Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 12
12
MORGUNBr 4fíJP
Fimmtudagur 26. apríl 1962
ntdMMfrife
Qtgeíandi: H.f Arvakur Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (átom.)
Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Matthías Johannessen.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Krisíinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Augiýsingar og avgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 55.00 á mánuði innanlands.
I lausasölu kr. 3.00 eintakið.
SAMA GAMLA
MOSKVUANDLITIÐ
K
ommúnistar hafa nú birt
framboðslista sinn við
borgarstj ómarkosningarnar
hér í Reykjavík. Eru efstu
sæti hans tiltölulega lítið
breytt Trá því í síðustu kosn-
ingum. Þó hefur sú breyting
verið á gerð, að verkamanna
fulltrúinn á listanum er
færður úr 3ja sæti og niður
í 4. sæti hans. Er hann þar
með settur í vonlaust sæti.
Kommúnistar höfðu á því
kjörtímabili, sem nú er að
líða þrjá fulltrúa í borgar-
stjóm og allir eru nú sam-
mála um, að þeir geti aldrei
fengið fleiri fulltrúa kjörna
en þrjá, en ekki sé ólíklegt
að þeir fái aðeins tvo. Verð-
ur því varla sagt að fulltrúa
verkalýðsins sé gert hátt
undir höfði á framboðslista
kommúnista, enda þótt hann
sé þaulreyndur Moskvu-
kommúnisti og hafi marga
hildi háð fyrir deild hins al-
þjóðlega kommúnisma á ís-
landi.
Um heildarsvip framboðs-
lista kommúnista má annars
segja það, að á honum er
sama gamla Moskvuandlitið
og við undanfamar borgar-
stjómarkosningar. í fjórum
efstu sætum listans era þrír
harðsoðnir Moskvumenn, en
hinn fjórði er Alfreð Gísla-
son, sem kommúnistar hafa
notað eins og hrátt skinn,
hvenær sem þeir hafa þurft
á honum að halda.
★
Það eru þannig hinir harð
soðnu Moskvumenn, sem
ráða stefnunni algjörlega
innan hins íslenzka komm-
únistaflokks í dag. Á því hef
ur ekki orðið hin minnsta
breyting. Allar spár um það,
að einhver veruleg breyting
yrði á framboðslista komm-
únista,* hafa sprangið. Kyrr-
staða og Moskvukommún-
ismi er það sem einkennir
framboðslista stærsta and-
stöðuflokks Sjálfstæðis-
flokksins í höfuðborginni.
Einn eða tveir gamlir
„Þjóðvamarmenn“ era einn
ig í vonlausum sætum á
kommúnistalistanum. Erþað
enn ein sönnun þess, hversu
náinn skyldleiki er með þess
um flokkum. Á framboðs-
lista Þjóðvamarmanna era
hins vegar allmargir komm-
únistar, þannig að segja má
að ekki hallist á. Kommún-
istar og Þjóðvarnarmenn
hafa aðeins enn einu sinni
bragðið sér í pólitískt fóta-
bað. Fer að öllum líkindum
fyrir þeim eins og Bakka-
bræðrum, að þeir víta ekki,
hverjir era eigendur fót-
anna, fyrr en kjósendur
hafa slegið á þá á kjördegi!!
Kommúnistar hafa undan-
farið verið á hröðu undan-
haldi í Reykjavíkurborg. —
Hefur það sannazt greini-
lega í þeim kosningum, sem
fram hafa farið til trúnaðar-
starfa innan verkalýðshreyf-
ingarinnar. Þeir era dauð-
hræddir við að bíða stór-
felldan ósigur í þeim kosn-
ingum, sem nú era fram-
undan til borgarstjórnar. —
Þeim ótta er vissulega ekki
af þeirn létt, eftir að þeir
hafa lagt fram þann fram-
boðslista, sem nú hefur ver-
ið kynntur almenningi. —
Þvert á móti er óhætt að
fullyrða, að hið gamla
Moskvuandlit muni verða
til þess að rýra enn fylgi og
traust kommúnistaflokksins í
höfuðborg íslands. •
LISTAMENN
FRAMTÍÐAR-
INNAR
¥ istkynning Morgunblaðs-
*J ins hefur undanfarnar
vikur sýnt málverk og teikn
ingar eftir börn og unglinga
í sjö barna- og unglingaskól-
um í Reykjavík og Kópa-
vogi. Þessar skólasýningar
hafa vakið mikla athygli/
Fjöldi fólks hefur skoðað
þær og haft ánægju af að
kynnast hugmyndaflugi,
tækni og litameðferð barn-
anna, sem átt hafa myndir á
sýningunum.
Þessar myndir hafa að
sjálfsögðu verið mjög mis-
jafnar. En í þeim hefur
speglazt frjór og leitandi
barnshugur, sem er á leið til'
þroska og staðfestu. í hópi
þessara bama og unglinga
kunna að vera ýmsir lista-
menn framtíðarinnar, sem
eiga eftir að verða landi sínu
og sér sjálfum til sóma fyrir
verk sín.
Hvort sem svo verður eða
ekki, þá hafa þessar myndir
og teikningar vakið hugsun
og gleði margs _ fólks sem
hefur skoðað þær undan-
farnar vikur. Vonandi held-
ur hinn ungi og frjói barns-
hugur áfram að beinast að
litum og línum, fegurð og
fjölbreytileika lífsins.
IITAN UR HE1MI
Myndin var tekin á fyrsta fundi nýju frönsku rí kisstjórnarinnar sem haldinn var í París á mánu-
dag-. Frá vinstri: Robert Buron, samgöngumálar áðherra, Roger Frey, innanríkisráðherra,, Jaqu-
es Marette, póst- og símamálaráðherra, Pierre Pflimlin, samvinnumálaráðherra, Georges Porr.pi-
dou, forsætisráðherra, Luis Jacquinot, ráðherra stjórnardeilda erlendis, og Maurice Schumann,
ráðherra skipulagsmála.
franska stjórnin
GEORGES Pompidou heitir arf-
taki Michel Debré, forsætisráð-
herra þeirrar stjórnar, sem
lengst hefur setið við völd í
Frakklandi, síðan stríðinu lauk.
Hann á að baki sér margháttað-
an feril, sem bókmenntafræðing-
ur og bankamaður, auk þess, sem
hann hefur átt sæti í fram-
kvæmdastjórnum fjölmargra fyr-
irtækja.
Á unga aldri gat hann sér gött
orð fyrir námsgiáfur, og leiddi
HVAÐ ER AÐ
GERAST í KREML ?
/^reinilegt er, að mikil átök
'Jr hafa undanfarið átt sér
stað innan rússneska komm-
únistaflokksins. Frá því hef-
ur nú verið skýrt, að Voro-
shilov hafi verið kjörinn í
stjórn æðsta ráðs Sovétríkj-
anna. Þetta vekur mikla at-
hygli vegna þess að á síðasta
flokksþingi rússneskra komm
únista var Voroshilov talinn
í hópi misindismanna og
flokksfjenda. Hann var þá
sakaður um hina verstu villu
og hin margvíslegustu af-
brot, svo sem misþyrmingar
og jafnvel morð á fjölda sak-
lausra flokksfélaga. Þar að
auki var hann talinn ber að
fjandskap við Nikita Krús-
jeff og það þykir ekki góð
latína í Sovétríkjunum, að
minnsta kosti ekki meðan
Krúsjeff er forsætisráðherra
og æðsti páfi í Kreml..
Þegar á þetta er litið sætir
það engri furðu, þótt spurn-
ing rísi um það, hvað sé eig-
inlega að gerast í Kreml um
þessar mundir. Voroshilov,
sem fyrir nokkram vikum
vár talinn „teymdur af djöfl-
inum“ og argur fjandmaður
Sovétskipulagsins, er allt í
einu kominn j stjórn sjálfs
Æðsta ráðsins!
Það væri fróðlegt að
Moskvumálgagnið hér á ís-
landi gæfi einhverjar skýring
ar á þessum snöggu veðra-
brigðuni austur þar.
það tiŒ þess, að honum var veitt
innganga í Ecole Normale
Supérieure, eina þek'ktustu
menntastofnun í Frakklandi. Hún
býr nemendur undir kennslustörf
Og flestir, sem þaðan hafa út-
skrifazt, gegna nú prófessorsem-
bættum víðsvegar í Frakklandi.
Að loknu námi, gerðist Pom-
pidou kennari við framhalds-
skóla í Marseilles og París, og á
þeim árum samdi hann ritgerð
um 19. aldar sagnfræðinginn
Hippolyte Taine. Þá gaf hann
einnig út rit um leikrit Racines,
„Britannicus", auk þess sem
hann stóð fyrir útgáfu á heildar-
verkum André Malraux, núver-
andi menntamálaráðherra.
Breyttir hagir með breyttum tíma
Heimsstyrjöldin síðari varð til
þess, að Pompidou hvarf frá
kyrrtlátum kennslustörfum, og
sneri sér að þjóðmálum. Árið
1944 gekk hann í frelsishreyfingu
DeGaulle, og starfaði í nánum
tengslum við hann. Þau tengsl
hafa haldizt og Pompidou hefur
verið einn af nánustu samstarfs-
mönnum hans, Og sá, sem De-
Gaulle hefur oftast snúið sér til
með erfið viðiangsefni.
Sem dæmi þess, hve mikils
trausts nann nýtur hjá forset-
anum, má nefna, að þegar for-
ystumenn aJsírsku frelsishreyf-
ingarinnar kröfðust tryggingar
DeGaulle, áður en þeir gengju
til viðræðna um frið í Alsír, þó
sagði forsetinn:
,,Eg sendi þeim Pompidou. Nær
vera hans er undirskrift min“.
Afskipti af fjármálum
Þegar DeGaulle dró sig í hlé,
1946, tóli Pompidou að fást við
fjármál. Þó gegndi hann enn ýms
um þýðingarmiklum opinberum
embættum og átti sæti í ríkisróð-
inu, sem er æðsta stofnun löggjaf
arvalds í Frakklandi.
Þá var hann, um skeið, einn
af helztu ráðamönnum Rotsdhild
bankafyrirtækisins, og meðeig-
andi í því. Vegna tengsla hans
við það fyrirtæki, er ekki talið,
að hann muni fylgja sjónarmið-
um vinstri manna, a. m. k. ekki
svö að neinu nemi, þótt hann
telji sig frjálslyndan.
Trúnaðarstörf fyrir forsetann
1958 varð 5. lýðveldið til, og
DeGaulle myndaði ríkisstjórn
sína. Þá gerðist Pompidou yfir-
maður einkastarfsliðs forsætisráð
herrana Er DeGaulIe varð for-
seti, ári síðar, sneri Pompidou
sér aftur að bankastörfum og við-
skiptalífi. Engu að síður tókst
hann þó á hendur ýmsar erfiðar
ferðir fyrir forsetann.
Stendur á fimmtugu
Nú, þegar Pompidou stendur á
fimmtugu, getur hann litið yfir
farinn veg, og hin margvíslegu
störf sem hann hefur gegnt á
lífsleiðinni. Hann hefur víða lagt
hönd á verk. og fáir af samtíðar-
mönnum hans standa honum jafn
fætis hvað það snertir. Hitt er
enn athyglisverðara, að hann hef
ur ætíð haft orð á sér fyrir að
vinna öll sin störf af stakri sam-
vizkusemi, og með góðum ár-
angri.
Ópólitískur forsætisráðherra
Mörgum þykir það merkisvið-
burður í stjórnarferli DeGaulle,
að Pompidou hefur nú tekið við
embætti forsætisráðherra. Pom-
pidou lítlir fyrst og fremst á sig,
sem opinberan starfsmann, en
ekki stjórnmálamann. Að því
leyti er hann ólíkur fyrirrennara
sínum, Debré, að hann stendur
ekki í neinu sambandi við neinn
flokk. Það er því ekki gott að
spá um, hvernig honum muni
vegna í viðskiptum sínum við
þingmenn, sem hann er ekki
bundinn stjórnmálalegum bönd-
um.
Margir telja, að nú sé svo
komið, að franska stjórnin sé
orðin að nökkurs konar sérfræð-
ingaráði, þar sem næstum hvert
ráðuneyti sé undir stjórn manna,
sem getið hafa sér orðs fyrir
tækniþekkingu, eða afskipti a£
viðskiptalífi. en ekki stjórnmála-
manna. Þykir það mjög í anda
DeGaulle sjálfs, þar sem hann hef
ur haft Jítið álit á stjórhmála-
mönnum, og telur, að þeim megi
helzt um kenna, að 4. lýðveldið
leið undir lok.
Fompidou lætur sér nægja að
vera stjórnandi, en neitar að líta
á sig sem sérfræðing, eingöngu.
„Það eru þrjór leiðir til glöt-
unar“, segir hann. „Konur, fjár-
hættuspil og sérfræðingar. Konur
eru skémmtilegasta leiðin, fjár-
hættuspil sú fljótasta, en sér«
fræðingarn.ir sú öruggasta“.
Samsöngur karla-
kórsins Svana
Akranesi, 24. apríl
Á PÁSKAÐ AGSKV ÖDD hélt
karlakórinn Svanir samsöng und
ir stjórn Hauks Guðlaugssonar
hér í bíófhöllinni við húsfylli. —
Söngnum var ágætlega tekið. 12
lög voru á söngskrá og auk þesa
sungin aukalög.