samt rraeint af 0 0000 * + 0 0 + * 000* 0i 0-\* 0-0 00 0 0 , sjatna í borginni í dag kom 1 ljós, að höfnin var lítt eða ekki skemmd og vöruhús höfðu ekki orðið flóðinu að bráð. í Wilhelms burg var þegar í gær hafin fjölda bólusetning við taugaveiki — en þegar á laugardag var fólki ráð- ið frá að drekka ósoðið vatn vegna taugaveikishættunnar. Yfirvöld borgarinnar lýstu þvi einnig vfir í dag, að innbrot, sem framin hefðu verið í verzlanir í Wilhelmsburg og víðar um helg- ina, yrðu ekki talin afbrot. Fólk hefði víða verið svo aðframkom- ið af sulti, voshúð og óvænt- ingu að eina ráð þess til að ná sér í matarbita hefði verið að brjóta upp verzlanir. Lögreglu- menn reyndu hvergi að hindra slíkar aðgerðir. Sem fyrr segir unnu nærri fjörutíu þúsund manns að björg- unarstarfinu í Hamborg, og not- aðar voru 80 þyrlur, þýzkar og bandarískar. Brezkir og banda- rískir hermenn tóku virkan þátt í björgunarstarfinu ásamt þýzk- um hermönnum, lögreglu, slökkviliði, Rauða krossliði og sjálfboðaliðum. Sem fyrr segir skall flóðið á allri strandlengjunni, allt frá Hollandi, þar sem nokkrir varn- argarðar brustu — yfir að Jót- landsströnd. Miklar skemmdir urðu í Slésvík — Holtsetalandi og varð að flytja 6—8000 manns frá heimilum sínum, sem voru i bráðri hættu. Flóðgarðarhir milli Saxelfar og Hollands hafa eyði- lagzt á 40 km svæði og mun kosta milljarði marka að gera við þá eina, að því er yfirvöld Neðra Saxlands telja. Á svæði sem er um 40 km vestur af Hamborg eru 140 fermílómetrar undir vatni og talið, að þúsundir hús- dýra hafi drukknað. Ekki hafa verið birtar beinar áætlanir um tjón þar né í Slésvík — Holseta- landi, en tjón af völdum þessa veðurs nemur örugglega tugum milljarða ísl. króna. — Strandið Framhald af bls 24. Var förinni þá hraðað eftir megni, en það tafði fyrir, að báturinn reyndist vera austan við útfallið á Blautukvísl, þeirri KÖmu sem mest hefur komið við Bögu í sambandi við vatnavext- ina á Mýrdalssandi undanfarin sumur. Kvíslin reyndist alger- lega ófær frammi við sjó, enda var hún í miklum vexti. Þurftu menn því að snúa við og ganga nokkuð upp með henni, þar til þeir komu að stað, þar sem hægt var að komast yfir hana. Óffu upp undir hendur Tókst að komast yfir hana að mestu á ís, en hann var ekki alls staðar traustur, svo að sum- ir fóru í vatn upp undir hend- ur. Er komið var austur yfir var farið rakleitt niður að ströndinni, en báturinn hafði strandað skammt austan við út- tfallið. Var hann kominn allhátt upp i sandinn. Hægt var að komast allnærri honum í útsog- unum. Bundin var líflína utan um einn björgunarmanna, sem hljóp síðan eins nærri bátnum og hann gat í einu útsoginu og kastaði blökk með björgunar- línu upp í bátinn. Tókst það ágætlega þegar í fyrstu tilraun, en hann fór í sjó upp undir hendur í öldu, en tókst að standa hana af sér með hjálp lífMnunnar. Þá mun kl. hafa verið um stund ®rfjórðung yfir þrjú. Bátsverj- ®r festu blökkina í mastrið og strax var byrjað að draga þá í land. Björgunin gekk mjög greiðlega og voru allir fimm skipverjar komnir f land eftir rúman stundarfjórðung. Allir voru þeir ómeiddir, en blautir og nokkuð orðnir þrekaðir, enda erfið vistin í bátnum. Gengu 8 km. Var þá þegar lagt af stað aft- ur í átt til bílanna. Reyndist Blautakvísl nú enn verri farar- tálmi en á austurleið, því að vaxið hafði í henni. Tókst þó giftusamlega að komast yfir. Var síðan gengið alla leið út yfir Höfðakvíslina, þangað sem bílamir biðu, en sú leið mun hafa verið nálægt 8 kílómetrar. Allir skipbrotsmennirnir sýndu mikla karlmennsku á göngunni og gengu óstuddir alla leiðina. Gangan var einnig erfið björg- unarmönnum, því að þeir voru allir holdvotir. Það var mikil mildi, að frostlaust var, því að ella hefði getað illa farið. Tók 12 klukkustundir Klukkan var um sjö, þegar komið var til bílanna. Var þá strax ekið með skipbrotmenn- ina upp í skipbrotsmannaskýlið, þar sem þeir voru færðir í þurr föt og veitt frekari aðhlynning. Eftir klukkutíma dvöl í skýlinu, var lagt af stað aftur til Víkur. Var færð nú orðin enn verri en kvöldið áður, því að snjórinn hafði mikið hlánað og vatnselg- urinn var um allan sandinn. Þó gekk ferðin bæði fljótt og vel, enda allt auðveldara í björtu. Komu skipbrotsmenn til Víkur kL rúmlega tíu á sunnudags- morguninn, og voru þá liðnir tólf tímar frá þvi að lagt var af stað í björgunina. Björgunarsveit úr Álftaveri fór einnig af stað um kl. 1 um nóttina. Hún komst að svo- nefndri Dýralækjarkvísl, en varð að snúa þar við, því að kvíslin var gersamlega ófær. Það var mikil mildi, að menn irnir skyldu bjargast ómeiddir. hefði frost verið eins og nóttina áður, hefði þeim verið hætt. Við getum þakkað guði fyrir vernd og handleiðslu við þessa björg- un. — — Jónas. & SKIPAUTGCRB RlKISINS Ms. SKJALDBREIÐ fer til Ólafsvíkur, Grundafjarð- ar, og Stykkishólms hinn 23. þ.m. Vörumóttaka í dag. Farseðlar seldir á fimmtudag. Ms. HERÐUBREIÐ j austur um land í hringferð hinn 24. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Djúpavogs, Breiðadalsvíkur, Stöðvarfjarðair, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, — Vopnafjarar, Bakkafjarðar, Þórs- hafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á fimmtudag. M.s. HERJÖLFUR fer á morgun til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Vörumóttaka í dag. HEKLA austur um land í hringferð hinn 25. þ. m. Vörumóttaka í dag og árdegis á morgun til Fáskrúðs- fjarðar, Reyðarfjarðar, Eski- fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarð ar, Raufarhafnar, Húsavíkur og Akureyrar. Farseðlar seldir á föstudag. — Vebrið Framíhald af bls. 1. burg. Wilhelmsburg var ógur- lega leikin af storminum og varð nær algerlega að rýma þann bæj arhluta. Enn í gærkveldi voru þó 20 þúsund manns einangrað í Wilhelmsburg og voru vistir og hjúkrunargögn flutt til fólksins á þyrlum. Öllum skólum var lokað á flóðasvæðinu og heimilislausu fólki komið _ þar fyrir meðan rúm var til. Á laugardagsbvöldið var útvarpið þó þegar farið að beina þeim tilmælum til borgar- búa, að þeir tækju við vegalausu fólki, sem að garði bæri og veittu því gistingu og beina. Gas og rafmagnslaust varð víða í borginni, og gerði það björg- unarstarf enn erfiðara, þar sem samgöngur trufluðust mjög af þessum sökum. í Hansabænum urðu svo mikl- ar skemmdir á mannvirkjum að aðrar eins hafa ekki orðið síðan í loftárásunum í heimstyrjöldinni síðari. Þar skolaði bifreiðum burt, 'hvað þá öðru léttara. f miðborginni var allt með venjulegum hætti. Þó flæddi sumsstaðar inn í kjallara — en atvinnulíf gekk sinn gang. Skól- um var víðast lokað, til þess að auðvelda samgöngur og fánar blöktu víðast hvar við hálfa stöng. Borgarstjórnin í Hamborg uppiýsti í kvöld, að 70 þús. manns hefðu misst heimili sín í borginni og var þriggja daga borgarsorg fyrirskipuð. Verður öllum skemmtunum aflýst þessa þrjá daga. • Bólusótt viff taugaveiki Þegar flóðið var tekið að - íþróttir Framh. af bls. 22 honum. En þetta var óviljandi og aðeins gaman að. f meistaraflokki kvenna vann Ármann Fram með 12—7 í léleg- um leik eins Og flestir kvenna- lerkir eru nú að undanskiidum helzt FH Oe Víking. Fram vann Hauk í 2. fl. með 13—7 og KR vann Þrótt í 2. flokki með 17—10. Alfri mgi Framh. af bls. 8. ríkisstjórnarinnar um sveita- stjórnarkosningair, þar sem gert er ráð fyrir að heimilt sé að kjósa varamenn samtímis, séu framboð viðhöfð í kosningu sýslu nefndarmanna. Var frumvarpið samþykkt með þeim breytingum og sent forseta neðri deildar til afgireiðslu. Þá var og samþykkt frumvarp heilbrigðis- og félags- málanefndar deiWarinnar um heilbrigðissaipþykktir og því vis- að til 3. umræðu. Leiðrétting í viðtalinu við*Jón Gunnartsson sem birtist í Morguniblaðinu á sunnudaginn, höfðú í prentoun fallið niður nokkur orð í einum kafla greinarinnar. Réttour er kaflinn þannig: „En enginn mark aður er í AmerSku fyrir ailt það mikla magn, sem Sölumiðtstöðin vinnur í sinni eigin verksmiðju, ef þaff ætti aff seljast eftir öffnun leiffum“. „Eru fiskblokikir einnig seldar til annarra fyrirtækja í Bandia- ríkjunum en Nantiookeverksmiðj unnar?“ „Já, nokkurt magn“. „En var það rétt að beina svo miklum viðskiptoum til Ameríku, úr þvá greiðslufrestur var svo langur?" „Það álít ég ákveðið, því að það hefur geysilega fjárhagis- þýðingu fyrir frystihúsin að hafa getað hækkað verulegá verff á fiski til vöruiskiptalandanna".

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.