Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 11.07.1962, Blaðsíða 6
 MORGVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 11. júlí 1962 Bjarni M. Gíslason: Lýðháskóli í Skálholti LISTIN að lesa og skrifa er grundvöllur allrar menningar. ísland er eitt af þeim fáu löndum, ef ekki hið eina, þar sem saga og menning hefjast á þeim grundvelli. Og þegar litið er um öxl til að athuga hvernig stendur á þessari sérstöðu ís- lendinga sem menningarþjóðar, þá blasir Skálholt við. Fyrsti íslenzki biskupinn, ísleifur Gizurarson (1056—1082), hafði skóla í Skálholti, og þar hefst þegar frægð þess sem mennta- seturs. Hér skal ekki um það rætt hvort þessi skóli var snið- inn eftir öðrum miðaldaskólum, en hitt má fullyrða, að latínu- staglið varð fyrstu skólamönn- um vorum ekki fjötur um fót. Þeir notuðu móðurmál sitt, hreinsuðu það af tökuorðum og skópu hinn gullfagra sögu- stíL Þegar minnzt er á lýðháskóla, verður manni fyrst hugsað til móðurmálsins og hverja þýð- ingu alþýðumál hefur fyrir þekkingu og menntun, vegna þess að lýðháskólarnir á Norð- urlöndum eiga að vera brjóst- vörn fyrir verndun móðurmáls- ins og málhreinsun. Og ástæð- an til þess er mjög einföld: Það er þýðingarlaust fyrir þann sem ætlar að ná eyrum fjöld- ans, að tala latínu eða fram- andi tungu, hann verður að fræða á móðurmáli sínu eins hreinu og fögru og unnt er. Þess vegna er það eitt hið þýð- •ingarmesta hlutverk lýðháskól- anna að fegra og hreinsa móð- urmálið. Hér hefur fsland sérstöðu. Frá upphafi sögu sinnar hafa íslendingar varðveitt móðurmál sitt og kunnað að beita því til almennrar fræðslu og andlegrar vakningar. Þar höfðu kvöld- vökurnar sitt gildi. Þá ræddu menn ekki aðeins fram og aft- ur efni þess, sem lesið var, heldur einnig málið, hljómfeg- urð og áhrif orðanna. Heima- fræðslan og kvöldvökurnar ís- lenzku mega gjarna teljast fyrsti lýðháskóli á Norður- löndum, laus við þjóðernisgor- geir, alveg eins og lýðháskól- arnir eru nú. Sögurnar voru að vísu lesnar á hinum íslenzku heimilum, en sjaldnast til þess að varpa ljóma á föðurlandið. Eddurómantíkin hleypti engum æsingi í íslendinga eins og í þjóðskrumara á öðrum Norð- urlöndum. Áhuginn á goða- fræðinni og fornsögunum var hér almenns eðlis, en ekki af þjóðrembingi sprottinn. Á hin- um Norðurlöndunum hefur ver- ið ritað mikið um fornbók- menntir íslendinga í væmnum stíl, sem er nokkurskonar sam- bland af hjátrú og helgislepju. En þrátt fyrir öll þessi skrif þekkir almenningur hvorki Eddu-ljóðin né fornan skáld- skap. Á íslandi hafa menn ekki verið með slíkar vanga- veltur um fornbókmenntirnar, en í þess stað hafa ljóð fornu skáldanna lifað á vörum þjóð- arinnar, og skáldin hafa allt fram að þessu sótt þangað fyrirmyndir og bragleikni. Enginn hefur líklega skrifað meira en Grundtvig um hinn norræna anda, er liggi sem fólginn kraftur í sögn og sög- um. Að vísu er sumt af því sem hann segir nokkuð tor- skilið, en hugsun hans verður veigamikil og þung á metun- um, þegar hann ber saman ís- lenzku heimilisfræðsluna, og Fyrri hluti þann lærdóm sem ráðandi var annars staðar í heiminum og Grundtvig kallaði Rómar-and- ann. Róm, hinn mikli mann- drápari og þjóðakúgari, hafði gert lífsviðhorf manna haturs- full, grimmdarleg og miskunn- arlaus. Hið vaxandi stórveldi hafði svelgt hvert þjóðarbrotið eftir annað og útrýmt tungum þeirra. Grundtvig hélt því fram, að þessi Rómar-andi hefði vaðið uppi afturgenginn öldum saman eftir að hið mikla Rómaveldi var liðið undir lok, og hann hélt því fram að þjóð sín hefði ekki Bjarni M. Gísiason. farið varhluta af þessu. Gegn þessari óvætt vildi Grundtvig leiða fram hinn norræna anda. Af öllu hjarta hataði Grundt- vig þennan Rómar-anda, sem með latínunni hafði barið nið- ur bókmál þjóðanna langt út fyrir takmörk sín, og gert skáldskapinn andlausan. Saxi hafði ritað sögu Dana á latínu og þýtt gamlar þjóðlegar ljóð- perlur á latneskt hexametrum. í vestri var það England eitt, sem veitti ófreskjunni viðnám, og í norðri ísland og Noregur að nokkru leyti. Aðdáun Grundtvigs á heima- fræðslu íslendinga var rétt- mæt, og sú heimafræðsla varð að mörgu leyti fyrirmynd lýð- háskóla hans. En þar sem hann talar um Rómar-andann sem forheimskun, verður þó að við- urkenna að ísland var ekki alveg laust við þá smitun, því að á 18. öld lýsti rektor latínu- skólans í Skálholti yfir því, að hann teldi það fánýtt og jafn- vel skaðlegt að halda í íslenzk- una; vildi hann taka upp dönsku þar sem þjóðin væri undir Dani gefin og hefði mest skipti við þá. Engum ætti að blöskra þetta, þegar þess er minnzt, að um það leyti er Grundtvig fæddist, var í Dan- mörku sá prófessor er Snee- dorf hét, og hann barmaði sér út af því að háþýzka skyldi ekki vera ríkismál í Danmörku. | Álit hins bóklærða Skálholts- rektors fékk engan hljómgrunn á íslandi, því að þar hafði heimafræðslan fyrir löngu þjappað þjóðinni saman í eina andlega heild, sem var svo sterk, að slík tillaga um þjóð- arsjálfsmorð var aðeins hlægi- leg í augum almennings. Þegar lýðháskólar hófust hafði ís- land því ekki jafn mikla þörf fyrir þá og hin Norðurlöndin, þar sem Rómar-andinn — svo maður noti orð Grundtvigs — var öflugri. Þýzkan sótti hart fram að sunnan, og þess vegna varð lýðháskólinn lífsnauðsyn fyrir Danmörku. Og þar var sjálfsvörnin hafin með tilliti til líðandi stundar, en takmarkið einnig sett hærra um norræna samstöðu og almenna fræðslu. Margir íslendingar sóttu dönsku lýðháskólana á seinni hluta 19. aldar og þrír þeirra eru að minnsta kosti vel kunn- ir fyrir lýðmenntun sína á fs- landi. Það eru þeir Guðmund- ur Hjaltason, Sigtryggur Guð- laugsson og Sigurður Þórólfs- son. Þeir stofnuðu lýðskóla á íslandi um aldamótin, en 1929 komu í stað þeirra hinir svo- nefndu héraðsskólar. Það var fyrrverandi nemandi í Askov, Jónas Jónson, sem þá var menntamálaráðherra, sem beitti sér fyrir stofnun þeirra. Eftir það urðu þeir í rauninni ungl- inga- og gagnfræðaskólar. Þeir eru 7 alls og nú hefur ríkið tekið þá upp á sína arma sem prófskóla. Vegna þessarar þróunar er það ekki nein furða þótt oft hafi verið minnzt á stofnun lýðháskóla á íslandi, eigi að- eins meðal íslendinga sjálfra, heldur einnig meðal norrænna lýðháskólamanna. Það vakti þess vegna mikla athygli er núverandi biskup íslands, herra Sigurbjörn Einarsson, ritaði grein í „Nyt fra Island” (2. tbl. 1960) og stakk upp á því að lýðháskóli yrði stofnaður á hinu fornfræga menntasetri Skálholti. Hann hafði að vísu ýmislegt fleira í huga, svo sem framhaldsskóla fyrir guðfræð- inga, með svipuðu sniði og er í Sigtúnum í Svíþjóð. En lýð- háskólinn var nú nefndur jafn- # Léleg tjöld Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur skrifar: Það er erfitt að aesa sig upp í slæmt skap í blessaðri sum- arblíðunni, en þó langiar mig nú til að hreyta úr mér nokkr- um ónotum. Það er alkunna, að íslenzkur iðnaður hefur nú á síðari árum vaxið bæði að magni og gæð- um, og er það ánægjulegt, því ekki verður velmegun auikin í landi hér, frekar en annars staðar, án vaxandi iðnaðar. En mörgu er þó ábótavant um sumt af dkkar iðnaðarfram- leiðslu, og ætla ég hér að víkja að útbúnaði til ferðalaga. Það er hörmung að sjá og reyna sumt af þeirri íslenzku fram- leiðslu, sem til ferðalaga er ætl- uð. Ég reyndi hér um daginn ís- lenzk tjöld. Þau voru anzi puntuleg langt til að sjá í sól- skini og blæja logni. Var ann- að topptjald, svo fáránlegrar gerðar, að fullvíst má telja, að sá hiafi aldrei í tjaldi legið, sem það sneið. Hitt var sæmi- legt að lögun, en báðum var það sameiginlegt, að þau þoldu hvorki golu né regn, stögin handónýt, tjaldstengur sömu- leiðis, og þau láku hverjum dropa sem á þaiu féll. Var ekki um annað fyrir oikkur að gera en fleygja þessum tjalddrusl- um, er veður versnaði, og leita athvarfs í helli, en ekki miunu allir svo heppnir að hafa upp- hitaða hella í nánd, ef tjald rifnar ofan af þeim. • Neyðarástand getur skapazt Það er líka sannarleg hörm- ung að sjá flesta þá bakpoka, sem framleiddir eru hérlendis. Dúkurinn, sem þeir eru saum- aðir úr, mun að vísu sæmilega sterkur, en grindin er af löngu Úreltri gerð, uppmjó og and- styggileg, svo að pokarnir þrengja alltof mikið að öxlun- um. Pokarnir eru líka yfirleitt of litlir. Væri ekki hægt að fara eftir einhverri almenni- legri erlendri fyrirmynd um bakpokagrind ög gerð bakpoka? Einlhvem veginn hafa hús- gagnasmiðirnir okkar komizt upp á lagið með að stæla er- lendar fyrirmyndir. Vinnufatagerð hérlendis má heita mjög sæmileg og vinnu- vel meðal fyrstu framkvæmda á staðnum, og það töldu nor- rænir lýðháskólamenn gleðileg- an vott þess, að nú mundi þess skammt að bíða að lýðháskóli kæmist á fót á íslandi. En síðan hugmyndin um lýð- háskóla í Skálholti kom fram, virðast hafa komið ýmsir aftur- kippir, en allt í óvissu um framtíð staðarins, og þess vegna hafa margir efazt um að alvara hafi fylgt hugmyndinni. Ég hef fengið fjölda bréfa frá norrænum lýðháskólamönnum og fyrirspúrnir um á hverju standi, hvers vegna allt sé enn í óvissu, og hvort íslenzk æsku- lýðsfélög styðji ekki hugmynd- ina um lýðháskóla í Skálholti. Ég hef engu getað svarað, því að ég hafði ekki neinar upplýsingar um þetta mál, held ur aðeins getað sagt frá af- stöðu minni til stofnunar lýð- háskóla á íslandi. Og þar sem þessi bréf mín eru nú í hönd- um margra norrænna lýðhá- skólastjóra, tel ég mér skylt að skýra íslenzku þjóðinni einnig frá afstöðu minni. Og ég skal þá þegar taka af skarið: Það á að stofna lýðháskóla á íslandi, og vegna sögulegrar frægðar á hið gamla menntasetur í Skál- holti að endurreisast sem lýð- háskólaborg. Hvers vegna? Astæðurnar eru margar, en ég verð að láta mér nægja að benda á þær sem ég tel mikilsverðastar. Um mörg ár hafa allskonar nýstefnur í listum, heimspeki og stjórnmálum borizt til fs- lands og reynt að brjóta niður alla gamla þjóðmenningu. Jafn- framt hefur þá innilokunar- stefna gert vart við sig, og húi* telur allt hið nýja óhafandi, Baráttan milli þessara tveggja öfga er ávallt háð, en skyn- semin, sem reynir að brúa bilið milli þeirra, kemst jafnan að þeirri niðurstöðu, að fom þjóð- menning geti ekki haldið velll nema í samvinnu við nútíðina, og að nútíðin geti þvl acein* eflt framvinduna að hún st. ðj- ist við lifandi fortíð. Það er kominn timl til þ s* í öllu því öngþveiti sem nú er, að stinga við fótum og athu^a Framhald á bls. 15. föt tiltölulega ódýr. íslenzkar vinnubuxur eru ágætar til sumarferðalaga, en sá er þó galli á, að sé í þeim rennilás, er hann af allra lélegustu gerð, og á þetta raunar við um ís- lenzkar buxiur yfirleitt. Hvera vegna er þetta atriði försóunað! Er háttvirtum buxnaframleið- endum það ekki ljóst, að bili rennilás getur — svo blaðamál sé notað — skapazt neyðar- ástand, sem auðveldara er í að lenda en úr að komast. • Ferðaútbúnaður með stimpli I Svíþjóð og fleirl Wndium er starfandi nefnd skipuð reynd- um ferðamönnum og mönnum úr slysavarnafélögum, og hefur sú nefnd eftirlit meS þeim ferðaútbúnaði, sem seldur er i landinu. Getur hún beinlínig bannað sölu á alls konar skrani, erlendu og innlend/u, sem reynt er að pranga út í ferðafólk þar sem annars staðar. Ferðaútbun- aður, sem neíndin samþykkir, fær sérstakan stimpil eðtt merki og getur kaupandi treyst slíkium útbúnaði. Þetta á viS um tjöld, bakpoka, svefnpoka, vindsængur, anorakka, (hitunar- tæki o. s. frv. Ég held að margt væri vitlausara en að skip® sldka nefnd bérlendis, því vá- lyndari eru veður Ihér en I flest um öðrum löndum Og því getur verið blátt áfram lifsnauðsyn- legt, að ferðaútbúnaður sé I lagi. Það er dálítið kyndugt að í þessu harðbýla landi skulum við standa rniklu framar í fram leiðslu átsúkkulaðis en útbún- aðar til ferðalaga. En úr má bseta, ef vilji er fyrir hendi, Sigurður Þórarinssoa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.