Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 17
Fimmfudagur 26. apríl 1962 MORGVNBLAÐ1B Jóhanna Gísladóttir Olgeirsson í DAG er til grafar borin frá Dómkirkjunni frú Jóhanna Gísladóttir Olgeirsson, sem and- aðist hér í bænum 17. þ. m„ 87 éra gömul. Frú Jóhanna var fædd að Kirkjubæ í Hróars- tungu 18. ágúst 1874. Foreldrar hennar voru Gísli Jónasson skipstjóri í Stærra-Árskógi og Ingunn Stefánsdóttir Jónssonar, 'umboðsmanns á Snartarstöðum. Börn þeirra voru mörg og var Þorsteinn Gíslason, ritstjóri og skáld, þeirra elztur (1867-1938). Enn eru fjögur á lífi af þeim systkinum: Jónas, rúmlega ní- ræður, bóndi og útgerðarmaður, hefur nú um allmörg ár átt heima í Grindavík ásamt Stef- áni bróður sínum. Hér í bænum eru Björn, fyrrum útgerðar- maður. og Steinunn. Um tvítugt fór frú Jóhanna til Amerítku með foreldrum sínum og fóru einnig fleiri af þeim systkinum. Dóu þrjú þeirra vestra, aldurhnigin, Vilborg, Hjálmar og Ragnheiður, en tvö komu hingað aftur, Jóhanna og Steinunn. Vestra giftist Jóhanna Vil- hj'ákni Olgeirssyni (1857-1925) og áttu þau eitt barn. er dó í bernsku. bau fluttust heim hingað 1907 og settust að á fsa- firði, en þar stjórnaði Karl, bróðir Vilhjálms, verzlun og út- gerð og átti síðan, og vann Vil- hjálmur við þau fyrirtæki. Hann var dugnaðar og dreng- skaparmaður, skyldurækinn og snyrtilegur starfsmaður, átti gott bókasafn og var vel heima f islenzkum skáldskap og unni söng. Þau ólu upp Ágústínu Vedholm, er giftist Þorgils Ingv- erssyni bankafulltrúa. Fóstur- dóttir þeirra er frú Hulda, kona Rafns Jónssonar tannlæknis. Var frú Jóhanna síðustu árin á þeirra vegurn. Síðari maður frú Jóhönnu var Árni Sveinsson, þjóðkunnur at- hafnamaður á fsafirði (1858- 1939). Frú Jóhanna hafði lengi verið veik og rúmföst, síðast i sjúkra- deild Hrafnistu, en hún hafði lifað langa og góða starfsævi, verið lifsglöð og vinsæi. Hún rak lengi verzlun og hafði all- mikla umsýslu. Heimili hennar var fallegt og hlýlegt og oft gestkvæmt þar og glaðvært. Hún var framkvæmda og dugn- aðarkona, þrekmikil, hjálpsöm og hjartahlý og gestrisin, ætt- rækin og sannur vinur vina einna. Hún hafði yndi af skáld- Bkap og ágætt vit á honum. Hún var einnig fróð um ættir og um menn og málefni á Austurlandi og kunni vel að segja frá. Hún er hanmdauði öllum, sem þekktu bana. HraðrStun Stúlka með góða kunnáttu í enskri hraðritun og vél- ritun óskar eftir atvinnu. Tilboð merkt: „Hraðritari — 4631“ sendist Morgunblaðinu. Hótel Hvanneyii á Siglufirði er til leigu frá 1. júní n.k. Hótelið leigist með öllum búnaði. Upplýsingar gefur Sparisjóður Siglufjarðar. Atvinna Bifvélavirkjar eða rnenn vanir bifreiðaviðgerðum geta fengið atvinnu hjá okkur, e.nnig menn til aðstoðar á verkstæði. BIFREIÐASTÖÐ STEINDÓRS Sími 1-85-85. Peningalán Get lánað allt að kr. 200 þús. til 10 ára gegn öruggu fasteignaveði. Þeir sem hafa áhuga á þessu sendi nöfn og heimilisfang ásamt nánari upplýsingum um veð til afgre:ðslu Mbi. merkt: „Peningalán — 4630“ fyrir hádegi n.k. iaugardag. Hjnkrunorkonur nthugið Hjúkrunarkonu vantar nú þegar að héraðsspítalan- um á Blönduósi og aðra 1. júlí næstk. Kaup sam- kvæmt launalögum eða samkomulagi. Umsækjend- ur snúi sér til héraðslæknisins Óla Kr. Guðmunds- sonar sem veitir frekari uppl. Sjúkrahússtjórnin. Kjörskró iyrir Gnrðnhrepp til Sveitastjórnar- og sýslunefndarkosninga liggur frammi á skrfis.tofu hreppsins til 22. maí n.k. Kæru frestur er t.il 2. júní og skulu skrifiegar kærur hafa borizt skrifstofu hreppsins fyrir þann tíma. Sveitarstjórinn i Garðahreppi 24. april 1962. Vön afgreiðslustúlka óskast strax í balcarí. (Góð rithönd æskileg). JÓN SÍMONARSON H.F. / Bræðraborgarstíg 16. Atvinna — Glerverkstæði Öskum eftir lagtækum manni á glerverkstæði vort. Upplýsingar hjá verkstjóra. Egill Vilhjálmsson h.f. JLaugavegi 118. íbúðaskipti 4—5 herb.'ibúð óskast í skiptum íyrir 3 herb. íbúð sem er á góðum stað á hitaveivusvæðinu. Tilboð er greini verð og ástrnd íbúðar st-ndist Mbl. fyrir lok þessa mánaðar merkt: „Ibúðaskipti — 4926“. Búfasala Seljum í dag geysi fjölbreytt úrval af alls konar bútum úr vefnaði og prjóni, í kápur, kjóla, dragtir, pils, ullarpeysur, bómullar- peysur og barnanáttföt. Laugavegi 116. ísskápur — ískista til sölu, tæiufærisverð. Góðir greiðsluskilmálar. Sími 18476. Bifvélavirki Bifvélavirki eða maður vanur vélaviðgerðum óskast. Tilboð sendir.t blaðinu fyrir 3. maí, merkt: „Reglusemi — 4524“. Til sölu er stór 2ja herbergja íbúð í kjallara við Laugames- veg. Ennfremur til sölu 3ja herbergja risíbúð í sama húsi. íbúðirnar eru í nýiegu steinhúsi. Málflutningsskrifstofa VAGNS E. JÓNSSONAR Austurstræti 9 — Símar 14400 og 20480. 5 herb. íbúðarhœð Til sölu er mjög glæsileg 5 herb. íbúð á 1. hæð við Blönduhlíð. íbúðin er með sér nitaveitu. Sér inn- gangi og bílskúr, i lcjallara fylgir stórt herbergi með sér snyrtiherbergi og sér inngangi. Teppi út í horn á hæðinni fyigja. Sanngjarnt verð ef samið er sírax. Skipa & fasteignasalan (Jóhannes Lárusson, hdl.) Kirkjuhvoii. Símar 14916 og 13842 íbúðir til sölu Til söiu eru rúmgóðar 3ja til 4ra herbergja íbúðir í sambýlishúsi við Kleppsveg. Eru nú þegar með fullgerðri hitalögn og múrhúðun á sameign inni er langt komin. íbúðunum fylgir tvöfalt gler, fullgerð húsvarðaríbúð, frystihólf o. fl. íbúðirnar fást sjálfar múrhúðaðar eða ómúrhúðaðar. Hitaveita væntanleg. Stutt í verzlanir. ÁRNI STEFÁNSSON, hrl., Málflutningur — Fasteignasala. Suðurgöiu 4 — Sími 14314 og 34231. Tíl sölu einoloug í fullum gangi á góðum stað ca. 5C km frá Reykja- vík. Aliar vélar i góðu standi, næg verkefni, sér- stakt tækifæri fyrir mann sem vill skapa sér sjálf- stæða atvinnu. Nánari uppl. veitir FASTEIGNASALA Áka Jakobssonar og Kristjáns Eiríkssonar Sölum.: Ólafur Ásgeirsson Laugavegi 27 — Sími 14226.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.