Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.02.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Þriðjudagur 20. febr. 1962 Savannah. Savannah hefur feröir á næstunni BROTIÐ verður blað I sögu friðsamlegrar kjarnorkunotk- unar á hafinu á þessu ári, N.S. Savannah, fyrsta vöru- og far þegaskipið. sem knúið er kjarnorku tekur að sigla um Atlantshafið. Yerið er að búa þetta fallega ameriska skip, sem meira líkist skemmtiskipi en verzlunarskipi undir fyrstu reynsluferðirnar á sjó. Þegar búið er að reyna kjarnaofn Skipsinis til fullis í hö(fn og ljúka öllum öryggis- aðgerðum, mun Savannah verða reiðubúin til að plægja höf í 3% ár samfleytf, án þess að taka eldsneyti. Á ferð um sínum mun skipið heim- sækja margar hafnir og ef til vill sigla sem svarar 12 ferðum umhverfis hnöttinn áður en það hefur reglulegar siglingar. Savannah getur ekki keppt við vénjuleg skip, vegna þess hve smíði þess var dýr, en litið er á það sem brautryðj- anda hagkvæmra kjarnorku- skipa, sem valdið gætu bylt- ingu í siglingum. Savannah er ekki frábrugð- ið öðrum vöru- og farþega- skipum, nema að því leyti, að skipið er knúið kjarnorku, inniheldur sérlegar geislavarn ir og er glæsilegar búið en venja er um skip af svipaðri stærð. Skipið er 21000 tonna „shelterdecker", rúmlega 181 metri á lengd. Á því verður sérstaklega æfð 110 manna á- höfn, og skipið getur borið 60 farþega og 10000 tonn af vör- um. Hraði þess verður 21 sjó- míla. Kjarnorkuvélar skipsins eru 20.000 hestöfl, kjarnaofn, sem hitar upp vatn undir mikiUi gufutúrbínu. Útbúnaði þess- um er komið fyrir í tveim litlum klefum miðskipa, djúpt niðri í skrokk skipsins. Þessir tveii klefar eru um- luktir 2500 tonna geislabrynju úr stáli, blýi, steinsteypu, viði, plasti og vatni. Til að tryggja eins mikið öryggi ■ framast er unnt bæði í höfn ú hafi úti er Savannah búin öllum hugsanlegum öryggistækjum, meðal annars kerfi, sem mælir geislavu-kni um aHt skipið án afláts. „Hjarta“ skipsins er kjarni kjarnorkuofnsins. Hann er teningur úr geislavirku úran- oxíði, 1.52 m á hvern veg og vegur 7030 kg. Á þessu elds- neyti getur skipið siglt meira en 400.000 sjómílur. Aftur á móti þarf olíuknúið skip af sömu stærð og jafn hraðsiglt 80.000 tunnur af olíu til að sigla sömu vegalengd, og þar að auki þarf að eyða miklum tíma og peningum í að taka þetta eldsneyti um borð. Með sínum langlífa kjarnorkuofni markar Savannah tímamót í siglingasögunni, og má telja þau jafn mikilvæg og þegar fyrstu segiskipin Og vélskipin hófu úthafsiglingar. QHlHlHÍHfr4HlHiHÍHlHlHú Teflt í 6. umferð. Hvítt: F. Ólafsson. Svart: Bertok. Sikileyjarvörn. 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. f4 e5 7. Rf3 Dc7 8. a4 Bnglendingurinn J. Penrose hef- ur náð góðum árangri með þess um leik, jafnt eftir 7. — Rbd7 og 7. — Dc7. 8. b6 Annar möguleiki virðist mér 8. — Be6, þar sem hvítur hefur eytt tíma í a2—a4. 9. f5 yrði þá svarað með Bc4. Ef 9. Bd7 Rbd7. 10. O—O, Be7 og svarta staðan virðist hafa verið rökrétt uppbyggð. 9. Bd3 Bb7 10. O—O Rbd7 11. Del Be7 12. Rh4 g6 Svartur er tilneyddur að veikja peðastöðuna vegna hótunarinn- ar Rf5. 13. f5 (!) Friðrik snýr sér strax að veik- leika svörtu stöðunnar. 13. d5 (!) Tvímælalaust rétt hugmynd. Ef 13, _ O—O. 14. Bh6, He8. 15. fxg6, hxg6 og nú getur hvítur jafnvel leikið 16. Rf5, gxf5. 17. Dg3f, Rg4. 18 exf5 með sókn. EÓa 16. — Bf8. 17. Dh4 með stöðúyfirburðum. Svartur getur einnig leikið 15. — fxg6, en þá er hann veikur á hvítu reitun- um. — 14. exd5 Rxd5 Aftur á móti kemur til greina að leika nú 14. — O—O, t.d. 15. Bh6, He8. 16. fxg6, hxg6. 17. Rfð, Bc5f. 18. Khl, e4! 15. Re4 Rb4 16. Bg5 f6 Ekki var vænlegt til árangurs 16. — Rxd3. 17. cxd3, f6. 18. Hcl. — ABCDEFGH A B CDEFGH Staðan eftir 16. — f6. 17. Rxf6t! Rxf6 18. fxg6! Rg4 Til greina kom 18. — Rxd3. 19. cxd3, O—O. 20. Hcl með skeinu hættri kóngssókn, en ekki virð- ist sóknin þó afgerandi í skjótri svipan. 19. Bxe7 Dxe7 20. Be4! Skemmtilegasti leikurinn í flétt- unni. Með síðasta leik sínum heldur Friðrik áframhaldandi sóknarmöguleikum. 20. Rd5 21. gxh7 Rgf6 22. Bg6f Kd7 23. c4 Dc5f Ekki 23. — Rf4? 24 Hxf4, exf4. 25. Hdlf. Ef 24. — Dc5f. 25. Hf2, Rg4. 26. Bf5f. - 24. Khl Rf4 25. b4 Bxg2t Svartur hefur enga möguleika á að halda liðsmuninum. 26. Rxg2 Dc6 27. Bf5t Kc7 28. Dxe5f Kb7 29. Dxf4 Hae8 30. Df3 Re4 31. Bxe4 He4 32. b5 axb5 33. axb5 De6 34. Hael He8 35. Hxe4 Dxe4 36. Dxe4f Hxe4 37. h8D Bertok lék fimm leiki í viðbót, en þeim sjötta þurfti hann ekki að leika, því kóngur hans var mát. — l.R.Jóh. P o w e r s stendur við fyrri frásögn New York, 17. febrúar — NTB. NEW York Times segir frá því í dag, að enn hafi ekkert orðið ljósara af yfirheyrslumnum yfir Francis G. Powers, um það, hvernig Rússum tókst að koma niður U-2 flugvélinni Yfirmenn bandarísku leyni- þjónustunnar hafa yfirheyrt Powers síðan hann kom heim til Bandaríkjanna en hann heldur sem fyrr við það, sem hann sagði við réttarhöldin í Moskvu. Segir blaðið, að annaðhvort verði leyniþjónustan að draga þá álykt un af þessu, að Sovétstjórnin hafi í fórum sínum eldflaugar, sem geti skotið niður flugvél 1 20 km hæð — eða, að Powers hafi verið heilaþveginn. —---------------------<s> Eftir langvarandi prófanir mun skipið sigla um Atlantshafið til reynslu. Skipið er nú í Yorkyown í Virginíu til að reyna ofninn við fullt álag. Sæmilega kyrrt í Guiana Logaði í 25 stórhýsum í fyrrinótt — sex létust í átokunum T V Ö brezk herskip settu í morgun lið á land í brezku Guiana. Segir í tilkynningu brezka landsstjórans, að her- liðið eigi að vera stjórninni til aðstoðar við að koma á lögum og reglu í landinu eft- ir óeirðirnar í gær, en ekki vera til stuðnings neinum sérstökum stjórnmálaflokki. Fleiri hermenn eru á leið- inni flugleiðis frá Bretlandi og Jamaica. Talið er, að sex manns hafi látið lífið í átökunum í George- town í nótt. Sæmilega kyrrt var í borginni í morgun, skot og skot heyrðust á stangli, en andrúms- loftið var kvíðaþrungið. Kveikt var í fjölmörgum byggingum í borginni í gær og herma fregnir, að logað hafi í 25 stórhýsum á miðnætti. Landstjóri Breta hefur í út- varpsávarpi skorað á fólk að halda sig heima við og torvelda ekki störf lögreglunnar. Séu landsmenn óánægðir með stjórn landsins, verði þeir að knýja frarn breytingar í samræmi við stjórnarskrána. Dr. Jagan flutti útvarpsávarp á miðnætti í nótt og kvaðst vona að landsmenn létu skynsemi ná aftur á sér tökum og að þeir gerðu sér grein fyrir mistökum sínum. Hann sagði, að dagsins í gær yrði lengi minnzt sem sorgar dags — minnzt með harmi og blygðun. Aðalfundur Hraunprýði í Hafnarfirði NYLEGA hélt Slysavarnadeild kvenna í Hafnarfirði, „Hraun- prýði“, aðalfund sinn. Framlag hennar til Slysavarnafélags fs- lands á árinu 1961 nam kr. 53.165.76, en alls safnaði deildin kr. 83.905.29 á árinu. Sýnir þetta ekki einungis framúrskarandi dugnað, sem er einkenni kvenna deildanna í Slysavarnafélagi ís- lands, heldur sýnir þetta jafn- framt hinn öfluga stuðning fólks ins og áhuga þess fyrir slysa- varnarstarfseminni ‘og þann ríf- lega skerf, sem hver einasti ein staklingur leggur fram í þessu skyni. Stjórn Hraunprýði var öll endurkjörin, en hana skipa. For maður frú Sólveig Eyjólfsdóttir, varaform. frú Elín Jósefsdótf.ir, gjaldkeri frú~~Sigríður Magnús- dóttir, ritari Jóhanna Brynjólfs dóttir, meðstjórnendur þær frúrn ar Soffía Sigurðardóttir, Marta Eiríksdóttir og Hulda Sigurjóns dóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.