Morgunblaðið - 10.03.1962, Side 6

Morgunblaðið - 10.03.1962, Side 6
MORCTnsnr aðið -'M t; T»' '•». IA:- firtT Æ'- *•'¥ UaWgftrdagu* 10. marz 1962 Núverandi stjórn Hvatar. Fremri röð, talið til vinstri: GróaPétursdóttir, Kristín L. Sigurð ardóttir, Auður Auðuns, MaríaMaack formaður, Soffía Jacobsen, Helgra Maarteinsdóttir og Val- gerður Jónsdóttir. Aftari röð: Ásta Guðjónsdóttir, Ásta Björns-dóttir, Ólöf Benediktsdóttir, Jór unn ísleifsdóttir, Kristín Magn- úsdóttir, Lóa Kristjánsdóttir og Guðrún Ólafsdóttir. Á mynd- ina vantar Ragnhildi Helgadótt ur. Sjálf stæðisf élagið Hvðt 25 ára UM miðjan febrúar s.l. voru 25 ár liðin síðan Sjálf- stæðiskvennafélagið Hvöt var Frú Guðrún Jónasson. stofnað og minnast Hvatar- konur þessara tímamóta með hófi í Sjálfstæðishúsinu í kvöld. Skal hér á eftir rakin saga félagsins í stórum drátt- um, tildrög að stofnun félags- ins, starfsemin á liðnum ald- arfjórðung og framtíðarverk- efnin. ■Á Stofnfélagar 315. f Morgunblaðinu 21. febrúar 1937 gat að líta svohljóðandi frétt: „Síðastliðið , föstudagskvöld var endanlega gengið frá stofn- un Sjálfstæðiskvennafélagsins „HVÖT“ á fjöhnennum fundi kvenna í Oddfellöw. Fyrstu tildrög þessa félags- skapar voru þau, að nokkrar á- hugasamar Sjálfstæðiskonur áttu nýlega til um það sín á milli, að rétt væri að Sjílfstæðiskonur stofnuðu með sér félag, er starf- aði í anda SjálfstæðisfloklkBÍns og ynnu að þeim þjóðþrifamál- um, er hann hefir á stefnuskrá sinni. Komu þær sér saman um að leita átekta om þetta, og voru undirtektir svo góðar, að innan örfárra daga höfðu yfir 100 kon- ur slkrifað sig á lista, og tjáð sig fylgjandj stofnun félagsins. Unnu nokikrar könur að því að undirbúa fyrsta stofnfundinn, og var hann haldinn 15. febrúar s.l. Komu þá þegar á þriðja hundrað kvenna á fundinn. Sýnir það bezt áhuga reykvískra kvenna í sjálfstæðismáilum þjóð- arinnar.“ Skiptar ákoðanir voru um það, hvort stofna aetti sjálfstætt félag Sjálfstæðiskvenna, og bomu nokkrar með þá tillögu að félag- ið yrði deild í Landismálafélag- inu Verði. Var sú tillaga kveðin niður með mifelum meirihiuta, með þeim rökum, að allur fjöldi fundarkvenna væru hvort eð er í Verði. ir Tveir formenn í 25 ár. Á þessum stofnfundi var kos- in bráðabirgðastjóm, er átti að ganga frá lögum félagsins. Tók stjórnin til óspilltra starfa og með áhugasemi og dugnaði hafði hún lOkið undirbúningi undir stofnfund á þrernur dögum og var hann haldinn föstudaginn 19. fébrúar 1937. Voru lögin borin fram til samþyktar og endan- lega gengið frá stofnun félagsins, er hlaut nafnið „Sjálfstæðis- kvennafélagið HVÖT“. Stofnfé- lagar voru 315. Bráðabirgðastjórnin, sem fyrr er getið um, var öll endurkosin með einróma atkvæðum. f henni áttu sæti: frú Guðrún Jónasson, frú Ágústa Thors, frk. María Maaok, frú Guðrún Guðlaugs- dóttir, frú Kristín L. Sigurðar- dóttir, frú Helga Marteinsdóttir og frú Sesselja Hansdóttir, og var frú Guðrún Jónasson kjör- inn formaður félagsinis, og gegndi hún því starfi í 13 ár, eða til 23. maí 1955, og tólk þá við formennsku María Maack, sem enn gegnir því starfi. ★ Vinna að eflingu Sjálfstæðis- flokksins. í dag eru félagskonur í Sjálf- stæðiskvennafélaginu HVÖT á ellefta hundrað og stjórn þess skipa fimmtán konur. Félags- starfsemi-n hefur verið mjög blómleg öll þessi ár. í viðræðum, sem blaðamaður Morgunblaðsins átti við nuver- andi stjórn Hvatar, kom fram, að markmið félagsins er fyrst og fremst að vinna að eflingu Sjálf- stæðisfloksins. Konumar beita sér fyrir fjársöfnun fyrir hverj- ar Alþingis- og bæjarstjórnar- kosningar og leggja söfnunarféð í flokkssjóðinn. Einnig létu þær heilbrigðilsmál, uppeldismál og mörg fleiri mál til sín taka. Sjálf- stæðisflokkurinn — einn allra flokka í landinu — ætti nú tvo kvenfulltrúa á Alþingi, og væri það ekki sízt að þaikka tilveru Hvatarfélagsins, enda báðar fé- lagar í Hvöt. , Frh. á bls. 14 Úr Hvatarför. • Ekkert að því að ganga á Esju Ég er satt að segja hálf- feginn því að þurfa ekki að fara að príla upp á Esju núna. Ég hafði þó keypt dug- lega mannbrodda og striga- skó, sem mér finnst þægi- legra að ganga á í stuttum fjallaferðum, á frosinni jörð, en stirðum og hálum fjall- gönguskóm. Ég hafði einmitt orðað það við hann Aron, vin minn í Kauphöllinni, að leyfa okkur snjóbað í land- areign hans, og skola af okk- ur hitann. Það er annars ágætt að ganga upp á Esju um þetta leyti árs, það hef ég reynt sjálfur, meira að segja átt góða og fallega daga uppi við vörðu. Það er örðugast að komast niður aftur, nema hafa mannbrodda með í ferð- inni. — G. M. er eins og ég, vanur að snúast í kringum trjá- plöntur. Tvö sl. vor hef ég verið svo gáiaus að leysa skýluklútana af trjánum í byrjun júní, með þeim sorg- legu afleiðingum, að þau voru hálfgerðir sjúklingar allt sumarið. Um miðjan júni kom fjögurra stiga frost og átta vindstiga sjórok. Sjálfur var ég klæddur hlýrri skinn- úlpu og blessaði auðvitað storminn hástöfum, og eink- um sjó- og moldrokið, eins og Hannes og Bjarni. 1 mín- um augum hefði þetta verið hin dásamlegustu vorkvöld, ef hugurinn hefði ekki verið að háifu hjá plöntunum, hinum varnarlitlu skjólstæð- ingum mínum. Og til þess að yrkja hástemd ljóð um þessi dásamlegu kvöld, skorti mig sannarlega ekki orð, ekkert nema náðargáfuna, sem ljær þeim flugþrá og vængi. Ég hef alltaf verið heilsu- hraustur, og átt því láni að fagna að eiga yfir mig bæði hús og bíl, jafnvel glerhús að njóta iólbaðs í vorstorm- um. Hinir munu nú samt enn fleiri, og þó jafnþarfir þjóð sinni, sem ennþá hafa fulla ástæðu til að „óttast hvert komandi vor“, svo enn sé leitað liðsinnis hjá skáld- um okkar að sanna mál sitt. Ekki hefur G. M. þó skoð- að orð mín ofan í kjölinn, ef hann hefur lesið þar að mér finndist lítið til um róman- tík Reykjavíkur á vorin. En þó ég taki ekki alveg undir orð bóndans, sem fannst feg- urð lands síns ekki fullkomin nema vel veiddist, tel ég slík hlunnindi ekki til óprýði í landslaginu, né sé heldur ástæðu til þess að leikið sé undir hin fögru vorkvöld í Vesturbænum á munnliörpur, ef hins er kostur, að njóta líka skjóls og hlýju. Það er sorgleg staðreynd, að hin svölu, ísikiæddu fjöll Grænlands hafa oft knúð ís- lenzku sumrin til að „svíkja okkur í tryggðum“, svo enn sé vitnað í ljóðskáldskap. í gamla daga trúði fólk því að skáld þyrftu að vera svöng og helzt líka vanklædd, til þess að geta ort. Sú kenning fær nú orðið víðast hvar daufar undirtektir. Ætli þeim sé ekki líka nauðsynjaiaust að standa úti í stormum og stórbyljum til þess að fá dregið að sér ferskt loft. — R. J. • Vill ekki láta blekkja sig Velvakanda hefur borizt æði harðort bréf um „My .Fair Lary og blekkingarnar", eins og það er orðað. Ekki er það þó sýningin sjálf sem er til umræðu, heldur aug- lýsingarnar í kringum þetta. Bréfritarinn spyr t.d.: Hvera vegna er sagt frá því að í aðal kvenhlutverkið hafi verið vai ið úr hópi 50 stúlkna, þegar það er víðs fjarri öllum sana leika? Og hvers vegna láta for- ráðamenn þessarar stofnun- ar hafa eftir sér, að verð á leikhúsmiðum í New York hafi verið 10 dollarar? — Kveðst hréfritari því kunn- ugur, að þó nokkrir Islend- ingar hafi séð þessa sýningu í New York og setið á bezta stað í Mark-Hellinger-leik- húsinu, en samt ekki borgað meira en 3—4 dollara fyrir sætið, „og það á „Broad- way“, eins og leikhús þeirr- ar borgar eru kölluð með samheiti“. Þá er það sú yfirlýsing að sænski rétthafinn hafi fallizt á að gefa eftir fjórðung af þóknun sinni fyrir sýningar- réttinn eða allt ofan í 11% af sölu, sem fer í taugarnar á bréfritara, þar eð greiðsl- urnar til sænsku rétthafanna hækka sjálfkrafa aftur. um helming þegar aðgöngumiða- verðið er gert 100% dýrara en á venjulegum sýningum. Af Venjulegu miðaverði og 14% greiðslu til rétthafa megi gera ráð fyrir 7 þús. kr. til þeirra, en 11% greiðsla af tvöföldu miða- verði hækki greiðsluna til sænsku rétthafanna upp í allt að 11—12 þús. kr. fyrir hvert selt hús, þar eð sætin eru 670 og meðalverð 150 kr. Þetta sé álitleg fúlga af hverri sýningu. Þama hafi því síður en svo sparast og sízt ástæða fyrir blöðin að hafa eftir fregnir af þessum sparnaði. Bréfritarinn vill ekki láta bera á borð fyrir sig þvílíkt og annað eins og finnst að opinber stofnun eigi ekki að leyfa sér það. Leggur Velvakandi nú þá spumingu fyrir viðkomandi aðila, hvort hér sé rétt með farið? .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.