Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. apríl 1962 MORGUNBLAÐIÐ 3 ÞAÐ leyndi sér ekki á svip fólksins, sem var á ferð í mið- bænum í gær, að vetrinum er lokið, og það meir en að nafn- ijiu til. Yfirhafnarlausir gengu menn um götur bæjarins, ei- lítið píreygðir sumir vegna sól skinsins, sem hefur verið held ur af skornum skammti und- anfarið og þeif því enn óvanir. Vestur við Sólvallagötu, í skjóli fyrir mæðingssamri norð anátt, gat að líta fyrstu gras- toppana. Já, vorið er að koma. Ósjálfrátt beinist hugurinn að blómaskrúði sumarsins, löng- um beðum marglitra hltma, sem sveigja höfuðið í golunni. í skjóli glers og ljósi sólar Inni í Laugardal má líta sumarblómin, hvorki stór né litfögur enn, en þau gefa þó Þessi mynd var tekin inni í Laúgardal í gær, í plöntuuppeldisstöð Reykjavíkurborgar. Fyrstu blómin hafa verið flutt út í vorsólina. Það eru stjúpur, sem fylla flesta kassana. Þeir sá þar fyrir sumar- bldmunum í febrúar ; fyrirheit um það sem koma skal. — Laugardalsgarður skammt fyrir innan Wotta- laugarnar, er plöntuuppeldis- stöð .Reykjavíkurborgar, og þar er nú unnið nótt sem nýt- an dag að því að hagræða og hlú að fyrstu vísum sumar- blómanna, sem eiga að prýða skrúðgarða borgarinnar í sumar. í>ar hittum við að máli í gær Steingrím Benediktsson, en hann stjórnar þar verkum, og mætti kannske nefna hann „föður blómanna". Þau eru heldur ek'ki svo fá, sem hafa stungið þar upp kollinum und anfarið, eða alls um 100 þús- und, og þá eru enn ótalin um 25..þúsund, sem enn hafa ekki gægzt upp úr moldinni. Miðstöð blómaræktar borgar- innar undanfarin ár Fyrir nokkrum árum keypti Reykjavíkurborg ræktunar- stöðina í Laugardal, og síðan hefur por verið miðstöð blóma ræktar þeirrar, sem stunduð hefur verið á vegum borgar- ínnar. Stemgrímur skýrði svo frá, að alls séu þar 4 gróðurhús, en af þeim eru 3 aðallega not- uð.til plöntuuppeldis. Starfið hefst á haustin, áður en vetur gengur í garð. Þá er safnað gróðurmold í stóra hauga, sem blandaðir eru áburði. Eftir nokkurn tima fæst fyrirtaks mold, reiðubúin til að taka við fræjunum. Sáð í febrúar í febrúarmánuði er farið að sá fyrir fyrstu plöntunum. Einni til tveimur vikinn síðar fara fyrstu blómin að koma upp. Misjafn hiti er í húsun- um, og eftir því sem þörf kref ur eru blómin flutt milli þeirra. Gæta þarf vel að hita- stigi, sem ekki má vera of hótt, því að allt miðast við, að blóm in séu á réttu þroskastigi, er sá tími kemur, er þau eru flutt út í vorsólina, og síðar í skrúðgarðana. Annatínu garðyrkjumann- anna hefsl því snemma, og þeir þurfa að leysa mörg vandamál. sem hinn venjulegi garðeigandi þarf aldrei að glíma við. Réttur hiti í hús- unum ei fyrir öllu, og honum þarf að halda, hvert sem hita- stigið kann að vera úti fyrir. Erfiður vetur Steingrímur skýrði frá því, að í vetur hafi tvivegis mælzt yfir 20 stiga frost í Laugar- dalnum, i annað skiptið yfir 22 stig. Þrátt fyrir það var haldið áfram að sá, innanhúss, og flytja blómin milli, eftir því- sem þau komust á legg. Fyrstu blómin undir bert loft fyrir páska Á mánudag, fyrir páska, voru allar hillur, í húsunum fjórum, hlaðnar kössum með margvíslegum blómum og þá voru fyrstu blómin flutt und- ir bert loft. „Því fylgir alltaf nokkur hætta“, sagði Steingrímur, „en það hefur allt gengið vel fram til þessa, því að veðrátt- an hefur verið það hagstæð síðan. Okkur veitir ekki af húsrýminu, því að þröngt verð ur hjá okkur, er líður að þessum tíma, og efcki um ann að að gera en rýma til fyrir því, sem síðast spratt." í skrúðgarðana síðast í maí „Hvenær heldurðu að megi búast við því, að farið verði að setja niður í görðunum?“ Það verður vart fyrr en eftir 4—5 vikur, eða um mánaða- mótin maí júní. Eg man varla eftir slíku frosti í jörð, síðasta áratugtnn. Þetta tefur fyrir, en hins vegar er ekki um ann- að að gera, en fara að öllu með gát. Ein kuldanótt getur eyðilagt margra mánaða starf, og fynr utan leiðindin af því, þá verður að hafa nokkrar þúsundir blóma á lager, ef hægt á að vera að fylla í skarð ið.“ 125 þúsund plöntur allt í piöntuuppeldisstöðinni í Laugardal eru nú í ræktun um 125.000 piöntur alls. Sáningu er nú að ljúka, og að mestu er þar um einærar jurtir að ræða. Stjúpur eru fyrst settar undir bert loft, síðan koma ljónsmunnar, levkoj, nemesí- ur, flauelsblóm og morgun- frúr. „Bótaniskur" garður í sumar Þá verður komið upp „bótan iskum“ garði í Laugardal í sumar. IJ ndirbúningur að þessu starfi er þegar hafinn, og í gróðurhúsunum getur að lita hundruðir tegunda, hverja í sínum potti, með nafnspjald Þar eru flestar algengustu ís- lenzku ^urtirnar, auk fjölda erlendra tegunda. Er lengra líður á vorið, verða þær flutt ar í reit sunnan við gróður- húsin, og þar gefst bæjarbú- um kostur að virða fyrir sér í sumarlv fyrsta vísinn að op- inberum „bótaniskum" garði, i Reykjavík. í Laugardalsgarði starfa 2-3 fastir starfsmenn, en auk þess eru fengnir til aðstoðarmenn, er þurfa þykir. Starfið er mik- ið, þegar þess er gætt, hve mikla aðhlynningu þarf við á annað hundrað þúsund plönt ur. Að sama skapi er þetta vel metið starí, þegar tekið er tillit til þeirrar ánægju, sem Reykvíkingar hafa af skrúð- görðum sínurn á hverju sumri. Og það er ekki nema um mán- uður, þangað til við fáum að njóta fyrstu ávaxtanna af vetrarstarfi þeirra i Laugar- dalnum. — Á. Framboðslisti Sjálfstæðismanna w 1 Borgarnesi FRAMBOÐSLISTI Sjálfstæðis- manna í Borgarnesi er þannig skipaður; Friðrik Þórðarson, framkv- Btjóri. Símon Teitsson, járnsmíða- meistari. , Þorkell Magnússon, hrepp- stjóri. Jórunn Bachman, húsfrú. Sigursteinn Þórðarson, fram- kvæmdastjóri. Guðmundur Arason, skrif- stofumáður. Björn Arason, kennari. Guðbjörg Asmundsdóttir, hús- frú. Örn Símonarson, bifvélavirkL Jónsson, bifvélavirki. Ormsson, rafvirkja- Ragnar Helgi meistari. Steinar Ingimundarson, bif- reiðastjóri. Baldur Bjarnason, bifreiða- stjóri. Eggert Einarsson, héraðs- læknir. í sýslunefnd: Þorkell Magn- ússon, hreppstjóri, og Eyvindur Ásmundsson, bifvélavirki. Listinn í Patreks- hreppi LISTI Sjálfstæðismanna í Pat- rekshreppi við hreppsnefndar- kosningarnar 27. maí er þannig skipaður: 1. Ari Kristinsson, sýslumaður. 2. Ásmundur B. Olsen, kaupm., 3. Guðjón Jóhannesson, húsa- smíðameistari. 4. Jón Þórðarson, sjómaður. 5. Þórunn Sigurðardóttir, sím- stöövarstjóri. 6. Hólmsteinn Jóhannesson, verkamaður. 7. Hafsteinn Davíðsson, raf- virkjameistari. 8. Ingveldur Hjartardóttir, hús- frú. 9. Valgeir Jónsson, rafvirki. 10. Trausti Árnason, bókari. 11. Ingvar Guðmundsson, verk- stjóri. 12. Ottó Guðjónsson, bakaram. 13. Árni Bæringsson, bifreiðastj. 14. Friðþjófur Jóhannesson, for- stjóri. Til sýslunefndar: Ásmundur B. Olsen, kaupmaður og Aðalsteinn Ólafsson, bókari. Listi Sjálfstæðis- manna í Hnífsdal LAGÐVR hefur verið fram listi Sjálfstæðismanna í Hnifsdal og er hann svo skipaður: 1. Stefán Björnsson, skrifstofu- maður. 2. Gísli Jónsson, bóndi. 3. Þórður Sigurðsson, verkstjóri, 4. Einar Steindórsson, oddviti. 5. Óskar Friðbjörnsson, kennari. 6. Halldór Magnússon, hús gagnasmiður. 7. Sigurgeir Jónsson, bústjóri, 8. Jóakim Pálsson, skipstjóri. 9. Friðbjörn FTiðbjörnsson, skip stjóri. 10. Halldór Geirmundsson, sjó- maður. 11. Finnbogi Björnsson, bóndi. 12. Ólafur Ólafsson, fulltrúi. 13. Vagn Guðmundsson, bóndi. 14. Ingimar Finnbjörnsson, út- gerðarmaður. Til sýslunefndar: 1. Einar Steindórsson, 2. Ingimar Finnbjörnsson. STAkSTEIWAR Traustsyfirlýsing andst æðinganna Framsóknarmenn hófu kosn- ingabaráttuna i borgarstjórnar- kosningunum með því að reyna að sannfæra menn um, að úti- lokað væri, að Sjálfstæðisflokk- urinn tapaði meirihluta sínum í borgarstjórn. Þess vegna væri óhætt að varpa atkvæði sínu á Framsóknarflokkinn. Það mundi ekki breyta því að Reykviking- byggju áfram við trausta forystu. í gær tekur Alþýðu- blaðið upp sömu bardagaaðferð og segir m. a. í forystugrein: „Borgararnir sjá, að það er nauðsynlegt að veita þeim meirihluta, sem Sjálfstæðisflokk urinn hefur haft, sterkt aðhald með því að kjósa einnig öfluga andstöðu innan borgarstjómar." Vissulega má segja, að ekki verði á betri traustsyfirlýsingu kosið en þá, að andstæðingarnir telja sig tilneydda að reka kosn- ingabaráttu sína á þeim grund- velli að útilokað sé, að ir.eiri- hluta Sjálfstæðisflokksins verði hrundið. Lævíslegur áróðiir Morgunblaðið verður hins vegar að viðurkenna, að þessi áróður andstæðinganna er klók- legur. Alveg er áreiðanlegt, að öruggur meirihluti höfuðborgar- búa vill ekki hætta á það, að tætingslið andstöðuflokkanna nái meirihluta-valdi í höfuð- borginni. Þess vegna er nú gerð tilraun til að sannfæra menn i að slíkt komi aldrei til greina. Við þessum áróðri verð- ur að gjalda varhug. Geir Hallgrínr.sson borgar- stjóri benti nýlega á það í ræðu, að innan við 100 atkvæði hefðu síðustu kosningum, alþingis- kosningunum 1959, skort til þess að annar maður á lista Fram- sóknarflokksins felldi 8. mann Sjálfstæðisflokksins, ef þá hefðu verið borgarstjórnarkosningar. Þegar svo litlu munar, má eng- inn, sem tryggja vill höfuð- borginni farsæla stjórn, leyfa sér að kasta atkvæði sínu á sundrungarflokkana í því trausti að meirihlutaaðstaða Sjálfstæð- isflokksins sé trygg. Það væri mikil ógæfa fyrir höfuðborgina, ef vinstri öflun- um tækist að ná þar meirihluta, þótt ekki væri af öðru en því, að þar er hver höndin uppi á móti annarri og enginn treystir öðrum. Þannig segir kom.mún- istablaðið til dæmis i gær um hina væntanlegu samstarfs- menn: „Þessa menn skortir mann- dóm og víðsýni til að lita á þarfir vinstri manna í heild; þeir hafa hreiðrað um sig í nota legum flokksklíkum og óttast að leggja á nýjar brautir.“ IMiklar þrautir Kommúnistar voru síðastir að ganga frá franr.boðslista sinum, og var hann rekinn saman eftir miklar þrautir sl. laugardag. Framan af gerðu kommúnistar sér vonir um að þeim tækist að efna til nýrrar „samfylkingar" Hugðust þeir þá breyta enn einu sinni um nafn flokksins og fá nýja liðsmenn til fylgis við sig. Sú tilraun fór algjörlega út um þúfur og ekki tókst einu sinni að punta upp á gamla Alþýðu- bandalagið. Þar eru sömu menn og áður, nema hvað sá maður, sem helzt mætti telja fulltrúa verkamanna, er færður niður og ýmsir „stjórar“ skipa virð- ingarsæti, svona til að minna á „hina nýju stétt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.