Morgunblaðið - 17.06.1962, Page 11
Sunnudagur 17. júní 1962
MORGVNBLAÐIÐ
11
, ^
/r Stokkhólmi, júníbyrjun 1962.
Sjónvarp
I Stundum virðist manni sjón-
yarpið vera mesta umhugsunar-
efni sænsku þjóðarinnar. Ef kom
ið er á sænskt heimili meðan
(þetta undratæki er í gangi, er
ekki verið að spyrja frétta, held-
ur er maður umsvifalaust leiddur
-fyrir helgidóminn, og þar skal
maður hanga hvort sem manni
iíkar betur eða ver. Þegar dag-
Ekránni lýkur, er ekki lengur til
setunnar boðið. Þá á enginn
ilengur sameiginlegt áhugamál og
það er kvatt með hej eða adjö.
Því ber ekki að neita, að stund
um eru forvitnilegir dagskrár-
liðir í sjónvarpinu sænska. Ég
minnist til dæmis Strindbergs-
kvölds nýlega. Þar var ævistríð
Strindbergs rifjað upp í mynd-
um og tali. Dagskráin endaði síð-
an á því að leikin var Drauga-
sónatan, etftir hann. Að tfá slíkt
í sjónvarpinu er vitanlega mikill
fengur, en þegar fólk eyðir tíma
sínum í allskyns fáráanleika og
sinnir ekki gestum sínum á með-
an, þá er vitanlega of langt geng-
ið.
Snillingur hylltur
August Strindberg hefur verið
mikið ræddur í tilefni þess að
fimmtíu ár eru nú liðin frá
dauða hans. Verk hans mæta ekki
lengur því tómlæti eða ofsókn-
um, sem gerðu hann oft og tíð-
Alexander Calðer ásamt verkum eftir hann.
Fró Stokkbólmí
eftir Jóhann Hjálmarsson
um landflótta úr Svíþjóð. Nú
keppast allir um að hylla snill-
inginn. Nýjar bækur hafa komið
út um hann, og leikhúsin sýna
veigamestu verk hans. Strind-
berg var mannþekkjarinn mikli
og átti gáfuna dularfullu. Einka-
August Strindberg.
llf hans var sundurtætt og leiddi
hann til geðveiki á tímabili, en
verk hans eru hafin yfir flest
í sænskum bókmenntum.
Bókahappdrættl
í Svíþjóð er til fyrirtæki sem
nefnist bókahappdrættið. Árlega
veitir þessi stofnun rithöfundum
Btyrki, þannig að þeir verða tvö
til tíu þúsund krónum ríkari fyrir
bragðið. (Hér er miðað við
sænska mynt). Samanlagt er nú
úthlutað 121.000 krónum. Tuttugu
og átta höfundar hlutu hnossið,
bæði þekktir rithöfundar og svo
hinir sem eru að leggja á braut-
ina. Forráðamaður bókahapp-
drættisins og hvatamaður þess er
Ijóðskáldið Carl-Emil Englund.
Hann hefur unnið mikið starf
til að koma því á fót og gert það
eð ómetandi afli til styrktar
sænskum bókmenntum. Carl-
Emil Englund er framtakssamur
athafnamaður og hafnaði ekki í
bóihemlífi þegar hann kom
fyrst til Stokkhólms, eins og
skáldbróðir hans Nils Ferlin.
Báðir eru þeir ættaðir utan af
landi, Englund úr Dölunum, nán-
ar tiltekið frá Grangarde, sem
einnig fóstraði Dan Andersson.
Sá eiginleiki Englunds að greiða
vel fyrir sér og sínum í tilverunni
hefur stundum leitt hugann frá
skáldskap hans, sem er mjög
vandaður og skipar tvímælalaust
fast rúm í nútímaljóðagerð Svía.
Ég býst við að Englund hafi verið
eitt af þeim sænsku skáldum sem
Jón úr Vör las vendilega á Sví-
þjóðarárum sínum, meðan Þorpið
var að fæðast. Jón hefur þýtt af-
bragðsvel ljóð eftir Englund. Mér
er einkum rninnisstætt ljóðið Nu
ar dags att sova, sem Jón hefur
skírt eftir fyrstu ljóðlínu þess:
Dauðinn situr á bæjarhellunni. í
Ijóðinu segir frá því þegar menn-
irnir leggja frá sér leikföng sín
og gleymskan fellur á heiminn.
En þetta átti ekki að verða
neitt spjall um skáldskap Carls-
Emils Englunds, heldur happ-
drættið hans. Einmitt við þessa
úthlutun kom fyrir atburður sem
ég segi frá hér til skemmtunar.
Skáldkona ein, Margaretha Malm,
fékk verðlaun fyrir kliðmjúk og
fíngerð ljóð, sem lofuðu góðu um
framtíð hennar á skáldaþingi.
Þegar tekið er á móti verðlaun-
unum verða höfundarnir að
koma fram í dagsljósið, og skáld-
konan Margaretha Malm reynd-
ist þá vera rithöfundurinn Bertil
Pettersson, sem áður hafði gefið
út þrjár bækur undir réttu nafni,
en notað fyrra nafn eiginkonu
sinnar og bætt við það Malm
heitinu, sem dulnefni fyrir þeim
tveimur ljóðabókum sem verð-
laun hlutu. Þetta vakti að sjálf-
sögðu umtal og kátínu í Stokk-
hólmi. Hinn skeggjaði Bertil
Pettersson, sem alls ekki virðist
neitt kvenlegur útlits, varð að
kannast við þá eiginleika sem
hann faldi bak við kvengervið,
og hreppti álitlega upphæð í stað-
inn og auglýsingu á bókum sín-
um.
Listsýningar
Sýning á argentínskri mynd-
list var nýlega opnuð hér í borg.
Argentínsku myndlistamennirn-
ir vinna yfirleitt í svipuðum stíl
og starfsbræður þeirra í Evrópu.
París, Madrid, Flórens og Róm
eru þeim ekki framandi staðir.
Forfeður þeirra byggðu þessar
borgir, og þangað hafa þeir sjálf-
ir sótt menntun sína.
Tvær myndir eftir Luis Noe,
fæddur 1929, eru eins og eldhaf,
víti. Alberto Greco, fæddur 1931,
túlkar vonleysi í klippmyndum,
sem eru þannig gerðar að rifinn
slettóttur pappír er límdur á
málað tré. Falleg eru abstrakt-
sýmból René Morgan, fæddur
1929, í rauðum litum og gulum.
Myndir Romulo Maccio, fæddur
1931, eru abstrakt martraðir,
málaðar með breiðum penslum.
í þeim ferðast lifandi beinagrind
ur. Það er einkennandi fyrir
argentínsku abstraktmálaranna
að rista fígúrur í þykkan litinn
með járni eða hvesstu tré. Tveir
málarar, þeir Richardo Carpani,
fæddur 1930, og Marfo Mollari,
fæddur 1930, gera myndir í anda
Riveira og Arosco, Mexíkananna
sem sem í augum Evrópubúa eru
táknrænir fyrir Suður-Ameríska
list, Ég minnist þess ekki að hafa
séð í langan tíma jafn sannfær-
andi nútímalistaverk og myndir
Carpanis. Þær eru málaðar í stein
gráum og köldum þláum eða grá-
um litum, ásamt svörtum. Mynd
in, Þeir sem vona, sýnir ákaflega
vélræna menn. Þeir ýmist horfa
fram, ræðast við, eða líkt og þeir
hvísli þögn. Gráleitur himinn
með brúnu ívafi, eins og málmur,
rís að baki Myndir Mollaris eru
miklu heitari. Þær eru í brúnUm
litum og sýna fólk að starfi eða
í hvíld. Einhver mýkt í þeim
minnir á Snorra Arinbjarhar.
Abstraktsjónir Luis Noe, hinir
sterkbyggðu dökku verkamenn
Mollaris og myndir Carpanis eins
og höggnar í stein, vitna um eitt-
hvað sem er alveg sérgrein Suð-
ur-Ameríku ríkjanna.
Sænsk-franski listasalurinn býð
ur uppá grafík eftir Pablo Picasso
og höggmyndir eftir Henri Laur-
ens. Flestar myndir Picassos eru
konumyndir, einkum af eigin-
konu hans Jacqueline. Bakkus
hylltur, heitir mynd, sem minnir
á Goya. Þetta eru allt nýjar
myndir, bjartar og skemmtilegar.
Laurens (1885—1954) er einn af
þeim myndhöggvurum sem olli
þróun nútíma höggmyndalistar
með dirfskufullum tjáningarað-
ferðum. Hann er mjög vel metinn
myndhöggvari.
Henri Laurens virðist hefð-
bundinn í samanburði við Alex-
ander Calder, sem nú sýnir verk
sín í Blanche salnum hér í Stokk-
hólmi. Calder, fæddur 1898, er
einn af framúrmönnum hreyfilist
arinnar svonefndu, sem enginn
hefur kynnt betur á íslandi en
svissneski listamaðurinn Diter
Rot. Hreyfilistin er þannig, að
áhorfandinn tekur þátt í að móta
hana og skapa. Myndir Calders
hanga í loftinu, eimhverskonar
víravirki með mörgum spöðum
og hringum í bláum, gulum, hvít-
um, rauðum eða svörtum litum.
Síðan á maður að blása á allt
saman. Með því verður listaverk-
ið fj ölbreytilegra. „Blástu“, segir
Calder, „og þú ert sjálfur með-
skapandi í þessari glöðu hugar-
hátíð“. Sú spurning hlýtur að
vakna hvort listin sé leikur. Að
minnsta kosti er hún skemmtun,
og þá mælir ekkert á móti því
að fá að leika sér dálítið að
henni í öllurn hátíðleikanum, sem
einkennir Ustasöfn.
Nemendur listaháskólans halda
vorsýningu þessa dagana. Áhrif
frá Karli Isaksson eru mjög
greinileg í verkum margra þeirra.
Það er einhver birta í stórum
tassistamyndum Karls Marins,
fæddur 1926, hóf nám 1960.
Gunnar Sönderström, fæddur
1931; hóf nám 1957, málar stórar
velbyggðar nonfígúratífar mynd-
ir, og Mart Org, f. 1935, hóf nám
1957, málar myndir af hamingju-
sömu fólki og geðfelldu lands-
lagi, Bertil Englert, f. 1932, hóf
nám 1957, er expressjónistkur í
mannamyndum sínum. Þá er kom
ið að Ulrik Samuelsson, f. 1935,
hóf nám 1957, sem mér finnst
allt að því viðbjóðslegur í túlkun
sinni. Við sjáum til dæmis svart-
an flöt, en á honum hvitleitar
slettur, sem minna á brennt hold.
Tvær krossfestingarmyndir sýna
Krist eins og flygsu á krossinum,
á þeirri þriðju er baksviðið í
óvenju sterkum bláum lit og
mannslíkaminn í koparlitum, and
litið eins og kalk. Myndirnar eru
eftirminnilegar í óhugnaði sín-
um, en minna heldur mikið á
annan myndlistarmann, Bacon.
Það er áberandi hvað nemendurn
ir fást mikið við trúarleg efni.
Nils-Göran Rosén, fæddur 1933,
hóf nám 1959, hefur til dæmis
smíðað allstóran kross úr tré, efst
á honum mótar fyrir mannshöfði,
þannig að krossinn verður tákn
mannsins. Verkið er á einhvern
hátt sannfærandi.
í grafíkinni er tvímælalaust
um mestan árangur að ræða.
Jens Jacobson, f. 1939, hóf nám
1960, hefur búið sér til sérkenni-
legan myndstíl með Edvard
Munch sem leiðarljós. Clifford
Jackson, bandarískur nemandi,
skapar athyglisverðar myndir af
undarlegu fólki, sem er mitt á
milli þess að vera börn og gamal-
menni, kannski verur frá öðrum
hnöttum. Sjálfsmynd hans sýnir
skeggjaðan þreytulegan mann í
félagsskap blóma, eins og Van
Gogh forðum. Ardy Striiwer, hol-
lenzkur nemandi, er súrrealisti
og sýnir enn á ný vaxtarmátt
þessarar stefnu. Kynjadýr, á
milli þess að vera kýr og svín, í
tunglskinslandslagi, , hvítu Ijósi
þar sem er eins og dálítið gaman
að dvelja þrátt fyrir tómleikann.
Birgitta Lundberg-Sönderström,
fædd 1935, hóf nám 1957, sýnir
aðdáanlega kunnáttu á sviði
nonfígúratífrar listar. „Kom sá
grönska med din glömska", getur
verið einkunnarorð fyrir mynd-
um Lars Hultgren, f 1931, hóf
nám 1957. Með einni mynd hefur
hann ofið skáldunum Ferlin, Bell
man, Taube, Stagnelius, Lucidor
1 Frh. á bls. 12
Chacho Penaloza myrtur. Málverk eftir argentínska málarann Ricardo Carpani.