Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 20
20 MVRGVlSBLAmÐ Fímmfu'dagur 26. api-íl 1962 GEORGE ALBERT CLAY: GINA Saga samvizkulausrar konu Ég efast um, a3 sú skrá sé rétt. Sjálf vissi ég aldrei hvað ég átti eða ekki átti. Hún er rétt, sagði hann. Hún hefur verið samin mjög vand- lega. Hann taldi síðan upp hina ýmsu gripi og hún svaraði jafn harðan, að þeir væru ýmist gefn ir eða seldir. Þetta er eins og hver önnur vitleysa, sagði gamla konan loksins. Ef þér viljið verða okk- ur hliðhollur, hr. Tanaka, til endurgjalds fyrir áralangt sam- band við manninn minn, þá ættuð þér að útvega okkur að minnsta kosti einn bílinn aftur. Við þörfnumst hans mjög. Ég hef enga löngun til að hjálpa yður, frú. Hann stóð upp og hneigði sig. Aðeins er það ósk mín að hjálpa hans keisara- legu hátign og ríkisstjórn minni. Gina hafði svartsteinshringinn á fingrinum og" var í þann veg- inn að fara út úr svefnherberg- inu, þegar hún nmndi eftir því, að hún hafði alls ekki hringinn lengur. Samt var hann á fingr- inum á henni. En hún hafði fleygt honum í þennan öskrandi Filipseying, daginn sem hún eyðilagði kerruna hans á leið- inni til Tims. Daginn sem Japan- irnir komu. Hún varð snöggvast eins og ringluð í höfðinu en gekk síðan aftur að snyrtiborð- inu. Gimsteinaskrínið hennar var opið eins og hún hafði skilið við það. Hún reyndi að hugsa aftur í tímann og muna. Hún hafði lokið við að bursta hárið á sér, og þá seilzt í hylkið og tekið hringinn og sett hann á fingurinn og hún hafði bæði horft á hann og snert hann. Allt í einu varð hún gripin hræðslu, rétt eins og hana rám- aði í eitthvað mikilvægt, sem hún gæti þó ekki áttað sig á. Hún hljóp að símanum. Hún var einráðin í að blekkja þennan heimska símamann og svo sat hún við símann og lét eins og hún heyrði ekki, að hann væri undir eftriliti. Þegar einhver svaraði í hann, sagði hún aftur og aftur: Banos, Banos, hr. Banos. Loksins heyrði hún rödd hans og undrunina, sem í henni var við að heyra rödd hennar. Ég þarf að fá upplýsingar, Blas. Þær má ég ekki gefa sagði hann og reyndi að þagga niður í henni. Þér var bannað að nota símann. Ég vil fá að vita, hvar frú Tia er niður komin. Hún er í fullu öryggi á búgarð inum. Farðu úr símanum, Gina. Ertu viss um, að hún sé örugg? Og þarfnist mín ekki? Nei, hún þarfnast þín ekki. Hvers vegna ertu svona æst, Gina? Hún sendi mér lítinn hlut, svaraði Gina, og mig grunar, að hún hafi einhvem sérstakan til gang með því, en ég veit ekki hver hann er. Þú færð að vita það seinna, sagði hann. Frú Tia gerir ekkert út í bláinn. Gina heyrði smell í símanum og lagði hann frá sér. Þetta var rétt hjá Blas: Ef frú Tia ætlaði að segja henni eitthvað, mundi hún reyna aftur. En hver gat hafa komizt inn í húsið, að henni óvitandi? Og verðirnir við hlið- ið. Höfðu þeir heldur ekkert séð? Hún gekk aftur að gimsteina- skríninu og sat svo þar og sneri svartsteinshringnum á fingri sér. XXIV. Don Diego sat snemma morg- uns að húsabaki og andvarpaði. Hann var þreyttur og er hann horfði fram á komandi dag, eins og óumflýjanlegt var, leizt hon- um ekki á það, sem hann sá. Á hverjum degi var hann að reyna að snapa saman mat, og að morgni varð sú leit að hefjast á ný. Avextir og grænmeti höfðu verið nægileg í fyrstunni, en eft ir því sem Japönunum fjölgaði í Avenida Lopenza gekk æ meir á birgðirnar. Þar við bættist, að jarðræktarmenn voru tortryggn i gagnvart japanska gjaldeyrin um, en allur annar gjaldeyrir var ólöglegur, svo að þeir vildu heldur nota afurðir sínar sjálfir og gefa þær vinum og nágrönn- um. Þeir sem ræktuðu rís, söfn- uðu því saman. en það lítið, sem kom á markaðinn var flutt til Japans. Sólskinið var þægilegt og hann andvarpaði aftur. Hann fór að hugsa um, að nú væri ágústmánuður — hvað heimilið hans hafði gengið saman á und- anförnum fjórum mánuðum. Hann taldi á fingrunum eins og hálfgert utan við sig: Þau hjón in og Sffredo-fjölskyldan voru fimm ........ jú, þetta mundu verða þrettán, að ótöldum börn unum. Og fyrir fjórum mánuð- um voru þarna hundrað — og nóg handa öllum að bíta og brenna. Nóg handa öllum! Nú var ekki nóg handa neinum. Hann hugs- aði til kaffisins, sem hann hafði drukkið um morguninn og gretti sig. Það var bruggað úr ein- hverjum rótum, sem Luisa hafði fundið, og þær Lolyta héldu þvi fram, að það lí'ktist kaffi á bragðið. Þrettán og svo börnin. Það var gott, að heimilið var ekki stærra, því að nú voru aðeins iþrír, sem gátu aflað nokkurrar fæðu: hann sjálfur og Alberto, bílstjórinn og Juan, vikadreng- urinn. Þrír? Nei það þurftu að vera fleiri. Aftur taldi hann á fingrum sér. Auðvitað gat Lol- yta ekki farið né heldur frú Anna Sffredo. Heldur ekki lands stjórinn, því að hann var boðað- ur í skrifstofu hernámsstjórans á hverjum degi. Luisa .... jú, Luisa. Hana var óhætt að telja með. Hún hafði farið með blóm inn í stofu foringjanna í húsi hennar og hún hafði aðstoðað þá, ef þeir þurftu að fá einbverjar upplýsingar. Þegar til kom, þá kunni hún eitthvað ofurlítið í japönsku og var sem óðast að læra meira. Hún var kurteis og hæversk við foringjana, og þeir sýndu henni virðingu á móti. Stundum gáfu þeir henni mat af birgðum sínum, ef eitthvað gekk af. Jú, hann varð að telja Luisu með. Jómfrú Alverez, sem beit sam an vörum og hataði Japani, mátti alls ekki fara út á götuna, og María frænka var til einskis nýt. Hún grét ef hún sá Japana og öskraði ef hann leit á hana. Alma var of gömul og Sofita og Melita voru of laglegar til þess að þeim væri óhætt úti við, en þær tíndu rætur — hann hryllti, þegar honum varð hugsað til kaffisins — og þær elduðu það, sem til var að elda. Alfredo, garðyrkjumaðurinn, hafði verið öldungur þegar Jap- anirnir komu, en var nú orðinn barn, sem rótaði í garðblettin- um sínum án þess að vita hvað hann var að gera og kærði sig kollóttan þó að innrásarherinn tæki alla uppskeruna hans. Nú heyrðist hávaði úr húsinú, þegar Japanirnir voru að koma á fætur og brátt voru þeir farn- ir að ganga gegn um garðinn í landsstjórahúsið til morgunverð ar. Don Diego fann ilminn af rís og fiski í loftinu. Brátt komu Juan og Alberto til hans út á dyraþrepin. Alberto ætlaði upp í sveit þar sem rísa- kranir voru en Juan átti systur í Bhara, sem hafði hænsni og átti kjú'klinga. Kannske gæti hann líka náð í fáein egg, en hins vegar gat hann ekki vonað að ná í kjúkling. Don Diego reyndi að horfa ekki á úr sér vaxið grasið við garð'brautina, né blómabeðin, sem voru komin í órækt. Hliðið var breitt og önnur lömin á hurðinni var skekkt þar sem bíll hafði rekizt á hana. Fjórar eða fimm fjölskyldur innborinna manna áttu heima í dyravarð- arhúsinu við hliðið, karlmennirn ir í eins konar dái og höfðu ekki hugmynd um, hvað var að ger- ast, en konurnar að reyna að verða sér úti um mat og börn- in grátandi. Þessar fjölskyldur höfðu orðið húsnæðislausar, þeg ar húsin voru brennd ofan af þeim, en höfðu nú setzt að í þessum griðastað, en áttu von á að verða rekin út á götuna, hvenær sem væri, á degi eða nóttu. Skrautgarðamir við sum hús- in þama í höfðingjagötunni voru í sama ástandi og garðurinn hans, og sumir verri, en svo voru innan um einstöku garðar þar sem ekki virtist nein breyt- ing hafa á orðið, og stóðu þarna eins og óskemmdar tennur í skemmdum tanngarði. Brautirn- ar voru vel þrifnar og blómin snyrt. Bílar og bílstjórar biðu fyrir dyrum úti. Þarna höfðu húsbændurnir ekki sýnt Japön- um mótþróa. Einu sinni höfðu húsbændur þessir verið vinir Diego, e* nú voru þeir það ekki lengur. Því að enda þótt þeir sætu við svignandi matborð og ækju í fínu bílunum sínum, þá litu þeir fljótt undan eða beygðu yfir í hliðargötu, þegar þeir sáu til mannsins, sem einu sinni hafði verið mestur þeirra allra. Hann var vonda samvizkan þeirra. Don Diego greikkaði nú spor- ið. Hann vildi verða með þeim fyrstu í skrifstofu hernámsstjór ans og þangað voru nokkrar míl ur. Nú fannst honum ekki sólin eins þægileg og meðan hann sat á dyraþrepunum. Hún var heit, og rykið kom í kæfandi gusum þegar ökutæki Japananna og vina þeirra fóru fram hjá. Hann bað engan um að taka sig upp í og enginn bauð honum það held ur, því að fæstir þeirra, sem fram hjá fóruf^ þekktu gamla manninn. Hann var í ermalausri skyrtu, opinni í hálsinn, og frú Lolyta hafði klippt neðan af buxunum hans, uppi við hné. Það var heldur svalara þegar * X- * — Mér skildist þér segja að há- tíðnis-hljóðbylgjurnar mundu pkemma durabillium. Það virðist vera í lagi .... — Að sjá það með berum augum, Geisli .... En lítið á það í geisla smásjánni, þar sem það er stækkað mörg hundruð sinnum. — Hvað .... Það er allt fullt af sprungum! hann þurfti að ganga. Hann var nú klæddur eins og fátæklingur, næs'tum eins og bóndi, en fötin hans voru hrein og vel pressuð. Þrem klukkustundum eftir að Don Diego kom í skrifstofu her- námsstjórans, fékk hann áheyrn. Hann stóð fyrir framan her- námsstjórann með hattinn í hend inni og bar upp erindi sitt. Eg vildi biðja leyfis til að flytja mig og heimilisfólk mitt í húsið okkar í sveitinni. Til hvers? hvæsti hernáms- stjórinn yfir bórðið og horfði á þennan glóp, sem hafði látið svo mikið af hendi fyrir svo lítið í aðra hönd, af eintómum þver- höfðaskap. En þá fór hann að hugsa um, hvort hann sjálfur hefði nú getað farið eins að, og .það var eins og ofurlítil virðing fyrir gamla manninum kæmi í málróminn. Hvers vegna óskið þér þess arna, hr. de Aviles? spurði hann. Búgarðurinn er stór. og þar væri rúmgott fyri alit heimilið, sagði hann, og þarna er enginn núna. Húsið mitt í borginni er fullt af foringjum og dátum, og ef ég færi, yrði rýmra um þá. Þeir taka það húsrúm, sem þeir þurfa, hvort sem þér flytjið eða ekki Þér eigið kannske dýr- mætar eignir. Ekki er hægt að gjíltvarpiö Fimmtudagur 26. apríl. 8:00 Morgunútvarp (Bæn. — 8:05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir — 8:35 TónL — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:00 „Á frívaktinni"; sjómannaþátt- ur (Sigríður Hagalín). 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónl. — 16:30 Veðurfr. — Tónl. — 17:00 Fréttir — Tónl.). 17:40 Framburðarkennsla í frönsku og þýzku. 18:00 Fyrir yngstu hlustendurna (Guð rún Steingrímsdóttir). 18:30 Óperulög. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Um töluvísi: V. þáttur: Af undr um talnanna (Björn Bjarnason menntaskólakennari). 20:15 íslenzkir organleikarar kynna verk eftir Johann Sebastian Bach; VIII: Haukur Guðlaugsson leikur sálmaforleiki; dr. Páll ísólfsson flytur formálsorð. 20:45 Minnst 200 ára afmælis Sveins Pálssonar læknis (25. apr.): — Erindi og upplestur (Jón Ey- þórsson veðurfræðingur og dr. Sigurður I>órarinsson jarðfræð- ingur taka saman dagskrána). 21:45 Tónleikar: Philharmonia Promen ade hljómsveitin leikur þrjá konsertvalsa eftir Gounod, Deli bes og Tjaikovsky; Henry Krips stjórnar. 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Garðyrkjuþáttur: Hafliði Jóns- son garðyrkjustjóri talar um rnat jurtagarðinn. 22:30 Harmonikuþáttur (Högni og Henry J. Eyland). 23:00 Dagskrárlok. Föstudagur 27. apríl. 8 :00 Morgunútvarp (Bæn. — 8 :05 Morgunleikfimi — 8:15 Tónleik- ar — 8:30 Fréttir — 8:35 Tónh — 10:10 Veðurfregnir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13:15 Lesin dagskrá næstu viku, 13:25 „Við vinnuna“; Tónleikar. 15:00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tillc* — Tónl. — 16:30 Veðurfr. Tónl. — 17:00 Fréttir — Endur tekið tónlistarefni). 17:40 Framburðarkennsla í esperanto og spænsku. 18:00 „Þá riðu hetjur um héruð“: Ingi mar Jóhannesson "talar um þrjár kvenhetjur í Laxdæla sögu: — Auði djúpúðgu, Melkorku og I>orgerði Egilsdóttur. 18:30 Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18:50 Tilkynningar — 19:20 Veðurfr. 19:30 Fréttir. 20:00 Daglegt mál (Bjarni Einarsson cand. mag.). 20:05 Efst á baugi (Tómas Karlsson). 20:36 Frægir söngvarar; XXI: Ðenia* mio Gigli syngur. 21:00 Ljóðaþáttur: Ólöf Nordal leg kvæði eftir Kristján Jónsson. 21:10 Píanótónleikar: Gyorgy Cziffra leikur tvær atýður, Mazeppa nr. 4 og Kvöldhljóma nr. 11 eftir Franz Liszt. 21:30 Útvarpssagan: .^agan um Ólaif — Arið 1914“ eftir Eyvind John son; VIII (Árni Gunnarsson fil, kand.). 22:00 Fréttir og veðurfregnir. 22:10 Um fiskinn: Dr. Þórður Þorbjarn arson talar um þátt sjávarútveg* ins í matvælaöflun heimsins. 22:30 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tónlist. a) Aase Nordmo-Lövberg syng- ur atriði úr „Othello“ eftir Verdi. b) Tékkneska fílharmonáusveHin leikur slavneska dansa op. 4g eftir Dvorák; Vaclav Talicb stjórnar. 23:10 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.