Morgunblaðið - 20.03.1962, Síða 4

Morgunblaðið - 20.03.1962, Síða 4
4 MORGVNBLAÐIÐ ÞrtfSjudagur 20. marz 1962 Permanent litanir geislapermanent, gufu permanent og kalt perma- ner t HárliUm og hárlýsing Hárgreiðslustofan Perla Vitastíg 16A — Sími 14146 Sími 13407 Raftækja- og raflagna- viðgerðir fljótt og vel af hendi leyst. Ingoif Abrahamsen Vesturgötu 21. Til leigu steinhús 4ra herh. og eldhús á góð- um stað í Hafnarfirði. Tilb. sendist Mbl., merkt: „Góð- ur staður — 4157“ fyrir 22. Þ. ui. Sængur Endurnýjum gömlu sæng- urnar, eigum dún og fiður- held ver. Seljum gæsa- dúnssængur. Di'n- og fiðurhreinsunin Kirkjuteig 29. Sími 33301. Til sölu ’Cyndingartæki (svartolía) 10 ferm. Stálketill og til- heyrandi, hitadunkar o. fl. Uppl. í Lönguhlíð 21. Til leigu 3ja herb. íbúð í nýbyggðu húsi er til leigu. Tilboð um hugsanlega leigu sendist Mbl., merkt: ,,Leiga — 4116“. Ungur maður með bílpróf óskar eftir vinnu á laugardögum. — Margt kemur til greina. Tilboð sendist blaðinu, merkt: ,,4118“. íbúð til sölu Til sölu er góð 3ja herb. íbúð í nýlegu steinhúsi, ná- lægt Miðbænum. Tvöfalt gler, sérhiti. Verð eftir samkomulagi. Sími 16805. Til sölu frístandandi fuglabúr. — Óska að kaupa karlmanns- reiðhjól. Sími 17147. Fósturbarn Ung hjón vilja taka barh í fóstur. Tilboð sendist Mbl merkt: „Sunnudagur — 4108“. Sólarstofa í Austurbænum. Sérinng. Til leigu nú þegar eða 1. apríl. Tilboð merkt: „Sól — 4197“ leggist á afgr. Mbl. fyrir 24. marz. Sumarbústaður Óska eftir að fá keyptan eða leigðan sumarbústað, helzt við vatn. Tilb. merkt: „Sumarbústaður — 4161“, sendist afgr. Mbl. Tvíburavagn óskast Upplýsingar í síma 32298 milli kl. 8—9 í kvöld. Barnarúm 2 gerðir. Húsgagnavinnustofa Sighvatar Gunnarssonar Hverfisgötu 96. Sími 10274. Skrifstofustúlka Vön skrifstofustúika óskar eftir vinnu hálfan daginn. Ensku- og vélritunarkunn- átta. Tilboð óskast sent Mbl., merkt: „4195“, i dag er þriðjudagurinn 20. marz. 79. dagur ársins. Árdegisflæði kl. 5:15. Síðdegisflæði kl. 17:31. Slysavarðstofan er opin ailan sðlar- hringinn. — L,æknavörður L.R. (fyrlr vltjaniri er & sama stað íra kL 18—8. Símf 15030. Næturvörður vikuna 10.—17. marz er i Vesturbæjarapóteki. Holtsapótek og Garðsapótek eru opm alla virka daga kl. 9—7, laugar- daga frá kl. 9—4 og helgidaga frá kl. 1—4. Kópavogsapótek er opið alla vlrka daga kl. 9,15—8. laugardaga frá ki. 9:15—4. helgid. frá 1—4 e.h. Simi 23100 Næturlæknir í Hafnarfirði 10.—17. marz er Ólafur Einarsson, sími 50952. Ljósastofa Hvítabandsins, Fornhaga 8: Ljósböð fyrir börn og fuilorðna Uppl. 1 síma 16699. St. . S-. . 59623216 — VIBt. STH. H. & V. I.O.O.F. Rb. 4, = 1113208^—9 = 0. IOOF = Ob. 1 P = 143.3208 (4 = iheiiir Frá Kvenréttindafélagi íslands: — Fundur verður haldinn í félagsheim ili prentara á Hverfisg. 21, þriðjud. 20. ma:z 1962 kl. 20:30. Aðalefni fund arins. — Erindi um sveitarstjórnar- mál: Unnar Stefánsson flytur. Félags konur mega taka með sér gesti að venju. Kvenfélagskonur Keflavík: Munið bingóið 1 Tjarnarlundi á þriðjudags kvöldið kl. 9. Kvenfélag Neskirkju heldur fund á fimmtudaginn 23. marz kl. 8.30 í fé- lagsheimilinu. Kaffi. Kvenfélagskonur Keflavík. Munið bingóið 1 Tjarnarlundi, þriðjudags- kvöldið kl. 9. e.h. núsmæður Kópavogi. Fundur á mið- vikudaginn kl. 8.30 í félagsheimilinu. Rætt um orlof húsmæðra oil. Sýndar skuggamyndir. Styrktarfélag Vangefinna: Konur í félaginu halda fund þriðjud. 20. marz kl. 8:30 1 Tjarnargötu 26. Fundarefni: Bazar og kaffisala ^élagsins 25. marz n.k. Konur, sem ætla að gefa muni á bzarinn afhendi þá á fundinum. — Sjómin. Flugfélag Islands h.f.: Millilandaflug: Gullfaxi er væntanlegur til Rvikur kl. 16:10 frá Khöf.. og Glasg. Fer til sömu staða kl. 08:30 í fyrramálið. — Innanlandsflug: í dag er áætlað að fljúga)til Akureyrar (2 ferðir), Egils staða, Sauðárkróks og Vestm.eyja. Á morgun til Akureyrar, Húaavikur, ísafjarðar og Vestmannaeyja. Loftleiðir h.f.: í>orfinnur Karlsenfi er væntanlegur frá NY kl. 08.00. Fer til Oslóar, Gautaborgar, Kaupmanna- hafnar og hamborgar. kl. 10.30. Eimskipafélag ís ~s h.f.: Brúarfoss er í Dublin. Dettifoss er á leið til NY. Tekið á móti tiikynningum í Dagbók frá kl. 70-12 f.h. Fjallfoss fór frá ísafirði 19. 3. til Vestfjarða og Faxaflóahafna. Goða- foss er í NY. Gullfoss er í Rvík. Lag arfoss er í Hamborg. Reykjafoss er 1 Hull. Selfoss er á leið til Rotter- dam. Tröllafoss er á leið til Rvíkur frá Norðfirði. Tungufoss er 1 Grav ara. Zeehaan er á leið til Grimsby. Skipaútgerð ríkisins: Hekla er á Norðurlandshöfnum. Esja er á Norður- landshöfnum. Herjólfur fer frá Vest- mannaeyjum kl. 21.00 í kvöld til Rvík- ur. Þyrill kom til Reykjavikur í gær- kveldi. Skjaldbreið er væntanleg til Rvíkur í dag að vestan frá Akureyri. Herðubreið fer frá Reykjavík á morg un austur um land í hringferð. Hafskip h.f.: Laxá er I Reykjavík. Eimskipafélag Reykjavíkur h.f.: Katla er á leið til Genoa. Askja er í Reykjavík. Jöklar h.f.: Drangjökull er á leið til Mour-mansk. Langjökull lestar á Faxa flóahöfnum. Vatnajökull fer frá Ham- borg í dag áleiðis til Rotterdam og Rvíkur. Skipadeild S.Í.S.: Hvassafell er í Reykjavík. Arnarfell er í Bremerhav- en fer þaðan í dag til Reyðarfjarðar og Reykjavíkur. Jökulfell fer frá Ri- eme í dag til ísla.ids. Dísarfell fer væntanlega í cl«g frá Bremerhaven til Homaf j airðar. Litlafell losar á Aust- fjörðum. Helgafell losar á Norðurlands höfnum. Hamrafell fór frá Batumi 13. þ.m. til Rvíkur. Hendrik Meyer fór frá Wismar 17. þ.m. til Rvíkur. AHEIT OC CJAFIR Sjóslysasöfnunin, afli. Mbl.: Björg 200; GVG 200; GV 150; HE 500; Matt hías Eyjólfsson 100; BB 100; VB 500; GK 200; Sólbjörg 100; GS 100; Safn að af sr. Árelíusi Níelssyni afh. Mbl. Sr. Jósef 200; Ragnar frá Öndv.nesi 10; Steinunn 500; LJ 50. 1000; Sólveig (fermingarst.) 100; Gu9 rún og Sölvi Ólafsson 25; SS 300; Aj 500; Sjómannsekkja 500; Áhöfnin Leifi Eiríkssyni 5000; SV 300; Guðbj. Villý 200; gömúl kona 800; ónefndur 500; Ingvar 25. Sólheimadrengurinn afh. Mbl.: GJ — Get ég fengið keypta frið- ardúfu hér? Gesturinn: Myndin er prýðis- vel máluð, en ég skil ekki, hvers herfilega ljótan bvenmann til að mála mynd eftir. Gesturinn: Ó, hvað ég er aula legur! Hefði ég gætt min, þá gat ég séð það. Anna: Góð var ræðan hans séra M. í dag. Eg gat ekki tára bundizt í kirkjunni. Ólöf: Eins fór fyrir mér. En þá mundi ég að ég hafði engan vasaklút, svo ég varð að hætia. Fóstran: Komdu Gvendur litli og láttu þvo þér, svo þú verðir faliegur. Gvendur; Þú hefur víst ekki látið þvo þér, þegar þú varst lítil. SKÝRT var frá því í viðtali við Einar Þórðarson fiá Skeljabrekku sl. föstudag, að á næstunni myndum við birta vísur úr vísnasafni hans. Hér birtast þær fyrstu og eru þær eftir Lúðvík Kemp. Lúðvík Kemp orti þetta um Guðmimd á Þorbj arnarstöð- um, Skagapóst. Kemp lætur hann koma til sín úr öllum höfuðáttunum. — Táradalur mun eiga við Laxárdal, þar sem Kemp átti heima. Pósturinn er svifinn að sunnan séð hef ég hann aldrei eins þonnan. Belgdur upp af bindindis- ræðum • Bölvandi öllum veraldar gæðum. Pósturinn er enn kominn austan í iilviðrum og djöfulskap braust ’ann. Út á Skaga í andskotans hríðum ófullur á margsprengdum skíðum. Pósturinn er nýkominn norðan hægan hefur skemmtana forðann. Áður fyrr hann átti á Skaga yndislega hérvistar daga. Pósturinn er vikinn að vestan viðurkennir Táradal beztan, sem er bráðum allur í eyði orðinn fyrir skaparans reiði. Bjarni M. Brekkmann frá Brekku á Hvalfjarðarströnd átti nýlega sextugsafmæli 14. febr. í tilefni af afmælinu komu nokkrir vinir Bjarna saman í Hótel Akraness og druikku kaffisopa með afmæl isbarninu. Bjarni veitti vel vinum sínum og fór samkvæm ið fram öllum til ánægju, er þar voru. Meðfylgjandi mynd var tekin í hótelinu. Talið f. v.: fremri röð: Agnar Sigurðs son, skrifst.maður, Bjarni M. Brekkmann, frú Sigríður Auð uns, Ólafur Fr. Sigurðsson, skrifst.stjóri, Indriði Björns- son, skrifst.maður, Ragnheið ur Júlíuisson, ungfrú. Aftari röð: Sturlaugur H. Böðvars son, framkv.stj., Finnur Árna son, hótelstj., Geirlaugur Árnason, hársikeri, Jón M. Guðjónisson, sóknarprestur, Karl Helgason, síimstj., Ólaf- ur Árnason, ljósimyndari, tók myndina. — Geirlaugur Árna son ávarpaði afmælisbarnið og þakkaði fyrir hönd vina Bjarna. Minntist Geirlaugnr mikillar .átthagatryggðar -íans og fórnfýsi gagnvart hverju góðu máli. Las Geirlaugur kvæði Bjarna, Hvalfjörður, en það sýnir vel hvern hug hainn ber til æekustöðvanna. JÚMBÖ, SPORI og SVARTI VÍSUNDURINN * * . * Teiknari: J. MORA — Þetta er yndislegt musteri, sagði Spori, mig vantaði einmitt stað til að setjast niður og hvolfa steini úr stíg- vélinu mínu.... — Uss, greip Júmbó fram í. — Sérðu hina innfæddu, sem þarna koma — þeir mega ekki verða okkar varir! Hinir innfæddu nálguðust þá í langri röð; það var eins og þeir kæmu allir í ljós í einu og þeir sungu hásum rómi: — Ó, mikli Theobald, þínir tryggu stríðsmenn hylla þig. Þetta var mjög óhuggulegt. Júmbó og Spori skriðu á fjórum fótum bak við höfuð styttunnar og hlustuðu á sönginn: — Theobald, ó, Theobald, taktu við fórn okkar og láttu okkur lifa við velmegun um ó- komin ár.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.