Morgunblaðið - 20.03.1962, Page 17

Morgunblaðið - 20.03.1962, Page 17
Þriðjudagur 20. marz 1962 MORGVNBLAÐ1Ð 17 Jórunn Hannesdðttir Vdruúrvot úrvulsvorur Margar tegundir MATSOLUR SKÓLA SJÚKRAHÚS SKIP MÖTUNEYTI o. s. frv. Ennfremur VITAMON súpukraftur í 1 kg. dósum E . JOHNSON & KAABER hA F. 30. sept. 1879 D. 24. janúar 1962 „Þó að vinni verkin mörg Og fögur veglynd kona, er llítið fært í eögur“ . . . MÉR kom þetta í 'hug, er ég fyr- ir nokkru gekik eina kyrrláta Ikvöldstund, eftir langa fjarveru, upp Ásavag allt upp á hlað í Vesturhúsum, þessu kunna jarð- arbýli Og einu af glæsilegustu byggingum uppgirðingarinnar. innar. Þar hafði búið Magnús Guðmundsson skipstjóri og út- gerðarmaður, giftur Jórunni Hannesdóttur lóðs á Miðhúsum, Jónssonar. Eg staldraði við Og rendi augunum yfir fornar leik og æskustöðvar, Níelsarlág fög- ur tún og Vesturhúsabússu. Þarna hafði ég hlaupið um sem strákur, verið að leik og oft hlotið blæðandi skrámur og rif- in föt í leik og áflogum. Enn stóð imér þetta lifandi fyrir hugskots sjónum, eftir meira en hálfrar aldar árabil. Þá hafði ég, sem fleiri, Oft notið hjálpar Og líkn- andi handar hinnar ástúðlegu hús freyju á Vesturhúsum. Þrátt fyr- ir dagsins miklu annir hafði hún ávalt tíma til þess, að hjálpa okkur er verst á stóð, okkur þess um ærslabelgjum „Neðan úr Sandi“, sem við vorum nefnd sem heima áttum niðri í þorpinu. Þarna á hlaðinu á hinu forn- fræga býli rifjuðust upp fyrir mér fjölmörg hugljúf atvik löngu liðinna ára, sem urðu mér hug- Stæð vegna hjálpar hennar og jnóðurlegrar umönnunar. Síðan hafði ég oft komið að Vesturhúsum og notið þar vin- Ihlýjuogmargskonar rausnarí við tökum. Þeir mannkostir hennar Og manns hennar breyttust ekk- ert þótt árin liðu í tugatali. — Nú var Magnús látinn fyrir rúm um sex árum, en Jórunn hafði verði sjúlklingur lengi í sjúkra- húsinu hér. — Eg átti þar vina að sakna, frá fyrstu tíð til þessa dags. Og stefið hélt áfram í huga xnér er ég hugsaði til Jórunnar. Eg var ekki dulinn þess hvert Stefndi um afturbata hennar: „Hún á verði vakti lengi dags vinum trú til hiinzta sólarlags“ Jórunn lézt í sjúkrahúsinu 24. Janúar sl. Hún var dóttir Hann- esar lóðs á Miðhúsum Jónsson- ar og konu hans Margrétar Brynjólfsdóttur í Norðurgarði Halldórssonar. Hún var fædd að .Vegamótum en flutti með for- eldrum sínum að Miðhúsum ár- ið 1888. Þar ólst hún svö upp ásamt systkinum sínum Jóhann- esi og Hjörtrósu, sem bæði eru látin fyrir allmörgum árum. Sem að líkum lætur voru heimilis- störfin í foreldrahúsum mörg og margháttuð þar eð jörðin var stór, Hannes með fisksælustu for- mönnum Eyjanna um áraraðir og ióðs. Börnin ólust þess vegna upp við mikla vinnu. landbúnaðar- og fiakveiðistörf, svo heimilið varð þeim góður skóli. Þann 23. maí 1903 giftist Jórunn Hannes- dóttir einum glæsilegasta bónda- syni Eyjanna Magnúsi, syni Guð- mundar stórbónda á Vesturhús- um, Þórarinssonar og konu hans Guðrúnar Erlendsdóttur. Magn- ús var þá 31 árs gamall. Hann var þá þegar þekktur formaður, harð frískur og aflasæll og mikill fram faramaður til sjós og lands. Fet- aði hann í þeim efnum dyggilega í fótspor föður síns, sem hafði verið hinn mesti búhöldur, for- ystumaður í búnaðarmálum Eyj- anna um tugi ára. fjallgöngumað- ur góður, fengsæll í fuglaveiðum og í hvívetna mikilhæfasti bóndi. Guðmundur var og hinn mesti hugmaður til lands og sjávar. Hann drukknaði í fjárflutninga- ferð vestur i Álsey 13. marz 1916 og var hinn mesti mannskaði að honum. Hann hafði búið að Vest- urhúsum í hálfan fimmta tug ára, stórbúi og vel efnaður, vin- sæll forystumaður á mörgum sviðum. Magnús sonur hans tók þá við ættarmerki sínu og bar það hátt, farsællega. Hann var búmaður ágætur, mjög fiskisæll og hepp- inn formaður bæði á árasikipum Og vélbátum og hafði ávallt val- inn mann í hverju rúrni. Varð hann snemma stór útgerðarmað- ur ásamt því að búa stórbúi á föðurleifð sinni Vesturhúsum. Ræktaði hann mikið og umbætti jörðina með stórhug hins mikla framfaramanns t. d. árin 1926 til 1930. Ber Helgafellsdalur þess ijós vitni. Heimili þeirra Vestur- húsahjóna Magnúsar og.Jórunn- ar var alla tíð stórt og mikið um- lei'kis í landbúnaðarstörfum, fiskveiðum og fuglaveiðum. Það gefur auga leið að heimilið var oftast mannmargt því margt fólk þurfti til þess að vinna hin ýmsu störf er þessu stórbúi voru sam- fara. til sjós og lands. Þegar Jórunn kom að Vestur- húsum, sýndi hin unga húsmóðir að hún var ekkert feimin við að vinna, kunni vel tökin á því að stjórna fólki sínu og heimilinu, sem óx með hverju ári, svo vel færi og að skapi manns síns og tengdaforeldra. En húsfreyjan þurfti fleira gera en að hugsa um mat og þjónustubrögð og halda húsinu hreinu. Heyið krafðist vinnu hennar, hún þurfti að reyta allan þann mikla fugl, sem maður hennar veiddi á Heimalandinu og í úteyjum. auk þess fugls sem jörðin fékk sem nytjar af leigu- málum sínum. Það var mikil vinna Og seinunnin, en til þeirra starfa var Jórunn, sem margar Vestmannaeyjakonur, sannköilluð hamhleypa. Svo þurfti að breiða fiskinn til sólþurrkunar á þerri- reitunum að morgni og taka hann saman að kvöldi. Það var ekkert einsdæmi að þegar hinn sann- nefndi morgunhani Guðjón Eyjólfssoa á Kirkjubæ kom út á morgnanna fyrir og um kl. 6, að þá var Jórunn á Vesturhúsum að koma með börn sín Og heima- fólk frá fiskbreiðslunni austan af Urðum, en þar höfðu Vestur- húsin þerrireiti. Þegar svona stóð á, að snemma var farið til fiskbreiðslunnar, var það ætíð er fólkið koim niður frá svefni á Vesturhúsum, beið þess uppbúið kaffiborð og ríkulega framborið smurt brauð og margt hnossgæti til hins svo árla morgunverðar. Þá hefir frú Jórunn tekið daginn snemma eða trúlega kl. 3 til 4 að nóttu. Á hcimili, sem mikið hafði umleikis eins og t. d. Vesturhúsa- heimilið, vor að sjálfsögðu ærinn starfi úti og innivið, sem útheimti góða stjórn og fyrirhyggju ef vel átti að fara. Þar reyndist Jórunn manni sínum mjög samhent. Þeg- ar hann svo var við fuglaveið- arnar á sumrin í úteyjum, varð húsfreyjan að stjórna þessum störfum ein og fórst það með ágætum. Snemrna varð heimili þeirra hjóna umfangsmikið og rómað fyrir myndarskap og stór- drift í hvívetna. aÞnnig hélzt og búskapur þeirra um 50 ára bil, heimilið rekið með hinni mestu rausn og nsnu, og stjórnað af hagsýni og farsæld í hvívetna. — Ávallt bjuggu þau að Vesturhús- um utan skamms tíma er þau bjuggu í Helgafellsdal hvar Magn ús byggði sér nýbýli, myndarhús, er stendur enn á mjög fögrum stað. Það er nú félagsheimili ungra Sjálfstæðismanna. Fjögur börn eignuðust þau Magnús og Jórunn: 1. Hansínu. gifta Ársæli Gríms- syni fyrrum bónda í Dölum hér, nú að Hvaleyri við Hafnarfjörð. 2. Magnús trésmíðameistara, gift- ur Kristínu Ásmundsdóttur. 3. Nönnu, tvíburi við Magnús tré- smið, gift Helga Benónýssyni út- gerðarmanni. 4. Guðmund, er lézt 1936, tæplega tvítugur að aldri. Jórunn I-Iannesdóttir var há vexti, fönguleg kona og vel fríð. göfuglynd í bezta máta, trygg- lynd og vinföst. Mörgum hjálpar- þurfa var hún veitul og stórgjöf ul. Var þeim hjónum það sameig inlegt að flíka ekkí þeim gerðum sínum en framkvæma þær í kyrr þey. Jórunn var félagslynd kona. Kvað mikið að henni á þeim vett- vangi. Þar sem henni voru ætluð félagsstörf, var ekki klipið við neglur sér hvorki fyrirhöfn né tilkostnaður þó ærinn væri. Hún kunni því betur að leysa verk sín þar af hendi með sama stórhug og risnu, sem auðkenndi heimili hennar , . . Hin persónulegu kynni af Jór- unni Hannesdóttur voru gömul og hugþeak, byggð á bax^slegu trausti og hrifning unglings, á þessari mikilhæfu konu, sem skildi svo vel augnabliks harma og tár oig gat með ljúfmennsku sinni lokkað fram bros á vör og gleði í hjartá: — „henni var ánægja lífið að laga og leiða til annara hjarta síns yl . . “ Hún var í allri framkomu glæsi leg kona, sem varð í augum mér meiri persónuleiki þvi lengur sem við þekktumst. Að koma á heimili hennar og manns hennar var ánægjulegur viðburður þrung in af vinhlýju í orði og athöfn- um. Jórunn verður mér ávallt minnisstæð. allt frá fyrstu kynn- um. í mínum augum og fjöl- margra annarra „var hún sem vorið bjarta er vermir blóanin smá, með gott og .göfugt hjarta er gladdi hrygga brá“. Jórunni var það sameiginlegt með hinum traustu stofnum Eyj- anna, fólkinu. sem mestan þátt tók í viðreisnarstarfinu, úr fátækt í velmegun, og sem lengstum hef- ir verið nefnt „kjarnafólk Eyj- anna“, að þykja innilega vænt um og dá þær í orði og Verki, fegurð þeirra og bjargræði. Vest- urhúsin bar hátt yfir og var víð- sýnt þaðan. Hún sagðist á hverj- um degi sjá eitthvað nýtt, fag- urt og mikilfenglegt, er hún renndi augunum yfir umhverfið nær og fjær, „því yíh' hvar sem augað lítur eitthvað fagurt blasir við . . .“ í Eyjum var hún fædd og vildi til hinztu hvílu ganga að loknu löngu dagsverki. Hér hafði hún hlotið lífsins unaðssemdir í rík- um mæli, átt gott heimili, ást- ríkan eigimnann, börn og barna- börn. Þótt stundum drægi ský fyrir hamingjusól hennar við missi ástvina, þá var hún þess fullviss: „að bak við skýin Ijóma lönd og ljós af nýjum degi.----“ Þeir falla nú ört gömlu stofn- arnir í Eyjum, ekki síst hini* traustu stofnar þcirra „Ofan- byggjara" hin síðari árin. Þar er skarð fyrir skjöldum orðið Og enn meir við fráfall frú Jór- unnar Hannesdóttur á Vestur- húsum. Þetta fólk setti svip sinn á bæinn og hið daglega líf, ekki aðeins síns heimilis og næsta um- hverfis heldur og á daglegt líf okkar er fjær bjuggum. Við tregum þessa vini vOra ekki sízt frú Jórunni og þökkum henni langa og góða samveru. Eg per- sónulega þakka henni góðar sam verustundir og trausta vináttu frá fyrstu tíð. Sú vinátta varð til frá móðurlegum tilfinningum og hjálpfýsi hennar og lýsti vel hugarfari hinnar mikilhæfu og göfugu konu. Sú vinátta hélst miilli okkar til hins síðasta. Þannig munu fjölmargir hugsa í dag til írú Jórunnar sál. á Vesturhúsum. Hún bar með sér ættarmót mikilhæfra foreldra, veitul og stórgjöful, þrekmikil og stórhuga í allri búsýslan og róm- uð húsmóðir á sínu glæsta heitn- ili. Hún var góð og ástrík móðir og eiginkona og naut þeirrar lifs hamingju að búa við mikið barna lán við hlið frábærs eiginmanns að öllum mannkostum. Mann sinn missti frú Jórunn 24. apríl 1955 og höfðu þau þá verið gift í 52 ár. Hjónaband þeirra hafði verið farsælt og unaðsrikt enda voru þau samanvalin sæmdar- hjón„ sem bezt verður á kosið. Fráfall manns hennar var henni þungt áfall, en þá sannaðist barnalán þeirra hjóna, því segja má að börnin og tengdaböm. hafi borið hana á örmum sér til þess að létta henni sáran trega og síð- ar veikindi hennar sjálfrar unz yfir lauk þann 24. febrúar. Hún hafði þá skilað 82 ára dagsverki, manni sínum og börnum til far- sældar. „Lífið ávalt bezt hún bætti barna sinna og eiginmanns. Hver sem lýkur lífsins þætti líkt, — á skilið heiðurskrans.* Vestmannaeyjum, 5. febr. 1962 Arni Árnason frá Grund, VE. AÖsfoðarstúlka óskast á Rannsóknastofu Háskólans við Barónsstíg. Stúdentsmenntun æskileg. Umsóknir með upplýs- ingum um fvrri störf, sendist Rannsóknarstofu Há- skólans fyrir 27. marz 1962. N Ý K O M I Ð : HOLIINZKIR KVENSKÓR Verð kr. 398.00 SKÓSALAN LAUGAVEGI 1

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.