Morgunblaðið - 10.03.1962, Side 9

Morgunblaðið - 10.03.1962, Side 9
Laugardagur 10. marz 1962 VOPC.T’IS RÍ.4Ð7Ð .9 Fimmtugur í dag: Þorbjörn Jóhannesson Þrjár íslenzkar bridgesveitir munu keppa á Norðurlandamóti, sem haldið verður í Kaup- mannahöfn í júní n.k. IVIyndin hér að ofan er af keppendunum en þeir eru. Sitjandi, talið frá vinstri: Kristín Þórðardóttir, Laufey Arnalds, Ásgerður Einarsdóttir. Elín Jónsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir, Ása Jóhannesdóttir. Standandi: Eiríkur Baldvinsson, fararstjóri Hilmar Guð- mundsson, Lárus Karlsson, Rafn Sigurðsson, Jakob Bjarnason, Jón Björnsson, Jón Arason, Jóliann Jónsson, Þorgeir Sigurðsson, Símon Símonarson, Brandur Brynjólfsson og Ólafur Þor- steinsson. Á myndina vantar Sigurð Helgason. ÞORBJÖRN Jóhannesson, kaup maður í Kjötbúðinni Borg, er íimmtugur í dag. Fáir munu þeir Reykvíkingar, sem ekki kannast við Þorbjörn í Borg. Hann hefur af eigin dugnaði hafizt til álits og góðra efna, byrjaði bamungur sem sendisveinn, en hóf þegar sjálf- stæðan verzlunarrekstur rúm- lega tvítugur að aldri. Vegna óvenjulegrar árvekni og samvizkusemi Þorbjarnar, er Kjötbúðin Borg nú ein stærsta verzlun sinnar tegundar hér í borg og nýtur hylli viðs'kipta- manna fyrir góðar vörur og þjónustu. Þá hefur Þorbjörn verið at- haínamaður í bygginga- og verk takastarfsemi sem stjórnarfor- maður Byggingarfél. Brúar h.f. um árabil. Auk þess hefur Þorbjörn ver- ið áhugasamur þátttakandi í margs konar félagsstarfsemi, verið formaður Dýraverndunar- féiagsins, í sóknarnefnd Háteigs sóknar, gegnt trúnaðarstörfum fyrir stétt sína og verið vara- borgarfulltrúi í Reykjavík um tveggja kjörtímabila skeið. Það er lærdómsríkt að vinna með Þorbirni í Borg og kynn- ast. áhuga hans og einbeittni, ósérhlífni í störfum, drenglyndi hans og dugnaði. í tilefni fimmtugsafmælisins vil ég flytja Þorbirni beztu þakkir fyrir ánægjulegt sam- starf og senda honum, konu hans, Sigríði Einarsdóttur, og fjölskyldu þeirra béztu heilla- óskir. Geir Hallgrímsson. Gáfu 30 þús. til orgelkaupa HJÓNIN Gunnar Snjó'lfsson og Jónína A. Jónsdóttir, í Horna- firði, börn þeirra og tengdabörn afhentu í gær, 8. nsarz, gjafabréf að upphæð 30 þús. kr. til Hafnar kirkju til kaupa á pípuorgeli þegar þar að kemur, í tilefni þess að þá var tuttugasti afmæl- isdagur Braga Gunnarssonar á Sunnuhvoli í Höfn. Og er gjöfin gefin til minningar um hánn og félaga hans sex, sem fórust mieð mb. Helga frá Hornafirði á heim siglingu frá Englandi 15. áept. 1961. Hafa safnaðarfulltrúi og sókn arnefnd fyrir hönd Hafnarkinkju beðið blaðið að færa innilegar þakkir fyrir þess höfðinglegu gjöf. GNiHlhQHMt &&%%%%% fy'-y QjtQjrQjf TVÍMENNIN GSKEPPNI Bridge sambands ísxands lauk nýlega. Þátttakendur voru 32 pör sem spiluðu 5 umferðir. Úrslit urðu þau, að Einar Árnason og Þor- steinn Þorsteinsson báru sigur úr býtum, hlutu 120 stig. Röð 16 efstu paranna varð eftirfar- andi: stig 2. Ásmundur og Hjalti .. 1237 3. Símon og Þorgeir .... 1153 4. Egill og Torfi ..... 1129 5. Jakob og Jón ....... 1125 6. Jóhann og Jón ...... 1121 7. Jón og Tryggvi ..... 1111 8. Bragi og Magnús .... 1108 9. Ásmundur og Benoný 1089 10. Guðjón og ívar ..... 1087 11. Ásta og Steinunn .... 1085 12. Birgir og Hilmar .... 1083 13. Jón og Sigurður .... 1078 14. Karl og Klemens .... 1070 15. Arna rog Þórarinn .. 1070 16. Ólafur og Tryggvi .. 1068 SVEITAKEPPNI meistaraflokks hjá Bridgefélagi Reykjavíkur lauk nýlega. Sveit Einars Þor- finnssonar sigraði með miklum yfirburðum, hlaut 52 stig af 54 möguiegum. Auk Einars eru í sveitinni Lárus Karlsson, Krist inn Bergþórsson, Gunnar Guð- mund&son, Ásmundur Pálsson og Hjalti Elíasson. Endanlegröð sveitanna varð þessi: •stig 1. Sv. Einar Þorfinnssonar 52 2. — Agnars Jörgensen .. 41 3. —Stefáns Guðjohnsen 40 4. — Eggrúnar Arnórsdóttur 24 5. -7. Sv. Elínar Jónsdóttur 23 5.-7. Sv. Hilmars Guðm. .. 23 5.-7. — Jóhanns Lárussonar 23 8.--9. Brands Brynjólfss. 22 8.-9. — Júlíusar Guðmundss. 22 10. Sv. Þorst. Þorsteinssonar 0 Fjórar neðstu sveitirnar flytj- ast niður í I. fl. og verða því sveitir nr. 5.—7. að spila um hver þeirra feliur niður. FRÁ ÞVÍ AÐ TÆKI ÞESSI VORU KYNNT Á VINNUSÝNINGU í REYKJAVÍK í JÚNÍ S.L., HAFA MARGAR SAMSTÆÐUR VERIÐ PANTAÐAR HJÁ OSS, BÆÐI TIL VINNU í SVEITUM OG KAUPSTÖÐUM MASSEY FERGUSON VINNUTÆKI, sem eru fullkomlega aðhæfð hvert öðru. SKURÐGRAFA - DRÁTTARVÉL . MOKSTURSSKÓFLA REYNSLAN hefur sýnt, að MF-skurðgröfusamstæðan hefur miklu hlutverki að gegna, vegna mikiila afkasta við gröft skurða, livort heldur er í malar. eða moldarjarðvegi, mokstur á bíla og fleira. Svo haganlega eru tækin tengd saman, að aðeins tekur 3—5 mínútur fyrir vanan mann að taka gröfuna frá dráttarvélinni. Vökvastýri á dráttarvélinni og vökvadæla, sem dælir 15 gallonum á mínútu, tryggja vinnuhraða við hvert verk, og auðvelda stjórn tækisins. KYNNIÐ YÐUR ÞÁ REYNSIxU, SEM FENGIN ER DRÁTTARVÉLAR H. F. 375 manna byggðarlag safnaði 90 þús. í GÆR fór fram í Hnífsdalskap ellu jarðaför barnanna tveggja, er létust í bruna fyrir skemmBtu þeirra Jónu Stefánsdúttur og Lárusar Daníels Stefánssonar. Sóknarpresturinn, sr. Sigurður Kristjánsson jarðsöng og Marg- rét Finnbogadóttir söng einsöng í kirkjunni. Var mikið fjölmenni í kirkjunni, bæði frá Hnífsdal og ísafirði. t Sýnir það vel þá miiklu hlut tekningu sem foreldrum barn- anna er sýndur vegna þestsa hörmulega atburðar, að er haf in var söfnun þeim til aðstoðar í Hnífsdal og Skutulsfirði, þessu 375 manna byggðarlagi, þá sötfn uðust á sama degi 90 þús. kr. En þau hjónin misstu sem kunnugt er hvert tangur og tetur er fjöl skyldan átti. Hafa nú einnig haf ist samskot í þessu skyni á ísa- firði. Víðir fékk 31 lest í þorskanót SANDGERÐi, 8. marz. — 21 bátur kom að í gær með 124,7 lestir. Freyja var hæst með 12 lestir, Jón Garðar 11,7 og Guð- mundur Þórðarson 11,4. Víðir II. kom inn með 31,5 lestir, sem hann fékk í þorsknót. Hann kom heim í gær, annars hefur hann yfirleitt landað í Vestmannaeyj- pm. Áður hefur hann komið með 20 lestir. ★ AKRANESI, 8. marz — Heildar- aflinn hjá bátunum í gær var 70 lestir. Bátarnir voru 12. Allra- hæstir voru Ásmundur 11,3 lest- ir, Skipaskagi og Ólafur Magn- ússon með 8,5 lestir. Þeir voru með línu. Skagfirðingur fór í netin í gær, dró ekki nema eina trossu og fékk í hana 300 kg. Fiskurin er fiakaður og hrað- frvstur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.