Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.04.1962, Blaðsíða 8
8 wnncvNBi 4r>iÐ FímmTur?agur 26. aprí! 1962 Magnús Kjaran stúrkaupmaður EFTIRFARANDI ljóð eftir Tómas Guðmundsson birtist í „Af- mæliskveðju til Magnúsar Kjarans“ sem gefin var út á sjötugs- afmæli hans. í bókina rita ýmsir vinir Magnúsar, þ. á. m. skáldið og nefnist ljóðið „VÍSNABROT TIL VINAR OG BÓKA- MANNS“. Ljóðið er birt hér með leyfi höfundar. s Mörg bók, sem efldi traust og táp í raunum, hlaut tortímingu og gleymsku að þjóðar launum, en til er einnig ævintýri það, að gamalt kver, sem eyðing elti á röndum, varð aftur veglegt djásn í góðum höndum og hlaut á réttri hillu samastað. Og stærra íán ei verður bókum búið. Þær bera með sér, hverju er að þeim snúið, og vitna í öllu um viðmót eigandans. Og enginn haldi, að bækur láti blekkjast. Af bók og vinum maðurinn skal þekkjast, því hvort um sig ræðst eftir eðli hans. Og oss er tjáð, að cinnig síðast hafni vor eigin saga í drottins bókasafni, og þar kvað vera sitt af hvoru að sjá. En hvort mun þar þann höfund skorta hylli, sem hefur sína lífsbók skráð af snilli, og hvorki tryggð við bók né vini brá? Tómas Guömundsson. Þ A R sem ég var forseti Sameinaðs þings árið 1930, hefir Morgunblaðið beðið mig um umsögn um fram- kvæmcLstjóm Magnúsar Kjaran á Alþingishátíðinni. Ég kynntist Magnúsi fyrst í Ungmennafélagi Reykja- víkur. Magnús var meðal forustumanna, þegar ég gerðist þar nýliði. Mér sýnd- ist allt leika í höftdum hans eins og svo oft síðar. Hann var íþrótta- og glímumaður, mælskur vel, tók mikinn þátt í kappræðum, var fylg- inn sér í öllu og þó lipur- menni. Þá þótti og muna um hans lið við fjáröflun, tom- bólur og hvaða framkvæmd sem var. Allt þetta var okkur vel kunnugt, sem sátum í undir- búningsnefnd Alþingishátíð- arinnar 1930, enda var Magnús einróma kjörinn framkvæmdastjóri nefndar- innar strax og herða þurfti á undirbúningi. Það var greinilegt að stórhugur og bjartsýni fór vaxandi við hans tilkvámu. Varð Magn- ús innan skamms að láta af sinni atvinnu, og gefa sig allan við undirbúningsfram- kvæmdum hátíðarinnar. Hinn reyndi ungmennafélagi var gripinn af hinu nýja verkefni, og fórnaði eigin hagsmunum. Það er ekki laust við að mig sundli nú eftir á, þegar ég hugsa til hinna marg- þættu starfa, sem fram- kvæmdastjórinn þurfti að anna á einum tveim árum. Samstarf við héraðsnefndir, Vestur-íslendinga, íþrótta- menn, söngfólk, fyrirhyggja um gististaði, matföng, bíla, vegabætur og tjöld, boð og aðbúnað erlendra fulltrúa — allt lék þetta í höndum Magnúsar eins og fyrri störf. Úr mörgum snurðum og flækjum þurfti þó að greiðá. Þá þurfti Magnús að sjá fyrir skreytingu á skálum, héraðsmerkjum, minnispen- ingum, öllum borðbúnaði o. s. frv., og var það sérstakt hvað örugg smekkvísi lýsti sér í því öllu. Það eru nú kjörgripir, allt sem útvegað var til hátíðarinnar. Ekki sá þreytu á Magnúsi, heldur herti hann róðurinn eftir því sem hátíðin nálgaðist, og fyrst á þriðja og síðasta degi Þingvallahátíðarinnar merkt- ist, að öllum má ofgera. Áætlunin um framkvæmd þúsund ára afmælishátíðar Alþingis var djörf. Verkefni framkvæmdastjórans var að reisa þrjátíu þúsund manna bæ til þriggja nátta í ó- byggð. Viðfangsefríið var leyst með ágætum. Þó að fjöldi ágætra manna komi þar við sögu, þá munu allir, sem til þekkja, vera á einu máli um það, að fram- kvæmdastjórinn, Magnús Kjaran, á stærstu þökkina fyrir, að allt fór vel úr hendi um undirbúninginn, og varð íslenzkri þjóð til hátíðabrigðis og sóma. Þó margs væri fleira að minnast, þá blasir minning Magnúsar einna skýrast við mér í Ijósi Alþingishátíðar- innar. Tilefnið var stórt, og risið var hátt á þeirri hátíð. Fjölhæfni og framtak Magn- úsar lyfti þá grettistaki. Við erum margir, sem minnumst nú Magnúsar Kjaran með söknuði og þakklæti, og ó- vini átti hann enga. ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÞEGAR funduim okkar Magnús- ar Kjaran bar fyrst saman fyrir 45 árum, var hann hinn síglaði og reifi íþróttamaður i anda, fullur af áhuga fyrir líkamlegri og andlegri hreysti og atgerfi. Aldrei hef ég séð svipmeiri íþróttamann og eldlegri í fasi en Magnús. Þeir unnu saman í „Liverpool" Sigurjón Pétursson og Magnús, og handatiltektum þeirra við afgreiðslu gleymir enginn, sem einu sinni sá þær. Það var einnig íþrótt á háu stigi. Síðar gerðist hann sinn eigin faerra á sviði verzlunar og stór- kaupmennsku og rak allt í stór- um stíl, sem hann kom nálægt. Magnús var fæddur afreks- maður í hverju sem hann tók sér fyrir hendur. Mega menn muna alþingishátíðina 1930, sem hann stjórnaði af svo mikilli snilld og fyrirhyggju. Má eflaust fullyrða, að það sé mest honum að þafcka, hversu vel henni reiddi af. Tel ég að það hafi verið eitt vogaðasta fyrirtæki, sem fslendingar hafa ráðizt f, að halda slíka útihátíð i júni, og margir voru kvíðafullir. En Magnús ekki. Hann var hinn glæsilegi, sistarfandi sihvetjandi og bjartsýni stjórnandi mestu hátíðar, sem nokkru sinni hafði verið haldin síðan fsland byggð- ist, og hann leiddi allt farsæl- lega til lykta sem mannlegur máttur gat áorkað, En Magnús var ekki aðeins at- orkumaður á verklegu sviði. Þeir sem bezt þekkja hann tóku fljótt eftir því. að innst inni í fylgsnum sálar hans brann eld- ur, sem aldrei slokknaði: á'hugi hans fyrir fögrum listum, eink- um málaralist og skáldskap alls konar, sem var máske rauði þráðurinn í lífi hans Hann safn aði fágætum, íslenzkum bókum og erlendum bókum um fsland, og mun það safn vera meðal hinna fágætustu í landinu. Það var oft gaman að sjá hann hand fjatla bækur sínar, strjúka um þær mjúkri hendi og láta þær aftur varlega f hillurnar. Hann var mjög ritfær maður og átti það til að kasta fram stöku í vinaihópi. Mér fannst oft að hann ætti að teljast til lista- manna þjóðarinnar en ekkert var fjær honum en slíkt. Hann var óvenju vel gerður og vel gefinn maður og einn hinn drenglyndasti maður, sem ég 'hefi fyrir hitt. Hann setti svip sinn á bæjarlífið og er nú dauf- legra vinum hans, sem sakna göfugs manns, sem var tryggur og bjargfastur í vináttu sinni, sannur drengur. Það er margs að minnast frá liðnum samverustundum. Glað- ari mann í vinahóp var vart hægt að hugsa sér. Og mér fannst gleðin, starfsgleðin, lífs- gleðin vera uppistaðan í lifi Magnúsar. Slfkur maður hefði seint kvartað. þótt eitthvað hefði á bjátað. En hann var gæfumaður og hamingjubarn. Átti ekki sízt þátt í hamingju hans hin ágæta og mikillhæfa eiginkona hans, frú Soffía, sem ásamt börnunum skapaði honum hið yndislegasta heimili. Við vinir hans kveðjum hann með trega og sendum konu hans og börnum hjartanlegustu sam- úðarkveðj ur. Sumarhústaður í nágrenni Reykjav'kur óskast til ieigu yfir sumar- mánuðina. — Upplýsingar í sima 15973. Iðnaðarhúsnœði 100 til 150 fermetra iðnaðarpiáss óskast sem fyrst. Tilboð sendist. í pósthólf 529 merkt: „Iðnarhúsnæði“. — 4994“.. KYNNI mín við Magnús Kjaran stórkaupmann voru ekki ýkja löng, og ekki voru samfundir okkar heldur næsta tíðir. Hann var roskinn að árum, en ég ungur, þegar leiðir obkar lágu saman. Við komum hvor úr sínu landshorni og störf okkar voru á ólíkum sviðum. Samt varð hann mér tryggur og holl- ur vinur og eftirminnilegri per- sónuleiki en margur annar, sem ég hef átt meiri skipti við. Aðrir munu segja sögu hans, nú þegar hann er horfinn. Þeir munu segja frá afrekum hans í íþrótt- um og félagsmálum á yngri ár- um, frá ævilöngu starfi hans að verzlun og viðskiptum hér í bæn um, frá framkvæmdastjórn hans á alþingishátíðinni mikiu 1930. Um það atriði get ég þó nokk- uð borið af eigin raun, því að Þjóðminjasafnið tók við gögn- um hátíðarnefndarinnar, heilu safni skjala og minjagripa, sem allt talar skýru méli um stór- hug og áræði og úrræði, og það leynir sér ekki hvaða þátt kjark ur og framtak framkvæmda- stjórans átti í því öllu. Það verk, sem Magnús Kjaran vann með þessu fyrir þjóð sína, mun ekki gleymast. En ég vil með þessum fáu orð- um aðeins minnast hans eins og hann kom mér fyrir sjónir eft- ir að ég kynntist honum. Magnús Kjaran var kaupsýslumaður með menningaráhuga. Hann fluttist ungur í bæinn utan af landsbyggðinni eins og svo marg ur annar, og var fyrir löngu orð inn gróinn Reykvíkingur og hafði á sér fyrirmannlegt og fágað snið borgarbúans. Hann var frjálsmannlegur og glæsi- legur í framgöngu og eflaust þeim eiginleikum búinn, sem gera mann sigursælan og vin- sælan í viðskiptalífi. En kaup- sýslan ein, þótt rekin væri með glæsibrag, fullnægði honurn ekki. Hann var maður með and- legar þarfir, þráði fagurt og list- rænt umhverfi, hafði hneigð til að iðka orðsins list, ósvikinn ís- lendingur í lifandi áhuga sín- um á bókmenntum og bókum. Magnús Kjaran átti afburða gott bókasafn. Hann safnaði ís- lenzkum bókum og veitti þeim aðhlynningu af smekkvísi og höfðingsskap. Hann ræktaði safn sitt og gerðist ágætlega bókfróður og ritaði nokkuð um bókfræðileg efni. Það var gam- an að heyra hann tala um bæk- ur sínar og ánægjulegt að vita þennan önnum kafna mann við- skiptalífsins eiga sér þennan áhuga og athvarf utan við dag- legt veraldarvafstur. Það fannst að þarna voru þau verðmæti, sem honum voru hjartfólgin. Hann hafði unnið sig upp úr fá- tækt, komið vel undir sig fót- um og orðið efnaður maður. Borgaraieg velgengni var hon- um eflaust- mikils virði. En ég hygg þó ekki fyrst og fremst sjálfrar hennar vegna, heldur sem frelsi til þess að geta látið eftir sér munað andlegra verð- mæta, til að geta eignazt og lif- að listaverk og bækur og búið við skilyrði sem fullnægðu menningarvilja hans. Og til að geta haldið þeirri rausn. sem honum var í blóð borin. á heim- ili og í samskiptum við menn. Magnús Kjaran var einstakur höfðingi í lund, gestrisinn og veitull. Heimili hans og Soffíu konu hans var þekkt fyrir frá- bæran myndarskap, gestrisni og hlýleik. Eg sagði að Magnús hefði verið kaupsýslumaður með menningaráhuga. Heimili hans bar þess Ijósan vott. Þess munu margir njinnast nú, við lát hans, og senda frú Soffíu og börnum þeirra hjóna samúðar- kveðjur. Eg og kona mín vild- um mega • vera í þeim hópi og votta minningu Magnúsar Kjar- an virðingu og þökk. Kristján Eldjárn. NOKKUR ÆVIATRIÐI Magnús Kjaran var átta ára gamall þegar hann flutti til Reykjavíkur, en hann taldi sig alltaf „Reykvíking í húð og hár,“ eins og hann komst að orði. Magnús var fæddur að Vælu- gerði í Flóa. Faðir hans var Tómas Eyvindsson (f. 1854 að Daðastöðum í Fljótshlíð, d. í Rvík 2. febr. 1916), en móðir hans Sigríður Pálsdóttir (f. 3. des. 1864 að Þingskálum á Rang- árvöllum, d. 20. des. 1946 f Rvík). Magnús Kjaran var af Víkingslækjarætt. Magnús hóf snemma verzlun- arstörf, fyrst sem starfsmaður hjá Th. Thorsteinsson í verzlun- inni Liverpool, síðar sem með- eigandi, og að lokum rak Magn- ús verzlunina einn um margra ára s'keið, og var Liverpool þá með stærstu og vinsælustu mat- vælaverzlunum i Reykjavík. Eftir 1930 stofnaði Magnús heild verzlun, sem hann rak við góð- an orðstír til dauðadags. Hann átti um skeið sæti í Verzlunar- ráði fslands, einnig í stjórn Fé- lags ísl. stórakupmanna. Á með- an Magnús sat í Verzlunarráð- inu vann hann mikið starf fyr- ir Verzlunarskóla íslands. í byrjun seinni heimsstyrjaldar- innar átti hann mikinn hlut að stofnun Innflytjendasambands- ins og vai framkvæmdastjóri þess til stríðsloka Hann var einnig um margra ára skeið framkvæmdastjóri Sambands ísl. bakarameistara. Magnús stofnaði með öðrum Sænsk-ís- lenzka verzlunarfélagið h.f. og Bókfellsútgáfuna h.f. og var for maður í báðum félögunum. Magnús gekk ungur í Ung- mennafélagið og starfaði þar af lífi og sál. Magnús var góður íþróttamað- ur ,og var m.a. í hópi íslenzku glímumannanna, , sem sendir voru á Olympíuleikana árið 1912. Síðustu áratugina var hann mikill á'hugamaður um golf. Fyrir rúmum áratug gekkst Magnús fyrir stofnun Lions fé- laganna á Íslandi. Hann var fyrsti formaður fyrsta félagsins, Lionsklúbbs Reykjavíkur, og síðar, þegar ísland var gert að sérstöku umdæmi, var Magnús kjörinn fyrsti umdæmisstjórl Lionsfélaganna á íslandi. Magn ús var driffjöðrin { starfi Lions- félaganna til dauðadags. Annars staðar er vikið að Al- þingishátíðinni 1930, en þar hafði Magnús framkvæmda- stjórn. Magnús kvæntist (25. sept, 1915) Soffíu dóttur Franz Siem- senj sýslumanns. Lifir hún mann sinn. Börn þeirra eru Birgir, alþingismaður, (kvæntur Svein- björgu Blöndal). Þórunn (kona Péturs Ólafssonar forstjóra Isa- foldar), Sigriður (kona Sigur» jóns Sigurðssonar lögreglu- stjóra), og Eyþór í heimahúsum. Páll ísólfsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.