Morgunblaðið - 29.06.1962, Page 1
24 síður
19. Srgangur
145. tbl. — Föstudagur 29. júní 1962
Prentsmiðja Mcrgunblaðsiiu
S-Rhodesía fái
nýja stjórnarskrá
Tillaga Asíu og Afríkuríkja samþykkt
hjá S.Þ. Fulltrúi íslands fjarverandi
Sir Patrick Dean ytirgat þingsalinn
Sameinuðu Þjóðunum,
28. júní — AP — NTB.
• f dag fór fram atkvæða-
greiðsla á Allsherjarþingi
Sameinuðu Þjóðanna um tillögu,
Bem borin var fram af 38 Asíu-
og Afríkuríkjum. Var í tillög-
unni kveðið svo á, að Bretar
Bkyldu skipa nefnd til þess að
semja nýja stjórnarskrá fyrir
Suður Rhodesíu.
• Tillagan var samþykkt með
73 atkvæðum gegn einu, at-
kvæði S-Afríku. 27 ríki sátu hjá_
þar á meðal Norðurlöndin, Dan-
mörk, Svíþjóð, Noregur og Finn-
land. ísland var eina ríkið, sem
ekki var viðstatt atkvæðagreiðsl-
una, en fulltrúar Bretlands og
Portúgal höfðu tilkynnt áður að
þeir myndu ekki taka þátt í
henni.
Áður en atkvæðagreiðslan
hófst létu Bretar í ljós þá skoðun
sína, að tillagan væri ótímabær,
þar sem S-Rhodesía hefði sjálf
ráðið málum sínum í miörg ár og
væri þetta verkefni stjórnar
landsins en ekki Breta. Neituðu
Bretar að taka þátt í atkvæða-
greiðslunni og formaður sendi-
nefndar þeirra á Allsherjarþing-
inu, Sir Patrick Dean, yfirgaf
Halvard Lange
, Lange til
Islands
NTB-fréttastofan skýrði frá
því í gær, að utanríkisráð-
herra Noregs, Halvard Lang
og kona hans kæmu í opin-
bera heimsókn til íslands 11.
júlí n.k. Dveljast hjónin hér
á landi til 18. júlí.
fundarsalinn meðan á atkvæða-
greiðslunni stóð. Aðrir fulltrúar
Breta sátu kyrrir.
Mál S-Rodesíu var hið síð-
asta, sem 16. þing SÞ fjallar um.
í þinglokin var U Thant, fram
kvæmdastjóri SÞ hylltur af
þingnefndum helztu þjóðanna.
ósló, 28. júní. (NTB) —
Borgarstjóri Vestur-Berlínar,
Willy Brandt, er væntanleg-
ur til ósló 14. júlí ásamt
fjölskyldu sinni. Ætlar borg-
arstjórinn að eyða sumar-
leyfi sínu í Noregi og dvelj-
ast þar til 11. ágúst.
Monte Carlo, 28. júní.
— (NTB-AP) —
SIR Winston Churchill
datt í morgun á gólfið í
herbergi sínu í gistihúsi í
Monte Carlo og lærhrotn-
aði. Hann var fluttur í
sjúkrahús og gekk þar
undir uppskurð, sem sagt
er að hafi heppnazt vel.
Slysið varð, þegar Cchurc-
hill var að fara fram úr
rúmi sínu. Þegar hann hafði
verið fluttur í sjúkrahús,
var tekin röntgen-mynd af
Nýr sendiherra
U.S.A. í Moskvu
Washdngton 28. júní (AP).
HABT var eftir áreiðanlegum
heimildum í Washington í dag,
að Kennedy forseti hefði ákveð-
ið að skipa ráðherra þann, sem
mest hefur með Evrópumál að
gera, Foy Kohler, sendiherra
Baiudarikjanna í Moskvu.
Llevellyn Tompson, sem að
undanförnu hefur gegnt embætt-
inu, baðst lausnar fyrir nokkr-
um mánuðum.
Sagt var, að Tompson muni
taka við erubætti Charles E.
Bohlen, sem sérlegur ráðgjafi
Dean Rusk utanríkisráðherra,
um málefni varðandi Sovétríkin.
Bohlen mun eiga að taka við em-
bætti sendiherra Bandaríkjanna
í Frakklandi af James M. Gavin.
Frébt þessi hefur ekki fengizt
staðfest af bandarísku stjórninni,
en talið er að það muni verða
gert, þegar Dean Rusk utanríkis-
ráðherra kemur heim úr Evrópu
för sinni.
Rólegt í Alsír
Evrópumenn vondaufir
Mynd þessi var tekin sl.
haust, þegar Sir Winston
var studdur út úr flugvél,
er hann kom til London frá
Monte Carlo.
Algeirsborg og Oran,
28. júní — AP — NTB.
• Friðvænlegt er nú í Alsír,
eftir uppgjöf OAS-manna í
Oran. Ekki er enn vitað, hvar
Poul Gardy heldur sig, en jafnvel
talið, að hann sé kominn til Spán-
ar.
• Enn er talsímasamband við
Oran rofið, en útvarpsfréttir það-
an herma, að evrópsku íbúarnir
í borginni séu vondaufir og hafi
ekki mikla trú á, að friðurinn
haldist eftir 1. júlí. í nótt héldu
Serkir fagnaðarhátíð, sem í tóku
þátt um tíu þúsund manns. Stóð
hátíðin sem fór fram með algerri
spekt allt til morguns.
Síðustu daga hafa hvorki kom-
ið flugvélar né skip til Oran eri
Churchill lærbrotnar
fæti hans og kom þá. í Ijós
að lærbeinshálsinn var brot-
inn.
Churchill kom til Monte
Carjo sl. þriðjudag og ætl-
aði að dveljast á Miðjarðar-
hafsströndinni í nokkrar vik
ur sér til hressingar. Kona
hans var ekki með honum
\
— hún liggur veik í London.
Churchill verður fluttur
þangað á morgun með
brezkri herflugvél, sem lagði
af stað frá Englandi í kvöld.
Haustið 1960 varð Churc-
hill fyrir svipuðu slysi. Datt
hann þá á gólfið á heimili
sínu í London og braut smá-
bein í hryggnum. Var hann
ekki nema nokkra mánuði
að ná sér eftir það slys.
1 vor hefur Churchill
haft slæmt kvef, sem hann
hafði þó losnað við áður en
hann lagði af stað til Monte
Carlo. Churchill verður 88
ára í haust.
á föstudag eru væntanleg þangað
þrjú skip til þess að sækja fólk
af evrópskum stofni, sem óskar
eftir að fara til Frakklands.
Fréttamaður frönsku fréttastof-
unnar AFP í Túnis hefur eftir
áreiðanlegum heimildum, að sjálf
stæði Alsír verði lýst yfir 3. júlí
nk. Segir AFP heimildarmann
sinn nákominn serknesku útlaga-
stjórninni, sem í dag hafi komið
saman til fundar til þess að gera
síðustu ráðstafanir áður en hún
heldur til Alsír. Ben Yussef Ben
Kedda forsætisráðherra útlaga-
stjórnarinnar átti í dag samtal
við Habib Bourgiba, forseta Tún
is. Átta aðrir menn úr stjórninni
voru viðstaddir fundinn, þar á
meðal Belkacem Krim. Hitt hef-
ur vakið athygli að Mohammed
Khider, innanríkisráðherra stjórn
arinnar, var ekki viðstaddur.
Herma freghir að hann hafi óskað
eftir að hætta þátttöku í stjórn-
inni, en ekki vitað hvort svo er
orðið.
Eisenhower
til Danmerkur
Washington, 28. júní (AP)
Frá því var skýrt í Washington
í dag, að stjórn Danmerkur hefði
boðið Dwight D. Eisenhower fyrr
verandi Bandaríkjaforseta og frú
hans til Danmerkur í ágúst, en
þá munu þau heimsækja Eng-
land og Norður-Evrópu.
Evrópumenn
flýja Ruanda-
Urundi
USUMBURA, Urundi, 28. júní
(NTB) — Mikill fjöldi Evrópu-
búa yfirgefur daglega Ruanda-
Urundi í Afríku, sem fær sjálf-
stæði 1. júlí n.k.
Þrjár aukaflugferðir eru fam
ar daglega fyrir utan venjulegt
áætlunarflug frá höfuðborginni
Usumbura í Urundi. Farþegarnir
eru Evrópumenn, sem óttast að
óeirðir og ringulreið fylgi í kjöl
far þess að landið fær sjálfstæði,
eins og átti sér stað í Kongó.
Margir hafa þó látið svo um-
mælt, að ekki sé eins mikil á-
stæða til að óttast, eins og fólk
vill vera láta.
I
Isl. krdnur má nd selja
a' erlendum vettvangi
Skref í þá átt að gera krónuna jafngilda
gjaldmiðli annarra þjóða
S tJ breyting hefur verið
gerð á skipan gjaldeyris-
mála, að íslendingar,* sem
fara til útlanda, mega nú
taka með sér allt að 2500 kr.
í íslenzkum peningum. Sömu
leiðis hefur erlendum ferða-
mönnum verið leyft að koma
með til landsins allt að 5000
íslenzkum krónum, og taka
með sér aftur helming
þeirrar upphæðar.
Er þetta í fyrsta skipti í
nær tvo áratugi, sem slíkt
frjálsræði hefur þekkzt hér
í gjaldeyrismálum.
Er Mbl. hafði í gær tal af
dr. Jóhannesi Nordal, banka-
stjóra, sagði hann, að hér
væri um að ræða fyrsta
Framh. á bls; 23