Morgunblaðið - 20.03.1962, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.03.1962, Qupperneq 13
Þriðjudagur 20. marz 1962 MORGVHBLAÐIÐ 13 Engar nýjar lagalegar skuldbindingar fylgja norræna samvinnusamningnum sagði Bjarni Benedikfsson í Helsinki Á SUNNUDAG var allsherjar- fundur í Norðurlandaráði í Hels- inki og í gær voru nefndarfundir. Myndir af fundinum birtast á síðu 3. EINKASIKEYTI tíl Mbl. frá AP. — Á sunnudag talaði Bjárni Benediktsson, dómsmálaráðiherra á fundi Norðurlandaráðs um af- stöðu íslands til efna'hagsbanda- lagsins. Sagði hann að í norrænni samvinnu væru eða hefðu komið fram vissir erfiðleikar í sam- toandi við efnahagsmálin og því væri enn ljósara að erfitt yrði fyrir okkui að taka þátt í enniþá nánari samvinnu við fleiri og stærri lönd. En það væri ekki Ihægt að útiloka sig frá þróuninni í heiminum og kröfum tímans. Sagði hann, að fslendingar yrðu eð vona að eitthvert form sam- vinnu gerði landinu mögulegt að lokast ekki frá eðlilegum mörk- inðum og samvinnu við þá, sem flestir óskuðu í raun og veru eftir að hafa samvinnu við. Hann bætti þvi við, að þetta væri að vísu ekki vandamál, sem leysa bæri á þessum fundi. Er Bjarni Benediktsson ræddi um uppkastið að norræna sam- vinnusamningum, lagði hann áherzlu á að samningnum fylgdu ekki lagalegar Skuldbindingar, sem ráðið hefði ekki þegar tekið á sig, og sagði að hann væri eingöngu til að leggja áherzlu á góðan vilja til að halda áfram á sömu braut, um leið og hver einstaklingur ákveði hve langt hann vill ganga. Noregur fær ekki kjarnavopn. Það vakti athygli að Krag, utanríkisráðherra Dana, sagði í ræðu sinni að meðlimir efnaihags- bandalagsins hefðu sýnt skilning ósk Dana um að halda hinum norræna vinnumarkaði undir öll- um kringumstæðum óbreyttum. Er hann ræddi um fiskveiðimál Dana, sagði Krag, að Danmörk, Noregur og fsland ættu mikilla sameiginlegra hagsmuna að gæta á þessu sviði, og yrði það nú tek- ið til athugunar. Við umræður hefði komið fram skoðanamun- ur, sem þó ekki virtist ósam- rýmanlegur. Bjarni Benediktsson Finnski kommúnistinn Hertta Kuusinen hélt því fram að orðið hefði klofningur í norrænni sam- vinnu varðandi spurninguna um kjarnorkuvopnalaust svæði í Norðurálfu og gagnrýni „breytta afstöðu norsku stjórnarinnar", sem hún sagði að væri hörmuleg frá norrænu sjónarmiði“. Hún gagnrýndi Noreg fyrir að vilja ekki taka ákveðna afstöðu, eins og hún orðaði það. Lange, utanríkisráðherra Noregs svaraði Herttu Kuusinen og lagði áherzlu á að Noregur hefði einmitt tilkynnt Sameinuðu þjóðunum að Noregur hefði ekki í 'hyggju að koma sér upp kjarn- orkuvopnum og hann lagði einnig áherzlu á að Noregur væri reiðu- búinn til að taka til athugunar aðild Noregs að alþjóðlegri skuld bindingu þar að lútandi. Norræn ökuskírteini í gær var aðallega unnið í nefndum. í umferðanefndinni var rætt um norræn ökuskírteini, um að ökuskírteini útgefið í einu landinu verði látið gilda á öllum Norðurlöndum. Vísaði nefndin málinu til vegamálastjórnanna í löndunum og norrænnar ferða- nefndar. Þá var rætt uppkastið að nor- rænum samvinnusamningi, en málið verður tekið fyrir á al- mennum fundi á fimmtudag. í efnahagsnefndinni var rætt um finnsk-norska verksmiðju í Kirk- nes í Noregd, sem Norðmenn hafa mikinn áhuga á. Umferðarslys á Hringbraut LAUST FYRIR kl. 1 á mánudag varð sex ára drengur fyrir bif reið vestur á Hringbraut, á móts við húsið nr. 43. Drengurinn, sem heitir Margeir Gissurarson, mun hafa hlaupð út á ákbraut- ina frarn undan strætisvagni, og orðið þá fyrir framhluta bdls, sem ók fram með strætisvagnin um í sömu mund. Hann var fluttur í Landakot og var enn meðvitundarlaus seint í gær- kvöldi. Á milli klukkan átta og hálf tíu á sunnudagskvöldið var framinn bíræfinn þjófnaður að Ásvalla- götu 29 hér í bæ. Hefur einhver þjófur skrúfað lausan dyrasíma hússins og haft á brott með sér. Fjórar íbúðir voru tengdar við dyrasímann. — Myndin sýnir vegsummerkin. — Ef einhverjir vegfarendur kynnu að hafa orðið varir mannáferða við húsið á umræddum tíma eru þeir vinsam- legast beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna. (Ljósm. Mbl. Sv. Þormóðsson). VETTVANGUR Borgar sig að rækta korn á íslandi? — Innlend kornframleiðsla olnbogabaríL — Islenzkir kornbændur bjóða erlendri samkeppni byrginn. — Dr. Björn Sig- urbjörnsson ræðir um þetta o. fl. í Vettvanginum í dag í grein, sem hann nefnir: Hvers á kornræktin að gjalda? 1. Vörumagnstollur 2. Verðtollur 3.—4. Tollstöðvar og byggingarsjóðsgjald 5. Söluskattur 6. Viðskiptasöluskattur Auik þess niðurgreiðsla, 18,61% af fobverði Samtals ivilnanir og niðurgreiðsla ca. kr. 1.860,000 8.500,000 170.000 12.200,000 2.200,000 10.000,000 35.000,000 MÖNNUM verður alltíðrætt um, ihivort borgi sig að rækta korn á íslandi. Síðast liðið sumar fékkst mun meiri reynsla á kornrækt í Btórum stíl en fengizt hafði áð- ur, en þá tífaldaðist kornfram- Jeiðslan á einu ári. Eru nú mörg kurl komin til grafar um kostnað við kornrækt- ina Og uppskerumagnið sem fékkst. Menn eru ekki á eitt sátt- ir um, hvort fjárhagsgrundvöll- ur er fyrir framleiðslu á korni hérlendis, en dómur margra um þetta er feildur á röngum for- Benduim. Eg vildi þvf með örfáum orð- tiim benda á nokkur atriði, sem 6tundum vilja gleymast, þegar fjárhagsgrundivöllur kornræktar er ræddur. Innlend kornframleiðsla virð- ist vera algjört olnbogabarn þjóð- erinnar og stjórnarvaldanna. Inn lenda kornið verður að keppa um Ikjarnfóðurmarkaðinn við inn- flutt korn, keypt vestan frá Ameríku, en hér er um mjög ó- jafna samkeppni að ræða. Með lagasetningum og stjórnarbréf- uim er kappkostað að hlífa inn- flutta korninu á allan hátt þann- ig, að verð þess hingað bomið er um 50% lægra en það væri, ef um innflutning þess giltu sömu á'kvæði og um aðra innflutta yöru. * í slíkri samkeppni verður markaðsverð íslenzka kornsins eð vera kr. 3.00 til 3,50 per kg. tii að standast innflutta korninu enúning, en raunverulegt verð (þess síðarnefnda, án allra íviln- ena yrði nokkuð á 6. krónu per. kg. Eg leyfi mér að fullyrða, að það sé einsdæmi meðal sjálf- 6tæðra rikja, að innflutt vara #é vernduð fyrir innlendri fram- leiðslu. Það er meira að segja ejaldgæft, að innfluttar og inn- léndar vörur standi jafnar að vígi, heldur er innlenda varan oftast tollvernduð fyrir hinni in» fluttu. Eða virðist nolkkur ástæða til þess að íslenzka ríkið styrki bandaríska kornbændur til að keppa við íslenzka korntoændur um markaði á íslandi? Það er óraunhæft að dæma ís- lenzka kornframleiðslu á grund- velli þess verðlags, sem marg- styrkt erlend samkeppni skap- ar. Það skal að vísu viðurkennt, að innflutningur á bandaríSku korni undanfarin ár hefur verið aðferð Bandaríkjastjórnar til þess að styrkja okkur tiíl að beizla foss- ana, því að gjafakorn má þetta kalla, — en er það nauðsynlegt að efla einn þátt uppbyggingar atvinnulífsins á kostnað annars? Kínverjum hefur orðið tæpt á því að efla iðnað á kostnað land búnaðarins, en gegnir þá öðru máli um okkur? 0 Menn gætu ályktað, að sá styrk ur, sem innfluttu korni er veittur Og kemur xram í lægra kornverði, sé bændum til hagsbóta, en mörg rök hníga að því, að svo sé ekki, heldur jafnvel þvert á móti. Hér yrði of langt mál að rekja ástæðurnar, en þeim eru gerð góð Skil í grein eftir Arnór Sig- urjónsson í 1. hefti Árbókar land- búnaðarins 1961. Er ástæða til að vekja sérstaka athygli á þessari grein Arnórs, iþvi að þar eru sundurliðaðar þær íviljanir, sem innfluttu korni eru veittar í tollum, sköttum og beinum niðurgreiðslum. Arnór Sigurjónsson bendir þar á, að miðað við innflutning á fóðurvörum árið 1960, samtals rúml. 21.000 tonn hafi undan- þágur á tollum og sköttum, sem erlendar fóðurvörur hefðu ella orðið að bera. verið sem hér segir: Arnór bendir síðan á, að þessi upphæð nomi fullkomlega þriðj- ungi þess verðs, er verið hefði á fóðurvörum í verzlunum, ef engra skattaívilnana og niður- greiðslna hefði notið. Sagan er auðvitað ekki fullsögð, því að verzlunarálagning er reiknuð í hundraðshlutum af innlkaupsverði og hefði því orðið ödlu hærri en raun varð á. Hér er um að ræða styrk við hina innfíuttu vöru, sem nemur um 50% af raunverulegu verði, og við þar.n verðmismun þarf hin innlenda kornframleiðsila að keppa, því að hún nýtur engra ívilnana. Þó eru hlunnindi innflutta kornsins enn ekki öll talin. Flutn ingsgjald i skipalest er miklu lægra fyrir korn en fyrir aðra vöru, svo lágt, að skipafélögin líta þennan flutning óhýru auga og vildu helzt alveg án hans vera. Það er út af fyrir sig furðulegt, að þrátt íyrir hið lága markaðs- verð á korni, sem hér skapast vegna allra þéssara hlunninda, sem erlendu korni eru veitt, skuli yfirleitt vera fyrir hendi viðleitni tii að framleiða kornið innanlands. Það eitt sýnir kannske bezt, að þessi búgrein á fullan rétt á sér, sem arðsamur atvinnuvegur. □ Eins og á stendur myndi jafn- vel borga sig fyrir íslenzíka korn- bændur að flytja korn sitt til New York og svo heim aftur til þess að njóta einhverrar þeirra hlunninda, sem innflutningur á vörunni skapar! Nú munu ýmsir með réttu benda á, að ékki samanstandi öll innflutt fóðurvara af byggi Og höfrum, sem hér má rækta. Um hekningur innfluttu fóðurvörunn ar er reyndar maís og hveiti, en fjórði hlutmn bygg Oig born- blöndur. . Hins vegar er það álit fóður- fræðinga, að ebkert sé því til fyrirstöðu, að bygg Og hafrar komi að iangmestu leyti í stað maís Og hveitis. Er bygg t. d. tal- ið henta mun betur fyrir hölda- söfnun og markaðsfitu en maís. Má því búast við, að í landinu sé nú eða verði innan skarnms markaður fyrir allt að 20.000 tonnum af byggi aðallega ásamt höfrum, en hvort tveggja er auð- ræktað innanlands, eins Og ára- tuga reynsla sýnir. Hér væri því um að ræða sparn að á innflutningi, sem næmi um 70 mililj. króna á ári, ög mest af því yrði sparnaður á erlendum gjaldeyri. Samhliða þessum sparaði myndi hin aukna rækt- un, sem kornyrikjunni yrði sam- fara, verða mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn í heild. Þetta korn mætti rækta á 12—15 þús. hekt- ururn, en ef með eru talin nauð- synleg sáðskiptilönd, sem stæðu undir framleiðslu á öðrum nytja- gróðri, næmi þessi nýja ræktun frá 25—30 þús ha. lands, eða um 40% aukning á ræktuðu landi á íslandi. Það er von, að sú spurning vakni, hvort þjóðin hafi í raun og veru efni á að þjarma að þess- ari atvinnugrein lengur, í stað þess að lofa benni að standa jafn- fætis erlendrí samkeppni í sínu eigin landi. Það er sanngirnirkrafa þeirra, er kornrækt stunda eða hyggjast hefja hana hérlendis og raunar allra, sem vilja stuðla að heil- brigðri framþróun atvinnuvega landsmanna, að þessu verði strax kippt í lag. Það dettur engum í hug að úti loika frjálsa samkeppni með því að skapa eirobun á þessu sviði, en íslenzkir kornbændur bjóða érlendri samkeppni óhræddir byrginn, ef þeir fá að standa a. m. k. jafnvígir henni. En málið er svo alvarlegt, að ef ekki fæst bót á þessu, er við búfð, að kornframleiðslan innan- lands aukizt ekki meira, og að þeir, sem þegar hafa ráðizt í hana, neyðist til að draga saman seglin og gefast upp. Þess vegna ber að stefna að því að hætta niðurgreiðslum á innfluttu korni og láta eðlilleg aðflutningsgjöld ná yfir þessa vöru sem annan innflutning. Það væri miklu nær að nota tolla- tekjur af innflutta korninu til að hjálpa framtaksömum bænd- um hér til að koma sér upp að- stöðu til kornræktar. Þá virðist ástæðulaust að hafa farmgjöld á fóðurvöru úr öllu samræmi við farmgjöld á annarri vöru, þótt einlhverju megi sjálfsagt muna. Innlendir kornframleiðendur eiga heimtingu á sömu niður- greiðslu og innflutta kornið nýt- ur fyrir það korn, sem þegar hefur verið framleitt, óg auðvit- að framvegis, ef þessir styrkir til erlendra kornbænda verða ekki felldir niður. Þetta misræmi virðist nógu lengi hafa bælt nið- ur innlenda kornrækt þótt ekki þurfi að vera svo framvegis, — eða er það meiningin, að fsilend- ingar eigi um alla framtíð að ala aldur sinn á gjafakorni úr lófa vinveittrar þjóðar?

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.