Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 2
2 MORCUNRLAÐIÐ Miðvikudagur 11. júlí 1962 Trilluveiðar á Akranesi AKRANESI, 9. júli. — Dragnóta trillurnar Hafþór, Flosi, Björg og Happasæll lönduðu í morgun og höfðu fiskað 600—700 kg á bát. Ein trillan, sem búin er að leggja skötulóðir, fann þær ekki í gær og fór aftur í morgun að leita þeirra. Trillan Bjarmi reri í gær með handfæri. Aflinn var 155 kg aðeins. Heppinn lagði í gær 6 bjóð af línu suður í Leir Churchill með blóðtappa London, 10. júlí (AP). L Æ K N A R sir Winstons Ohurchills sikýrðu frá því í dag að hann hefði blóðtappa í vinstri mjöðm. En vinstri fót leggur hans er nú minna bólg- inn. Þetta er í fyrsta skipti sem læknar Churohills nefna blóð- tappa, en hingað til hafa þeir aðeins sagt að hann þjáist af æðabólgu. Ohurchill mjaðmarbrotnaði við fall í gistihúsherbergi sínu í Monte Carlo 28. júní sl. Var gert að brotinu í sjúkra- húsi þar, en Churchill síðan fluttur fiugleiðis til London. Þar var hann skorinn upp dag inn eftir í Middlesex sjúkra- húsinu og brotið tengt saman með stálvír. Læknar sir Winstons verða nú að finna út úr þeim vanda, sem heilsufar hans hefur kom ið þeim í. Þega-r eldri menn eru rúmliggjandi er ætíð hætta á að þeir þjáist af önd- unarerfiðleikum nema þeir fái hreyfingu. En vegna blóð-k tappans verður sirWinston að liggja kyrr. Sat líflæknir Ohurohills á fundi með lækn- Um Middlesex sjúkraibússins í dag. Um sjúklingin er það að segja að hann sat uppi í rúmi sínu í dag og reykti Havana- vindil. * Utvarpsskák Svart: Svein Johannessen, ósló ABCDEFGH gfwj 7 t’H H mtenn)i ssm jnutnjfj & i90 4 ou/oyoíu^ x jei0u1OSAS V* jeinuHst vn y ABCDEFGH Hvítt: Ingi R. Jóhannsson. 43. — He5xBe3 og fiskaði 900 kg af spikfeitri og vænni stórýsu. Trillan Landsynn ingur, rúmt tonn aí stærð, hefur stundað -hrognkelsveiðar ,í vor og það sem af er sumrinu, og afl að ágætlega. T.d. fékk hann í gær 50 grásleppur í eitt net og úr þeim 60 kg af hrognum. — Oddur - Undir 20°fo Framh. af bls. 24. ein afleiðing rauðra hunda á meðgöngutímanum, og segir í greininni að meðfædd blinda og hjartagallar virðist oft fara saman, en öll nema eitt af börn unum tíu voru talin hafa hjarta- sjúkdóm. Um þetta atriði segir að heyrnarleysi eftir rauða hunda og jafnvel blinda séu al- gengari en hjartagallar, en ekki hefur verið kannað hvort áber- andi fleiri börn fæðist með hjartagalla eftir rauðuhunda- faraldranna -en annars gerist. Lítið er einnig vitað um minni háttar galla, en sagt að and- vana fæðingar virðist tíðari með al þessara kvenna en annars ger ist. Leggur greinarhöfundur til að hvert tækifæri sé notað til að koma stúlkubörnunum, sem ekki hafa sýkzt af rauðum hund um 1 návist rauðuhundasjúkl- inga, svo þær fái sjúkdóminn á barnsaldri. Og e.t.v. gæti sér- stök rauðuhundaskrá í skólum komið að nokkru gagni og auð- veldað að fylgjast með hvern- ig sæktist í þessu efni. Aðfaranótt sunnudagsins voru þessir tveir bílar á Xeið af dansleik að Logalandi í Reykholts- dal, og ók minni bíllinn á undan. Er þeir komu að krappri beygju á veginum hjá Varmalæk í Bæjarsveit viSsu bílstjórarnir ekki fytti ti ‘en báðir bílarnir voru svo til samtímis úti í skurði og sneru hvor á móti öðrum. Hafði verið um 3 0—40 m bil á milli þeirra og ryk á veginum. Farþegar voru í báðum bílum og meiddist enginn, en nokkrar skemmdir urðu á bílunum. —. Ljósmynd: Hörður. Bíllinn fór hring — farþegar ómeiddir BORGARNESI — Síðdegis s.l. sunnudag valt Volkswagenbíll við vegamótin hjá Haugum, skammt frá Gljúfurá. Var þetta Reykjavikurbíll og í honum 3 piltar á leið suður. Fóru þeir Ágætt héraðsmót Sjálf- stæðismanna í DaSasýslu SIÐASTLIÐINN laugardag efndu Sjálfstæðismenn í Dala- sýslu til héraðsmóts, sem hald- ið var að Staðarfelli. Var mót þetta fjölmennt og sótt víðsveg- ar að úr sýslunni. Samkoman var sett kl. 9 e.h. af Friðjóni Þórðarsyni, sýslu- manni. Hófst siðan dagskráin með því að Kristinn Hallsson, óperu sdngvari, söng einsöng með undirleik Skúla Halldórssonar, pianóleikara. Þá fluttu þeir ræður, Jón Árnason, alþingismaður, og Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra. Því næst söng Þórunn ólafs- dóttir, söngkona, einsöng og ennfremur tvísöng með Kristni Hallssyni. Að. lokum var fluttur' gaman- leikurinn „Heimilisfriður" eftir Georges Courteline og fóru með hlutverk leikararnir Rúrik ÍVindur var mjög hægur á landinu í gær, þurrt og bjart á Vestfjörðum, við Breiða- fjörð og norðvestan Faxaflóa en yfir Reykjanesskaganum sást allan daginri rigningar- og skýjamökkur, og náði hann yfir sunnanvert landið, en þokuloft var á Norður- landi. Hlýjast var í Síðumúla 15 stig kl. 15. Lægðin yfir Bretlandseyjum þokast norð- austureftir. Veðurspáin kl. 10 I gærkvöldi: SV-land og miðin: Hæg- viðri, skýjað og smáskúrir. Faxaflói og miðin: Hæg- viðri, skýjað og smáskúrir sunnan til, bjart veður norð- an tiL Breiðafjörður og miðin: Austan gola, léttskýjað. Vestfirðir og miðin: NA gola, skýjað á miðunum, annars léttskýjað. Norðurland, NA-land og miðin: NA gola, skýjað, sumsstaðar súld í nótt. Austfirðir, SA-land og mið in: Austan og SA gola, skýj- að en víðast úrkomulaust. Veðurhorfur á fimmtudag: Hægviðri, bjart veður á Vesturlandi, skúrir sunnan lands, annars staðar skýjað en úrkomulaust að mestu. Haraldsson og Guðrún Ás- mundsdóttir. Ræðumönnum og listafólkinu var ágætlega fagnað. Lauk síð- an þéssari skemmtun með dans- leik. 20B þús. kr. ú húlfmiða ÞRIÐJUDAGINN 10. júlí var dregið í 7. flokki Happdrættis Háskóla fslands. Dregnir voru 1,100 vinningar að fjárhæð 2,010,000 krónur. Hæsti vinningurinn, 200,000 krónur kom á hálfmiða númer 43599, sem seldir voru í um- boði Guðrúnar ólafsdóttur, Austurstræti 18, Reykjavík. 100,000 króna vinningurinn kom einnig á hálfmiða, númer 22027, sem seldir voru í umboð- inu á Siglufirði. 10,000 krónur: 2428 2698 2936 2986 12001 13723 14132 15794 18173 35874 36008 39978 40014 41408 41790 43598 43600 43852 44570 47069 47671 47819 48357 51164 51346 56591 57878 58383 (Birt án ábyrgðar) Fyrirlestur Frisch í gærkvöldi flutti norski próf essorinn Ragnar Frisch fyrirlest ur í hátíðarsal Háskóla íslands. Salurinn, sem tekur tæplega 200 manns í sæti, var þéttskip- aður. Fyrirlestur prófessorsins * fjall aði um Efnahagsbandalag Evrópu, og felst afstaða prófess orsins til bandalagsins í heiti fyrirlestrarins, sem var: „Aðild að Efnahagsbandalagi Evrópu | er óhyggileg og hættuleg". Engar umræður urðu að fyrir lestrinum loknum. J fram af krappri beygju og vallt bíllinn heilan hring, en enginn meiddist. Vissi bílstjórinn ekki fyrri til en hann lá á bakinu 1 leðjunni fyrir utan billinn, hafði oltið út á síðasta hnykknum — en ómeiddur. Datt at baki Á sunriudag datt maður at hestbaki á.hestamannamótinu á Ferjukotsbökkum. Rotaðist. hann við fallið og var fluttur á sjúkra húsið á Akranesi, en meiðslí hans reyndust lítil er til kom og fór hann heim. — H.J. — Adenauer Framh. af bls 1 Adenauer ennfremur að tak- markið væri að tengja Frakka og Vestur-Þjóðverja þeirn böndum að hvorug ríkisstjórnin geti hugsað sér að gera samn- inga við Sovétríkin á kostnað hinnar. Lagði hann áherzlu á. að tilgangurinn með viðræðun- um við de Gaulle hafi verið aS byggja stíflugarð gagnvart Sovétríkjunum. En þessi stíflu- garður væri enginn hernaðar- legur múr heldur pólitískur varnargarður. Frakkland og Vestur-Þýzka- land hafa samtals 103 milljón- ir íbúa, sagði Adenáuer, og eru pólitískt stórveldi. En þetta veldi þarf á póitískum varnar- garði að halda til að stöðva á- gengni Sovétríkjanna í Evrópu. Stjórnmálaeining Kanzlarinn sagði að aðild Breta að Efnahagsbandalaginu hafi verið til umræðu á fundi þeirra de Gaulles. Einnig var rætt um stjórnmálaeiningu Ev- rópu og kvaðst Adenauer vona að næsta ráðstefna aðildarríkj- anna um það mál bæri árang- ur. — — Ef við getum styrkt stjórn málasamvinnuna milli frjálsu þjóðanna fá Sovétríkin sönnuu fyrir því að frjáls þjóð er lif- aifdi þjóð, sagði Adenauer. Ef ósk ökkar um stjórnmálasam- vinnu bregzt sannar það Sovét- ríkjunum að, ringulreið ríkir I bandalagi Atlantshafsríkjanna. 250 hafn> sögumenn í GREININNI um Nasser í blað inu í gær varð missögn. Um- rædd setning á að vera þannigj Undir venjulegum kringum- stæðum þurfti 250 hafnsögu- menn til þess að starfrækja skurðinn. En þegar þeig brezku og frönsku voru farnir höfðum við 26 fullþjálfaða hafnsögu- menn og 30 nema.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.