Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 3
Laugardagur 10. marz 1962
Moncvism 4thð
r
IIM>W«
Nú fara eldri
Reykvíkingar í bíd
ÞANN 4. ágúst árið 1927 birt-
ast í Mbl. ýmsar merkilegar
fréttir úr lista- og skemmtana-
lífinu í Reykjavík. T.d, er sagt
frá því að Pétur Jónsson hafi
í fyrsta skipti sungið í bæn-
um fyrir fullu húsi, að tvö
börn Sigfúsar Einarssonar,
Elsa og Einar, hafi komið
heim með Dronning Alexand-
rine frá námi í söng og fiðlu-
leik í Kaupmannahöfn. að fyr
ir dyrum standi að fagna vel
Erlingi Pálssyni er hann kem-
ur með Suðurlandinu til
Reykjavíkur eftir Grettissund
sitt og að Gamla Bíó hafi nú
flutt í ný og glæsileg húsa-
kynni í Ingólfsstræti Og sýni
þar stórmyndina Ben-Hur.
Haufi húsið verið opnað með
mikilli viðhöfn og „þótti öll-
um mikið koma til hins nýja
húss, og er það áreiðanlega
stærsta og veglegasta sam-
komuhús hér á landi“.
Þetta þótti mikill viðburð-
ur í þá daga Og gamlir Reyk-
víkingar vitna enn í þessa
merkilegu mynd, sem þá var
tæknilega séð einhver sú
mesta sem sýnd hafði verið á
hvíta tjaldinu. Nú auglýsir
þetta „veglega samkomuhús“,
sem enn stendur sig vel í sam
keppninni við þau nýju, ennþá
íburðarmeiri kvikmynd um
Ben-Hur og hefur þurft að
setja upp 17 nýja hátalara til
að geta sýnt. hana.
Myndip er gerð eftir 80 ára
gamalli sögu éftir Lewis
Wallaee, sem gerist á tímum
Krists í Gyðingalandi og fjall-
ar um hersetu Rómverja og
vinina Gyðinginn Ben-Hur og
rómverska hershöfðingjann
Messala, sem auðvitað lenda í
andstöðu og sá síðarnefndi
sendir vin sinn á galeiðurnar
og leikur fjölskyldu hans
grátt. Hefur þessi bók verið
gefin út oftar og verið meira
keypt 1 öll þessi ár í Banda-
ríkjunum en nokkur bók önn-
ur, nema ef vera ákyldi „Kofi
Tómasar frænda.“ Um alda-
mótin var farið að færa upp
hluta af henni á leiksviði og
um leið og kvikmyndirnar
komu til, að filma hana. Og
það skýrtna er, að alveg frá
upphafi hefur þótt tilheyra að
gera efninu skil með eins ó-
hóflegum íburði og allri þeirri
tækni sem tiltæk hefur vérið
á hverjum tíma.
— Drottinn minn, á ég upp-
tökin að þessu öllu? á Wall-
ace garnli að hafa sagt þegar
hann sá fyrsta leiksviðsútbún-
aðinn, þar sem kappaksturinn
fór frani á rennigólfi á svið-
inu.
Kappaksturinn frægi
Þessi frægi kappakstur, þar
I nýju myndinni, sem William Wyler gerði, leika kvik-
m/ndahetjur vorra daga, Charlton Heston leikur Ben Hur
og Stephen Boyd leiku rMessala. Smekkurinn á hetjum
hefur sýniiega breyzt dálítið.
og sjá aftur Ben-Hur
sem Judah Ben-Hur keppir í
vagni með 4 gæðingum fyrir
við vagn Messala, hefur alltaf
verið aðalkjarninn í uppfærsl-
unum. í fyrsta skipti var kapp
aksturinn einn festur á filmu.
Það var 1907 og brunaliðs-
börn, segir hann. En sú sem
núná er sýnd, er bönnuð börn-
um innan 12 ára. Þetta er
óneitanlega allt orðið miklu
áhrifameira núna, þegar hljóm
ur og litir fylgja.
í myndinni frá 1925 léku tvö mikil kvennagull. Francis X.
Bushiran, sem þá var búinn að vera nokkurs konar Clark
Gable um langt skeið, lék Messala, og Ramon Novarro lék
Ben Hur og varð það upphaf á frægðarferli hans sem
kvikmyndahetju.
menn í Brooklyn færðu hann
upp og fengu búninga hjá
Metropolitan óperunni. Þegar
Metro-Goldwyn-Mayer kvi'k-
myndafélagið hóf svo töku á
myndinni 1925 undir stjórn
Fred Niblo var allri þeirri
tækni, sem þöglu myndirnar
áttu yfir að ráða beitt, og þá
ekki sízt í kappakstrinum.
Gamall Reykvikingur og hesta
maður hefur sagt mér þá sögu
að þegar hann bauð sinni ti'l-
vonandi ektakvinnu og mág-
konu að sjá þessa stórmerki-
legu mynd árið 1927, þá hafi
hann orðið svo spenntur í
kappakstrinum að hann reis
upp úr sæti sínu og hvatti
Ben-Hur, svo að systurnar
litu í krmgum sig og sár
skkömuðust *ín fyrir „kavaler
ann“.
Hljómsveit lék undir
Ólafur Árnason, sýningar-
maður í Gamla Bíó, hefur
séð sýningar á Ben-Hur í fjög
ur skipti. Fyrsta myndin kom
hingað þrivar sinnum, á árun-
um 1927, 1932 og 1937, Og sú
nýja núna, Ólafur var að vísu
ekki orðinn sýningarmaður
1927, byrjaði ekki fyrr en 1931,
en hann sá Ben-Hur, eins og
aðrir strákar, þegar Gamla Bíó
flutti úr Fjalakettinum og hóf
sýningar í Ingólfsstræti. —
Gamla myndin var leyfð fyrir
— Hvernig var sú gamla,
alveg þögul?
— Þegar hún kom fyrst, var
engina bljómur við hana og
þá lék eins og venjulega
þriggja manna hljómsveit
Gamla Bíós á fiðlu, oelló og
slaghörpu Hljómlistarmenn-
irnir sáu prufusýningu og
völdu tónlistina, sem þeir léku
svo allt hvað af tóik á hverri
sýningu Ekki man ég hvaða
lög þeir léku, enda hafði mað
ur meiri áhuga fyrir að horfa
en hlusta í þá daga. En oft
þegar ég heyri leikna ákveðna
lagakafla í útvarpinu, þá
minnist ég ákveðinna atriða
í myndinni, sem þessi lög voru
notuð við. Núna þegar
nýja myndin kom, þurftum
við að fá ný tóntæki svo að
hægt væri að'sýna hana. Áður
höfðum við eitt kerfi af hátöl-
urum, þ.e.a.s. 3 hátalara alls.
Nú er þeir alls 17, helmingur-
inn úti í sal Og hinn helmingur
inn á ýmsum stöðum bak við
tjaldið. Tókstu ekki eftir
þrumuveðrinu í myndinni?
Það byrjaði í myndinni sjálfri,
færðist svo Og deyr út fyrir
aftan mann. Þetta er notað
víða i myndinni og er að
sjálfsögðu mifclu áhrifameira.
— Hver er munurinn á þess
um tveimur myndum?
— Efnislega er munurinn
nær enginn og í báðum er
gert mikið úr kappakstrinum
fræga. Sú gamla var styttri,
•tók 2 klst og 20 mín, og hún
var á sínum tíma eins dýr og
íburðarmikil og þá var frek-
ast unnt, kostaði 4 millj. doll-
ara. Sú nýja tekur 314 klst.
og er líka miklu dýrari í fram
leiðslu, kostaði 15.5 millj. doll
ara. Þetta er sú dýrasta mynd
í ihnkaupi, sem við höfum
fengið. Miðarnir eru líka seld
ir á tvöföldu verði, kr. 38, en
það er samt helmingi ódýrara
en í Danmörku, þar sem nú er
verið að hefja sýningar á
Ben-Hur.
— Hvers konar fólk sækir
myndina um Ben-Hur. Er það
sama fölkið og venjulega sæk
ir bíómyndir?
— Nei, það var áberandi mik
ið af eldra fólki strax á fyrstu
sýningum. Það er fÓLk, sem
man eftir gömlu myndinni ög
vill sjá þessa. Venjulega kem-
ur fullorðna fól'kið efcki fyrr
en mynd hefur verið sýnd
einhvern tima, en nú kom það
strax.
— Hvernig er það, getið þið
notað þetta fína hátalarakerfi
við allar myndir?
— Nei, aðeins við meiri-
háttar myndir, sem gerðar eru
sérstaklega fyrir það. Við eig-
um von á tveimur, mynd úr
þrælastríðinu „Raintree Coun-
ty“ með Elisabetu Taylor í að-
alhlutverki og mynd frá
Burma „Never so few“ með
Frank Sinatra.
Sýningarmaður í 31 ár
— Þú ert búinn að vera sýn-
ingarmaður i 31 ár i Gamla
Bíó. Er ekki leiðinlegt að
þurfa að horfa á myndirnar
svöna oft.
— Það er misjafnt, sumar
getur maður alltaf horft á, en
aðrar verða strax leiðigjarn-
ar. En það er sama hvort okk-
ur þarna uppi þykir gaman
eða leiðinlegt, við verðum að
horfa á myndina, alltaf getur
eitthvað borið út af.
má panta i
shna 475.
XI- ____<»
lll
Gamla Bió 2.
ágúst kiukkan 10—12 !. b.
Ólafur Árnason, sýningarmaður. i
fara allir Reykvikinvar í bíó. | um degi.
STAKSTtliAR
Moskvumenn
og afturhaldið
Fimmta herdeild kommúnista
hér á landi er nú víða í kaup-
stöðum og sjávarþorpum að
þreifa fyrir sér um „vinstra sam-
starf“ í bæjar- og sveitarstjórn-
arkosningunum, sem fram fara
á kom.andi vori. Yfirleitt mun
þessum málaleitunum fálega tek
ið. Allvíða munu þó Framsókn-
armenn til í nýjan dans við þá
Moskvumenn. Er nú svo komið,
að segja má að Framsóknaraft-
urhaldið sé helzta haldreipi hins
alþjóðlega kommúnisma á Is-
landi. Jafnvel sumir af leiðtog-
um SÍS, sem lengi vel áttu ekkl
upp á pallborðið hjá korr.mún-
istum, eru nú eindregnir handa-
menn þeirra, eins og bezt sann-
aðist í verkföllunum á síðasta
sumri.
Um það þarf hinsvegar ekkl
að fara í neinar grafgötur, að
fjöldi lýðræðissinnaðra manna
innan Framsóknarfiokksins era
harðir andstæðingar kommúnista
dekurs leiðtoga sinna. Margir
Framsóknarbændur og yngri
menntamenn i Framsóknarflokkn
um telja að flokknum stafi hin
mesta hætta af hinni nánu sarrv
vinnu við Moskvuliðið. Þessir
menn eru eindregnir fylgismenn
þeirrar stefnu í utanríkis- og ör-
yggismálum þjóðarnna, sem
Framsóknarflokkurinn á.tti á sín-
um tima þátt í að móta ásamt
nt.eð öðrum lýðræðisflokkum.
Ætla þeir að stela
dús-bræðrunum?!
Alþýðublaðið bregður á leik í
forystugrein sinni í gær og keiwst
m. a. að orði á þessa leið:
„Fyrir fátt hafa kommúnistar
skammað Alþýðuflokksmenn
meira en samband þeirra við er-
lenda jafnaðarmannaflokka, sér-
staklega á Norðurlöndum. Hef-
ur Þjóðviljinn sjaldan átt nógu
sterk orð til að lýsa fyrirlitningu
sinni á þessum vináttutengslum.
Okkur rak því í rogastanz I
gærmorgun, er við sáum eftir-
farandi klausu á æskulýðssíðu
Þjóðviljans:
„Stefna Sósíalistaflokksins
gagnvart erlendum stjómmála-
samtökum hefur frá upphafi ver
ið þessi: Samskipti skulu höfð
við alla erlenda verkalýðsflokka,
hvort sem þeir teljast kommún-
istar eða sósial-demókratar
Við látum það gott heita þó
kommar stælu af okkur Hanni-
bal, en skyldu þeir nú ætla að
stela af okkur dús-bræðrunum
líka?“
Það er auðséð, að mikil „móðu-
harðindi ganga yfir íslenzka
kommúnistaflokkinn um þessar
mundir. Hann er farinn að ágirn-
ast dús-bræðurna !“
Arangur
einingarbaráttunnar
Komrr.únistablaðio ræðir í gær
hina eilífu haráttu flokksbræðra
sinna hér á landi .fyrir „einingu
vinstri aflanna". Kemst blaðið
þá m.a. að orði á þessa leið:
„Árangur þessarar sameining-
arbaráttu hefur orðið mjög víð-
tækur. Alþýðubandalagið og
Sósíalistaflokkurinn hafa hlotið
um fimmtung atkvæða í kosn-
ingum síðustu tvo áratugi. hafa
lengstum haft forystu í verka-
lýðssamtökunum og aftur og aft-
ur haft mikil áhrif á löggjafar-
starf Alþingis og stjórn Alþing-
is. í engu ná.lægu landi hafa rót-
tækir vinstri menn verið líkt
því eins sterkir og á íslandi."
Einu sinni var —. Kommún-
isturrr. er sannarlega ekki of gott
að hugga sig við ljómann frá liðn