Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 10.03.1962, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIÐ Laueardagur 10. marz 1962 Í Leggst jafnt á born sem fuflorðna — enginn grunur á nýrri veirutegund -7 veikin komin til Akureyrar 1 GffiR voru fjarvistir í barna- og unglingaskólum bæjarins milli 33 og 42%, auk þess sem margir kennarar voru sjúkir, og ráðlögðu heilbrigðisyfirvöldin að loka öllum barna. og unglingaskólum bæjarins, þar til öðru vísi væri ákveðið. Skólum hefur ekki verið lokað vegna veikinda síðan 1957, þegar Asíu-inflúenzan var í algleymingi, og var þá skól- unum lokað I hálfa aðra viku. Ennfremur var skólum lokað hluta af nóvembermánuði árið 1955 í mænusóttarfar- aldrinum, sem þá. herjaði á borgarbúa. Borgarlæknir, Jón Sigurðs- vart í unglingaskóluntim en son, sagði í viðtali við blaðið í gær, að 48 læknar hefðu skilað skýrslum fyrir síðustu viku (frá 25/2—3/3) og væru þar skráð 263 inflúenzu-til- felli. Vikuna áður voru aðeins 24 tilfelli á skýrslum 53 lækna. Há af þessu sjá, að veikin hefur breiðzt mjög ört út. Enn liggja engar tölur fyrir um hversu margir hafa tekið veikina í þessari viku, en borgarlæknir taldi, að in- flúenzu-sjúklingum hefði fjölg að mjög fyrri hluta vikunnar. Væri þetta aðeins vísbending um gang veikinnar, þó tilfell- in væru eflaust fleiri; fjöldi fólks leitaði ekki læknis. Lítið um fylgikvilla. — Erfitt er að fullyrða — fyrr en niðurstöður rarnsókn- anna á Keldum liggur fyrir — hvaða mflúenzusýki hér er á ferðinni, sagði borgariækmr, en ekki leikur neinn grunur á, að um nýja veirutegund sé að ræða. Ekki ber á því, að hún leggist frekar á börn en full- orðna; t.d. varð hennai fyrst ekki barnaskólunum. Þessi inflúenzufaraldur gengur hraðar yfir en venja Barnaskólarnir eru auðir vegna inflúenzufaraldsins. Þessa m.ynd tók Ó. K. M. við Melu- skólan í gær. Skdlum lokaö vegna inflúcnzu er og virðist bráðsmitandi. Meðgöngutími veikinnar er um 1—3 sólarhringar og byrj- unareinkennin hár hiti, bein- verkir og höfuöverkur. Eins og kunnugt er, eru ekki þekkt nein örugg lyf við infiúenz- unni, og því er brýn ástæða fyrir fólk að fara vel með sig, forðast ofþreytur og vökur og fara fljótt í rúmið. ef þvi verð ur misdægurt. Helztu fylgikvillar inflúenz- unnar eru lungnabólga og heilahimnubólga, sagði borg- arlæknir að lokum. Inflúenzan nú er yfirleitt væg, og mun lítið vera um fylgikvilla. En þeir, sem eru illa undir sjúk- dóma búnir og fara ekki vel með sig, verða að gæta sér- stakrar varúðar. FLENZAN KOMIN TIL AKUREYRAR Inflúenzan hefur einnig breiðzt út á Suðurnesjum, eins og skýrt var frá í blað- inu í gær, og hefur messum verið aflýst í Keflavík og víð- ar um helgina. Blaðið átti samtal við hér- aðslækninn á Akureyri, Jó- hann Þorkelsson, í gær, og sagði hann að veikinnar hef'ði fyrst orðið vart í bænum uni s.l. helgi. Hefði hún breiðzt óðfluga út og hefð' um morg- uninn vantað 96 nemendur af um það bil 420 í Menntaskói- ann á Akureyri, og 110 i gagnfræðaskóiar.n af 550 nem- endum. Hinsvegar væru fjar vistir htldur minni í bama skólunum. en búast mætti við miklu mannfalli næstu daga og viðbúið að lol»a þurfi skól- unum. Jóhann Þorkelsson sagði. að heilsufar í bænum hefði undanfarið verið í heldur betra lagi, nokkuð ’bæri á kvefi og eymslum 1 hálsi. En gera mætti ráð fyrir að m- flúenzar. bærist fljótt inn á heimilin. fyrst hún hefði gosið upp í skólunum. Fylgdi henni hár hiti, en gengi yfir á 2—4 dögum. ■W til styrkfar þeim mörgu sem missfu fyrirvinnu sína í sjóslysunum í febrúar s.l. verður haldið á morgun sunnudaginn II. marz kl. 21 t Háskólabíóinu, Hótel Borg og Austurbœjarbíói Verðmœti vinninganna skiptir hundruðum þúsunda króna Forsala hefst i öllum húsunum kl. 14 í dag HÁSKÓLABÍÓ Stjórnandi Baldur Georgs VINNINGAR: 1. Evrópufcrð feð Loftleiðum 2. Evrópuferð með Fiugfélagi íslands 3. Farseðill til Kaupmannahafnar mei M.s. Gullfossi 4. Evrópuferð með M.s. Vatnajökli 5. Evrópuferð með Ilafskip h.f. 6. Gólfteppi eftir vali 10 ferm. 7. Ferðaútvarpstæki (Transistor) 8. Hrærivé! (Sunbeam) 9. Kuldaúlpa 10. Sindrastóll II Ó T E L B O R G Stjórnandi Kristján Fjeldsted VINNINGAR: 1. Evrópuferð með Flugfélagi íslands 2. Evrópuferð með Hafskip h.f. 3. Ferð til Akureyrar fyrir 2 með Norðurleið h.f. 4. Gólfteppi eftir vali 10 ferm. 5. Sindrastóllinn frægi 6. Ferðaútvarpstæki (Transistor) 7. Hrærivél (Sunbeam) 8. Strauborð af fullkominni gerð 9. Kuldaúlpa. 10. Armbandsúr AUSTCRBÆJARBÍÓ Stjórnandi Ómar Ragnarsson VINNINGAR: 1. Evrópuferð með Loftleiðum 2. Evrópuferð með skipum SÍS 3. Evrópuferð með m/s Vatnajökli 4. Hringferð um ísland fyrir 2 með m./s Esju 5. Gólfteppi 10 ferm. 6. Ferðaútvarpstæki (Transistor) 7. Hrærivél (Sunbeam) 8. Sindrastóll H 5 9. Kuldaúlpa 10. Armbandsúr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.