Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. apríl 1962 MORCTJNBLAÐ1Ð 13 Eitt hinna nýju skólahúsa í borginni, Réttarholtsskólinn. Byggingu þess verður að fullu lokið árið 1968. Verða þá í skólanum 18 almennar kennsiustofur auk annars húsnæðis, en þegar hafa verið teknar þar í notkun 8 almennar kennslu- stofur, nýtt skólaeldhús og 2 handavinnustofur. Skólastofum fjðlgar helm- ingi hraðar en nemendum Rætt við Jónas B. Jónsson fræðslustjóra R-víkurborgar um skólamál í borginni ★ — A ÞESSU ári eru liðin 100 ár frá því, að samfelld bamafræðsla hófst hér í Reykjavík. Það var 14. októ- ber 1862, þegar skóli var fyrst settur í Bieringshúsi við Hafnarstræti, þar sem Ingólfshvoll stendur nú. — Þessi skóli var fámen nur, aðeins 50—60 böm, en álitið var, að böm á fræðslu- skyldualdri í Reykjavík væru þá um 250. Að vísu hafði skóli starfað hér í Reykjavík á árunum 1830— 1848, en þá lagðist skóla- hald niður um 14 ára skeið, eða þai til starfræksla skól- ans í Bieringshúsi hófst. Bieringshús þetta var lítið, enda varð það brátt of lítið til skólahalds. Var þá byggt hús það við Pósthússtræti, sem nú er lögreglustöð. Það var vígt 1. október 1883. En enn fjölgar bömunum f bænum, og það þarf að reisa nýtt skólahús. Þá var samþykkt að reisa skólahús við Tjörnina, og var byrjað á því árið 1897, en vígt var það 19. október 1898. Það er Miðbæjarskólinn. Suðurálm- an var hyggð við skólann árið 1907, og lítils háttar breytingar hafa verið gerðar á honum síðan, en svo mik- ill stórhugur ríkti á þeim tíma og svo mikill hraði var á framkvæmdinni, að þessi fyrsti áfangi Miðbæjarskól- ans var byggður á einu ári og er hið ágætasta hús enn þann dag í dag. Svo sagðist Jónasi B. Jóns syni, fræðslustj. Reykjavík- urborgar, frá, þegar við rædd um við hann í gær um skóla mál í Revkjavík fyrr og nú. En það var fyrst og fremst tilgangur okkar að fræðast um þessi mál, eins og þau horfa við í dag, og því er næsta spurning okkar á þessa Ieið: — Hve mörg skólahús eru nú í byggingu í borginni? — Þau eru alls 6 talsins, þ. e. Breiðagerðisskóli, sem lokið verður við á þessu ári, Réttarholtsskóli, Hagaskóli, V ogaskóli, Laugalækjarskóli og Hlíöaskóli, sem að öllum líkindum verður stærsta skólahús landsins, þegar það verður fullbyggt. Er gert ráð fyrir, að þessum bygg- ingum verði að mestu lokið árið 1970, en áætluð heildar- stærð þeirra er um 130.000 rúmmetrar og áætlaður kostnaður um 180 millj. kr. miðað við verðlag 1960. Og samtals verða í þessum sex skólum 154 almennar kennslu- stofur auk annans hús- næðia. Fimm nýir <^angar á þessú ári — Og nýjar skólabygg- ingar í náinni framtíð? — Jafnframt því, sem haldið verður áfram með þær byggingar, sem þegar segja, að allt frá árinu 1955 hafi byggingu skólahúsa í Reykjavík skilað markvisst áfram. Til marks um það á- lag, sem var á skólunum meðan þrengslin voru mest — og einnig til márks' um hið gífurlega átak á síðari árum — má benda á, að skólaárið 1954—55 voru í Austurbæjarskólanum 1746 nemenáur í 61 deild, en á Bieringshús, þar sem segja má, að barnafræðsla hafi haf- izt hér í Reykjavík. Húsið stóð, þar sem nú er Ingólfs- hvoll, en þar var skóli fyrst settur 14 október 1862. Mynd þessi er gerð eftir málverki Jóns biskups Helgasonar. eru hafnar, verður einnig byrjað á nýjum skólum. Er t. d. ætlunin að hefja bygg- ingu á 5 nýjum áföngum á þessu ári. Það er nýr áfangi við Hlíðaskóla, viðbygging við Langholtsskóla og 3 ný- ir skólar, Gagnfræðaskóli vérknáms, skóli við Álfta- mýri og skóli í Árbæjar- blettum. Verður bygging Ár- bæjarskó'lans hafin á næst- unni, og mun henni verða lokið í sumar. Er þannig stefnt að því, að í haust verði teknar í notkun 23 al- mennar kennslustofur. Næsti áfangi í nýjum skólabygg- ingum verður svo skóli í Vesturbænum, þ. e. á Vest- urvöllum, en leikvöllurinn, sem þar er nú, verður færð- ur á svæði við Bræðraborg- arstíg, skóli í Háaleitis- hverfi og væntanlega verður bráðlega hafin bygging Æf- ingaskóla Kennaraskólans. A Kennslustofunum fjölgar nú helmingi hraðar en nemendum — Margsetning í kennslu- stofunum hefur skapað fræðsluyfirvöldunum marg- háttuð vandamól, er ekki svo? — Jú, vissulega. En marg- setningin hefur stafað af því, hve nemendum hefur fjölgað ört og lcennslustofun- um ekki að sama skapi. Nú hefur þessi þróun hins veg- ar snúizt alveg við og kennslustofunum fjölgar ör- ar en nemendnnum. Það má skólaárinu 1961—’62 voru í sama skóla 1040 nemendur í 41 deild. Ef við lítum 8 ár aftur í tímann, eða til ársins 1954, þá voru nemendur í barna- og gagnfræðaskólum Reykja- víkur 8348 að tölu í 298 deildum. Almennar kennslu- stofur voru þá 135. Skólaár- ið 1957—58 voru nemendur í sömu skólum alls 10674 í 406 deildum. Það ár voru 175 almennar kennslustofur í notkun, þar af 34 í leigu- húsnæði. Nú í vetur eru nemendur um 12600 í 463 deildum. Almennar kennslu- stofur eru um 240, þar af um 30 í leiguhúsnæði. Á sl. 4 árum hefur nemendum þannig fjölgað um 18%, en almennum kennslustofum hins vegar um 37%, eða rúmlega helmingi meira. Þrísetning úr sögunni á næsta ári Veturinn 1957—58 var þrísett í 60 kennslustofur af 175, eða 34.28%. Nú er þrí- sett í 24 stofur af 240, eða aðeins í 10% af stofunum. Nú er einsett í 36 stofur og tvísett í 174, og hefur aldrei verið einsett í jafnmargar stofur. Og á næsta ári mun þrísetning væntanlega verða úr sögunni og einsett í mjög margar stofur á gagn- fræðastigi. Af öllu þessu má vera Ijóst, hvílíkt átak hefur ver- ið gert hér í byggingarmál- um skóla, enda hefur verið varið til þeirra framkvæmda á árunum 1954 til ársloka 1961 alls 88.5 millj. kr. Þar af hefur verið varið til þeirra á árunum 1958—61, að báðum árunum meðtöld- um, 72.5 millj. kr. til skóla- bygginga, og eru húsgögn og kennslutæki þá ekki talin með. ★ Borgin rekur sjálf • skóla og styrkir aðra — Hvaða skóla rekur Reykjavíkurborg og hvernig leggur hún fram fé til skólamála? — Borgin leggur fram fé til skólamála á tvennan hátt. í fyrsta lagi rekur hún sjálf skóla lögum samkvæmt, en kostnaður skiptist milli ríkissjóðs og borgarsjóðs samkvæmt sérstökum regl- um og í öðru lagi styrkir hún ýmsa skóla og fræðslu- starfsemi. Þeir skólar, sem Reykjavíkurborg rekur, eru fyrst og fremst barna- og gagnfræðaskólar, en einnig Handíða- og myndlistarskól- inn, Iðnskólinn og Húsmæðra skóli Reykjavíkur. Þeir skól- ar, sem njóta styrks frá Reykjavíkurborg, eru t. d. Verzlunarskólinn, Tónlistar- skólinn, Barnamúsíkskólinn, Myndlistarskólinn og Fóstru- skóli Sumargjafar, en einnig er ýmiss konar annarri fræðslustarfsemi veittur stuðn ingur. A 25 kennslustofur á ári að meðaltali — Hvað er reiknað r.ieð að byggja þurfi margar kennslustofur á ári til að mæta fjölgun nemenda, af- nema margsetningu og losa leiguhúsnæði? — Árið 1957 var ákveðið að stefna að því, að byggð- ar verði allt að 25 kennslu- stofur að meðaltali á ári, en talið er, að sá fjöldi kennslu stofa nægi til þessa þrenns. Á sl. 4 árum hafa verið byggðar 70 almennar kennslu stofur auk annars húsnæðis, svo sem eðlisfræðistofur, & i irciin OK L nar I kennslustund í Hlíðaskóla, sem að öllum líkindum verður stærsti skóli landsins, þegar hann verður fullbyggður. f skólanum hefur verið tekin upp sú nýjung að hafa fata- geymslur inni í sjálfum skólastofunum, eins og sjá má á m.yndinni, og nefur sá háttur þótt til mikilla þæginda. skólaeldhús, kennarastofur o. fl., en á síðasta ári einu voru teknar í notkun um 30 almennar kennslustofur. Og á næstu 2 árum er ráðgert að taka í notkun 40—50 nýj- ar stofur, og er markvisst stefnt að því að einsett verði í allar stofur á gagnfræða- stigi og að öll skólastarf- semi borgarinnar fari fram í eigin húsnæði og leiguhús- næði losað. Nú er skólahald í leiguhúsnæði á Hringbraut 121 — Gagnfræðaskóli Vest- urbæjar, Vonarstræti 1 — Gagnfræðaskólinn við Vonar stræti (Landsprófsdeildin) og í Brautarholti 18 — Gagn- fræðaskóli verknáms. ★ Dýrt í dag — ódýrt á morgun Að lokum vil ég víkja nokkuð að því, sem sagt hef ur verið um skólabyggingar þær, sem Reykjavíkurborg hefur látið reisa, að þær væru dýrar og mikið í þær lagt, sagði Jónas B. Jóns- son. Auðvitað má lengi um þetta deila, en hitt er víst, að hver sem t. d. kemur inn í hina nýju skóla borgarinn- ar sannfærist um það, að því betur sem skóli er úr garði gerður, þvi meir sem til hans er vandað, því bet- ur er um hann gengið. Það er að vísu dýrt í dag að hyggja vandað, en það er ó- dýrt á morgun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.